Morgunblaðið - 12.05.2004, Page 11

Morgunblaðið - 12.05.2004, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 11 VIÐ meðferð frumvarps um eignar- hald á fjölmiðlum í allsherjarnefnd var fjallað um hvort það samrýmdist mannréttindaákvæðum stjórnar- skrárinnar og samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið. Voru einkum þrenn stjórnskipulega varin mann- réttindi skoðuð; eignar- og atvinnu- réttindi, tjáningarfrelsi og atvinnu- frelsi. Í nefndaráliti með breytingartil- lögum meirihluta nefndarinnar segir að atvinnufrelsi sé verndað sam- kvæmt stjórnarskránni með þeim fyrirvara að því megi setja skorður með lögum þegar almannahagsmun- ir krefjist. „Samkvæmt hefðbundn- um sjónarmiðum í stjórnskipunar- rétti er viðtekið að skýra þennan fyrirvara svo, að hann veiti löggjaf- anum verulegt svigrúm til að meta hvaða almannahagsmunir koma til greina í þessu skyni. Það er mat meirihlutans að vernd lýðræðislegr- ar umræðu og fjölbreytni hennar séu á meðal þeirra hagsmuna sem aug- ljóst er að löggjafanum sé heimilt að leggja slíkum takmörkunum til grundvallar.“ Í þessu sambandi er rifjað upp í álitinu að löggjafinn hafi áður talið sig hafa rúmar heimildir til að setja skorður við veitingu leyfa til reksturs ljósvakamiðla. Í dómi Hæstaréttar frá 1987 hafi stjórnskipulegt gildi eldri útvarpslaga, þegar ríkið hafði einkarétt á rekstri ljósvakamiðla, verið staðfest og þar með rúmar heimildir löggjafans til að setja því veigamiklar skorður hvaða aðilum sé heimilaður rekstur ljósvakamiðla. Breytingar á atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar 1995 teljist ekki hafa falið í sér neinar breytingar á heimildum í þessu sambandi. Huga vel að tjáningarfrelsinu Meirihlutinn telur á hinn bóginn í áliti sínu veigameiri rök standa til að huga vel að því hvort ákvæði frum- varpsins kunni með einhverjum hætti að ganga á svig við fyrirmæli um tjáningarfrelsi í stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Vísað er til sama dóms Hæstaréttar frá árinu 1987 þar sem reyndi m.a. á það hvort fyrirkomulag eldri út- varpslaga, þegar rekstur ljósvaka- miðla var undirorpinn einkarétti rík- isins, bryti í bága við þágildandi tjáningarfrelsisákvæði stjónarskrár- innar. Svo var ekki talið vera segir í álitinu. Tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar var svo rýmkað frá því sem áður var 1995. „Ekki fæst þó séð að með stjórn- arskrárbreytingunni hafi sérstak- lega verið hugað að því að rýmka rétt til starfrækslu ljósvakamiðla,“ segir í álitinu og vitnað er í athugasemdir með frumvarpinu því til stuðnings. Þar kemur fram að með breyting- unni sé þó ekki fyllilega unnt að úti- loka að tjáningarfrelsi geti sætt tak- mörkunum sem standi ekki fjarri mörkum ritskoðunar. Ekki sé hægt að fella það undir tálmun á tjáning- arfrelsi, að einstaklingur verði knú- inn til að afla sér fyrirfram opinberr- ar heimildar, til að geta tjáð sig með útsendingum í útvarpi eða sjónvarpi. Einnig segir það vera óumdeilt að gildandi stjórnarskrárákvæði gangi lengra í vernd tjáningarfrelsis en samsvarandi ákvæði í 10. gr. mann- réttindasáttmála Evrópu. Í þeirri grein sé raunar sérstaklega tekið fram að tjáningarfrelsisvernd sátt- málans hindri ekki einstök ríki í því að gera útvarps- og sjónvarpsfyrir- tækjum að starfa samkvæmt sér- stöku leyfi. „Ljóst þykir að hin mjög svo sér- staka og raunar einstaka eignasam- þjöppun sem orðið hefur á fjölmiðla- markaði hér á landi á tiltölulega skömmum tíma heimilar stjórnvöld- um að grípa til þeim mun veigameiri aðgerða til þess að snúa þeirri öf- ugþróun við. Að öllu þessu virtu verður að ætla að það sé í fullu sam- ræmi við þær stjórnskipunarhefðir sem hér hafa skapast, að ætla lög- gjafanum ríflegt svigrúm til þess að meta til hversu viðamikils inngrips skuli koma,“ segir í áliti meirihluta allsherjarnefndar. Það sé samdóma álit meirihluta nefndarmanna að í fyrirliggjandi frumvarpi um eignar- hald á fjölmiðlum sé ekki gengið lengra en þörf sé á. Í álitinu segir einnig að það sé engum vafa undir- orpið, að sú skipan sem frumvarpið gerir ráð fyrir – að ætla umsækjend- um um útvarpsleyfi að undirgangast ný, breytt og eftir atvikum þrengri skilyrði um eignarhald eftir gildis- töku laganna – fái að öllu leyti staðist þá vernd sem eignarréttarvörðum atvinnuréttindum er búin í 72. gr. stjórnarskrárinnar og samningsvið- auka við mannréttindasáttmála Evr- ópu. Sérstaklega er bent á þá stað- reynd í því sambandi að útvarpsleyfi hafi alltaf verið veitt tímabundið frá því að einkaleyfi ríkisins var afnumið með lögum 1986. „Engin efnisleg rök hafa verið færð fyrir því að [leyfishaf- ar] geti vænst þess að fá á ný út- hlutað leyfi að óbreyttum lagaskil- yrðum þegar eldra leyfi rennur út eða njóti með einhverjum hætti til þess lögvarins réttar,“ segir í álitinu. Þá kemur fram að með tilliti til þeirrar verndar sem 72. gr. stjórn- arskrárinnar búi eignarréttindum þeirra aðila sem starfi samkvæmt gildandi útvarpslyefum, þ.m.t. at- vinnuréttindum þeirra, þyki eðlilegt að ætla þessum aðilum rúman aðlög- unarfrest sem geti numið allt að tveimur árum Sagt er að fram hafi komið sjón- armið um að frumvarpið kunni að stríða gegn skuldbindingum sam- kvæmt samningum um Evrópska efnahagssvæðið. „Af þessu tilefni tel- ur meirihlutinn ástæðu til að benda á að á vettvangi Evrópusambandsins hefur farið fram nokkur umræða um eignarhald á fjölmiðlum með tilliti til kröfunnar um fjölmiðlafjölbreytni. Í desember 1992 gaf framkvæmda- stjórn sambandsins út skýrslu um fjölbreytni og eignarhald á fjölmiðl- um og í framhaldi af því samdi fram- kvæmdastjórnin árið 1996 drög að tilskipun sem miðaði að því að sam- ræma reglur á þessu sviði. Ekkert samkomulag varð hins vegar um þessi drög og samkvæmt upplýsing- um sem meirihlutinn hefur aflað bendir ekkert til þess að svo verði í nánustu framtíð. Engar sameiginleg- ar reglur gilda því um eignarhald á fjölmiðlum í Evrópusambandinu – og þar með ekki á Evrópska efnahags- svæðinu heldur – og ekki heldur regl- ur sem með beinum hætti takmarka svigrúm aðildarríkjanna til að binda útvarpsleyfi skilyrðum sem lúta að eignarhaldi á þeim fyrirtækjum sem slík leyfi má veita,“ segir í álitinu. Sömu sjónarmið hjá EFTA Vísað er í dóm Evrópudómstólsins þar sem vikið er að álitaefnum um mörk tjáningarfrelsis og takmark- ana á frelsi fjölmiðla. Sagt er að dóm- urinn hafi komist þannig að orði að ákvæði 10. greinar mannréttinda- sáttmálans tryggi ekki aðeins rétt fjölmiðla heldur feli einnig í sér skyldu til að tryggja fjölbreytni skoð- ana og menningar í þágu virks lýð- ræðis og frelsi til upplýsinga fyrir alla. „Telja má víst að sömu sjónarmið verði lögð til grundvallar af hálfu Eftirlitsstofnunar EFTA og EFTA- dómstólsins komi álitaefni af þessu tagi til kasta þessara stofnana. Í öll- um þessum dómum er byggt á því að aðildarríki hafi svigrúm til að setja starfsemi fjölmiðla takmarkanir út frá kröfunni um pólitíska og menn- ingarlega fjölbreytni,“ segir í áliti meirihluta allsherjarnefndar. Undir álitið rita Bjarni Benedikts- son, Arnbjörg Sveinsdóttir, Jónína Bjartmarz, Birgir Ármannsson og Sigurður Kári Kristjánsson. Álit meirihluta allsherjarnefndar vegna frumvarps um eignarhald á fjölmiðlum Samrýmist mann- réttindaákvæðum stjórnarskrárinnar Morgunblaðið/Golli Mikill fjöldi skjala hefur borist allsherjarnefnd. Bjarni Benediktsson nefndarformaður skoðar eina af fjölmörgum möppum. Í ÁLITI minnihluta nefndarmanna í allsherjarnefnd segir að fjölmargir sérfræðingar í stjórnskipunarrétti hafi komið fyrir nefndina og bent á að efni frumvarps um eignarhald á fjölmiðlum væri sértækt, íþyngjandi og afturvirkt og mundi væntanlega brjóta fjölmörg ákvæði mannrétt- indakafla stjórnarskrárinnar. Í um- sögnum hafi komið fram að efni frumvarpsins sé andstætt meðal- hófsreglu, þ.e. að ekki skuli gengið lengra í að skerða stjórnarskrárvar- in réttindi með lagasetningu en nauðsynlegt sé til að ná lögmætu markmiði. Minnihlutinn bendir á að markmið frumvarpsins er þar að auki mjög óljóst og ekki verður ráðið af grein- argerðinni með frumvarpinu hvað fyrir löggjafanum vakir með laga- setningunni. Enginn þeirra fjöl- mörgu sérfræðinga sem tjáðu sig um frumvarpið fyrir nefndinni hafi treyst sér til að fullyrða að frum- varpið stæðist stjórnarskrá. Álita- efnin varði jafnræðisreglu, vernd eignarréttar, atvinnufrelsi, tjáning- arfrelsi, afturvirkni og meðalhófs- reglu. „Slík málsmeðferð og sam- þykkt frumvarpsins felur í sér fullkomið skeytingarleysi gagnvart grundvallarlögum íslenska ríkisins og þeim eið sem þingmenn hafa und- irritað gagnvart stjórnarskránni,“ segir í álitinu. EES-réttur ókannaður Rifjað er upp að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var lög- festur hér á landi með lögum 1993. Af skýrslu fjölmiðlanefndar sé ljóst að ekki hafi verið rannsakað hvort tillögur sem lagðar séu til í skýrsl- unni samrýmist ákvæðum EES- samningsins. „Formaður nefndar- innar hefur opinberlega lýst því yfir að nefndinni hafi ekki unnist tími til að kanna EES-réttinn. Rökstuddar fullyrðingar hafa komið fram hjá sérfræðingum á sviði Evrópuréttar um að frumvarpið feli í sér brot á reglum EES um staðfesturétt, þjón- ustufrelsi, frjálsa fjármagnsflutn- inga, lögfræðilega vissu og aftur- virkni,“ segir í nefndarálitinu. Það vekur athygli stjórnarand- stöðuþingmanna í allsherjarnefnd að með frumvarpinu, skýrslu fjölmiðla- nefndarinnar og áliti meiri hluta alls- herjarnefndar sé ofuráhersla lögð á tilmæli Evrópuráðsins frá 1999 um fjölbreytni í fjölmiðlun. „Tilmæli ráðherranefndar Evrópuráðsins eru ágætur grunnur til upplýstrar um- ræðu um framtíðarskipulag fjöl- miðlamarkaðarins á Íslandi en eru ekki skuldbindandi að þjóðarétti sem slík þótt stjórnvöldum sé falið að taka tilhlýðilegt tillit til þeirra. Í samþykktum Evrópuráðsins felast leiðbeiningar til aðildarríkja ráðsins um það hvernig tryggja megi fjöl- breytni í fjölmiðlum. Það er hins veg- ar misskilningur sem fram hefur komið í máli fjölmargra stjórnarliða að með tilmælum Evrópuráðsins takist íslenska ríkið á hendur þjóð- réttarlegar skuldbindingar.“ Hjákátleg tilvitnun í Evrópuráð Sagt er að tilmæli Evrópuráðsins um fjölmiðla séu hluti af heildstæðu ferli sem hafi staðið yfir í meira en áratug og m.a. leitt af sér fjölmargar ábendingar um það á hvern hátt megi tryggja gagnsæi, fjölbreytni og sjálfstæði í fjölmiðlun. Þessa þróun hafi íslensk stjórnvöld látið sig engu varða hingað til og því hljómi það óneitanlega hjákátlega að heyra ráð- herra skyndilega tjá sig um þjóðrétt- arlegar skyldur í þessu sambandi. Vitnað er í grein Páls Þórhallssonar, lögfræðings í fjölmiðladeild Evrópu- ráðsins, þar sem túlkun ríkisstjórn- arinnar á tilmælum Evrópuráðsins sé gagnrýnd. „Tekið er undir það sjónarmið sem kemur fram í grein Páls að þegar ríkið herði mjög skilyrði fyrir útgáfu útvarpsleyfa verði að rökstyðja hvers vegna aðrar og vægari leiðir hafi ekki verið færar til að ná sömu markmiðum. Þetta hefur ríkisstjórn- inni ekki tekist að rökstyðja. Sem dæmi um vægari úrræði sem grípa mætti til má nefna að beita má ákvæðum gildandi samkeppnislaga og eins kemur til álita að gera breyt- ingar á lögunum til að gera þau að virkara tæki í þessu skyni. Þá er ástæða til að vekja athygli á að frum- varpið tekur á engan hátt á því að tryggja gagnsæi í eignarhaldi eða stuðla að ritstjórnarlegu sjálfstæði sem er þó brýnt úrlausnarefni,“ seg- ir í nefndarálitinu. Þá segir að í tengslum við vinnslu frumvarpsins hafi ríkisstjórnin ekki látið fara fram skoðun á samkeppn- isumhverfi íslenskra fjölmiðlafyrir- tækja. Ekkert hafi verið fjallað um stóra hluta sjónvarpsmarkaðarins, svo sem útsendingar um breiðband, gegnum tölvur, ljósleiðara, gervi- hnetti o.fl. Þessi tækni sé í mjög örri þróun og muni hafa veruleg áhrif á dreifingu sjónvarpsefnis í framtíð- inni. Eins og staðan sé í dag sé ekki skortur á leiðum til að dreifa sjón- varpsefni á Íslandi. „Frumvarpið virðist vera klæðskerasaumað utan um eitt fyrirtæki á markaðnum. Þrátt fyrir að frumvarpið sé almennt orðað er ljóst að efnisákvæðum þess er eingöngu beint að einum aðila, Norðurljósum hf. Þetta hlýtur að orka mjög tvímælis, ekki síst í ljósi þess að í umræðum um málið kom ítrekað fram að markmið ríkisstjórn- arinnar með lagasetningunni var ekki að setja almennar reglur um takmarkanir á eignarhald á fjölmiðl- um heldur koma böndum á eignar- hald tiltekinna aðila á ljósvakamark- aðnum og stöðva umræðu í fjöl- miðlum sem m.a. fól í sér gagnrýni á ríkisstjórnina. Slíkt markmið felur í sér kröfur um ritskoðun af hálfu stjórnvalda sem samrýmist engan veginn lýðræðislegum stjórnarhátt- um,“ segir í álitinu. Vinnubrögðin einsdæmi Minnihluti nefndarmanna bendir á að málið hafi verið sent til umsagn- ar til efnahags- og viðskiptanefndar og menntamálanefndar og málið varði málefnasvið þeirra. Meirihlut- inn hafi ákveðið að grípa fram fyrir hendurnar á þessum tveimur fag- nefndum og afgreiða málið áður en þeim gæfist tóm til að senda allsherj- arnefnd umsagnir sínar eins og beðið hafði verið um. „Slík vinnubrögð eru einsdæmi í sögu Alþingis.“ Vísaði minnihluti nefndarinnar til álitsins og lagði til að frumvarpinu yrði vísað frá. Undir álitið rita Bryn- dís Hlöðversdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson og Sigurjón Þórðarson. Kolbrún Halldórsdóttir áheyrnarfulltrúi lýsti sig samþykka álitinu. Álit minnihluta allsherjarnefndar vegna frumvarps um eignarhald á fjölmiðlum Skeytingarleysi gagn- vart grundvallarlög- um íslenska ríkisins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.