Morgunblaðið - 06.05.2004, Page 21

Morgunblaðið - 06.05.2004, Page 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 21 SÍÐUSTU DAGAR SUMARSPRENGJUNNAR! 50% SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 AFSLÁTTUR KOMIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAUP! LOKAÐ MÁNUDAG 10. OG ÞRIÐJUDAG 11. MAÍ. OPNUM AFTUR MIÐVIKUDAGINN 12. MAÍ Reykjavík | Íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur (ÍTR) stóð á dögunum fyrir málþingi fyrir ung- linga undir yfirskriftinni Frítíminn minn. Var þar gerð tilraun til að fá fram hvað börn og ungmenni í borg- inni vilja gera í sínum frítíma. Öllum íþrótta- og æskulýðsfélögum í borg- inni var boðið að senda fulltrúa á þingið auk þess sem ungmenni úr Reykjavíkurráði ungmenna og ung- lingaráðum félagsmiðstöðva áttu sína fulltrúa á þinginu. Þrjátíu og fimm ungmenni sóttu þingið, sem fór fram í félagsmiðstöð- inni Árseli í Árbæ. Var þeim skipt upp í sex hópa, sem unnu hugmyndir sem verða nýttar í víðtækri stefnu- mótunarvinnu sem á sér nú stað á æskulýðs-, íþrótta- og útivistarsviði ÍTR. Stjórn ÍTR og forstöðumönn- um félagsmiðstöðva var boðið að sitja kynningu á niðurstöðum mál- þingsins til að heyra hugmyndir unga fólksins um það sem betur mætti fara í tómstundastarfi. Unga fólkið var m.a. spurt um hvað það vildi gera í sínum frítíma og hvað það væri ánægt og óánægt með í frítímaþjónustu borgarinnar. Þá var einnig spurt hvaða frístundaað- stöðu og tilboð unga fólkið nýtti nú þegar og hvað vantaði. Mikil þörf fyrir félagslíf Það kom ekki á óvart að unga fólk- ið lifir miklu og ríku félagslífi, spilar tónlist, æfir íþróttir, umgengst vini, stundar félagsstarf, útivist og jað- aríþróttir auk þess sem það vill gjarnan fá að vera í afslöppuðu um- hverfi þar sem það getur átt stund milli stríða. Mikillar ánægju gætti með starfs- fólk félagsmiðstöðvanna og annarra frístundaúrræða ÍTR og þá dagskrá sem það skipuleggur auk þess sem aðstaðan í Nauthólsvík hvað varðar siglingar og ylströnd fékk góða ein- kunn. Hitt húsið og sundlaugarnar nutu einnig mikillar hylli. Þá fékk málþingið sjálft einnig hrós, sem góð leið til að nálgast þarfir unglinga. En þótt unglingarnir væru ánægð- ir með margt höfðu þeir ýmsar hug- myndir að úrbótum og hlutum sem betur mættu fara. Þannig vildu þeir afnema fjöldatakmarkanir á viðburði og ferðir Samfés, möguleika á því að fá óþekktar hljómsveitir til að spila á böllum hjá Samfés, betri og fjöl- breyttari hjólreiðastíga auk stíga sem tengja sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu. Unglingunum þótti einnig nokkuð dýrt í strætó. Þá vildu þeir að félagsmiðstöðvar væru starfandi á sumrin og um helgar og einnig kom upp ósk um sundlaug í Fossvoginn. Óskir um aðstöðu fyrir áhugafólk um tónlist, jaðaríþróttir og útiaðstöðu fyrir íþróttaiðkun al- mennings. Fjölbreyttari íþróttastarf, þar á meðal bogfimi, kappróður, ruðning og klifur. Einnig langaði unglingana að hljóta leiðsögn í heim- spekilegri hugsun og sögu og goð- sögnum mannkyns. Takmörkuð fjárráð unglinganna skinu auk þess í gegn í því að margir mæltu fyrir ódýrari eða ókeypis far- gjöldum í strætó og aðgangi að sund- stöðum. Þá óskuðu unglingarnir þess að komast frítt inn á söfn. Útvarpsstöð ungs fólks var líka að sjálfsögðu meðal þess sem ungling- arnir vildu ljá máls á. Og ekki miðuðu allar hugmynd- irnar við eigin þarfir unga fólksins. Ein hugmynd unga fólksins var að ÍTR aðstoðaði ungt fólk við sjálf- boðastarf, til dæmis gætu krakkar sem kunna á hljóðfæri heimsótt dval- arheimili og sjúkrastofnanir. Mikil áhrif á stefnumótun Sigrún Sveinbjörnsdóttir, fræðslu- stjóri ÍTR, segir málþingið hafa heppnast vel í alla staði. „Mér líst mjög vel á þessar niðurstöður. Þarna kom mjög margt fram. Það var líka sérstakt hvað það komu svipaðar niðurstöður úr öllum hópunum, svo við sjáum að það eru skýrar hug- myndir hjá krökkunum,“ segir Sig- rún. „Við höfum verið að vinna mikið með ungmennaráðum hverfanna og Reykjavíkurráði ungmenna, sem fundar með borgarstjórn einu sinni á ári. Þessir krakkar eru orðin nokkuð klárir á vinnubrögðunum.“ Sigrún er afar ánægð með þær fjölmörgu og frjóu hugmyndir sem fram komu á málþinginu og segir óskina eftir frístundaíþróttaaðstöðu fyrir krakka sem ekki æfa íþróttir reglulega hafa verið áberandi. „Þau vilja hafa aðstöðu þar sem þau geta komið og klifrað og stundað annað jaðarsport og hitt aðra krakka á sama aldri. Einnig kom þörfin á að- stöðu fyrir sextán til átján ára krakka vel fram,“ segir Sigrún. Ósk unglinganna um að félags- miðstöðvarnar séu opnar allt árið og um helgar segir Sigrún eðlilega og mikilvægt að líta nánar í þau mál, enda sé það þá sem krakkarnir eiga sinn mesta frítíma. „Þetta er nátt- úrulega okkar stærsti kúnnahópur og okkar metnaður að leita til þeirra og reyna að mæta þeirra þörfum, því þau vita hvað þau vilja. Við höfum verið að reyna að vinna mikið með unglingalýðræði svo þessir krakkar finni að þau geti haft áhrif,“ segir Sigrún og bætir við að málþingið hefði heppnast jafnvel betur, ef meiri þátttaka hefði verið frá unglingum í íþrótta- og æskulýðsfélögum, það hefði aukið breiddina. Þó megi ef til vill leiða að því líkur að unglinga- lýðræðið hafi að vissu leyti sannað sig, þar sem unglingar, sem hafa bú- ið við það hafi það sjálfstraust sem þarf, til að taka þátt í málþingi af þessum toga. Sigrún segir ljóst að niðurstöður málþingsins verði nýttar til stefnu- mótunar. „Stefnumótunarhóparnir eru núna að hefja sitt starf um þetta leyti og skila sínum niðurstöðum í haust. Þetta mun hafa víðtæk áhrif á þeirra vinnu.“ Málþingið Frítíminn minn fjallaði um óskir unga fólksins um tómstundastarf Öflug og frjó hugmyndavinna unga fólksins Morgunblaðið/Arnaldur Öflugt tómstundastarf: Unglingar hafa lýst yfir mikilli ánægju með það tóm- stundastarf sem ÍTR býður upp á, en hafa ýmsar hugmyndir um nýjungar. Niðurstöður kynntar: Unglingarnir kynna niðurstöður vinnuhópanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.