Morgunblaðið - 06.05.2004, Síða 44

Morgunblaðið - 06.05.2004, Síða 44
UMRÆÐAN 44 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG um landið okkar fara nú að hefjast af fullum þunga og fiðringur að koma í fætur ungra sem aldraðra. Ferðamálasamtök landsins vilja í tilefni sumarkom- unnar gefa lands- mönnum kost á því að kynna sér á einum stað það helsta sem ferða- löngum er boðið er upp á í hverjum landshluta. Ferðatorgið 7.–9. maí nk. í Smáralind í Kópa- vogi er sett upp í þeim tilgangi. Í tilefni þessa langar mig að kynna lítillega þá möguleika sem bjóðast á Suð- urnesjum. Það hefur verið gaman að vera þátt- takandi í þeirri miklu breytingu sem orðið hefur hjá ferðaþjónustunni á Suðurnesjum undanfarin ár. Hér hafa risið söfn, veitingastaðir og af- þreyingarfyrirtæki á skömmum tíma þar sem ekkert hefur verið til sparað svo gestum geti liðið vel. Fjölbreytnin er aðalsmerki ferða- þjónustunnar á Suðurnesjum. Mikil uppbygging og gróska hefur verið hér á flestum sviðum og hugmynd- irnar ótakmarkaðar. Af söfnum vil ég m.a. nefna Salt- fisksetrið í Grindavík, Bátasafn Gríms Karlssonar, Listasafn Reykjanesbæjar, Fræðasetrið í Sandgerði og Byggðasafnið í Garði. Bláa Lónið eitt öflugusta fyr- irtæki landsins í ferðaiðnaðinum heimsækja á fjórða hundrað þúsund gesta árlega en undraheimar Bláa lónsis og góð þjónustu þar er þekkt á heimsvísu. Hvalaskoðun og náttúrulífsskoðanir eru aðal Suðurnesjanna og sérstaklega skemmti- leg upplifun í ferðum með Moby Dick að sjá iðandi lífið í sjónum í kringum Reykjanesið. Náttúran og göngu- ferðir um Suðurnesin eru mikið ævintýri þar sem jarðsagan er eins og opin bók og saga í hverju spori. Ný verkefni eru í gangi og líta dagsins ljós mjög fljótlega í tengslum við víkingaskipið Íslending sem fullyrða má að sé frægasta víkingaskip síðari tíma. Körtubrautin í Innri-Njarðvík dregur mikinn fjölda áhugamanna um aksturíþróttir til sín og ýmislegt er þar fleira á döfinni. Hótel eru hér fjölmörg og af hæsta gæðaflokki þar sem boðið er upp á fjögurra störnu hótel, mótel og gistiheimili. Veitingastaðir sem standast fyllstu kröfur um gæði og samkomustaðir eins og Stapinn og Festi sem geyma svo margar góðar endurminningar. Það er styttra en þú heldur að skreppa í kaffi í Kaffitári í Innri- Njarðvík og njóta þess að láta dekra við sig á einu nýjasta kaffihúsi landsins. Þar eru milli 20 og 30 kaffidrykkir á boðstólum frá kaffi- ekrum Suður-Ameríku, Afríku og Asíu. Golfið hefur náð undraverðum hæðum hér á svæðinu og eru flestir þeir sem hingað koma í golf sam- mála um að fáir 18 holu vellir standi Hólmsvelli í Leiru samjöfnuð. Fyrir utan Hólmsvöllinn þá eru 3 aðrir golfvellir á Suðurnesjum sem allir bjóða upp á frábæra aðstöðu og litla sem enga bið. Það er því upplagt að skreppa í golf á Suðurnesin. Kæri landi, leggðu land undir fót í sumar. Við bjóðum þig velkominn á Suðurnesin, hér verður tekið vel á móti þér. Hingað er hægt að skreppa í helgarbíltúrinn, halda af- mæli eða aðrar veislur, fara í óvissu- ferðir, gönguferðir og ævintýraferð- ir. Við hlökkum til að sjá þig. Leggðu land undir fót Kristján Pálsson skrifar um ferðamál ’Við bjóðum þig vel-kominn á Suðurnesin, hér verður tekið vel á móti þér.‘ Kristján Pálsson Höfundur er formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja. ÆVINTÝRALJÓMINN af Þórs- merkurferð hefur að stórum hluta legið í óbrúuðum, hlykkjóttum mal- arvegi. Rétt innan við Stóru-Mörk liggur vegurinn um 10 km langt undirlendi, svonefnt Langanes (Merkurnes) í daglegu tali kallað „Nesið“, sem nær inn að Jökulsá og Jök- ullóninu. Þennan 10 km vegkafla á nú að að byggja upp og brúa fyrir litlar 100 millj- ónir. Nesið er gróið og að miklum hluta kjarri vaxið undirlendi sem margar smáár og lækir renna um. Árnar koma úr stórbrotnum giljum sem skerast mislangt inn í fjöll og heiðar. Þarna er berjaland gott og náttúrufegurð mikil. Nesið er nokk- urs konar náttúrlegur varnargarður sem Markarfljótið étur nokkuð hratt niður. Ástæðan er að stórum hluta sú að Fljótinu hefur verið veitt á Nesið með varnargörðum sem liggja innan úr Fljótshlíð og inn að Markarfljótsgljúfri. Þannig er grónu og kjarri vöxnu landi í Nesinu fórnað m.a. til að gera veginn inn á Fjallabak beinni. Tilvonandi hraðbraut inn á Þór- mörk á að liggja um Nesið líkt og núverandi vegur gerir. Til að halda ám og lækjum í skefjum verður að byrja á að setja jarðýtur og gröfur í árfarvegina og ryðja upp háum varnargörðum alveg frá fjallsrótum (gilkjöftum) og niður að ræsi eða brú. Þannig verður allt Nesið sund- urtætt af skurðum og varn- argörðum. Öðruvísi er ekki hægt að leggja uppbyggðan veg án þess að stórir hlutar hans hverfi jafnvel oft á ári. Slíkt er vatnsmagnið og at- gangurinn í miklum leysingum. Þessu til viðbótar eru tugir lækja sem aðeins koma fram í leysingum. Þá þarf að ræsa fram og stýra undir hraðbrautina. Þetta verður gert með því að grafa skurði, ryðja upp görðum og veita vatninu inn í ræsin. Jökultungurnar eru gríðarlega fallegt svæði innst í Nesinu. Þar stingur iðagrænn víðirinn í stúf við hvítan Jökulinn, stórfenglega fossa og hengiflug. Svæðið er sund- urskorið af fjölmörgum jökullækjum og ám sem í leysingum geta orðið gríðarmiklir og fara hamförum. Þarna þarf aldeilis að taka til hend- inni og ryðja upp mikl- um og mörgum görð- um til að hafa stjórn á öllu því óstýriláta vatni sem þarna getur komið niður. Þótt núverandi vegur liggi á kafla á svörtum aurnum rétt neðan við bakkann má gera ráð fyrir því að dýrmæt hraðbrautin verði lögð uppi á bakk- anum gegnum víði- runna og gróið land til að tryggja að fokdýr vegurinn verði ekki Markarfljótinu að bráð. Gerðu þeir aðilar, sem óskuðu eft- ir bættum vegi þarna inneftir, sér grein fyrir þeim gríðarlegu land- spjöllum sem nauðsynleg eru til að leggja svona heilsársveg? Hvað er það sem réttlætir að leggja þetta svæði algjörlega í rúst? Núna er ekið eftir niðurgröfnum vegi í gömlum farvegi Jökulsár og gegnum skarð í jökulgarðinum. Skyndilega blasir Lónið og Skrið- jökullinn við. Þetta er ógleymanlegt augnablik. Ekki öfunda ég þá sem í framtíðinni munu keyra þarna inn í bílahrúgu ásamt öllum skúrunum og skítalyktinni sem þarna verður. Pylsubréfin fá þá að fjúka í friði meðan ferðalangurinn stiklar milli tyggjóklessna og ísleifa. Þvílíkur ævintýraljómi. Hluti af þessum 100 milljónum (sem líklega duga hvergi nærri til) eiga nefnilega að fara í að byggja upp risavaxið bílastæði við Lónið og þar verður eðlilega að vera einhver nýmóðins þjónusta við ný- móðins veg. Í grein fyrir nokkru (Mbl. 7. apríl) „Hraðbraut inn á Þórsmörk“ óskaði ég eftir því að þeir sem þrýstu á uppbyggðan veg inn á Þórsmörk kæmu fram í dagsljósið. Jafnframt því var beðið um að svonefndir „hús- bændur“ inn á Þórsmörk (Ferða- félag Íslands, Útivist og Austurleið- Kynnisferðir) og líklegir þrýstiað- ilar gerðu grein fyrir afstöðu sinni til málsins. Allir þegja þunnu hljóði nema hvað formaður Útivistar lýsir andstöðu við þennan óskapnað eins og hann nefnir þessa framkvæmd með réttu. Meðan þessi félög svara ekki og álykta ekki opinberlega um afstöðu sína lít ég svo á að þau styðji þessa framkvæmd. Hér er ekki hægt að vera bæði með og á móti. Persónu- legar skoðanir stakra stjórn- armanna skipta hér litlu. Opinber afstaða félaganna verður að koma fram svo saklausir aðilar skaðist ekki í hugsanlegum aðgerðum gegn þessari framkvæmd. Umrædd félög báðu um vegabæt- ur og andmæltu ekki veglagning- unni að sögn Vegagerðarinnar. Allir gera mistök en slíkt má leiðrétta með því að skipta um skoðun. Aðrar hliðar þessa máls verða raktar hér á næstunni. Ég hvet fólk til að fara inn á Þórs- mörk í sumar og skoða sérstaklega vel það svæði sem nú á að leggja í rúst til að þóknast fégráðugri ferða- þjónustu. Þetta verður kannski í síð- asta sinn sem hægt verður að fara þetta eftir vegi sem býður upp á ró- legan akstur sem gefur mönnum tækifæri til að virða fyrir sér um- hverfið. Í framtíðinni mun það nefnilega skapa slysahættu að slá af mikið niður fyrir 90 km/klst. á þess- um slóðum. Í síðasta skipti verður þá hægt að upplifa sjarmann af Merkurferð eins og þær hafa verið síðan bílaöld hófst. Takið börnin með því þau upplifa það sem æv- intýri að keyra yfir læki og polla. Þau eiga líka rétt á því að upplifa óbyggða- og öræfarómantíkina af ferð „inn á Mörk“ áður en við hin eyðileggjum ævintýrið að ástæðu- lausu. Landníðingar í landi Stóru-Merkur Árni Alfreðsson skrifar um umhverfismál ’Þennan 10 km veg-kafla á nú að byggja upp og brúa fyrir litlar 100 milljónir.‘ Árni Alfreðsson Höfundur er líffræðingur og ættaður frá Stóru-Mörk. ÞESSI gamla spurning vaknaði með okkur mörgum, er fréttir hermdu að tæplega 6% íslenskra barna hefðu fengið umönnunarmat hjá TR. Það fyrsta, sem þeirri er þetta ritar datt í hug var: Ekki hefði ég viljað þurfa að bera sjúk- dómsgreiningu of- virkni eða athygl- isbrests í gegn um langt líf og ég sá í anda alla mögu- leikana, sem það hefði gefið til að koma höggi á mig. Vera má að þetta séu mínir eigin fordómar og betur væri að það væri raunin og enginn þyrfti nokkurn tíma að gjalda þess að vera greindur með þessum hætti í frumbernsku. Hvað veldur að svona er komið? Það er nauðsynlegt að finna rætur vandans. Með því er ekki átt við það, að nauðsynlegt sé að finna syndasel eða blóraböggul, heldur að við tökum sjálfsgagnrýni hvert og eitt og spyrjum: Hvað hefðum við getað gert öðru vísi og betur í uppeldi barna okkar hvort sem við erum 68-kynslóðin eða hennar börn? Höfum við ekki elskað börn okkar nóg til að setja þeim ákveðin mörk frá upphafi? Skyldi það vera að atferlismótunaruppeldið sé að koma í ljós? Er þetta ef til vill afrakstur póstmódernismans? Ekkert veit ég en ég þykist hvort tveggja sannfærð um og geta fært rök fyrir því, að mikið misgengi er á milli samfélagsþróun- arinnar og þarfa barna og barnafjölskyldna á seinni árum. Hvað er til ráða? Væri ef til vill ráð að fara að kenna uppeldi í grunnskólum, eða jafnvel að kenna það að elska fölskva- laust og nóg til að setja mörk? Dúsa var notað um tusku, sem eitthvað matarkyns var sett í og börn látin sjúga hér á öldum áður. Snuð leystu dúsuna af. Ef börn voru óróleg var talið að eitthvað slæmt hefði verið sett í ,,dúsuna barnsins“. Hvað er nú í dúsunni barnsins? Þórey Guðmundsdóttir skrifar um umönnun Þórey Guðmundsdóttir ’Það er nauð-synlegt að finna rætur vand- ans.‘ Höfundur er prestur. ÞRÓUNARHJÁLP Íslendinga hefur verið í einum af brennideplum stjórnmálaumræðunnar. Breytinga er að vænta og auknu fé er varið til hennar. Opnað hefur verið fyr- ir fleiri tegundir hjálp- ar en áður var algeng- ust og menn skima víðar eftir verkefnum en í Afríku einni. Flestir vita að Ís- lendingar hafa náð langt þegar kemur að vörnum vegna eldgos- avár. Hér hafa sér- fræðingar þróað ágæt mæla- og viðvör- unarkerfi og verið í fararbroddi á því sviði. Eldstöðvar eru hér vaktaðar með ólíkum gerðum sjálfvirkra mælitækja og unnið er markvisst að því að „læra á“ ólík eldfjöll og eldstöðvakerfi, af- hjúpa fyrri gossögu, kortleggja hlaupleiðir og rennslisleiðir hrauna og kanna og skilja ýmsa þætti eld- virkni sem auðvelda forsagnir og spár. Jarðvísindamenn eru stjórnvöldum til ráðgjafar um viðbrögð við eld- gosum og öðrum skyldum við- burðum. Einnig þarf að fylgjast með gangi gosa og þar kemur t.d. um- rædd mælitækni við sögu. Þessu til viðbótar hafa menn endurskipulagt og eflt almannavarnarkerfið og sér- hæfing hefur aukist innan björg- unarsveita (sbr. rústa- björgunartækni). Ég hef talað fyrir því að Íslend- ingar bæti nýrri vídd í þróunarhjálp sína; einmitt þeirri sem snýr að vöktun eldstöðva og jarðskjálfta- svæða og aðstoð við uppbyggingu eða eflingu almannavarna og björg- unarkerfa í þróunarríkjum. Vegna veru minnar í Ekvador hef ég getað kannað hljómgrunn fyrir slíkri að- stoð í dæmigerðu eldbrunnu landi „í 3. heiminum“ eins og stundum er sagt. Mörg virk og ískyggileg eld- fjöll eru í Ekvador og hafa nokkur þeirra gosið á undanförnum fimm árum, stundum með óþægilegum af- leiðingum þótt ekki hafi verið um af- drifaríka atburði að ræða (enn sem komið er). Byggð er víða nálæg eldfjöllum og eldvirknin er á stundum mjög ofsa- fengin (ef rýnt er í gos- söguna). Líkur eru á að eldfjallið Cotopaxi sé í upphafsfasa elds- umbrota, svo dæmi sé nefnt, og verði þau veruleg geta hundruð þúsunda manna verið í mikilli hættu. Erfið rík- isfjármál, úreltur tækjakostur og óstöð- ugleiki í ríkisgeiranum hafa gert þeirri einu stofnun sem starfar að vöktun, ráðgjöf og spám í landinu (Jarð- eðlisfræðistofnun Tækniháskólans í Quito) erfitt fyrir. Al- mannavarnarkerfið er ekki sterkt en á móti kemur að allstór her hefur hlutverki að gegna í þeim efnum. Frakkar hafa aðstoðað við menntun innlendra sérfræðinga í eld- fjallafræði og Ekvadormenn sjálfir sótt fyrirmyndir að þeirri vöktun, sem þeir sinna, aðallega til Banda- ríkjanna. Ég hef rætt óformlega við starfs- menn stofnunarinnar, borgarstjór- ann í Quito og ræðismann Íslands í Ekvador um gagnsemi íslenskrar aðstoðar við eldfjallavöktun og kynnt mér hvar skórinn kreppir. Þar er áhugi fyrir hendi. Ég hef líka minnst á slíkt við nokkra íslenskra jarðvísindamenn og allir talið já- kvætt og kleift að sinna þessu, að ýmsu gefnu, og ég hef bent yfirvöld- um hér á þessa nýju leið í þróun- arhjálp. Vonandi geta Íslendingar gert gagn næstu áratugi á þessu sviði. Nýjar áherslur í þróunarhjálp Ari Trausti Guðmundsson skrifar um þróunarhjálp Ari Trausti Guðmundsson ’Ég hef rættóformlega við starfsmenn stofnunarinnar, borgarstjórann í Quito og ræð- ismann Íslands í Ekvador...‘ Höfundur er jarðeðlisfræðingur og ráðgjafi hjá Línuhönnun hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.