Morgunblaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 59
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 59 CARLOS Alberto Parreira, lands- liðsþjálfari Brasilíu, mætir með alla sína sterkustu leikmenn til Parísar til að taka í „leik ársins“ eins og hann kallar 100 ára afmælisleik Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem fer fram í París 20 maí. Þá mætast heimsmeistarar Brasilíu heimsmeisturum Frakka 1998. „Þetta verður leikur ársins, þar sem menn geta borið saman leik- skipulag tveggja frábærra liða,“ segir Parreira, en leikurinn verður smásýnishorn fyrir viðureign Bras- ilíu og Argentínu í undankeppni HM, sem fer fram í Ríó tveimur vik- um seinna. Eftir leikinn í París halda Brasilíumenn til Barcelona, þar sem þeir mæta úrvalsliði Kata- lóníu á Nou Camp 25. maí. Landsliðshópur Brasilíu: Markverðir: AC Dida (AC Milan) og Marcos (Palmeiras). Varnarmenn: Cafu (AC Milan), Roberto Carlos (Real Madrid), Jun- ior (Siena), Belletti (Villareal), Lu- cio (Leverkusen), Roque Junior (Siena), Juan (Leverkusen), Edmil- son (Lyon) og Luisao (Benfica). Miðjumenn: Ze Roberto (Bayern München), Juninho Pernambucano (Lyon), Kaka (AC Milan), Julio Baptista (Sevilla), Alex (Cruzeiro), Edu (Arsenal), Felipe (Flamengo), Kleberson (Manchester United) og Gilberto Silva (Arsenal). Sóknarmenn Ronaldo (Real Madrid), Luis Fabiano (Sao Paulo), Adriano (Inter Mílanó) og Ronald- inho (Barcelona). Öflugir Brasilíumenn í afmælisleikinn í París ALFREÐ Finnsson tekur við starfi Aðalsteins Eyjólfssonar sem þjálfari kvennaliðs ÍBV í handknattleik fyrir næstu leiktíð en Aðalsteinn kveður Eyjaliðið eftir leiktíðina og tekur við þjálfun þýska liðsins Weiberg. Alfreð þjálfaði kvennalið Gróttu/KR á leiktíðinni og þá varð unglingaflokkur félags- ins Íslandsmeistari undir hans stjórn. Segja má að ÍBV fái tvo fyrir einn með tilkomu Alfreðs því eiginkona hans, Eva Björk Hlöðversdóttir sem leikið hef- ur með liði Gróttu/KR undan- farin ár, kemur til með að spila með ÍBV undir stjórn eiginmanns síns á næstu leik- tíð. Alfreð og Eva Björk til ÍBV  AUÐUN Helgason lék allan leikinn með Landskrona sem vann 2. deildar liðið Rynninge, 2:1, á útivelli í sænsku bikarkeppninni í knattspyrnu í gær. Þetta var fyrsti heili leikur Auðuns á árinu en hann missti alveg af undir- búningstímabilinu vegna meiðsla.  PÉTUR Hafliði Marteinsson lék ekki með Hammarby vegna meiðsla þegar liðið vann Sandviken, 3:1, á úti- velli í bikarkeppninni. Guðmundur Viðar Mete var heldur ekki með Norrköping af sömu ástæðu en lið hans vann Spårvägen, 3:0.  HELGI Kolviðsson og félagar í Kärnten töpuðu fyrir Rapid Vín, 3:2, í austurrísku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu, eftir að hafa náð forystunni tvívegis. Helgi fór af velli á 60. mín- útu. Staða Kärnten versnaði enn því liðið er neðst, fimm stigum á eftir næsta liði, þegar þremur umferðum er ólokið.  GUNNAR Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaður frá Vestmanna- eyjum, fær góða dóma fyrir frammi- stöðu sína með varaliði AGF gegn Midtjylland í fyrradag. Eins og fram kom í blaðinu í gær skoraði hann tvö mörk en AGF tapaði, 4:3. „Þorvalds- son var hættulegur, sýndi góðan leik- skilning og náði góðu sambandi við nýja samherja. En auðvitað er of snemmt fyrir þjálfara AGF að meta hann eftir aðeins einn leik,“ segir í umsögn um leikinn á vef félagsins.  HERMANN Hreiðarsson og fé- lagar í Charlton eiga ágæta mögu- leika á að komast í UEFA-bikarinn í knattspyrnu í sumar, enda þótt þeir næðu ekki tilskildu sæti í ensku úr- valsdeildinni. Charlton er sem stend- ur efst í háttvísimati ensku liðanna, sem ekki eru örugg með Evrópusæti, en England hefur undanfarin tvö ár verið efst á Evrópulistanum í hátt- vísimati UEFA og fengið fyrir vikið aukasæti í UEFA-bikarnum.  SANDEFJORD sigraði Haslum, 30:29, í öðrum úrslitaleik liðanna um norska meistaratitilinn í handknatt- leik í gær. Liðin eru jöfn, 1:1, og Theodór Hjalti Valsson og félagar í Haslum verða á heimavelli í oddaleik liðanna um titilinn á sunnudaginn kemur.  FRANSESCO Totti, fyrirliði Roma, krefst þess að félagið kaupi fjóra sterka leikmenn fyrir næstu leiktíð. Ef ekki þá segist hann vilja yfirgefa liðið en ekki til liðs á Eng- landi. Totti hefur leikið allan sinn fer- il með Roma en hann útilokar ekki að spila fyrir annað félagi á Ítalíu verði félagið ekki við þeirri beiðni hans að styrkja liðið.  TOTTI segir við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport að hann hafi engan áhuga á að spila á Englandi og eini staðurinn sem hann getur hugs- að sér að spila á fyrir utan Ítalíu er á Spáni og það með Real Madrid. FÓLK Það hefðu sjálfsagt ekki margirspáð því þegar flautað var til leiks í Meistaradeildinni í haust að það yrðu Mónakó og Porto sem lékju til úrslita. Sú er engu að síður raunin og miðað við hvernig þessi lið hafa leikið í deildinni eiga þau fyllilega skilið að mætast í úrslitaleiknum. Liðsheild þeirra er geysilega sterk og á henni eru þau komin þangað sem þau eru. Fyrri hálfleikur var eldfjörugur, heimamenn mættu gríðarlega grimmir til leiks og ákveðnir í að komast áfram en til þess urðu þeir að skora þar sem Mónakó vann fyrri leikinn í Frakklandi 3:1. Fernando Morientes minnti leikmenn Chelsea snemma leiks á að þrátt fyrir að þeir ætluðu sér að sækja yrðu þeir að fara að öllu með gát því hann átti flott skot sem hafnaði í stönginni hjá Chelsea. En heimamenn héldu áfram að sækja og þeir fengu fullt af færum. Eiður Smári átti fínan skalla sem small í slánni hjá Mónakó, Frank Lampard fékk mjög gott færi en Flavio Roma, markvörður Mónakó, varði skotið meistaralega. Sóknir Chelsea dundu á vörn Mónakó og eitthvað hlaut undan að láta. Á 21. mínútu skoraði Daninn Jesper Grönkjær glæsilegt mark. Fékk boltann utan við hægra víta- teigshorn Mónakó, leit upp og virtist ætla að gefa fyrir á stöngina fjær en boltinn sigldi með snúningi efst í markhornið. Chelsea hélt áfram að sækja og annað mark lá í loftinu. Áður en að því kom minnti Morientes á sig enn og aftur, komst í mjög gott færi en skotið fór sentimetra framhjá stöng Chelsea. Annað mark heimamanna kom á 44. mínútu þegar Eiður Smári fékk boltann á vítateigslínu frá Mar- io Melchiot. Hann renndi boltanum laglega inn fyrir vörn Mónakó á Frank Lampard sem skoraði. Nú var staðan orðin 3:3 í heildina og Chelsea áfram á marki gerðu á útivelli. En gestirnir neituðu að gef- ast upp og nokkrum sekúndum áður en dómarinn flautaði til leikhlés, en hann bætti við tveimur mínútum vegna tafa, minnkuðu þeir muninn. Morientes átti fallegan skalla að marki, boltinn lenti í stönginni. Þar studdi Hugo Ibarra sig og boltinn fór í hann og inn. Engin rangstaða, eng- in hönd eins og Carlo Cucicini, mark- vörður Chelsea, vildi. Það voru því tiltölulega ánægðir gestir sem gengu til búningsher- bergja í leikhléinu. Búnir að leika ágætlega þó svo leikmenn Chelsea tættu vörn liðsins sundur og saman hvað eftir annað. En staðan var 2:1 þannig að Chelsea varð að skora eitt mark til viðbótar til að tryggja fram- lengingu. Alls ekki fjarlægur mögu- leiki miðað við gang mála fram að hléi. Heimamenn byrjuðu af sama krafti í síðari hálfleiknum en inn vildi boltinn ekki. Gestirnir komu honum hins vegar í netið á 60. mínútu og þar var Morientes á ferðinni. Þar með var ljóst að Chelsea þurfti að skora þrjú mörk til að komast áfram og leikmenn virtust telja það óhugsandi og gáfust hreinlega upp. Leikurinn gjörbreyttist við þetta þar sem leik- menn Chelsea hreinlega höfðu enga trú á að þeir gætu unnið upp þennan mun. „Í stórleikjum geta menn átt von á að sjá frábæra leikmenn. Morientes er slíkur leikmaður. Hann er frábær leikmaður, sá besti í mínu liði,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari Mónakó, eftir leikinn. Spurður hvort hann hefði séð þetta fyrir þegar keppnin hófst fyrir átta mánuðum sagði hann: „Það var svo fjarlægt mér að við gætum orðið í þessari stöðu að ég hugsaði ekki einu sinni út í það. En nú eigum við helmingsmöguleika á að verða Evrópumeistarar. Það er frábært.“ Reuters Didier Deschamps, þjálfari Mónakó, hughreystir Eið Smára Guðjohnsen, leikmann Chelsea. Chelsea fór illa að ráði sínu MÓNAKÓ tryggði sér í gær sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þegar liðið gerði 2:2-jafntefli vð Chelsea í síðari leik liðanna sem fram fór í Lundúnum. Mónakó kemst því samtals áfram 5:3 og mæt- ir Porto í úrslitaleik miðvikudaginn 26. maí. Chelsea komst í 2:0 og jafnaði þar með metin 3:3, en gestirnir skoruðu síðan tvö mörk og tryggðu sér sæti í úrslitum. KNATTSPYRNUDEILD Keflavíkur fékk í gær tilboð frá svissneska úrvalsdeildar- félaginu Zürich í varnarmann- inn Harald Frey Guðmunds- son. Hann hefur dvalið hjá félaginu við æfingar um skeið en dvöl hans þar var fram- lengd í byrjun vikunnar. Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar Keflavík- ur, staðfesti við Morgunblaðið í gær að tilboðið hefði borist en stjórn deildarinnar ætti eft- ir að fara yfir það áður en tek- in yrði afstaða til þess hvort boðinu yrði tekið eða ekki. Zürich er í sjötta sæti sviss- nesku úrvalsdeildarinnar þeg- ar fjórum umferðum er ólokið. Zürich bauð í Harald SINISA Kekic, leikmaðurinn öflugi hjá úrvalsdeildarliði Grindvíkinga í knattspyrnu, varð fyrir því óláni að nef- brotna í æfingaleik með Grindvíkingum gegn Breiða- bliki í fyrrakvöld. Leikurinn endaði 1:1. Kekic fór í „rétt- ingu“ í gær og hittir háls- nef og eyrnalækni í dag og þá ætti að skýrast hvort hann fái grænt ljós á að spila fyrsta leik Grindvíkinga á Íslandsmótinu sem er á móti ÍBV sunnudag- inn 16. maí. Kekic er nefbrotinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.