Morgunblaðið - 06.05.2004, Page 29
Dagskráin í dag er eftirfarandi:
Kl. 10 og 13 Bókasafn Kópavogs
Selurinn Snorri – ævintýri í máli og mynd-
um um dýrin í sjónum fyrir börn á leik-
skólaaldri. Myndasýning, sögustund og
skroppið á hvalbak. Þátttaka tilkynnist í
síma 570 0430.
Kl. 13.30 frá Gjábakka, Gullsmára
og Sunnuhlíð Ekið um ný hverfi Kópa-
vogs. Leiðsögumenn eru Björn Þor-
steinsson, Birgir Sigurðsson, skipulags-
stjóri, og Friðrik Baldursson,
garðyrkjustjóri. Kaffi í Gjábakka að ferð
lokinni.
Kl. 15 Lindasafn Sögustund fyrir börnin.
Kl. 17 Salurinn Ferðast með Árna B.
Stefánssyni, augnlækni og hellakönnuði,
um undraveröld íslenskrar náttúru.
Skyggnst ofan í huliðsheima Þríhnúkagígs
og spáð í fleiri náttúruundur.
Kl. 17 Safnahúsið, Hamraborg 6
Dagskrá í Kórnum. Hvernig nýtist jafnrétt-
isstefnan íbúum Kópavogs? Starfsfólk lýsir
jafnréttisstarfi í leikskóla, félagsmiðstöð og
íþrótta- og tómstundastarfi. Gunnar Helga-
son leikari flytur brot úr Sellófon. Barna-
gæsla á staðnum.
Kl. 18 og 19 Gullsmári Nafnlausi leik-
hópurinn flytur örleikrit.
Kl. 20 Kópavogskirkja Vortónleikar
Kvennakórs Kópavogs undir stjórn Nataliu
Chow Hewlett. Undirleikari Julian Hewlett.
Finnsk og pólsk þjóðlög. Einnig verður
frumflutt lag frá Kóreu, sem sungið er á
kínversku. Einsöngvarar Inga Þórunn Sæ-
mundsdóttir og Sigríður Sif Sævarsdóttir.
Kl. 20–22 Opið hús hjá félagsmið-
stöðvum ÍTK. Kaffihúsakvöld og uppskera
starfsins til sýnis.
Kl. 21 Salurinn Guðrún Gunnarsdóttir
og Stefán Hilmarsson ásamt hljómsveit
flytja sönglög og dúetta frá sjötta og sjö-
unda áratugnum sem þekkt eru í flutningi
Ellýjar og Vilhjálms Vilhjálmsbarna.
Kópavogsdagar
2. – 11. maí
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 29
STUNDUM hefur verið talað um
Jónas E. Svafár sem eina at-
ómskáldið. Hann hafi einn lagt
rækt við atómið, glímt við atómöld-
ina og þversagnir hennar á sinn
mótsagnakennda hátt.
Þetta skiptir ekki máli og ekki
heldur það hvort Jónas var að ein-
hverju leyti súrrealisti. Segja má
kannski að hann minni á at-
ómskáldið í Atómstöðinni og svo
margt má segja um Jónas.
Jónas E. Svafár var einfari í lífi
sínu og skáldskap. Á kaffihúsum
sat hann jafnan einn, orti og teikn-
aði. Líklega hefur hann verið með
sama ljóðið í höndum allan daginn,
jafnvel svo mánuðum skipti eða ár-
um. Hann átti það til að breyta
ljóðunum en það voru engar stór-
breytingar. Útkoman var sú sama
og í upphafi.
Eins konar endurskoðuð heildar-
útgáfa ljóða Jónasar er Klettabelti
fjallkonunnar (1968). Í þeirri bók
eru Það blæðir úr morgunsárinu
(1952), Geislavirk tungl (1957) og
nokkur ný ljóð. Stækkunargler
undir smásjá kom út 1978 og Sjö-
stjarnan í meyjarmerkinu 1986.
Jónas mun hafa skrifað nokkrar
smásögur en þær eru ekki til á
prenti.
Stundum má deila um hvort Jón-
as bæti ljóðin með breytingum og
einnig má segja að í síðustu bók-
unum frá áttunda og níunda ára-
tugnum sé hann að yrkja sig upp,
endurtaki um of.
Þótt saka megi Jónas um ein-
hæfni hafa bestu ljóð hans þá kosti
sem benda til þess að þau muni lifa.
Þessi skringilegu ljóð Jónasar
eru stundum rímuð og jafnvel
stuðluð en oftast í lausu máli.
Geislavirk tungl er svona í
Klettabelti fjallkonunnar:
yfir heimskringlu heilans
ganga beinagrindur í faðmlögum
augnatóftir tækninnar
gráta blóði herjanna
vinna vélbyssur að vélritun
á sögu mannsins
skríða drekar eða sýklar
inní morgunsárið
úr skýjum hugmyndanna
steypast vetnissprengjur
upp úr gufuhvolfinu
spennast dauðateygjur eldsins
Orðaleikir setja svip á ljóð Jón-
asar. Líka kaldhæðni og skop eins
og í ástaljóðunum. Í Brosi mætast
tennur og fara „tryllt í talandi
húmi / í togleðursgúmi“. Æska
endar á yfirlýsingu: „í trúnni á
tregans höfuðborg / ég treysti þér
heita ástarsorg“.
Um stjórnmálin er ort frá
vinstri (kannski fremur að upp-
skrift anarkista) og oft gáleys-
islega. Gálgahúmorinn kemur til
hjálpar og lætur okkur sjá hlutina í
nýju ljósi. Króna er til dæmis ekki
alveg út í bláinn og segir ef til vill
sögu margra:
þú nærð ekki upp í nefið á mér
fyrir grátstaf í kverkunum
því ég er útskrifaður
andlegur öryrki
úr iðnaði og verzlun
en ég á krónu á himni
sem hnígur við sjóndeildarhring
í karlsvagni strætisins
ek ég vetrarbrautina
heim í myrkrið
Þótt Jónas sé á kafi í daglega líf-
inu í ljóðum sínum eru það ekki
síst heimsmálin sem halda fyrir
honum vöku.
Geislavirk tungl er framlag
skáldsins til umræðunnar um al-
þjóðamálin og svo er um fleiri ljóð.
Oft hittir Jónas naglann á höf-
uðið en stundum taka orðaleikirnir
völdin og orðin standa orðanna
vegna svo að boðskapurinn týnist
eða verður of hversdagslegur.
Þetta á helst við um innanlands-
málin þegar þau eru á dagskrá.
Jafnvel eitt besta dæmið úr
Stækkunargler undir smásjá sýnir
þetta: „ættjörðin færði út / land-
helgina / en stjórnin sló / auðhring
um / föðurlandið“
Ljóðið Mannkynið úr Geisla-
virkum tunglum er aftur á móti
hnyttið á þann hátt að það fær les-
andann til að íhuga, velta fyrir sér
merkingu. Dæmi er fyrsta erindið:
„rauðskinni róttækninnar / skýtur
loftskeyti regnbogans / af hjarta-
streng föðurlandsins“
Helstu ljóð Jónasar eru ort á
dæmigerðum kaldastríðstímum.
Jónas blandaði ekki geði við fólk
nema í mjög takmörkuðum mæli.
En fyrir kom að hann var tilbúinn
til að rabba og reiðubúinn í langa
gönguferð. Vorið gat til dæmis
lagst vel í hann með öllu því sem
það hafði upp á að bjóða. Fleygur
sakaði ekki.
Í einni slíkri næturlangri göngu-
ferð um vornótt ræddum við um
skáldskap og hugsanlegar fyr-
irmyndir atómskáldanna. Þá
komst ég að því að „nátt-
úrubarnið“ Jónas var betur lesinn
en ég gerði mér grein fyrir. Meðal
uppáhaldsskálda hans var amer-
íski sérvitringurinn e. e. cumm-
ings, afburðaskáld þegar hann
sýndi sínar bestu hliðar.
Hver hefur til dæmis ort betur
um regnið og smágerðu hend-
urnar?
Og nú er þessi íslenski einfari,
Jónas E. Svafár, ekki lengur á
meðal okkar en skilur eftir ljóð sín.
Hann var engum líkur. Fyndni
hans er til dæmis ólík gamansemi
ungra skálda sem síðar komu og
slógu í gegn með því að vera ekki
eins alvörugefin og atómskáldin.
Jónas E. Svafár
Eftir Jóhann
Hjálmarsson
Jónas E. Svafár