Morgunblaðið - 06.05.2004, Side 57
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 57
RAGNAR Óskarsson,
landsliðsmaður í hand-
knattleik, er tognaður í
öxl og hefur þar af leið-
andi ekki spilað tvo síð-
ustu leiki með franska
liðinu Dunkerque. „Þetta
gerðist í Evrópuleiknum
á móti Skövde og ég er
svona hægt og bítandi að
ná mér. Ég reikna með
að vera á skýrslu um
næstu helgi en ég á eki
von á að ég spila mikið í þeim leik.
Ég stefni hins vegar á að vera kom-
inn á fullt skrið þegar deildabikar-
keppnin verður haldin hér í Dun-
kerque, en hún hefst 20. maí,“ sagði
Ragnar í samtali við Morgunblaðið
en hann kveður Dunkerque í sumar
eftir fjögurra ára dvöl
hjá franska liðinu og
gengur í raðir Skjern í
Danmörku.
Í deildabikarkeppninni
sem Ragnar vísar til
keppa átta efstu liðin í
deildinni og verður dreg-
ið um hvaða lið mætast
en keppnin verður spiluð
frá fimmtudegi til sunnu-
dags og er með útsláttar-
fyrirkomulagi.
Dunkerque sigraði Ivry, 29:21, á
þriðjudagkvöld og er í þriðja sæti
þegar tveimur umferðum er ólokið.
Montpellier hefur tryggt sér meist-
aratitilinn en liðið hefur 67 stig,
Créteil 60, Dunkerque 55, Ivry 53
og Chambéry 50.
Ragnar Óskarsson
er tognaður í öxl
ANDERS Svensson, leikmaður
enska úrvalsdeildarliðsins South-
ampton og sænska landsliðsins í
knattspyrnu, gæti átt það á hættu
að missa af Evrópumeistaramóti
landsliða sem fram fer í Portúgal í
sumar en skattayfirvöld í Svíþjóð
hafa ákært leikmanninn um skatt-
svik.
Svensson lagði inn rúmlega 27
millj. kr. á reikning í Lúxemborg
árið 2001 er hann var keyptur til
enska liðsins frá Elfsborg í Svíþjóð,
en hann gerði ekki grein fyrir eign
sinni og nú vilja sænsk skattayfir-
völd að Svensson greiði allt að 15
millj. kr. sekt vegna málsins. Að
auki á hann yfir höfði sér fangelsis-
vist, verði hann fundinn sekur.
Svensson telur sig ekki hafa ver-
ið með lögheimili í Svíþjóð á þess-
um tíma en skattayfirvöld byggja
mál sitt á leigusamningi sem Svens-
son undirritaði vegna íbúðar sem er
staðsett í Borås, en þar bjó bróðir
leikmannsins um tíma.
Í reglugerð sænska knattspyrnu-
sambandsins er kveðið á um að leik-
menn og forsvarsmenn sænska
landsliðsins geti ekki tekið þátt í
verkefnum liðsins hafi þeir verið
ákærðir vegna brota á almennum
lögum í Svíþjóð.
Svensson á eftir að skýra mál sitt
fyrir sænska knattspyrnusamband-
inu sem hefur ekki tekið ákvörðun
um framhaldið. Leikmaðurinn seg-
ir við Aftonbladet í gær að hann
hafi ekki áhyggjur af framhaldinu
og að málið sé byggt á misskilningi
skattayfirvalda í Svíþjóð. „Ég verð
með á EM í Portúgal,“ var það eina
sem að Svensson lét hafa eftir sér í
sænskum fjölmiðlum í gær.
Svensson
í vandræð-
um með
skattinn
BANDARÍSKI kúluvarparinn,
Kevin Toth, hefur verið úrskurðaður
í tveggja ára keppnisbann vegna
notkunar á lyfjum. Toth reyndist
hafa notað nýja steralyfið THG, en
það hefur verið mikið til umfjöllunar
undanfarna mánuði þar sem ekki var
hægt að rekja notkun þess með
venjulegu lyfjaeftirliti.
TOTH er 36 ára gamall og hefur
ákveðið að taka ekki þátt í fleiri mót-
um og hefur þar með lokið ferli sín-
um. Toth sem varð fjórði á síðasta
heimsmeistaramóti, er þriðji íþrótta-
maðurinn sem hefur verið úrskurð-
aður í keppnisbann vegna THG.
KANADÍSKA dagblaðið, Toronto
Sun, segir í frétt sinni að Julius Erv-
ing fyrrum stjarna NBA-liðsins
Philadelphia 76’ers hafi áhuga á að
gerast framkvæmdastjóri liðsins.
Eigendur liðins leita nú að manni í
starfið sem getur rifið liðið upp úr
þeim öldudal sem það hefur verið í
undanfarin misseri.
MALIN Swedberg verður fyrsta
konan sem lýsir knattspyrnuleikjum
sænska landsliðsins á stórmóti í
knattspyrnu í sjónvarpi. Hin 35 ára
gamla lögreglukona lék á sínum tíma
78 A-landsleiki fyrir Svía og skoraði
10 mörk, en hún var í bronsliði Svía á
heimsmeistaramótinu sem fram fór í
Kína árið 1998. Swedberg hefur
starfað sem sérfræðingur um knatt-
spyrnu hjá sænska ríkissjónvarpinu
um skeið og hefur hún vakið mikla
athygli í heimalandi sínu.
SÆNSKI handknattleiksmaður-
inn Pierre Thorsson flytur til Sví-
þjóðar í sumar eftir að hafa leikið
með þýskum og ítölskum félagslið-
um í meira en áratug. Hann er nú á
mála hjá Flensburg og lýkur leiktíð-
inni með væntanlegum þýskum
meisturum. Thorsson, sem er 38 ára
og hætti að leika með sænska lands-
liðinu fyrir fjórum árum, hefur gert
samning við nýliða sænsku úrvals-
deildarinnar, Hästö IF, um að leika
með þeim á næsta vetri.
LEE Bowyer verður í leikmanna-
hópi Newcastle í kvöld þegar það
leikur síðari leik sinn við Marseille í
undanúrslitum UEFA-keppninnar í
knattspyrnu. Bowyer hefur átt við
meiðsli að stríða en fékk í gær grænt
ljós frá sjúkraliði Newcastle um að
geta verið með.
BOWYER hefur ekki spilað Evr-
ópuleik síðan í desember 2002 eða
frá því hann var úrskurðaður í sex
leikja bann vegna hrottalegs brots í
Evrópuleik með Leeds. Craig Bell-
amy, Kieron Dyer, Andy Griffin og
Jonathan Woodgate eru allir meidd-
ir og verða ekki með í kvöld og greip
Sir Bobby Robson, stjóri Newcastle,
til þess ráðs að kalla á Steve Cald-
well sem hefur verið í láni hjá Leeds.
Fyrri leik Newcastle og Marseille
lyktaði með markalausu jafntefli.
FÓLK
Í hópnum eru Anja Ríkey Jakobs-dóttir, Hjörtur Már Reynisson,
Íris Edda Heimisdóttir, Jakob Jó-
hann Sveinsson, Kol-
brún Ýr Kristjáns-
dóttir, Ragnheiður
Ragnarsdóttir og
Örn Arnarson auk
þess að Svanhvít Jóhannsdóttir
verður dómari á mótinu og Guð-
mundur Harðarson situr í tækni-
nefnd. Skemmst er að minnast þegar
Kolbrún Ýr og Ragnheiður slógu
hver í kapp við aðra met í skriðsundi.
„Ég held að ég hafi aldrei verið betur
undirbúin,“ sagði Kolbrún Ýr á
blaðamannafundinum í gær.
„Ég hef hvílt að undanförnu og
stefni á að ná fram mínu besta í
Madrid og síðan aftur á Ólympíuleik-
um. Ég fer með klærnar klárar og
tilbúin til að takast á við verkefnið.
Það er mjög gaman og mikil spenna í
kringum þetta mót. Auðvitað er ég
stressuð, er það alltaf, jafnvel þótt
það sé lítið sundmót á Skaganum
enda eitthvað að ef svo er ekki,“
sagði Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir.
Karlarnir munu ekki láta sitt eftir
liggja og Hjörtur Már Reynisson gaf
tóninn um síðustu helgi þegar hann
sló 11 ára gamalt met í 100 metra
flugsundi. Minna hefur farið fyrir
Erni Arnarsyni, hann hefur átt í
meiðslum en er að komast í gagn.
„Ég er mjög spenntur fyrir að kom-
ast á mótið því ég hef keppt mjög lít-
ið á þessu tímabili. Mér tókst að
rústa á mér öxlunum og gat ekkert
synt í tæpa fjóra mánuði,“ sagði Örn
og keppnisandinn er enn til staðar.
„Ég er að verða góður núna og gam-
an að sjá hvort ég geti ekki strítt
þessum tröllum, sem eru að berjast
um verðlaunasæti. Tímar á æfingum
segja að ég sé í lagi en mestur hluti
íþrótta snýst um rétt hugarfar. Mér
var sagt að ef maður er nógu þver og
langar nógu mikið er allt hægt.“
Morgunblaðið/Stefán
Sundfólkið, sem heldur á Evrópumótið í Madríd, ásamt fulltrúum Visa, sem skrifaði
undir styrktarsamning í gær. Fyrir framan sitja Steindór Gunnarsson þjálfari, Jónína
Ingvadóttir og Leifur Steinn Elísson frá Visa og Óskar Guðbrandsson frá Sundsam-
bandinu. Fyrir aftan eru Þuríður Einarsdóttir þjálfari, Hlín Ástþórsdóttir fararstjóri,
Héðinn Jónasson sjúkraþjálfari, Hjörtur Már Reynisson, Örn Arnarson, Kolbrún Ýr
Kristjánsdóttir og Írís Edda Heimisdóttir. Fjarverandi voru Jakob Jóhann Sveinsson,
Anja Ríkey Jakobsdóttir og Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Sjö sundmenn
á EM í Madríd
SJÖ sundmenn halda í næstu viku til Madrid á Spáni þar sem fram
fer Evrópumót í 50 metra laug. Mestur hluti hópsins mun einnig
taka þátt í Ólympíuleikunum í ágúst og ætlar að láta til sín taka í
Madrid áður en hvíld og lokaundirbúningur hefst fyrir Ólympíuleika.
„Fyrsta krafa er að bæta sig og sjáum svo til en ef fólk fer að bæta
sig er von á góðu,“ sagði Steindór Gunnarsson þjálfari þegar liðið
var kynnt í gær. „Þetta er mjög sterkt lið og það má búast við nýjum
Íslandsmetum frá flestum ef ekki öllum í liðinu. Hópurinn er vel
undirbúinn og hefur síðustu mánuði verið að setja met.“
Stefán
Stefánsson
skrifar
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar
Anja Ríkey Jakobsdóttir
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Morgunblaðið/Sverrir
Jakob Jóhann Sveinsson
Ragnar
Anja Ríkey Jakobsdóttir, SH, keppir í
þremur greinum; 50, 100 og 200 m baksundi.
Hjörtur Már Reynisson, KR, keppir í
tveimur greinum; 50 og 100 m flugsundi.
Íris Edda Heimisdóttir, ÍRB, keppir í
þremur greinum; 50, 100 og 200 m bringu-
sundi.
Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi, keppir í
tveimur greinum; 100 og 200 m bringusundi.
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, keppir í
fjórum greinum; 50 og 100 m flugsundi, 50
og 100 m skriðsundi.
Ragnheiður Ragnarsdóttir, SH, keppir í
tveimur greinum; 50 og 100 m skriðsundi.
Örn Arnarson, ÍRB, keppir í fjórum grein-
um; 50, 100, 200 m baksundi, 100 m skrið-
sundi.
Keppa í 20 greinum