Morgunblaðið - 06.05.2004, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 06.05.2004, Qupperneq 29
Dagskráin í dag er eftirfarandi: Kl. 10 og 13 Bókasafn Kópavogs Selurinn Snorri – ævintýri í máli og mynd- um um dýrin í sjónum fyrir börn á leik- skólaaldri. Myndasýning, sögustund og skroppið á hvalbak. Þátttaka tilkynnist í síma 570 0430. Kl. 13.30 frá Gjábakka, Gullsmára og Sunnuhlíð Ekið um ný hverfi Kópa- vogs. Leiðsögumenn eru Björn Þor- steinsson, Birgir Sigurðsson, skipulags- stjóri, og Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri. Kaffi í Gjábakka að ferð lokinni. Kl. 15 Lindasafn Sögustund fyrir börnin. Kl. 17 Salurinn Ferðast með Árna B. Stefánssyni, augnlækni og hellakönnuði, um undraveröld íslenskrar náttúru. Skyggnst ofan í huliðsheima Þríhnúkagígs og spáð í fleiri náttúruundur. Kl. 17 Safnahúsið, Hamraborg 6 Dagskrá í Kórnum. Hvernig nýtist jafnrétt- isstefnan íbúum Kópavogs? Starfsfólk lýsir jafnréttisstarfi í leikskóla, félagsmiðstöð og íþrótta- og tómstundastarfi. Gunnar Helga- son leikari flytur brot úr Sellófon. Barna- gæsla á staðnum. Kl. 18 og 19 Gullsmári Nafnlausi leik- hópurinn flytur örleikrit. Kl. 20 Kópavogskirkja Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs undir stjórn Nataliu Chow Hewlett. Undirleikari Julian Hewlett. Finnsk og pólsk þjóðlög. Einnig verður frumflutt lag frá Kóreu, sem sungið er á kínversku. Einsöngvarar Inga Þórunn Sæ- mundsdóttir og Sigríður Sif Sævarsdóttir. Kl. 20–22 Opið hús hjá félagsmið- stöðvum ÍTK. Kaffihúsakvöld og uppskera starfsins til sýnis. Kl. 21 Salurinn Guðrún Gunnarsdóttir og Stefán Hilmarsson ásamt hljómsveit flytja sönglög og dúetta frá sjötta og sjö- unda áratugnum sem þekkt eru í flutningi Ellýjar og Vilhjálms Vilhjálmsbarna. Kópavogsdagar 2. – 11. maí LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 29 STUNDUM hefur verið talað um Jónas E. Svafár sem eina at- ómskáldið. Hann hafi einn lagt rækt við atómið, glímt við atómöld- ina og þversagnir hennar á sinn mótsagnakennda hátt. Þetta skiptir ekki máli og ekki heldur það hvort Jónas var að ein- hverju leyti súrrealisti. Segja má kannski að hann minni á at- ómskáldið í Atómstöðinni og svo margt má segja um Jónas. Jónas E. Svafár var einfari í lífi sínu og skáldskap. Á kaffihúsum sat hann jafnan einn, orti og teikn- aði. Líklega hefur hann verið með sama ljóðið í höndum allan daginn, jafnvel svo mánuðum skipti eða ár- um. Hann átti það til að breyta ljóðunum en það voru engar stór- breytingar. Útkoman var sú sama og í upphafi. Eins konar endurskoðuð heildar- útgáfa ljóða Jónasar er Klettabelti fjallkonunnar (1968). Í þeirri bók eru Það blæðir úr morgunsárinu (1952), Geislavirk tungl (1957) og nokkur ný ljóð. Stækkunargler undir smásjá kom út 1978 og Sjö- stjarnan í meyjarmerkinu 1986. Jónas mun hafa skrifað nokkrar smásögur en þær eru ekki til á prenti. Stundum má deila um hvort Jón- as bæti ljóðin með breytingum og einnig má segja að í síðustu bók- unum frá áttunda og níunda ára- tugnum sé hann að yrkja sig upp, endurtaki um of. Þótt saka megi Jónas um ein- hæfni hafa bestu ljóð hans þá kosti sem benda til þess að þau muni lifa. Þessi skringilegu ljóð Jónasar eru stundum rímuð og jafnvel stuðluð en oftast í lausu máli. Geislavirk tungl er svona í Klettabelti fjallkonunnar: yfir heimskringlu heilans ganga beinagrindur í faðmlögum augnatóftir tækninnar gráta blóði herjanna vinna vélbyssur að vélritun á sögu mannsins skríða drekar eða sýklar inní morgunsárið úr skýjum hugmyndanna steypast vetnissprengjur upp úr gufuhvolfinu spennast dauðateygjur eldsins Orðaleikir setja svip á ljóð Jón- asar. Líka kaldhæðni og skop eins og í ástaljóðunum. Í Brosi mætast tennur og fara „tryllt í talandi húmi / í togleðursgúmi“. Æska endar á yfirlýsingu: „í trúnni á tregans höfuðborg / ég treysti þér heita ástarsorg“. Um stjórnmálin er ort frá vinstri (kannski fremur að upp- skrift anarkista) og oft gáleys- islega. Gálgahúmorinn kemur til hjálpar og lætur okkur sjá hlutina í nýju ljósi. Króna er til dæmis ekki alveg út í bláinn og segir ef til vill sögu margra: þú nærð ekki upp í nefið á mér fyrir grátstaf í kverkunum því ég er útskrifaður andlegur öryrki úr iðnaði og verzlun en ég á krónu á himni sem hnígur við sjóndeildarhring í karlsvagni strætisins ek ég vetrarbrautina heim í myrkrið Þótt Jónas sé á kafi í daglega líf- inu í ljóðum sínum eru það ekki síst heimsmálin sem halda fyrir honum vöku. Geislavirk tungl er framlag skáldsins til umræðunnar um al- þjóðamálin og svo er um fleiri ljóð. Oft hittir Jónas naglann á höf- uðið en stundum taka orðaleikirnir völdin og orðin standa orðanna vegna svo að boðskapurinn týnist eða verður of hversdagslegur. Þetta á helst við um innanlands- málin þegar þau eru á dagskrá. Jafnvel eitt besta dæmið úr Stækkunargler undir smásjá sýnir þetta: „ættjörðin færði út / land- helgina / en stjórnin sló / auðhring um / föðurlandið“ Ljóðið Mannkynið úr Geisla- virkum tunglum er aftur á móti hnyttið á þann hátt að það fær les- andann til að íhuga, velta fyrir sér merkingu. Dæmi er fyrsta erindið: „rauðskinni róttækninnar / skýtur loftskeyti regnbogans / af hjarta- streng föðurlandsins“ Helstu ljóð Jónasar eru ort á dæmigerðum kaldastríðstímum. Jónas blandaði ekki geði við fólk nema í mjög takmörkuðum mæli. En fyrir kom að hann var tilbúinn til að rabba og reiðubúinn í langa gönguferð. Vorið gat til dæmis lagst vel í hann með öllu því sem það hafði upp á að bjóða. Fleygur sakaði ekki. Í einni slíkri næturlangri göngu- ferð um vornótt ræddum við um skáldskap og hugsanlegar fyr- irmyndir atómskáldanna. Þá komst ég að því að „nátt- úrubarnið“ Jónas var betur lesinn en ég gerði mér grein fyrir. Meðal uppáhaldsskálda hans var amer- íski sérvitringurinn e. e. cumm- ings, afburðaskáld þegar hann sýndi sínar bestu hliðar. Hver hefur til dæmis ort betur um regnið og smágerðu hend- urnar? Og nú er þessi íslenski einfari, Jónas E. Svafár, ekki lengur á meðal okkar en skilur eftir ljóð sín. Hann var engum líkur. Fyndni hans er til dæmis ólík gamansemi ungra skálda sem síðar komu og slógu í gegn með því að vera ekki eins alvörugefin og atómskáldin. Jónas E. Svafár Eftir Jóhann Hjálmarsson Jónas E. Svafár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.