Morgunblaðið - 06.05.2004, Síða 22

Morgunblaðið - 06.05.2004, Síða 22
AKUREYRI 22 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ YNGSTU og elstu borgarar bæjar- ins áttu saman góða stund á leik- skólanum Lundarseli í vikunni. Þeir eldri komu í heimsókn á leikskólann og kynntu sér það starf sem þar fer fram tóku þátt í leikjum barnanna og drukku með þeim miðdegissop- ann. „Þetta var rosalega skemmtilegt,“ sagði Helga María Þórarinsdóttir, leikskólakennari á Lundarseli. Áður hafa börnin komið í heimsókn til þeirra eldri, í félagsmiðstöðina í Víðilundi og tóku þar þátt í heilmik- illi dagskrá sem allir höfðu gaman af. Upphaf samstarfins milli þeirra eldri borgara sem sækja félagsmið- stöðina í Víðilund og barnanna á Kisudeild í Lundarseli má rekja til þess að á leikskólanum var unnið að verkefninu „Bær í barnaaugum“ þar sem fjallað er um hvernig Akureyri kemur börnum fyrir sjónir. Í fram- haldi af því var afráðið að þau fengju að kynna sér listamenn betur. „Sig- urbjörg í Víðilundi sá frá okkur tölvupóst og hafði samband og spurði hvort við hefðum ekki áhuga á að kynnast þeim fjölda listamanna sem tæki þátt í starfsemi félagsmið- stöðvarinnar,“ sagði Helga María. Þannig hófst samstarfið og þar sem afar vel hefur tekist til verður fram- hald á. Næst munu börnin heim- sækja þau eldri og gera eitthvað skemmtilegt með þeim úti við og endurgjalda svo heimsóknina og taka þátt í útiveru með börnunum. „Börnin voru ofboðslega spennt fyrir þessari heimsókn,“ sagði Helga María, en áður höfðu þau undirbúið komu þeirra með því að útbúa borða þar sem gestirnir voru boðnir vel- komnir. „Margt af þessu eldra fólki hefur aldrei inn á leikskóla komið og það var greinilegt að þeim þótti gaman að sjá hvernig búið er að börnunum. Fólkið tók svo þátt í ýmsum leikjum með börnunum, sumir fóru að leira, aðrir að raða kubbum, vatnslita, sauma, spila eða bara spjalla,“ sagði Helga María. Samstarf milli leikskólabarna og eldri borgara Börnin voru ofboðslega spennt Morgunblaðið/Kristján Í kaffi með börnunum: Eldri borgararnir Helga Ingimundardóttir, t.v., Arnfríður Róbertsdóttir, Torfhildur Steingrímsdóttir og Áslaug Þorsteins- dóttir fengu sér kaffi og meðlæti með Söru, Irenu Rut og Guðrúnu Björk á leikskólanum Lundarseli. Morgunblaðið/Kristján Góðir gestir í heimsókn: Freygerður Bergsdóttir og Kristján Einarsson, eldri borgarar á Akureyri, á Lundarseli, með þeim Sunnu, Róberti, Snorra, Hilmu Rún, Elísu Ósk, Tómasi, Róberti Helga og Margréti Steinunni. GJALDKERI hefur verið starfandi hjá Akureyrarbæ frá árinu 1863 en nú nýlega var starfið lagt niður og því ekki lengur hægt að greiða reikninga á bæjarskrifstofunni. Fyrsti bæjargjaldkerinn á Ak- ureyri var Jóann Gottfreð Havsteen, en hann var kosinn samhljóða á fundi bæjarstjórnar 30. apríl árið 1863 og gegndi hann starfinu til árs- ins 1866 þegar B.A. Steinke tók við. Jóhann átti heima í Hafnarstræti 3 og samkvæmt upplýsingum frá Jóni Hjaltasyni sagnfræðingi hefur hann að öllum líkindum haldið utan um starfið þar. Bæjargjaldkeraembættið á Ak- ureyri var lagt niður árið 2000 og því var breytt í deildarstjórastarf. Gjaldkerastúkunni var hins vegar lokað endanlega nú fyrir skömmu. Það var m.a. gert í hagræðing- arskyni og eins var orðið mjög lítið um það að fólk kæmi til að greiða reikninga á Bæjarskrifstofunum að sögn Heiðar Hjaltadóttur, forstöðu- manns fjárreiðudeildar. Sú sem gegndi gjaldkerastarfinu er hins vegar ekki að missa vinnuna, á deildinni eru næg önnur verkefni að fást við. Fjárreiðudeild bæjarins mun nú á næstu dögum flytja upp á aðra hæð Ráðhússins og var yfirvof- andi flutningur hennar einnig partur af því að ákveðið var að loka gjald- kerastúkunni nú. Morgunblaðið/Kristján Gjaldkerastarfið aflagt: Kristín Sigurðardóttir gjaldkeri og Heiður Hjalta- dóttir, forstöðumaður fjárreiðudeildar Akureyrarbæjar. Gjaldkerastarfið lagt niður hjá Akureyrarbæ HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt Akureyrarbæ til að greiða Guðrúnu Sigurðardóttur deildarstjóra ráðgjafardeildar hjá Akureyrarbæ tæpar 3,7 milljónir króna auk dráttarvaxta. Sumarið 2002 var í héraðsdómi kveðinn upp dómur í sama máli, en því var skotið til Hæstaréttar sem krafðist þess að héraðsdómurinn yrði ómerktur og var málinu vísað heim í hérað að nýju. Byggði hún kröfur sínar í málinu á því að hún hefði orðið fyrir fjártjóni vegna brota bæjarins á ákvæðum jafnréttislaga við launaákvarðanir. Akureyrarbær krafðist sýknu í mál- inu. Byggði hún aðalkröfu sína á mis- mun launa og annarra kjara í starfi sínu miðað við starf deildartækni- fræðings hjá tæknideild bæjarins á tímabilinu frá 1. mars 1992 til 31. ágúst 2000. Fram kemur í dómnum að óum- deilt sé að launakjör hennar hafi ver- ið lakari en deildartæknifræðings á því tímabili sem krafa hennar tók til. Fram kemur það álit dómsins að þrátt fyrir að störfin lúti að mismun- andi verkssviðum, hafi þau um margt verið með svipuðum hætti, þ.e. þeim fylgdi báðum ábyrgð á viðkomandi deildum. Af því megi ráða að störfin hafi „almennt séð verið sambærileg að ábyrgð, inntaki og ytri búnaði,“ segir í dómnum. Dómnum þykir að tekist hafi að sanna að starf hennar hafi verið jafnverðmætt starfi deild- arstjóra tæknideildar í skilningi laga Evrópusambandsins um jafnlaunatil- skipanir. Samningsfrelsi sætir tak- mörkunum vegna ákvæða jafnréttis- laga og að mati dómsins tókst Akureyrarbæ ekki að styðja það haldbærum rökum að mismunun á launakjörum deildarstjóra ráðgjafar- deildar og deildartæknifræðings tæknideildar mætti skýra með mark- aðssjónarmiðum eða lægri heildar- starfsaldri. Þannig hafi ekki tekist að sanna að hlutrænar og málefnalegar aðstæður hafi skýrt launamismuninn. Stefnanda hafi hins vegar tekist að færa sönnur á það að störf umræddra deildarstjóra hafi því sem næst verið jafnverðmæt og sambærileg. Akur- eyrarbæ hafi ekki tekist að sýna fram á að launahallinn hafi ekki verið á grundvelli kynferðis og verði að bera hallann af því. Því beri honum að greiða skaðabætur en við ákvörðun bótanna var höfð hliðsjón af launum og öðrum starfskjörum deildartækni- fræðings hjá tæknideild eftir því sem við á. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Sif Konráðsdóttir sótti málið fyrir hönd Guðrúnar en Hákon Stefánsson var verjandi Ak- ureyrarbæjar. Akureyrarbær tapar máli í Héraðsdómi Norðurlands eystra Gert að greiða kvenkyns deildarstjóra skaðabætur Kynningarfundur | Haldinn verð- ur kynningarfundur um Leonardó starfsmenntaáætlun ESB og ný for- gangsatriði á morgun, fimmtudag- inn 6. maí, kl. 15. Fundurinn er haldinn í samvinnu við Háskólann á Akureyri og fer þar fram í stofu 101 á Sólborg. Hann hefst kl. 15. Sérstök áhersla er að þessu sinni lögð á að auka þátttöku fyrirtækja í áætluninni, annars vegar með því að senda starfsmenn utan til starfs- þjálfunar og hins vegar með því að þróa verkefni tengd mati og vottun á færni starfsmanna, símenntun og færni í tungumálum innan fyr- irtækja. Veiðisvæði | Þröstur Elliðason verður með kynningu á veiðisvæðum í félagsheimili Stangaveiðifélags Ak- ureyrar í Gróðrarstöðinni við Krók- eyri í kvöld, fimmtudagskvöldið 6. maí, kl. 20. Þröstur er þekktur í heimi veiðimanna og átti meðal ann- ars stóran þátt í ævintýrinu í kring- um uppbyggingu laxveiðinnar í Rangánum á sínum tíma segir í frétt frá félaginu. Hann leigir nú og rækt- ar laxveiðiár víðsvegar um landið og má þar nefna Hrútafjarðará og Breiðdalsá, auk þess sem hann hefur byggt upp mikla og góða urriðaveiði í Minnivallalæk í Landsveit. Þröstur ætlar að sýna frá veiðislóðum hring- inn í kringum landið, fjalla um veiði- staði, bráðina og þær aðferðir sem gefast best. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir. KÓR Tónlistarskólans á Akureyri flytur óperuna Dídó og Eneas eftir Henry Purcell í Glerárkirkju ann- að kvöld, föstudagskvöldið 7. maí, kl. 20. Þetta er samstarfsverkefni óperudeildar, strengjadeildar og kórs Tónlistarskólans undir stjórn Michael J. Clarke. Á þessum tón- leikum koma fram 10 einsöngvarar úr röðum nemenda skólans en alls taka þátt í verkefninu um 70 tón- listarmenn. Er þetta stærsta og viðamesta verkefni skólans á þessu starfsári. „Við erum farin af stað aftur eft- ir fjögurra ára hvíld,“ sagði Mich- ael J. Clarke. „Það er orðið nokk- uð um liðið frá því flutt hefur verið svona stór ópera með hljómsveit á Akureyri, þannig að þetta er nokk- ur viðburður.“ Óperan Dídó og Eneas er elsta enska óperan sem vitað er um og fjallar um Eneas, stríðshetju sem kemur til Karþagó þar sem Dídó drottnar. Fjallar óperan um ástir og örlög þeirra. Michael sagði rífandi gang í söngdeild Tónlistarskólans um þessar mundir, langur biðlisti væri eftir að komast að. Gerð er sú krafa að allir nemendur deild- arinnar taki þátt í starfsemi kórs- ins og sagði Michael að mikil gróska væri í kórnum nú. Á tónleikunum verður texta óp- erunnar varpað á vegg þannig að áheyrendur geta fylgst með og eins verða inn á milli myndir af samtímaviðburðum, málverkum og frægum atburðum sögunnar. Miðaverð á tónleikana er kr. 500. Flytja óperuna Dídó og Eneas í Glerárkirkju

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.