Morgunblaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 18
Sundaborg 9 • 104 Reykjav ík Sími 533 3931 • Fax 588 9833 • sandey@simnet.isSandey SANDEY HEILDSALA OG FJARÐARKAUP KYNNA Kynning í Fjarðarkaupum 6. og 7. maí milli kl. 14.00 og 18.00. Snyrtifræðingur verður á staðnum fólki til aðstoðar. Loksins á Íslandi, Love Line Platinum snyrtivörur, einstæð snyrtivörulína fyrir líkams- og andlitshirðun, byggð upp á „lífrótinni“, betur þekkt sem „ginseng“. Brazilian tan brúnkukremið hefur fengið frábærar viðtökur enda auðvelt og fljótvirkt í notkun. Brazilian tan, fallegur litur á heilbrigðan og skjótan hátt. Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Háskólar kynna sig |Á morgun, föstu- daginn 7. maí, verða háskólarnir tveir í Borgarfirði, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Viðskiptaháskólinn á Bifröst, með sameiginlega námskynningu. Fer hún fram í Hyrnutorgi í Borgarnesi milli kl. 16 og 19. Þar munu kynningarstjórar skólanna veita gestum og gangandi upplýsingar. Þetta er í annað sinn sem skólarnir standa að sameiginlegri kynning í Hyrnu- torgi, en hún þótti takast vel í fyrra. Er hún liður í samstarfi háskólastofnana í Borg- arfirði. Þar er Snorrastofa meðtalin, en upplýsingar um starfsemi þar munu einnig liggja frammi á kynningunni. Á Hvanneyri er boðið upp á BS nám í bú- vísindum, landnýtingu, skógrækt og um- hverfisskipulagi (landslagsarkitektúr). Á framhaldsskólastigi er boðið uppá bún- aðarnám. Á Bifröst er boðið upp á BS nám í viðskiptafræði og viðskiptalögfræði og meistaranám í báðum deildum. Frum- greinadeild skólans er ætluð þeim sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Reyðarfjörður | Á laug- ardag verður opnað nýtt fyrirtæki, Hekla á Austur- landi ehf., að Aust- urvegi 20 á Reyðarfirði. Það er í eigu Heklu hf., Spari- sjóðs Norð- fjarðar, Eign- arhaldsfélags Austurlands og Olís. Fyrirtækið tekur við rekstri Verkstæðis Helga, sem rekið hefur sölu- og þjónustuumboð fyrir Heklu á Reyðarfirði frá árinu 2001. Starfsemi Heklu á Austurlandi verð- ur að þjónusta og selja vél- ar og bifreiðar. Starfs- menn verða átta til að byrja með. Fram- kvæmdastjóri er Ásmund- ur Jónsson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri Vélasviðs Heklu, en sölu- stjóri er Helgi Magn- ússon, fyrrum eigandi Verkstæðis Helga. Hekla á Austurlandi Golfvöllurinn í Vest-mannaeyjum ernú orðinn iðja- grænn og starfsmenn vallarins farnir að slá á fullu. Örlygur Helgi Grímsson, nýráðinn vall- arstjóri, segir völlinn lík- lega aldrei hafa komið eins vel undan vetri. „Ástæðan er líklega sú að grínin voru götuð síð- asta haust og svo hefur veturinn verið frekar hagstæður vellinum.“ Byrjað var að spila á sumargrínum í byrjun apríl en yfirleitt er völl- urinn í Eyjum tilbúinn um mánuði á undan öðr- um völlum á landinu. Síðustu ár hefur fyrsti maí verið vinnudagur golfara og var engin breyting þar á nú. Hörkugóð mæting var og er völlurinn nú tilbúinn fyrir átök sumarsins. Morgunblaðið/Sigurgeir Völlurinn í Eyjum orðinn iðjagrænn Í Fréttabréfi Kvæða-mannafélagsins Ið-unnar er greint frá því að kvæðalagaæfing verði haldin í kvöld og vorfundur á föstudags- kvöld í sal Blindrafélags- ins. Hefjast báðir fundir kl. 20. Þar er jafnframt hringhenda eftir Bjarna Valtý Guðjónsson um Lómagnúp: Á sinn ljóma klettur kyrr kafinn drómahjúpi. Sagan ómar eins og fyrr undir Lómagnúpi. Bjargey Arnórsdóttir orti undir Öræfajökli er hún horfði á nátttröll á fjalls- brún: Hér um leiðir ástin á einkar greiða vegi, kerlu breiða karlinn má kyssa á heiðarteigi. Á síðasta fundi kvartaði formaðurinn undan tómri Skáldu, en hún er jafnan látin ganga meðal fund- armanna í lok fundar og leggja þeir vísur í hana. Sigmundur Benediktsson orti: Andans ljómi grær í góm, genginn sómavegur. Skálda ómar innantóm, auðnu rómur tregur. Koss á heiðarteigi pebl@mbl.is Grímsey | Gunnar Tryggvason tónlistarmaður á Akureyri hef- ur undanfarið, fyrir tilstilli odd- vitans Óttars Jóhannssonar og skólastjórans Dónalds Jóhann- essonar, gist Grímsey og kennt skólabörnunum á hljóðfæri. Upphafið má rekja til eins drengs, Garðars Alfreðssonar í 7. bekk sem fékk gítar að gjöf og heillaðist þvílíkt af hljóðfær- inu að á hverjum einasta degi hefur hann setið einn og æft grip og lög. Þessi neisti Garðars hefur kveikt í vinum hans – sér- staklega þeim Árna og Brynjari jafnöldrum hans. Þeir fjárfestu í hljóðfærum, Árni í góðu trommusetti og Brynjar í raf- magnsbassa. Þegar svona var komið fannst oddvitanum og skólastjóranum nauðsynlegt að styðja við tónlistaráhuga piltana og fá leiðbeinanda út í eyju. En sagan er ekki öll, fjórar skóla- stúlkur mættu með gítara, sína eigin eða lánaða . Einn drengur kom með hljómborðið sitt og þrjár stúlkur æfðu söng. Gunnar segir að tónlistin hafi leikið aðalhlutverkið í lífi hans alla tíð. Kvöddu börnin leiðbein- andann með von um framhald. Morgunblaðið/Helga Mattína Mikill áhugi: Gunnar Tryggvason og Dónald Jóhannesson með ungu tónlistarmönnunum í Grímsey. Mikill tónlistaráhugi Af litlum neista LANDMÆLINGAR Íslands og Veður- stofa Íslands hafa samið um gagnkvæm skipti og þjónustu er varðar stafræn og landfræðileg kortagögn. Er meðal annars kveðið á um að Landmælingar fái aðgang að gögnum sem Veðurstofan hefur aflað eða látið afla um snjóflóðavarnir og Veð- urstofan fær aðgang að gögnum sem Landmælingarnar hafa sölurétt á í land- fræðigagnagrunninum. Gögn Veðurstofunnar er tengjast snjó- flóðavörnum nýtast Landmælingum við endurskoðun og uppbyggingu stafræns kortagrunns af landinu. Gögn Landmæl- inga geta nýst Veðurstofunni við þróun og rekstur veðurlíkana og við jarð- skjálftarannsóknir og vöktun. Einnig nær samningurinn yfir sameiginleg kaup á gervitunglagögnum, til þróunar og rann- sókna á notkun slíkra gagna og samvinnu við landmælingar og vöktun jarðskorpu- hreyfinga. Veðurstofan og Land- mælingar í samstarf GISINÓTTUM á hótelum í marsmánuði fjölgaði á höfuðborgarsvæðinu um rúm 4%, en þær voru 48.546 árið 2004 miðað við 46.575 árið á undan, samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstof- unni. Á Austurlandi tvö- faldaðist fjöldi gisti- nátta milli ára þegar þær fóru úr 991 í 2.023 í mars 2004. Á Suðurlandi og Norð- urlandi fækkaði gistinóttum í marsmánuði. Á Suðurlandi fóru gistinæturnar úr 8.227 í 6.886 milli ára og fækkaði þar með um 16%. Á Norður- landi voru gistinæturnar 3.623 í mars 2004 en voru 4.172 árið 2003, sem er um 13% fækkun. Hótelgistinótt- um í Reykjavík fjölgaði um 4% ♦♦♦ Leikmannastefna |Rætt var um samband ríkis og kirkju, fræðslumál og æskulýðsmál á leikmannastefnu Þjóðkirkjunnar sem haldin var nýverið á Akureyri. Í einni álykt- un leikmannastefnunnar var lögð áhersla á símenntun leikmanna og óvígðs starfsfólks kirkjunnar. Í ályktun um fræðslu segir að með fræðslustarfi kirkjunnar fyrir leikmenn skuli kirkjan gefa almenningi kost á fræðslu um trú, sið og kirkju og veita starfsfólki kirkjunnar og sóknarnefndum fræðslu um starfshætti kirkjunnar. Leggur leik- mannastefnan til að starf Leikmannaskólans verði eflt með auknum fjárframlögum og að honum verði gert kleift að halda námskeið fyrir leiðbeinendur. Eru sóknarnefndir og héraðsfundir hvattir til að leggja Leik- mannaskólanum lið við að framfylgja þess- um markmiðum. Þá var samþykkt ályktun þar sem harmað er stríðið í Írak og því beint til þjóðkirkj- unnar að sameina þjóðina í bæn um að stöðva megi þá ógnaröld. Í þriðju ályktun leikmannastefnunnar er talið mikilvægt að ljúka sem fyrst viðræðum milli ríkis og þjóð- kirkju um kjaramál og prestssetrið Þingvöll.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.