Morgunblaðið - 06.05.2004, Side 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 43
Það var svo óraun-
verulegt að heyra að
þú værir farinn. Eftir
að það var búið að
hringja í mig og láta
mig vita af þessu þá
hugsaði ég í svona
tvær mínútur bara
hvað væri í gangi, þetta gat ekki
verið satt. Ég tók upp símann og
reyndi að hringja í þig en þú svar-
aðir ekki. Ég hringdi aftur í mann-
eskjuna sem sagði mér þetta til að
fá að heyra þetta aftur og þá gerði
ég mér grein fyrir því að þetta var
satt. Þórður var dáinn.
Það er ómögulegt að lýsa því
hvernig mér leið, fannst allt á einu
augnabliki vera orðið svo tómt og
óraunverulegt.
Ég kynntist Þórði í ágúst þegar
við byrjuðum í Hraðbraut og við
urðum fljótlega góðir vinir. Hann
skildi vitleysuna í mér og hélt oft
aftur af mér. Með tímanum var
nóg að horfa á hann og þá vissi
maður hvað hann var að meina eða
hvað honum fannst um hluti, glott-
ið sem hann setti upp þegar manni
datt einhver vitleysa í hug sagði
manni allt sem hann var að hugsa.
Við gerðum margt saman ég og
Þórður og finnst mér hæst bera
þegar við fórum eina helgi norður
á Dalvík til að fara á snjóbretti og
það er ein besta helgi sem ég hef
upplifað. Síðan margt annað, ísr-
úntur til Hveragerðis með Steinari
þar sem við gáfum afgreiðslustúlk-
unni í Eden rós og kort af því að
hún átti afmæli, þegar við keyrð-
um Hvalfjörðinn og upp í Borg-
arnes og þegar við fórum einn
daginn eftir próf í frábæru veðri
niður á Bæjarins bestu og svo
fengum við okkur appelsín í Cafe
Árnesi. Þetta voru góðar stundir
og þær góðu minningar sem ég á
um þig eru óendanlegar.
Stór varstu og maður þurfti að
horfa aðeins upp á við til að tala
almennilega við þig en ég leit upp
til þín þó svo að þú sætir á stól og
ég væri hærri en þú.
Það að þú hafir þurft að fara
svona snemma er mér óskiljanlegt
en þetta var þín ákvörðun og ég
ÞÓRÐUR
WILLARDSSON
✝ Þórður Willards-son fæddist á Ak-
ureyri 27. október
1986. Hann lést á
Dalvík 25. apríl síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Lang-
holtskirkju 5. maí.
vona að þér líði vel
þar sem þú ert.
Núna vantar stóran
part í mitt líf, eins og
tvo metra eða svo. Ég
bara vildi óska þess
að ég hefði getað
kvatt þig áður en þú
fórst úr skólanum á
föstudaginn með bros
á vör.
Þú varst einn af
mínum allra bestu
vinum, mér þótti ótrú-
lega vænt um þig og
mun sakna þín mikið.
Elsku Tóta, Will-
ard, Össur, Birna og fjölskylda,
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Pétur Snær Jónsson.
Okkar kæri vinur, Þórður
Willardsson, er látinn langt um
aldur fram. Það er erfitt að sætta
sig við þá staðreynd, söknuðurinn
er mikill og okkur skortir orð til
að lýsa samúð okkar og sorg. Við
kynntumst Þórði (Dodda) haustið
2003, þegar við vorum allir að
byrja í Menntaskólanum Hrað-
braut. Doddi fór ekki framhjá
neinum manni enda af stærri gerð-
inni.
Við urðum fljótt vinir, enda
varla annað hægt þegar að Doddi
var annars vegar. Við áttum marg-
ar góðar stundir saman í skól-
anum, þónokkrar í frímínútum,
þar sem við annaðhvort skelltum
okkur í fótbolta eða út að borða.
Enn fleiri og betri stundir áttum
við þó utan skóla, til dæmis nokkr-
ar sumarbústaðarferðir, þar sem
við skemmtum okkur ærlega. Oft-
ar en ekki kom það fyrir að Doddi
endaði kvöldið á sinn sérstaka
hátt, stundum við misjafnar und-
irtektir nærstaddra en öllum til
gamans.
Einnig voru rúntarnir ófáir og
margir skemmtilegir og eftir-
minnilegir. Stendur þó mest upp
úr rúnturinn í Borgarnes. Dag-
urinn byrjaði á prófi í skólanum.
Þennan dag var frábært veður, og
við ákváðum að við gætum ekki
sleppt öðrum eins degi. Tekinn var
rúnturinn í gegnum Hvalfjörð og
endað í Borgarnesi í hamborgara
og ís. Svo var brunað í bæinn, til
að læra undir næsta próf. Það eru
svona dagar sem standa upp úr
innan um fjöldann allan af ógleym-
anlegum minningum. Verst að það
verða ekki fleiri svona dagar með
Þórði.
Við munum aldrei gleyma hon-
um og ávallt sakna hans. Hvíl í
friði, kæri vinur.
Steinar Aron Stefánsson,
Grímur Snæland
Sigurðsson.
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir
Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir
Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís
Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen,
útfararstjóri.
Guðmundur Þór
Gíslason,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
PÁLÍNA M. STEFÁNSDÓTTIR
frá Þykkvabæ II,
Landbroti,
verður jarðsungin frá Prestbakkakirkju á Síðu
laugardaginn 8. maí kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja
minnast hennar, er bent á Velunnarasjóð
Klausturhóla, reikn. 0317-13-771176.
Börn, tengdabörn, barnabörn,
barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
LAUFEY GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Grafarholti,
Vestmannaeyjum,
síðast til heimilis í Borgarnesi,
verður jarðsungin frá Borgarneskirkju föstu-
daginn 7. maí kl. 14.
Högni Jónsson, Birna Sigurðardóttir,
Sigurborg Jónsdóttir, Sigurður Þórarinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður,
afa, langafa og bróður,
GARÐARS SIGURÐSSONAR
fyrrverandi alþingismanns,
Laugarnesvegi 89.
Hjartans þakkir til starfsfólks á Skjóli og
deildar 1-L Landakoti. Guð blessi ykkur öll.
Bergþóra Óskarsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Ástkær eiginmaður minn, stjúpfaðir okkar,
tengdafaðir, bróðir minn, afi og langafi,
HREINN JÓNASSON,
Kelduhvammi 16,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn
4. maí.
Margrét Jónsdóttir,
Sólveig Margrét Magnúsdóttir, Stefán Karl Harðarson,
Jón Ölver Magnússon,
Víðir Þór Magnússon, Helena Richter,
Björk Magnúsdóttir, Úlfar Sigurðsson,
Sólveig J. Carner og fjölsk.,
barnabörn og langafabarn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og dóttir,
ODDNÝ S. AÐALSTEINSDÓTTIR,
Stararima 55,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 29. apríl, verður jarð-
sungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn
7. maí kl. 10.30.
Halldór Guðjónsson,
Aðalheiður G. Halldórsdóttir, Davíð Gunnarsson,
Inga Dóra Halldórsdóttir, Magnús Guðfinnsson,
Sævar Dór Halldórsson, Hrund Guðjónsdóttir
og barnabörn,
Guðmunda O. Sigurðardóttir.
Okkar ástkæra
MARÍA BJARNASON
frá Bakka í Siglufirði,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar
sunnudaginn 25. apríl, verður jarðsungin frá
Siglufjarðarkirkju mánudaginn 10. maí kl. 14:00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að
láta Kvenfélag Sjúkrahúss Siglufjarðar njóta
þess.
Fjölskylda hinnar látnu.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
KRISTINN JÓHANNSSON,
Vitastíg 9a,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
föstudaginn 7. maí kl. 13.30.
Kjartan Kristinsson, Ólöf J. Guðmundsdóttir,
Þórður Kristinsson, Edda Sigurgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
FRIÐFINNUR FRIÐFINNSSON,
áður til heimilis í
Melási 12,
Garðabæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ,
mánudaginn 3. maí.
Guðmundur B. Friðfinnsson, Sigríður Alda Ásmundsdóttir,
Erna Friðfinnsdóttir,
Örn Friðfinnsson,
Pétur Hákon Friðfinnsson, Hjördís Braga Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti eða á disklingi (netfangið er
minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um
leið og grein hefur borist). Ef greinin er á
disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð-
synlegt er að símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi
með. Þar sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna frests. Nán-
ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát-
inn einstakling birtist formáli og ein aðal-
grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300
orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50
línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til
þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín-
ur, og votta virðingu án þess að það sé gert
með langri grein. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.