Morgunblaðið - 06.05.2004, Page 24

Morgunblaðið - 06.05.2004, Page 24
AUSTURLAND 24 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ • Faghópur um Heilbrigðismál - Símon Þorleifsson, ráðgjafi IMG. • Fjármögnun og rekstur heilbrigðisþjónustu, Axel Hall, hagfræðingur Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. • Rýni til gagns - Fyrirspurnir frá lesanda skýrslunnar, Katrín Ólafsdóttir, adjunkt frá Háskólanum í Reykjavík. • Spurningar og umræður. Skráning er á heimasíðunni: www.stjornvisi.is Verð fyrir félagsmenn er 2.000 kr., en 4.000 kr. fyrir aðra. Stjórnvísi, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík, s. 533 5666 Fundurinn er haldinn að frumkvæði Heilbrigðishópsins sem hefur sett sér þau markmið að hefja umræðu um heilbrigðiskerfið yfir dægurþras. Faghópurinn er hlutlaus vettvangur uppbyggilegrar umræðu um heilbrigðismál þar sem sjónarmið heilbrigðisvísinda, siðfræði, jafnaðar, hagfræði og stjórnunar takast á þannig að leita megi nýrra lausna og horfa til framtíðar. Fundarstjóri: Guðrún Högnadóttir, stjórnunarráðgjafi hjá IMG. Heilbrigðiskerfið - Óseðjandi hít? Morgunverðarfundur 11. maí kl. 8.30–9.30 í Víkingasal Hótel Loftleiða Katrín Ólafsdóttir Guðrún Högnadóttir Axel HallSímon Þorleifsson Egilsstaðir | Stúdentsefni Mennta- skólans á Egilsstöðum dimmiteruðu um liðna helgi með brauki og bramli. Þau byrjuðu eldsnemma morg- uns; voru komin á stjá á tveimur gömlum hertrukkum með blæju- boddíi klukkan fimm um morg- uninn til að ræsa kennara sína og merkja þá með viðurnefnum vetr- arins. Allir voru krakkarnir klæddir eins og maðurinn með ljáinn og fóru þannig um allan Egilsstaðabæ og máluðu hann rauðan eftir föng- um. Er nokkuð var liðið á daginn sett- ust nokkrir menntskælingar niður við Söluskálann og fengu sér pylsu, pilsner og kókómjólk til að safna kröftum svo aftur væri hægt að taka til við málningarvinnuna rauðu. Sú rauða málning- arvinna Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Menntskælingar varpa öndinni á annasömum degi: Dimmiterað í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Melhorn aftur á blað | Umhverf- isráð Austur-Héraðs vill að aftur verði tekin til skoðunar hugmynd um veg frá gatnamótum Seyðisfjarðar- og Eiðavega yfir á Egilsstaðanes, en leiðin hefur gengið undir nafninu Melhornsleið og verið til umræðu af og til síðustu árin. Þegar nýr meiri- hluti tók við í bæjarstjórn Austur- Héraðs fyrir tveimur árum var sett ákvæði í samkomulag flokkanna um að ákveðin atriði í aðalskipulagi sveit- arfélagsins skyldu endurskoðuð og er Melhornsleiðin hluti af því. Hart var tekist á um það fyrir nokkrum miss- erum hvort byggja ætti nýja brú yfir Eyvindará og beina allri umferð frá Eiðavegi og Seyðisfjarðarvegi í gegn- um Egilsstaðabæ, eða ráðast í Mel- hornsleiðina. Var afráðið að byggja fremur brúna til að beina umferð inn í bæinn og voru menn fjarri því á eitt sáttir um niðurstöðuna. Hugsanlega gæti Melhornsleið nú leyst þann vanda sem skapast hefur undanfarið af mikilli þungaumferð flutningabíla og vinnuvéla gegnum miðbæinn. Táveggur steyptur | Nú er unnið að því að steypa upp svokallaðan tá- vegg varnarstíflu í Hafrahvamma- gljúfri og veggi við útrás hjáveitu- ganga. Bætt var við fyllingarefni í varnarstífluna um helgina. Á vefn- um karahnjukar.is segir að vaxið hafi í Jöklu vegna hlýinda und- anfarið og mikilvægt sé að treysta varnir fyrir væntanleg vorflóð í ánni. Ætla megi þó að sjatni nú í ánni vegna kuldakasts sem reiknað er með að standi fram að helginni. Framkvæmdir ganga vel og í Fljótsdal er til dæmis byrjað að bora lóðrétta 400 m djúpa holu úr aðrennslisgöngum í Valþjófsstað- arfjalli í Fljótsdal, niður að vænt- anlegu stöðvarhúsi Kárahnjúka- virkjunar. Vírar verða dregnir í holuna og borkróna síðan dregin upp. Þannig verða gerð tvenn fall- göng virkjunarinnar sem verða ein af lengstu stálfóðruðu göngum í heiminum. Norðausturvegur | Vopnafjarð- arhreppur hefur sent frá sér eftirfar- andi ályktun í kjölfar þess að drög að tillögu að matsáætlun Norðaust- urvegar, tengingu Vopnafjarðar við Hringveg liggur nú fyrir. „Hrepps- nefnd Vopnafjarðarhrepps fagnar því að tillaga að matsáætlun (drög), varð- andi tengingu Vopnafjarðar við þjóð- veg eitt liggur fyrir. Hreppsnefnd hvetur Vegagerðina til þess að flýta sem unnt er gerð matsskýrslu, þar sem leitast verði við að bera saman kosti og galla þeirra leiða sem til um- fjöllunar eru, þannig að unnt verði á faglegum nótum að mæla með einni ákveðinni leið áður en að endanlegum úrskurði Skipulagsstofnunar kemur.“ Tillagan liggur frammi til sýnis á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps. Köttum haldið til haga | Nú í mánaðarbyrjun á að stórherða eftirlit með kattahaldi á Egilsstöðum. Lögð hafa verið út sérstök búr til að fanga í ketti og verður athugað hvort þeir séu merktir og skráðir samkvæmt samþykki um kattahald á Austur- Héraði. Forstöðumaður umhverf- issviðs sveitarfélagsins hefur minnt kattaeigendur í bænum á að þeir eru skyldugir til að sjá til þess að kettir þeirra valdi ekki hættu, óþægindum eða óþrifnaði, né raski ró manna. Þá beri kattaeigendum að taka tillit til fuglalífs á varptíma. Átakinu lýkur að þessu sinni í júnílok nk. Morgunblaðið/Jim Smart Seyðisfjörður | Um helgina var opn- uð í Skaftfelli á Seyðisfirði sýningin Lýsir; myndlist úr fornum íslensk- um handritum. Á sýningunni gaf að líta nokkra tugi verka þar sem myndskreytingar handrita frá siðaskiptum og fram á miðja 19. öld eru stækkaðar upp og prentaðar m.a. á málmþynnur. Myndlistamaðurinn Darri Lorenzen vann myndirnar fyrir sýninguna og skipulagði hana ásamt hönnuðinum Ásrúnu Kristjánsdóttur, sýningar- og verkefnisstjóra Lýsis. Í myndunum má m.a. finna ná- kvæmar útlistanir á stöðu og stétt manna, skýringarmyndir af skepn- um, forn mynstur og athyglisverðar samsetningar úr heiðindómi og kristni. Ásrún sagði við opnun sýningar- innar að búið væri að fara í gegnum nokkur þúsund handrit og taka það- an upp myndir, sem hafa verið hreinsaðar og stækkaðar upp. Í þessu verkefni er víða ónumið land og má nefna í því sambandi að eftir er að fara í gegnum um fimmtán þús- und skinn- og pappírshandrit til að skoða þar myndskreytingar. Hvísl skrifarans Lýsir var settur á stofn með það að markmiði að búa til gagnagrunn um myndlistina í íslenskum handrit- um. Að verkefninu stendur áhuga- fólk um þessi málefni, sem fyrir til- stuðlan Menningarborgarsjóðs, Listasafns Reykjavíkur og Lands- bókasafns Íslands var gert kleift að setja upp sýningu á völdum myndum í Skaftfelli. Sýningin var fyrst sett upp í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi í febrúar 2003 og af því tilefni sömdu tónlistarmaðurinn og allsherjargoð- inn Hilmar Örn Hilmarsson og rit- höfundurinn Sjón tónverkið „Hvísl skrifarans“. Sýningin verður opin í Skaftfelli til 11. júní nk. alla daga vikunnar. Myndlist liðinna alda í Skaftfelli Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fornar myndir öðlast nýtt líf: Ásrún Kristjánsdóttir, sýningar- og verk- efnisstjóri Lýsis, segir frá verkefn- inu á sýningaropnun í Skaftfelli. Svo voru selir skýrðir fyrr á öldum: Myndskreyting úr skinnhandriti. Norröna | Farþega- og flutn- ingaskipið Norröna er nú komið á sumaráætlun og kom til Seyð- isfjarðar í morgun. Leið skipsins liggur til Hansthólm í Danmörku, til Þórshafnar í Færeyjum, áfram til Leirvíkur á Hjaltlandseyjum og Bergen í Noregi. Þá er siglt aftur til Leirvíkur, Þórshafnar og til Seyðisfjarðar, þar sem skipið verð- ur á fimmtudagsmorgnum fram á haustið. Siglt er út um hádegi.         

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.