Morgunblaðið - 12.05.2004, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
STAÐHÆFING Íslandsdeildar
Amnesty International, um að ís-
lenskum stjórnvöldum hefði vel
mátt vera kunnugt um ásakanir
Amnesty International um pynt-
ingar í Írak, vekur furðu, að mati
utanríkisráðuneytisins. Í fréttatil-
kynningu segir að viðbrögðin valdi
vonbrigðum þar sem utanríkis-
ráðuneytið hafi lagt sérstaka
áherslu á gott samráð og samstarf
við stofnanir og félagasamtök sem
starfa á sviði mannréttindamála.
Utanríkisráðuneytið segir að það
veki furðu að jafnvirt samtök og
Amnesty International sendi frá
sér slíka staðhæfingu. Í fréttatil-
kynningu sem Íslandsdeild sam-
takanna hafi sent frá sér 10. maí, og
þar sem vísað var í bréf sem sent
var utanríkisráðherra 23. febrúar,
hafi verið fullyrt að íslenskum
stjórnvöldum hefðu vel átt að vera
kunnugar áskanir Amnesty Int-
ernational um pyntingar í Írak.
Segir utanríkisráðuneytið að
fyrrnefnt bréf Íslandsdeildarinnar
sé hefðbundið í aðdraganda árlegs
fundar Mannréttindaráðs Samein-
uðu þjóðanna. Í bréfinu hafi verið
vakin athygli á helstu forgangsmál-
um samtakanna, en meðferð fanga í
Írak hafi ekki verið nefnd einu orði.
Í fylgiskjali með bréfinu sé þó
sérstakur kafli um Írak. „Í þessu
90 bls. skjali er í rúmlega tíu línum
mjög almenn lýsing á ásökunum
um pyntingar og misþyrmingar
bandalagshermanna þar sem t.d.
hvergi er minnst á Abu Ghraib-
fangelsið í Bagdad. Í fylgiskjalinu
eru þessar ásakanir algerlega
órökstuddar og í litlu frábrugðnar
öðrum fréttaflutningi frá Írak sem
erfitt hefur verið að sannreyna
hverju sinni,“ segir í tilkynning-
unni.
Vitneskja íslenskra
stjórnvalda úr fjölmiðlum
Utanríkisráðuneytið segir að ís-
lensk stjórnvöld hafi ekki fengið
vitneskju um efni skýrslna Al-
þjóðanefndar Rauða krossins varð-
andi Írak, nema að því leyti sem
birst hefur í fjölmiðlum. Það sé
hlutverk Alþjóðanefndar Rauða
krossins að kanna og gera skýrslur
um aðbúnað og meðferð þeirra ein-
staklinga sem falli undir ákvæði
Genfarsáttmálanna og slíkar
skýrslur séu jafnan trúnaðarmál.
„Vinnubrögð Íslandsdeildar
Amnesty International valda von-
brigðum vegna þess að utanríkis-
ráðuneytið hefur lagt sérstaka
áherslu á gott samráð og samstarf
við stofnanir og félagasamtök sem
starfa á sviði mannréttindamála.“
Nefnir ráðuneytið að öllum níu for-
gangsmálunum, sem deildin setti
fram í bréfinu sem sent var 23.
febrúar, hafi meðvitað verið fylgt
eftir.
Utanríkisráðuneytið vilji efla
enn frekar samráð og samstarf við
þá sem láta sig mannréttindamál
varða, en það verði að vera á fag-
legum forsendum, því ella sé hætt
við að íslensk stjórnvöld og sam-
starfsstofnanir eða félagasamtök
glati trúverðugleika. „Utanríkis-
ráðherra hefur harðlega fordæmt
illa meðferð á föngum bandalags-
hersins í Írak og lagt áherslu á að
slík tilvik verði rannsökuð án tafar
og brotlegir einstaklingar færðir í
dóm,“ segir í tilkynningunni.
Afrit af bréfinu sem vísað er í
fylgdi fréttatilkynningunni, en ekki
fylgiskjalið sem Íslandsdeild Amn-
esty International sendi með bréf-
inu og vísað er til.
Utanríkisráðuneytið undrast orð Amnesty um að íslensk stjórnvöld hafi vitað um pyntingar
Staðhæfing svo virtra
samtaka vekur furðu
TALSMENN Flugstöðvar Leifs Ei-
ríkssonar hf. (FLE) áttu á mánudag
fund með fulltrúum Verkalýðs- og
sjómannafélags Keflavíkur og Versl-
unarmannafélags Suðurnesja þar
sem framtíðaruppbygging Flug-
stöðvarinnar var rædd. Stjórnendur
FLE sögðu nýlega upp leigusamn-
ingi við Íslenskan markað (ÍM) og
hefur sú ákvörðun sætt gagnrýni af
hálfu Loga Úlfarssonar fram-
kvæmdastjóra ÍM. Hefur hann sak-
að forráðamenn FLE um að ætla sér
að bola ÍM úr Leifsstöð og koma
með því atvinnumálum fjölda starfs-
manna ÍM í uppnám og valda eig-
endum fjárhagstjóni.
Að sögn Höskuldar Ásgeirssonar
framkvæmdastjóra FLE var fund-
urinn með verkalýðsforystunni að
frumkvæði FLE þar sem farið var
ítarlega í gegnum framtíðarupp-
byggingu FLE, þ.e. stækkunar-
áform og endurskipulagningu versl-
unar- og þjónustusvæðis. Um er að
ræða gjörbreytingu á flugstöðinni á
næstu árum að sögn Höskuldar.
„Við sögðum á fundinum að störfum
myndi fjölga með fjölgun farþega, en
þeim hefur fjölgað 35–40% frá árinu
2002,“ segir hann. „Þetta kallar á
aukna þjónustu og fleiri störf í flug-
stöðinni. Við skýrðum einnig frá því
að við myndum beita okkur fyrir því
að ef ÍM hættir starfsemi, muni
starfsmenn Íslensks markaðar njóta
forgangs að störfum.“
Að sögn Höskuldar má búast við
að störfum muni fjölga um sem nem-
ur 70 stöðugildum á framkvæmda-
tímanum. Vegna stækkunar versl-
unar- og þjónustusvæðis og
fjölgunar rekstraraðila í flugstöðinni
sé áætlað að störfum fjölgi um 30 til
40 á næstu 2 árum.
Uppsögn leigusamnings liður
í endurskipulagningu
Í fréttatilkynningu sem FLE
sendi frá sér kemur m.a. fram að
uppsögn leigusamningsins sé liður í
endurskipulagningu verslunar- og
þjónusturýmis flugstöðvarinnar sem
staðið hefur yfir í langan tíma, en
ekki verið hægt að ljúka vegna mála-
ferla við ÍM. ÍM hafi mjög stórt rými
í flugstöðinni en litla veltu á hvern
fermetra. Með því að skipta rýminu
upp í smærri einingar sé hægt að
hleypa fleiri aðilum að með fjöl-
breyttari þjónustu og skapa fleiri
störf. Þá segir að ráðgjafar FLE
hafi ekki talið starfshætti ÍM falla
nógu vel að þeirri uppbyggingu og
ímynd sem verið sé að treysta í flug-
stöðinni. Þannig sé algengt að verð-
lagning þeirra sé hærri en gengur
og gerist í verslunum innanlands,
þrátt fyrir að ÍM selji undir for-
merkjum „Tax and Duty Free“. Með
því sé verið að slá ryki í augu ferða-
manna.
Þá segir að þrátt fyrir að FLE
hafi veitt ÍM yfir 100 milljónir kr. í
afslætti í leigu vegna samdráttar í
farþegafjölda eftir atburðina í
Bandaríkjunum 11. september, sé
ekki hægt að merkja að það hafi skil-
að sér í lægra vöruverði hjá fyrir-
tækinu.
Í því skyni að opna frekar fyrir að-
gang að markaði fyrir verslun og
þjónustu á fríhafnarsvæði flugstöðv-
arinnar hafi verið efnt til forvals árið
2002 þar sem þeim sem uppfylltu
skilyrði forvalsins hafi verið gefinn
kostur á að bjóða í rekstur verslunar
og þjónustu. Í forvalinu hafi yfir 50
aðilar sótt um, þar af 26 í verslunar-
rekstri. Vegna málaferla við ÍM hafi
framvinda forvalsins verið í biðstöðu
í 2 ár. 29. apríl hafi loks fallið dómur
Hæstaréttar í máli ÍM gegn FLE og
samkeppnisráði sem staðfesti að
FLE hefði fullt og óskorað vald til að
ákveða hvaða húsnæði í flugstöðinni
félagið tekur undir verslunarrekstur
eða þjónustu og hvaða vörur eða
þjónustu það tekur í sölu.
Starfsmenn ÍM njóti
forgangs að störfum
ÍSLENSKAR konur geta nú
vænst þess að verða 82,5 ára og
karlar 78,7 ára miðað við með-
altal áranna 2001-2003. Á und-
anförnum áratugum hefur dregið
talsvert saman með kynjunum í
meðalævilengd.
Samkvæmt upplýsingum Hag-
stofunnar hafa lífslíkur íslenskra
karla batnað mun meira en
kvenna á síðustu áratugum og nú
mun svo komið að Íslendingar
verða karla elstir í heiminum. Ár-
ið 2003 dóu 1826 einstaklingar á
Íslandi og var dánartíðni því 6,3
á hverja 1000 íbúa. Fleiri konur
en karlar létust á árinu, eða 925
á móti 901 og segir Hagstofan
það vera fremur óvanalegt.
Dánartíðni var 6,2 á hverja
1000 íbúa meðal karla og 6,4
meðal kvenna. Í flestum aldurs-
hópum var dánartíðni þó hærri
meðal karla en kvenna og segir
Hagstofan að munurinn skýrist
fyrst og fremst af ójöfnu kynja-
hlutfalli í elstu aldurshópunum
þar sem konur eru umtalsvert
fleiri en karlar.
Á undanförnum þremur ára-
tugum hefur dregið talsvert sam-
an með kynjunum í með-
alævilengd. Í upphafi áttunda
áratugarins var sex ára munur á
ævilengd kvenna og karla hér á
landi en er nú aðeins tæp fjögur
ár. Svipaða þróun má greina í
öðrum Evrópulöndum en munur á
ævilengd milli kynjanna er þó
víðast hvar meiri en hér, eða sex
til sjö ár í flestum löndum. Á
Norðurlöndum er hann talsvert
minni en minnstur hér á landi.
Konur í sjötta sæti
Lífslíkur íslenskra karla hafa
batnað mun meira en kvenna á
síðustu áratugum og nú er svo
komið að Íslendingar verða karla
elstir í heiminum, að sögn Hag-
stofunnar. Hið sama verði ekki
sagt um konur. Lengi vel hafi
lífslíkur íslenskra kvenna hæstar
á veraldarvísu, en nú séu íslensk-
ar konur í sjötta sæti. Annars
staðar á Norðurlöndum megi
merkja svipaða þróun þar sem
lífslíkur karla hafi batnað mun
meira en kvenna.
Hagstofan segir, að meðal ým-
issa þjóða sem hafi staðið Íslend-
ingum, sem og öðrum Norð-
urlandaþjóðum, töluvert langt að
baki fyrir ekki mörgum árum sé
ævilengd kvenna nú hærri en
hér. Þetta á m.a. við um Spán og
Frakkland, en þar verða konur
nú heldur eldri en hér á landi.
Fyrir rúmum 20 árum gátu ís-
lenskar konur hins vegar vænst
þess að verða tveimur árum eldri
(80,3) en kynsystur þeirra á
Spáni (78,3) og í Frakklandi
(78,2). Í Japan eru ævilíkur
kvenna langhæstar í heimi en þar
verða konur nær 85 ára gamlar.
Japanskir karlar geta vænst þess
að ná 78 ára aldri.
Lífslíkur karla hafa batnað mun meira
en kvenna undanfarna áratugi
%&'
&(
%)'
)(
%*'
*(
%+'
+(
%#'
#$
!
*,
*"
*#
)*
)&
),
)"
)#
-
"##'."##$/0
1"##'234
5"##"26
76
7
"#
$
#$%$ '
"
$
,
(
)
*
+
'#
''
'"
'$
',
'(
'&
')
'*
'+8! 9850
34
4/
02
0 :;
2<=
:77 !57
>! ?
!52
8
@
5
A 5
;
0
"
$
,
(
&
)
*
+
'#
''
'"
'$
',
'(
'&
')
'*
'+
0 :;
34
2<=
02
!57
8
4/
@
5
:77
>!
?
;
!52
A 5
0
&'()* &+*,+*
!"#$%
!&%'&%
--
Íslenskir karlar
verða elstir í
heiminum
BORUN eftir jarðgufu er hafin á ný á Hellisheiði en
starfsmenn Jarðborana reistu borinn Jötun við
Gígahnjúk um helgina. Hann mun ásamt sér-
innfluttum bor bora tíu holur fyrir Orkuveitu
Reykjavíkur í sumar og næsta sumar vegna fyrir-
hugaðrar Hellisheiðarvirkjunar. Er þetta stærsta
verk sem Jarðboranir hafa tekið að sér, en samn-
ingur var gerður við OR upp á 2,3 milljarða króna.
Jötunn kom beint frá Reykjanesi þar sem hann
hefur verið að bora fyrir Hitaveitu Suðurnesja, en
sem kunnugt er munu bæði orkufyrirtækin útvega
Norðuráli raforku vegna stækkunar álversins á
Grundartanga. Samkvæmt upplýsingum frá Jarð-
borunum munu um 30 manns starfa á Hellisheiði í
sumar þegar mest lætur en talið er að þessar stór-
iðjuframkvæmdir í heild, bygging ál- og orkuvera,
muni skapa þúsund ársverk á suðvesturhorninu
næstu tvö árin.
Ljósmynd/Sigurður Bogi
Unnið að undirbúningi borana á Hellisheiði þar sem tíu holur verða boraðar í ár og á því næsta.
Borun hafin á Hellisheiði á ný