Morgunblaðið - 06.05.2004, Qupperneq 56
ÍÞRÓTTIR
56 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Opna Top-flite
Etonic mótið
laugardaginn 8. maí
Mjög góð verðlaun fyrir
sæti 1-3 án forgjafar
sæti 1-3 m. forgjöf
Nándarverðl. á 3. og 16. braut
Höggleikur með og án forgjafar.
Hámarksforgjöf karlar 24, konur 28.
Ræst út frá kl. 9:00-14:00
Skráning á www.golf.is og í síma 421 4100
Keppnisgjald kr. 2.500
Austurbakki hf.
Punktakeppni
og verðlaun fyrir besta skor.
Nándarverðlaun á par 3 br.
Skráning í síma 481 2363 eða á golf.is
Pakkatilboð: 5.500 kr.
Innifalið mótsgjald og flug frá og til
Bakka, sími 481 3255.
OPNA
COKE COLA
mótið í Eyjum 8. maí
ÁRNI Gautur Arason segir óvíst
hvað taki við hjá sér eftir leiktíðina,
en landsliðsmarkvörðurinn er
samningsbundinn Manchester City
út leiktíðina. „Það er ómögulegt að
segja til um hvað ég geri en ég hef
ekkert talað við Manchester City
um framhaldið. Hér hefur öll orka
stjórnarmanna og hjá þeim sem að
liðinu standa farið í baráttuna um
að halda liðinu í úrvalsdeildinni og
nú, þegar það hefur tekist, fara
hlutirnir væntanlega að skýrast. Ég
reikna með að fá að vita innan mjög
skamms tíma hvort mér verður
boðinn áframhaldandi samningur
en svo er umboðsskrifstofa, sem
annast mín mál, að skoða aðra
möguleika,“ sagði Árni Gautur við
Morgunblaðið.
Ert þú búinn að gera það upp við
þig hvort þú viljir vera áfram hjá
City og keppa við David James
bjóðist þér nýr samningur við liðið?
„Nei í sjálfu sér ekki. Ég ætla að
bíða og sjá til hvaða möguleikar
verða í boði. Það kitlar mig eðlilega
að spila meira heldur en ég hef gert
og ef það kæmi tilboð frá þokka-
lega spennandi liði, þar sem ég ætti
meiri möguleika á að spila, myndi
ég íhuga það mjög vandlega,“ segir
Árni sem segist ekki vita til þess að
David James sé á förum. Árni Gaut-
ur hefur fengið að spreyta sig í tví-
gang með aðalliði City á leiktíðinni
en þeir leikir voru báðir í bikar-
keppninni þar sem James var ekki
gjaldgengur og stóð Árni Gautur
sig mjög vel í þeim leikjum.
Árni Gautur vill fá fleiri
tækifæri í markinu
STJÓRN Körfuknattleiksdeildar
Tindastóls hefur ekki tekið ákvörð-
un um hver verður eftirmaður
Kristins Friðrikssonar. Kári Marís-
son, sem var aðstoðarþjálfari Krist-
ins í vetur, sagði við Morgunblaðið í
gær að allt væri opið í þessum efn-
um. „Ýmsir menn hafa verið nefnd-
ir til sögunnar,“ sagði Kári en hann
hefur áhyggjur af leikmannamál-
um félagsins. „Það stefnir í að níu
leikmenn úr æfingahópi félagsins
séu á förum á félaginu. Friðrik
Hreinsson fer í nám á Laugarvatni,
Óli Barðdal í nám í Danmörku,
Gunnar Andrésson og Matthías
Rúnarsson fara til náms í Reykja-
vík. Bandaríkjamennirnir þrír eru
horfnir á braut, Kristinn er farinn
frá okkur. Að auki stefnir Axel
Kárason á framhaldsnám í Banda-
ríkjunum og það eru töluverðar lík-
ur á því að það gangi upp hjá hon-
um,“ sagði Kári. Spurður hvort
hann sé líklegur til þess að taka að
sér liðið sem þjálfari svaraði Kári:
„Ég er alltaf til í að þjálfa. Og
myndi ekki segja nei ef það yrði
leitað til mín. En hinsvegar hef ég
ekki hugmynd um hvað stjórn fé-
lagsins hefur hugsað sér í þessum
efnum. Fjölskylda Vals Ingimund-
arsonar býr hér á Sauðárkróki og
hann kemur eflaust til greina líkt
og svo margir aðrir,“ sagði Kári.
Allt útlit er fyrir að Svavar Birg-
isson og Gunnlaugur Erlendsson
verði áfram í herbúðum Tindastóls,
en þeir komu til félagsins á sl. tíma-
bili frá Þór í Þorlákshöfn.
Gríðarleg fækkun í leik-
mannahópi Tindastóls
BRASILÍSKI framherjinn Giov-
ane Elber mun að öllum líkindum
ganga til liðs við þýska liðið Herthu
Berlín í sumar en Elber er á mála
hjá Lyon í Frakklandi. Þýska blaðið
Bild greindi frá því í gær að Elber
væri í samningaviðræðum við Berl-
ínarliðið.
ELBER, sem er 31 árs gamall,
gerði garðinn frægan með Bayern
München en hann ákvað að söðla um
eftir síðustu leiktíð og spila með
Lyon. Elber er samningsbundinn
Lyon til júní 2005 en forráðamenn
Herthu eiga í viðræðum við Lyon um
kaup á leikmanninum. Hertha er í
bullandi fallbaráttu en þegar þremur
umferðum er ólokið er liðið í 15. sæti,
aðeins stigi frá fallsæti.
FORSVARSMENN NBA-deildar-
innar hafa ákveðið að sekta Dallas
Mavericks um tæplega 2 millj. kr.
vegna myndbands sem sýnt var á
heimaleik liðsins gegn Sacramento
Kings í fyrstu umferð úrslitakeppn-
innar. Þar var gert grín að leikmönn-
um Kings með þeim hætti að for-
svarsmenn NBA töldu að væri ekki
við hæfi.
STJÓRN enska knattspyrnuliðs-
ins Leeds United hafa gengið frá því
að Eddie Gray verði áfram við störf
hjá félaginu en hinsvegar er ekki víst
að hann verði áfram knattspyrnu-
stjóri liðsins. Gray tók við sem knatt-
spyrnustjóri liðsins í vetur eftir að
Peter Reid var sagt upp störfum en
Leeds féll úr úrvalsdeild um sl. helgi.
David Richmond framkvæmdastjóri
Leeds segir að Gray sé mikilvægur
þáttur í framtíð félagsins en ekki
verði tekin ákvörðun um hver verði
næsti knattspyrnustjóri liðsins fyrr
en eftir tvær vikur.
JESPER Grønkjær leikmaður
Chelsea er undir smásjánni hjá Ajax
um þessar mundir, en liðið leitar að
snöggum útherja.
SKOSKI kylfingurinn Colin
Montgomerie hefur ákveðið að taka
þátt á breska meistaramótinu sem
hefst í dag á Forest Arden vellinum.
Montgomerie hefur átt í vandræðum
með einkalíf sitt og um sl. helgi til-
kynnti eiginkona hans, Eimear, að
hún hefði sótt um skilnað en þau hafa
verið gift í 14 ár.
FÓLK
Það vekur athygli að Miami erkomið í undanúrslit þrátt fyrir
að hafa aðeins unnið 5 af 20 fyrstu
leikjum tímabilsins og segir Lamar
Odom, leikmaður liðsins, að menn
þar á bæ geti verið stoltir af bar-
áttuandanum í liðinu. „Það hefðu
mörg NBA-lið farið að huga að
næstu leiktíð eftir slíka byrjun, en
við héldum áfram og æfðum gríð-
arlega mikið. Þessi vinna er að skila
sér í dag,“ sagði Odom.
Mike Bibby fór á kostum
Sacramento Kings kom nokkuð á
óvart í nótt er liðið lagði Minnesota
Timberwolves að velli í fyrsta leik
liðanna í undanúrslitum Vestur-
deildar í NBA-deildinni í körfu-
knattleik, 104:98. Mike Bibby fór á
kostum í liði Kings enn og aftur en
hann skoraði 33 stig. Sam Cassell
skoraði 40 stig fyrir heimamenn sem
náðu bestum árangri allra liða á
Vesturströndinni en Kevin Garnett,
sem var útnefndur mikilvægasti
leikmaður deildarinnar í fyrradag,
náði aðeins að skora 16 stig í leikn-
um. Flip Saunders, þjálfari Minne-
sota, var argur í leikslok þar sem
heimaleikjaréttur liðsins í þessari
rimmu er farinn í vaskinn. „Við
lögðum okkur ekki nógu mikið fram
í þessum leik, og árangurinn úr 82
leikjum tímabilsins er nú runninn
okkur úr greipum. En við þurfum að
vinna leik í Sacramento og það mun-
um við gera,“ sagði Saunders við
CBS-sjónvarpsstöðina.
Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki
leikur til úrslita á Vesturströndinni
en í hinni undanúrslitarimmunni
eigast við San Antonio Spurs og LA
Lakers.
Reuters
Caron Butler fagnar sigri Miami Heat á New Orleans Hornets.
Miami enn með
í baráttunni
MIAMI Heat tryggði sér sæti í undanúrslitum Austurstrandarinnar í
NBA-deildinni í körfuknattleik en liðið vann New Orleans Hornets í
oddaleik liðanna í fyrrinótt og einvígið þar með, 4:3. Lokatölur 85:77.
Caron Butler skoraði 23 stig fyrir Heat en fyrrum aðalstjarna Heat,
Steve Smith, var stigahæstur í liði Hornets en hann skoraði 25 stig.
Heat mætir Indiana Pacers í undanúrslitum Austurstrandarinnar.