Morgunblaðið - 06.05.2004, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 06.05.2004, Qupperneq 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 41 fyrst skipaður árið 1984 og gegndi starfinu til 1991, og aftur kallaður til árið 1997 og gegndi formennsku til ársins 2000. Það kom í hans hlut að stýra nefndinni og móta starfið í nýju starfsumhverfi með lögum sem sett voru 1986. Er ég kom að þessum málaflokki undraðist ég í fyrstu hversu vel Har- aldur var heima í flestu er laut að skipum og rekstri þeirra – hann var jú löglærður. En þegar betur var að gáð átti það ekki að koma á óvart; reynsla hans á þessum vettvangi sem formaður sjóslysanefndar, kennari í sjórétti í Stýrimannaskól- anum í meira en áratug og fleira mætti telja, auk þess sem hann lét sér fátt óviðkomandi á sviði þjóðlífs- ins. Um það vitna hans mörgu pistlar í dagblöðum. Haraldur stjórnaði nefndinni af festu, vildi vanda til rannsóknar mála og nefndarálita, var opinn fyrir nýjum leiðum í rann- sókn mála, lagði sitt af mörkum í að skapa nefndinni betri aðstöðu og bar hag hennar fyrir brjósti. Það þarf vart að árétta það að sjóslysarann- sóknir eru vandasamur málaflokkur og oft hefur gustað um nefndina og á eftir að gera. Óneitanlega brýtur mest á formanninum, það er annað að vera óbreyttur nefndarmaður en að stýra nefndinni. Haraldur hafði bein til að standast boðaföllin. Um leið og ég þakka Haraldi veg- ferðina votta ég börnum hans, systk- inum og öðrum nánustu ættingjum mína dýpstu samúð. Emil Ragnarsson. Við starfsmenn Siglingastofnunar Íslands viljum minnast Haraldar Blöndal, hrl., með nokkrum orðum en hann átti vegna vinnu sinnar og þekkingar oft erindi í Siglingastofn- un. Þegar Haraldur kom í Siglinga- stofnun varð strax léttir og gleði yfir þeim starfsmönnum sem unnu með honum. Haraldur var nefnilega ein- staklega skemmtilegur persónuleiki og mjög vel gefinn ásamt því að hafa frábæra frásagnargáfu. Hann kunni einkar vel að tengja saman vinnu sína og hið daglega í lífinu þannig að hugmyndir hans og tillögur voru ávallt vel grundaðar enda fylgdi oft þungi þeim áherslum sem hann bar fyrir sig. Haraldur var formaður rannsókn- arnefndar sjóslysa til margra ára og nú síðast formaður mönnunarnefnd- ar fiskiskipa. Hans góða þekking á öryggismálum sjófarenda kom sér mjög vel enda var Haraldur mikill áhugamaður um öryggi sjómanna svo og allt sem að öruggum sigling- um sneri. Fagmennska hans kom sér vel enda þurfti hann oft að skera úr erfiðum málum er varðaði mönnun fiskiskipa. Sem formaður rannsókn- arnefndar sjóslysa átti hann drjúgan þátt í að móta ný lög um rannsókn sjóslysa. Einnig átti Haraldur skemmilegar og hnitmiðaðar greinar í Morgunblaðið þar sem hann tók á málum sem mönnum fannst sjálfgef- in en eftir lestur greina Haraldar mátti sjá að djúp hugsun og spaugi- leg hæðni gat kollvarpað því sem margur taldi eðlilegt og frágengið. Það er sárt til þess að vita að menn á besta aldri skuli hverfa af okkar vettvangi en við fáum hér ekkert við ráðið og hlítum því boðum skapar- ans. Við vottum aðstandendum Har- aldar Blöndal okkar dýpstu samúð. Minninguna um góðan dreng og fag- mann munum við varðveita. Jón Bernódusson, Sverrir Konráðsson, Kristinn Ingólfsson, Sigmar Þ. Sveinbjörnsson og Helgi Jóhannesson. Þveráin rennur milli bæjanna Hjarðarholts og Steina, að öllu jöfnu lítill farartálmi. Á þessum slóðum hófust kynni okkar Haraldar Blön- dal í bernsku okkar. Hann var í sveit mörg sumur hjá frænda sínum og frænku þeim Þorvaldi T. Jónssyni og Laufeyju Blöndal í Hjarðarholti vestan megin Þverár. Sá sem þetta ritar er hinsvegar borinn og barn- fæddur á Steinum sunnan megin Þverár. Þau hjón í Hjarðarholti voru bæði skyld honum. Þar þótti honum gott að vera og mat þau hjón mikis, vitn- aði oft í Þorvald frænda sinn sem hann sagðist hafa lært mikið af. Næstu ár bar fundum okkar sjaldan saman, Haraldur fór í MA. Eftir að báðir voru sestir að í Reykjavík lágu leiðir okkar nokkuð oft á Hringbraut 37 til Geirs Guð- mundssonar, fyrrum bónda á Lund- um, síðar bankastarfsmanns í Reykjavík. Þar var spilaður Lomber og rætt um landsins gagn og nauð- synjar. Geir var harður framsóknarmað- ur. „Geir þú veist af hverju menn verða framsóknarmenn, það er ann- aðhvort erfðagalli eða hagsmunir sem ráða því,“ sagði Haraldur eitt sinn við hann. Geir mótmælti að von- um þessari staðhæfingu, taldi svo unga strákhvolpa lítið vita um stefnu og hugsjónir þeirra framsóknar- manna. Vitnaði í Jónas Jónsson frá Hriflu, sem hann sagði einn mestan hug- sjónamann sinnar samtíðar og þótt víðar væri leitað. Inni í stofunni hjá Geir var skatthol eitt mikið, kjör- gripur sem Ásgeir Finnbogason á Lundum hafði keypt á uppboði í Kaupmannahöfn á nítjándu öld. Því fylgdi sú saga að F.J. Struense lækn- ir hefði átt það. Struense þessi gerðist líflæknir Karolínu Matthildar Danadrottning- ar og sagður hafa komist upp í hvílu hennar, á meðan stundaði maður hennar Kristján VII drykkjuskap og ólæti á krám Kaupmannahafnar ásamt frillu sinni sem var kölluð Stígvéla-Katrín. „Nú er ég búinn að eignast skatt- holið góða frá Geir,“ sagði hann eitt sinn í samtali okkar. Það var sagan sem fylgdi þessum kjörgrip sem jók mjög gildi hans, enda var Haraldur einn sögufróðasti maður sem ég hef kynnst. Alls kyns sögur af mönnum og atburðum gat hann sagt tímunum saman svo maður gleymdi stund og stað. Eitt er víst að það er fátæklegra um að litast í þjóðfélaginu við fráfall slíks snillings og fjölfræðings. Eins og Sókrates forðum sem fór um stræti og torg og tók menn tali mátti gjarnan sjá hann eða hitta á strætum borgarinnar á tali við menn. Það er sagt að það taki tryggðinni í skóvörp sem tröllum er ekki vætt. Trygglyndi hans við mig kom best í ljós þegar ég varð fyrir miklu áfalli fyrir nokkrum árum, þá fékk ég kveðju frá honum. Ég kveð þennan vin minn með sár- um trega, en fyrst og fremst með virðingu og þökk fyrir tryggð og vin- áttu sem hefur staðið allar götur frá því að við vorum ungir drengir í Borgarfirði forðum daga. Börnum hans og öðrum ástvinum sendi ég samúðarkveðjur. Kristján F. Oddsson. Nú þegar ágætur vinur okkar og samstarfsmaður Haraldur Blöndal er fallinn frá er mér það bæði ljúft og skylt að þakka honum samstarfið og samfylgdina í framtalsnefnd undan- farin ár. Haraldur starfaði í framtalsnefnd lengur en við hin eða í yfir 20 ár, hann var fyrst kosinn aðalmaður árið 1983. Haraldur hafði ríka réttlætis- kennd gagnvart þeim samborgurum okkar sem minna mega sín og bar hag þeirra fyrir brjósti. Í gegnum störf sín þar hjálpaði hann mörgu fólki sem lent hafði í erf- iðleikum. Við félagar hans og samstarfs- menn í framtalsnefnd nú og undan- farin ár þökkum Haraldi góða við- kynningu og drengilegt samstarf á liðnum árum. Megi minning um góðan dreng lifa. Fyrir hönd framtalsnefndar Reykjavíkur Rúnar Geirmundsson, formaður. Frá því í september 2002 áttum við Haraldur báðir sæti í Framtals- nefnd Reykjavíkurborgar. Við hitt- umst seinast á fundi í febrúar síðast- liðnum. Þá urðum við samferða af fundi og spjölluðum m.a. um jóla- bækur sem hann hafði haft næði til að lesa á meðan hann lá á sjúkrahúsi og átti við erfið veikindi að stríða, veikindi sem að lokum urðu honum að aldurtila. Þegar við kvöddumst þakkaði Haraldur mér „fyrir sam- starfið“. Þóttist ég vita að hann teldi sig ekki eiga langt eftir ólifað og hef- ur það nú komið á daginn. Samstarf okkar Haralds í þessari nefnd var með ágætum en við þekkt- umst áður, höfðum stundum átt rabb saman á kaffihúsum borgarinnar. Haraldur var vel að sér um sögu og menningu, innlenda sem erlenda, og smekkmaður á bókmenntir eins og hann átti kyn til. Hann var skoðana- fastur maður en ekki frábitinn rök- ræðum og tók mark á öðrum ef hann sá ástæðu til. Ekki reyndi hann að koma sér vel við alla, en var jafnan trúr sjálfum sér. Haraldur hafði þekkt föður minn og til starfa hans og var fróðlegt fyrir mig að heyra um hans sýn á það. Í apríl og maí síðastliðnum hafði ég svo það hlutverk með höndum að vera eftirlitsmaður með framkvæmd alþingiskosninga af hálfu Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður. Har- aldur sat þar í kjörstjórn og sópaði óneitanlega að honum. Hann hafði yndi af því að vera hluti af þessu ferli, sem framkvæmd lýðræðisins er, og ekki annað hægt en að hrífast með. Það er umhugsunarefni að maður sem var jafn vakandi og lif- andi fyrir tæpu ári skuli nú fallinn frá. Fyrir þá sem lifa er ekki annað eftir en að þakka fyrir samstarfið. Sverrir Jakobsson. Fyrir nokkrum vikum hitti ég minn gamla félaga Harald Blöndal þar sem hann lá á sjúkrahúsi. Hann var vel hress og við spjölluðum sam- an um heima og geima eins og jafnan þegar fundum bar saman. Um sjúk- dóm sinn ræddi hann blátt áfram og æðrulaust. Hann sagðist þá verða sendur heim næstu daga til að byggja sig upp, gamli andsportistinn yrði að fara að stunda líkamsrækt, og líka sagði hann mér frá ákveðnu verkefni sem hann ætlaði að snúa sér að. Þessi fundur okkar varð hinn síð- asti. Skömmu síðar frétti ég að nú hefði snúist mjög til verra vegar um heilsu Halla. Ég fór til útlanda og vissi þá að hann myndi líklega allur þegar ég kæmi heim. Svo reyndist vera og ég náði því ekki að fylgja honum til grafar. Margir hafa að undanförnu minnst kynna við Halla og sannast þar hve stórt rúm þessi hjartahlýi maður skipaði í hugum vina sinna. Og það á einnig við um mig. Á menntaskólaárunum á Akur- eyri hnýttust milli okkar bönd sem aldrei gátu slitnað þrátt fyrir litla og stopula umgengni á seinni árum. Því er það að mér finnst sem einn þáttur í sjálfum mér sé héðan horfinn með honum. Við Halli hittumst í þriðja bekk B í Menntaskólanum á Akureyri haustið 1962 og bjuggum báðir í vistinni. Þegar í stað tókum við höndum sam- an um þras á málfundum og skrif í skólablöð. Þetta byrjaði þannig að við kepptum um formennsku í mál- fundafélagi þriðja bekkar. Þar bar Halli hærra hlut, en seinna náði ég mér niðri með því að sigra hann í kosningum um ritstjórastól skóla- blaðsins Munins. Hann stóð fyrir út- gáfu Gambra, og þar birti ég um hann palladóm sem ég man að endaði á því að líklega myndi flest frá menntaskólaárunum gleymast okk- ur fyrr en Halli. Er ég enn sannfærð- ari um það nú en þá. Halli skar sig úr hópnum og hann hristi upp í okkur, þessum heimaöldu landsbyggðarkrökkum sem söfnuð- ust saman í norðlenska menntaskól- anum. Hann var piltur sem bar mikið á og hafði óskaplega mikla þörf fyrir að tala. Löngum stundum sátum við niðri á Teríunni og ræddum pólitík, bókmenntir og hvaðeina og vorum stundum svo háværir að hasta þurfti á okkur vegna annarra kaffigesta. Námsbókum var ekki sinnt á meðan og þær las Halli aðeins með höppum og glöppum. En hann var bráð- greindur og fljótur að átta sig svo að hann gat bætt upp skort á ástundun með því að taka góðar rispur. Á málfundum var Halli í essinu sínu. Hann talaði oft, ekki lengi í einu, en sagðist sjálfur hafa komist upp í að halda þúsund ræður á skóla- ferli sínum. Hann var öllum öðrum fremri í að halda uppi fjörugum um- ræðum með hvössum staðhæfingum og var þá einatt býsna áreitinn. Af því hafði hann mikla ánægju. Þetta rifjaðist upp fyrir mér í fyrra þegar ég sat fund þar sem rætt var um fall Sambands íslenskra samvinnu- félaga. Flestir á fundinum voru gamlir samvinnumenn og töluðu stillilega um þetta viðkvæma mál. Þá kvaddi Haraldur Blöndal sér hljóðs og varpaði yfir salinn ögrandi full- yrðingum um hrunið og þá menn sem að því komu, og óðara tóku um- ræðurnar fjörkipp. Þarna þekkti ég aftur minn gamla vin. Þetta var í síð- asta sinn sem ég sá hann í ræðustól. Halli var sem kunnugt er ódeigur að taka til máls í opinberri umræðu og skóf þá hvergi utan af skoðunum sínum sem einatt voru býsna langt til hægri. Hann hafði ekki síður sterkar íhaldssamar söguskoðanir, veigraði sér þannig ekki við að blása í glæður gamallar Danaóvildar sem flestir sagnaritarar vilja nú breiða yfir. Í meginmálum stjórnmálanna var ég á öndverðum meiði við hann. Þegar við kynntumst hafði Halli raunar skoð- anir sem ekki fóru að öllu saman við stefnu flokks hans, var andvígur setu erlends hers í landinu, af þjóðern- isástæðum eins og við fleiri. Eina bók man ég í herbergi hans í vistinni, það var handbók ungra sósíalista, sem jafnaldri okkar hafði gefið hon- um með hvatningu um að lesa hana sér til gagns. Sá maður er nú einn æðstupresta íslenskra efnahagsmála og ekki kenndur við sósíalisma. Vegna sinna hörðu hægriskoðana var Halli litinn illu auga af vinstri mönnum, en nú við fráfall hans hefur komið glöggt í ljós að ýmsir þeirra gerðu sér fulla grein fyrir mannkost- um hans. Við mig sagði hann eitt sinn af ónefndu tilefni að ævinlega þyrfti ég að taka ranga afstöðu. Ég hygg að á almennan pólitískan mælikvarða megi segja að ég hafi færst til vinstri en hann til hægri með árunum. En í rauninni tel ég að við höfum átt það sameiginlegt að vera þjóðlegir íhaldsmenn og það sé okkur báðum til sóma. Ekki veitir af því á okkar ráðvilltu tímum að einhverjir reyni að halda í það sem gamalt er og gott í íslenskum þjóðararfi. Ég fann ætíð í áranna þvargi hlýju Halla í minn garð sem ég gat að litlu goldið. En í þakklátum huga geymi ég allar góðar minningar. – Hinn sól- bjarta þjóðhátíðardag á Akureyri ár- ið 1966 sungum við nýstúdentar mið- erindið í skólasöng Davíðs Stefánssonar sem aðeins er sungið við það tækifæri. Það hefst svo: Enn er liðinn langur vetur, loftin blá og jörðin græn, hefji hver sem hafið getur huga sinn í þökk og bæn. Mér finnst það í anda míns gamla vinar á þessari döpru kveðjustund á vordögum að fara að orðum skálds- ins og leitast við að hefja hugann. Halli var ekki hneigður fyrir vol né víl, bar höfuðið jafnan hátt, þótt lífið væri honum ekki einatt eftirlátt né hann auðmjúkur gagnvart gjöfum þess. Ég kveð Harald Blöndal með einlægri þökk fyrir æskuvináttu sem aldrei bar skugga á. Og ég bið Guð að blessa hann og alla sem honum voru kærir. Hann hvíli í friði. Gunnar Stefánsson. Einn útmánaðadag fyrir hartnær aldarfjórðungi var ég staddur á skákmóti, sat þar í hliðarsal og spjallaði við góðkunningja, Guð- mund J., verkalýðsleiðtoga, er til okkar gengur ungur, myndarlegur og glaðbeittur lögfræðingur, dökk- hærður með snyrtilegt yfirskegg, sem óðara heilsaði Guðmundi. Ég vissi, að þessi ungi maður var Har- aldur Blöndal, sonur ágæts lær- dómsmanns, Lárusar H. Blöndal, skjalavarðar, sem ég þekkti lítils- háttar, og þó nokkru betur Halldór, eldri bróður Haralds. Guðmundur jaki kynnti okkur Harald þarna, og mér féll vel að spjalla við manninn, því að hann bauð af sér góðan þokka og ættarmótið leyndi sér ekki: Blön- dalsætt og Engeyjarætt. Ekki óraði mig þá fyrir því, að hér væri upphaf að kynnum, sem ættu eftir að endast næsta aldarfjórðung- inn með því yfirbragði, að þar bar aldrei skugga á. Þó að við Haraldur hefðum oft ólík sjónarmið, létum við það ekki aftra skoðanaskiptum eða mannlegum samskiptum. Við vorum sammála um að vera ósammála, án frekari skilgreiningar, gátum sem sagt rætt um hlutina, án þess að ástunda þrætubókarlist, sem er allra lista leiðinlegust. Á þessum grund- velli byggðist og þróaðist vinátta við Harald Blöndal, sem leiddi til líf- legra skoðanaskipta, þegar við hitt- umst, svo og iðulega símleiðis. Þó að títt væri vikið að dægurmálum, var oftar velt vöngum yfir sögulegum fróðleik, mannfræði og bókmennt- um, en þessi efni lágu á víðfeðmu áhugasviði Haralds. Og þó hann hefði lagt sig eftir hugmyndafræði með fullmikilli hægri slagsíðu að manni fannst stundum, þá virti hann einlægt þá skoðun, sem viðmælandi hans vildi leggja áherzlu á. Það hafði auðvitað í för með sér, að hægt var að brjóta viðfangsefnið frekar til mergj- ar. Það var líka ljóst, að maður eins og Haraldur Blöndal, sem dáði föður sinn að verðleikum umfram aðra menn, hlaut að hafa umburðarlyndi gagnvart viðhorfum þeirra, sem að- hyllast vinstri stefnu. Og það hafði Haraldur svo sannarlega. Þess vegna var hann eftirsóknarverður félagi til skoðanaskipta um stjórn- mál, sögu og bókmenntir eða þá létt- ara hjal. Kunningsskapur okkar Haralds leiddi til þeirrar vináttu, að við hitt- umst á gleðistundum, þegar tæki- færi gafst. Minnisstæðar eru árviss- ar samkomur á Þorláksmessu, þar sem skata var innbyrt og staupi lyft að þjóðlegum sið. Þá samfundi skipu- lagði Haraldur og safnaði saman mönnum úr ólíkum áttum á degi hins heilaga Þorláks, enda tekið kaþólska trú fyrir nokkrum árum. Og reglu- lega einu sinni í hverjum vetrarmán- uði undanfarin ár hef ég notið þeirra ánægju að sitja fundi félagsins okk- ar, „Loka“, þar sem saman koma ágætir félagar til að ræða saman yfir borðum og hlýða á fróða menn flytja erindi. Haraldi á ég að þakka þann heiður og ánægju að hafa boðizt þátt- taka í þeim félagsskap. Kynni mín af Haraldi Blöndal einkenndust af hans hálfu af góðvild og trygglyndi. Því er hans sárt saknað úr vinahópi og harmað fráfall hans langt um aldur fram. Á síðasta fundi okkar í marz, þar sem ekki duldist, að sjúkdómurinn sótti óvæginn að vini vorum, færði hann mér lítinn grip að gjöf, sem hann hafði eignazt í klaustrinu Cler- vaux í Luxemburg. Þetta var málm- plata með inngreyptri mynd af írska dýrlingnum heilögum Kiljan. Þetta fannst Haraldi við hæfi að skenkja mér af sögulegum ástæðum, þótt hann vissi auðvitað, að við værum ekki trúbræður. En það var hugul- samt af honum og staðfesti það góða samband, sem alla tíð hafði verið á milli okkar, og lagður var grundvöll- ur að á fyrstu samfundum fyrir fjórð- ungi aldar með vini okkar Guðmundi jaka, en Haraldi nú boðið í grun, að senn væru taldir. Fyrir mér var þessi síðasta kveðja Haralds Blöndal eins konar innsigli vináttu hans. Ég færi börnum Haralds, systk- inum og öðrum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur á sorgar- stund. Einar Laxness. Það er mikill sjónarsviptir að Har- aldi Blöndal. Hann var vinmargur og vinsæll og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann fór. Allir töldu það til for- réttinda að vera í hópi vina hans og svo var um mig. Haraldur var einn þeirra sem settu mikinn svip á starf ungra sjálf- stæðismanna um miðjan 8. áratuginn þegar ég var að hefja þar störf. Þetta voru góðir og skemmtilegir tímar og eftir á að hyggja höfðum við býsna mikil áhrif. Það fylgdi því að fara ekki alltaf troðnar slóðir og þora að ganga gegn viðteknum skoðunum í þjóðfélaginu. Þetta átti vel við Har- ald. Pólitísk staðfesta var aðalsmerki í huga hans. Pólitískt tískutildur var SJÁ SÍÐU 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.