Morgunblaðið - 06.05.2004, Page 46

Morgunblaðið - 06.05.2004, Page 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARNA mánuði hafa birst eftir mig greinar, hér á síðum Morgunblaðsins, þar sem ég hef verið að skrifa um geðheilbrigð- ismál. Þar hef ég að- allega verið að benda fólki á hvað maður getur sjálfur gert til að hífa sig upp úr sín- um veikindum, og hvernig maður getur notað sínar jákvæðu hliðar til að öðlast meiri trú á sjálfum sér. Eins og fram hefur komið í mínum blaða- skrifum er ég virkur meðlimur í hópi sem heitir Hugarafl. En fyrir þá sem ekki vita þá er Hug- arafl hópur fólks sem sam- anstendur af tveimur fagaðilum/ iðjuþjálfum úr geðheilbrigðiskerf- inu og sjúklingum sem náð hafa góðum tökum á sínum sjúkdómi. Við höfum verið að vinna saman á jafningjagrundvelli að því að koma á fót þjónustumiðstöð fyrir fólk sem hefur orðið fyrir röskun vegna veikinda og eða hefur ekki fengið tækifæri til að sýna getu sína, t.d. á almennum vinnumarkaði. Þessa þjónustumiðstöð höfum við kosið að kalla Hlutverka- setur. Í Hlutverkasetrinu verður mikið um að vera, en allt mun það byggjast á því að virkja fólk í að finna sér hlutverk í lífinu. Þungamiðjan verður kaffihús en þar mun- um við vera með starfsþjálfun, þjón- ustu við almenning og listviðburði svo eitt- hvað sé nefnt. Einnig munum við vera með ýmiss konar námskeið og fræðslu í gangi. Þarna verður svo unnin rannsóknarvinna á öllu því sem við kemur geðheilsu fólks. Þarna munu sjúklingar sem lengi hafa átt við veikindi að stríða en hafa náð góðum tökum á sínu lífi, miðla af reynslu sinni til þeirra sem hafa ekki fundið veikindum sínum farveg í lífi sínu, því við vit- um það vel að við ráðum litlu um það hvort við losnum við sjúkdóm- inn eða ekki, en við ráðum öllu um það hvort við lærum að lifa með honum eða ekki. Það eru til marg- ar leiðir sem gott er að nota, en það er náttúrulega misjafnt eftir hverjum og einum hvaða leið er best að fara. Þess vegna er nauð- synlegt að hafa reynslumikið fólk, með ólíka sjúkdómasögu á bakinu, til að leiðbeina þeim sem eru jafn- vel að útskrifast af geðdeild í fyrsta skiptið, (líkast til með þá hugsun í hausnum að það sé haldið einhverjum hræðilegum sjúkdómi), nú eða eins og fyrr segir fólki sem lengi er búið að reyna að finna veikindum sínum farveg. Það að hafa veikst og fundið leið eru að okkar mati verðmæti sem þarf að miðla til annarra. Við höfum fundið mikinn vilja innan bæði félagsmála- og heil- brigðisráðuneytis á að Hlutverka- setur verði að veruleika, til marks um það fengum við styrk frá hvoru fyrir sig til að móta þessar hug- myndir, og hafa þeir verið okkur mikil hvatning. En núna erum við að leita til fyrirtækja og fjár- málastofnana í þeirri von að ein- hverjir séu tilbúnir til að styrkja okkur í að koma Hlutverkasetrinu á fót. Einnig höfum við verið að leita eftir hentugu húsnæði undir starfsemina. Það er hagur þjóðfélagsins að skapa hlutverk. Það er hagur allra að hafa hlutverk. Hvað er hlutverkasetur? Bergþór Grétar Böðvarsson skrifar um geðheilbrigðismál ’Það er hagur þjóð-félagsins að skapa hlut- verk. Það er hagur allra að hafa hlutverk.‘ Bergþór G. Böðvarsson Höfundur greindist með geð- hvarfasýki árið 1989, í janúar 2003 byrjaði hann að vinna í 50% starfi hjá Múlalundi, vinnustofu SÍBS. VIÐ Íslendingar ferðumst vafa- laust manna mest til hinna ótrú- legustu landa jafnt nær sem fjær. Við rekum flugfélög á heims- mælikvarða sem eru þekkt um víða veröld og eru jafnvel í far- arbroddi á því sviði eins og dæmin sanna um fyrirtæki eins og Atlanta, Flugleiðir og Íslands- flug. Við komumst á topplista í virtum fagtímaritum yfir fyrirtæki í ferðaþjón- ustu, eins og Hótel Búðir og Hótel 101 og birtist í fjöl- miðlum á dögunum. Nú síðast var eyjan okkar valin númer tvö yfir eftirsókn- arverðustu eyjuna samkvæmt könnun sem sænska tímaritið „Alt om resor“ gerði. Þar á eftir okkur voru nefndar eyjar eins og Majorka, Bali, Sikiley og Man- hattan. Við getum ekki annað en glaðst yfir þessari velgengni sem hvetur okkur enn frekar til að taka betur á í kynningu á landinu og markaðssetningu ís- lenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Sú ánægjulega þróun hefur líka átt sér stað að landsmenn sækja sífellt meira í ferðalög um eigið land og nýta sér alla þá ferða- möguleika sem eru í boði. Nýleg skoðanakönnun Gallups sýnir að 70% Íslendinga vilja ferðast enn meira um Ísland en þeir hafa gert. Þessi framför á sér stað á sama tíma og ferðaþjónusta landsmanna sækir í sig veðrið og er stöðugt að auka breiddina og fjölbreytnina á landsvísu. Árlega koma fram nýir afþreyingar- og gistimöguleikar í öllum landshlutum og samhliða tekur fagmennskan miklum fram- förum. Átta ferðamálasamtök lands- fjórðunganna sem sameinast í Ferðamálasamtökum Íslands hafa unnið mikið starf til að bæta og auka þjónustuna jafnt við innlenda sem erlenda gesti sem ferðast um landið. Í ár verður markaðstorg innlendrar ferðaþjón- ustu, Ferðatorg 2004, haldið í þriðja sinn í Vetrargarði Smára- lindar helgina 7. til 9. maí. Að þessu sinni er lögð sérstök áhersla á gönguferðir og golf. Í fyrra lögðu þúsundir manna leið sína á Ferðatorgið til að kynna sér framboð í ferðaþjónustu. Í ár vonumst við til að enn fleiri sjái sér fært að heimsækja Ferðatorg- ið til að ræða við ferðaráðgjafa frá öll- um landshlutum um áhugaverða og skemmtilega ferða- og afþreying- armöguleika innanlands í sumar. Ljóst er að afar góðar viðtökur og mikill árangur af Ferðatorginu hefur sýnt og sannað að þessi ár- legi viðburður Ferðamálasamtaka Íslands er kominn til að vera. Sjáumst á Ferðatorginu. Makalaus árangur Pétur Rafnsson skrifar um Ferðatorg 2004 Pétur Rafnsson ’Í fyrra lögðuþúsundir manna leið sína á Ferðatorgið til að kynna sér framboð í ferða- þjónustu.‘ Höfundur er formaður Ferðamálasamtaka Íslands. HÓPUR þingmanna þriggja flokka vill að lagður verði vegur frá Norðurárdal í Skagafirði um Stórasand til Húsafells í Borg- arfirði. Um væri að ræða fyrri áfanga hugmyndar um styttingu leið- arinnar milli Akureyr- ar og Reykjavíkur um 42 km en seinni áfanginn lægi áfram frá Húsafelli um Kaldadal til Reykja- víkur og stytti leiðina um 40 km. Verði þessar hugmyndir að veruleika myndi leiðin milli Akureyrar og Reykjavíkur styttast um 82 km, sem næmi um einnar klukku- stundar akstri. Munar um minna. Hugmyndin er góðra gjalda verð vegna þeirrar hagræðingar sem af hlytist við vöru- og fólksflutninga milli þessara tveggja stærstu þétt- býliskjarna landsins. Þá má gera ráð fyrir að enn fleiri kysu að aka milli landshlutanna í stað þess að fljúga og myndi Norðurvegur því stuðla enn frekar að brottflutningi Reykjavíkurflugvallar úr Vatns- mýri, sem reyndar gerist fyrr eða síðar. Kollvarpar núverandi hugmyndum Hins vegar kollvarpar Norð- urvegur öllum öðrum hugmyndum sem þegar eru komnar á rekspöl um víðtæka uppbygg- ingu og endur- skipulagningu þjóð- vegakerfisins milli landshlutanna. Þær áætlanir eru óhjá- kvæmilegar og yrði Norðurvegur því hrein viðbót við nú- verandi vegakerfi. Það er alveg ljóst hvað sem líður hugmyndum um Norðurveg að ekki verður komist hjá uppbyggingu stór- hættulegs núverandi þjóðvegar 1 allt frá Borgarnesi til Brúar í Hrútafirði. Sá vegur mun hvort sem verður af Norðurvegi eða ekki þjóna stórum hluta Borg- firðinga og Vestfirðinga, Stranda- mönnum og Vestur-Húnvetn- ingum, svo sem á Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd. Hjá þessum vegaframkvæmdum verður ekki komist. Sé sú staðreynd höfð í huga er eðlilegast að hugsa málið í framhaldi af henni og taka til við næsta áfanga leiðarinnar norður, sem brýnust er, sem væri leiðin frá Blönduósi um Þverárfjall (um Norðurárdal og Laxárdal) til Sauð- árkróks og áfram um Hegranes og síðan jarðgöng úr Hjaltadal undir Hjaltadalsheiði til Hörgárdals, þaðan sem ekið yrði til Akureyrar. Víðtæk sátt um núverandi hugmyndir Ég er sannfærður um að víðtæk sátt ríkir í þjóðfélaginu um að haldið verði við núverandi tillögur um stórtækar lagfæringar á núver- andi leið til Akureyrar. Nú þegar er vegurinn um Þverárfjall (hvar sem það fjall nú er!) orðinn býsna góður og alger himnasending fyrir íbúa Sauðárkróks því hann styttir leiðina milli Blönduóss og Sauð- árkróks um 26 km samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar. Það svarar til um hálftíma aksturs mið- að við leiðina um Langadal og Varmahlíð. Ég er jafnframt þeirr- ar skoðunar að landsmenn hafi beðið allt of lengi eftir endurbótum á þjóðveginum um Borgarfjörð til Hrútafjarðar. Það er löngu tíma- bært að þar verði hafist handa strax og án allra bráðabirgðalag- færinga. Þessi leið krefst stór- tækra aðgerða með beinum og breiðum vegi. Þær munu stuðla að mun hagkvæmari vöru- og fólks- flutningum en nú er og auk þess, sem ekki er minnst um vert, draga stórlega úr slysahættu. Styrkir núverandi þéttbýliskjarna Með því að halda sig í meg- inatriðum við núverandi leið getum við landsmenn hlíft áfram fáfarnari fjallaleiðum og náttúruparadísum og átt þær áfram sem slíkar. Landsmenn hljóta að setja spurn- ingarmerki við skynsemi þess að flytja þjóðveginn upp í Húsafell og Hallmundarhraun, að ekki sé talað um vatnasvæði Arnarvatnsheiðar. Síðast en ekki síst verða helstu þéttbýliskjarnar að fá að styrkjast í stað þess að veikjast enn meir en nú er. Hlífum náttúruparadísum Á sama hátt og við eigum, eins og kostur er, að hlífa helstu nátt- úruparadísum okkar við upp- byggðum beinum og malbikuðum vegum, hvort sem er Húsafelli, Arnarvatnsheiði og að ekki sé minnst á Þórsmörk, ættu lands- menn að sættast á skynsamari vegtengingu milli Siglufjarðar og höfuðstaðar Norðurlands en þá að fara um Héðinsfjörð. Í því tilviki hlýtur Fljótaleiðin að verða ofan á. Sú leið mun einnig og ekki síður stórbæta samgöngur Siglfirðinga þar eð hin varasama leið hjá Sauðanesi um Strákagöng leggst af sem aðalleið. Að lokum Þegar línur eru dregnar á korti sem sýna leiðina milli tveggja stærstu þéttbýliskjarna landsins, Reykjavíkur og Akureyrar, miðað við núverandi áætlanir sést að unnt er að stytta hana umtalsvert með því einu að draga beint strik á milli. Þannig er Norðurleiðin hugs- uð í grófum dráttum. Þrátt fyrir kosti hennar, sem áður var minnst á og flutningsmenn þingsályktun- artillögunnar hafa gert góða grein fyrir, eru ókostir hennar að mínu mati miklu fleiri en kostir hennar. Norðurvegur yrði hrein viðbót Bolli Valgarðsson skrifar um samgöngur ’Landsmenn hljóta aðsetja spurningarmerki við skynsemi þess að flytja þjóðveginn upp í Húsafell og Hallmund- arhraun, að ekki sé tal- að um vatnasvæði Arn- arvatnsheiðar.‘ Bolli Valgarðsson Höfundur er áhugamaður um greiðar samgöngur um landið. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.