Morgunblaðið - 06.05.2004, Page 31
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 31
ÍSSKÁPURINN er helgidómur í
augum sumra, fullur af næringu og
góðgæti. Í augum annarra er hann
neyðarúrræði og er aðeins opnaður
ef langt er í næsta veitingastað eða
aktu-taktu-sjoppu. En innihaldið
segir mikið um persónuleika okkar
segja sérfræðingar og getur jafnvel
gefið vísbendingar um við hvað við
störfum.
Samkvæmt úttekt í Daily Mail
skiptu sérfræðingar fólki í fimm að-
alflokka og byggðu á innihaldi ís-
skápa þeirra. Þar voru semsagt allt
frá næringarnördum og upp í
skyndibitaöfgasinna. Á milli þeirra
eru matarsérvitringar, mömmur og
reglulegir viðskiptavinir veitinga-
húsa.
Næringarsérvitringar passa upp á
mataræðið með ástríðu og hneigjast
til að kaupa lífræna fæðu. Í ísskápn-
um þeirra má búast við að finna líf-
ræna jógúrt, egg úr hamingjusöm-
um hænum, eggaldin og vatn á
flöskum. Skipulag ríkir í ísskápnum,
allt er í röð og reglu. Flestir eig-
endur þeirra eru einhleypir, en ef
þeir færu í sambúð yrði það örugg-
lega með einhverjum með sömu
áhugamál.
Skyndibitaöfgasinnarnir fylla ís-
skápa sína með afgöngum frá
skyndibitastöðum, aðallega pizzu,
auk einstaka flösku af áfengum gos-
drykkjum eða hvítvíni. Þar er líka
majónes, tómatsósa og gosdósir.
Ekki ætti að koma á óvart að í þess-
um hópi er aðallega ungt fólk til
dæmis háskólanemar.
Tískusælkerar vinna oft í fjölmiðl-
um eða í tískugeiranum. Þeir fylgj-
ast með matartískunni, hvað er nýj-
ast og flottast, og geyma mikið af
vítamínbættum ávaxtasöfum og
fæðubótarefnum innan seilingar. Í
ísskápnum þeirra er örugglega soja-
mjólk, geitaostur, grænmetissósur
og lífrænt súkkulaði.
Mömmur gera allt til að gleðja aðra
og kaupa því bestu merkin fyrir fjöl-
skylduna. Reyndar er allt til í ís-
skápnum þeirra að mati kaupsýslu-
mannsins Reuben Isbitsky, en hann
notaði rannsóknina í markaðsátaki.
Þær eiga örugglega fiskstauta, stór-
steikur og grænmetisborgara, gos
og ost, bjór og afganga af ýmsum
réttum t.d. kjúklingaréttum ef ein-
hver yrði skyndilega svangur.
Veitingahúsafólk Þeir sem eru
skilgreindir sem reglulegir við-
skiptavinir veitingahúsa eru oft í
eldri kantinum, í góðum stöðum eða
frægir. Þetta fólk á það sameigin-
legt að vegna vel og eiga vatnsflösk-
ur og tilbúið salat í ísskápnum.
Tekið skal fram að rannsóknin
var gerð í Bretlandi og tóku um 400
manns þátt í henni. Reynt var að
gera svipaða könnun í Bandaríkjun-
um en erfiðara reyndist að flokka
fólk þar eftir innihaldi ísskápsins.
Rannsakendur komust þó að þeirri
niðurstöðu að ísskáparnir í Banda-
ríkjunum eru yfirleitt mjög stórir.
MATUR| Hvað segir ísskápurinn um þig?
Næringarsér-
vitringar eða
tískusælkerar?
Morgunblaðið/Árni Torfason
Úttekt: Innihaldið í ísskápnum segir heilmikið um persónuleikann.
NÁIÐ samband við aðra mann-
eskju getur minnkað líkur á end-
urteknum hjartaáföllum um helm-
ing. Þetta getur verið náið
samband við hvort sem er vin eða
elskhuga, að því er fram kemur á
vef Guardian.
Læknar í Manchester fylgdust í
eitt ár með 600 manns sem fengið
höfðu hjartaáfall. Þeir komust að
þeirri niðurstöðu að þeir sem áttu
trúnaðarvin voru í helmingi minni
hættu á að fá annað hjartaáfall en
þeir sem áttu engan náinn að.
Síðarnefndi hópurinn var einnig
líklegri til að drekka mikið og
neyta ólöglegra fíkniefna. Einnig
var líklegra að þeir sem tilheyra
þessum síðari hópi hefðu þurft að
skilja við foreldra sína í æsku. Vís-
indamennirnir veltu fyrir sér hvort
foreldramissir í æsku geti minnkað
möguleika fólks á að mynda náið
samband við aðra á fullorðinsárum.
Þrír fjórðu af 600 manna hópnum
voru karlmenn og var meðalald-
urinn sextíu ár. Andleg heilsa
fólksins var tekin með í reikninginn
og öfugt við fyrri rannsóknir áttu
þeir sem höfðu sögu um þunglyndi
ekki frekar á hættu að fá annað
hjartaáfall en hinir sem ekki voru
þunglyndir. Forsvarsmenn þess-
arar rannsóknar leggja þó áherslu
á að hjartalæknar ættu ekki að líta
fram hjá þunglyndi sjúklinga sinna.
Náið samband forvörn
HEILSA|Endurtekin hjartaáföll
Morgunblaðið/Þorkell
Vinir: Þeir sem áttu trúnaðarvin voru í helmingi minni hættu á að fá annað
hjartaáfall en þeir sem áttu engan náinn að.
Traust
Framúrskarandi ávöxtun
30% stækkun
30 þúsund sjóðfélagar
Aðalfundur
Íslenska lífeyrissjóðsins
verður haldinn í dag, 6. maí,
kl. 17:15 á Nordica Hotel,
Suðurlandsbraut 2.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
ÍA
.I
S
LB
I
24
59
0
05
/2
00
4
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Allir sjóðfélagar og rétthafar eiga rétt til setu á fundinum.
0
5
10
15
20
LÍF IIILÍF IILÍF I
%
%
%
%
%
Nafnávöxtun árið 2003
Lífeyrissparnað r Landsbankans
Íslenski lífeyrissjóðurinn er í vörslu Landsbank-
ans og var ávöxtun framúrskarandi á árinu 2003.
Ávöxtun á innlendum skuldabréfamarkaði og virk
stýring sjóðsins skiluðu verulega góðum árangri.
Allir eignaflokkar hækkuðu en bestu ávöxtun
gáfu innlend hlutabréf.
Íslenski lífeyrissjóðurinn stækkaði um 30% á
árinu 2003 og nú treysta yfir 30.000 félagar
Lífeyrissparnaði Landsbankans til að ávaxta
lífeyri sinn. Það segir sína sögu.
19,2%
16,2%
10,8%
Banki allra landsmanna
Nýjung á lífeyrismarkaðnum
Á aðalfundinum verður sérstök kynning á
Lífvernd, áhugaverðri nýjung í viðbótarlífeyris-
sparnaði sem felur í sér launavernd. Við fráfall
greiðir Landsbankinn til erfingja 70% af
heildarlaunum í 7 ár.