Morgunblaðið - 12.05.2004, Side 12

Morgunblaðið - 12.05.2004, Side 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MAREL hf. hagnaðist um 1.288 þús- und evrur, jafnvirði um 112 milljóna íslenskra króna, eftir skatta á fyrsta fjórðungi þessa árs. Á sama tímabili á síðasta ári var hagnaðurinn 665 þúsund evrur, eða 56 milljónir króna. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir af- skriftir (EBITDA) var 2.796 þúsund evrur, samanborið við 1.849 þúsund evrur í fyrra. Salan á fyrsta ársfjórð- ungi 2004 var 5,7% meiri en árið áð- ur, eða 25,1 milljón evra samanborið við 23,7 milljónir árið áður. Á föstu gengi evru gagnvart Bandaríkjadal er vöxturinn hins vegar um 13%. Í tilkynningu frá Marel segir að sala félagsins á þessu ári hafi farið frekar rólega af stað en hún hafi tek- ið vel við sér þegar leið á fyrsta árs- fjórðung, einkum í kjöt- og alifugla- iðnaði. Salan hafi hins vegar áfram verið róleg í fiskiðnaði. Þá segir í til- kynningunni að verkefnastaða Mar- els sé góð um þessar mundir og það sama eigi einnig við um horfur fyrir afkomu fyrirtækisins á næstu mán- uðum. Rekstrarumhverfi félagsins sé þó fremur erfitt um þessar mundir, einkum vegna gengis íslensku krón- unnar gagnvart Bandaríkjadal. Framlegð af vörusölu Marels á fyrsta ársfjórðungi 2004 var 9,2 millj- ónir evra. Það svarar til 36,6% af sölu en á sama tímabili í fyrra var fram- legðin 7,7 milljónir evra, eða 32,5% af sölu. Segir í tilkynningu Marels að þessa hækkun á framlegð megi eink- um skýra með aukinni framleiðni í tengslum við aukna stöðlun á vörum og ýmsar skipulagsbreytingar svo og aukið hagræði í innkaupum. Heildareignir Marels í lok mars 2004 voru 84,2 milljónir evra og hafa þær aukist um 3,5% frá síðustu ára- mótum. Skuldir voru alls 58,9 millj- ónir evra og jukust um 2,8 milljónir frá árslokum 2003. Í lok mars 2004 var handbært fé Marels 6,5 milljónir evra samanborið við 4,7 milljónir í lok árs 2003. Hagnaður Marels tvöfaldast milli ára              !"#$"  $  %& '"($#!"  EFNAHAGS- og framfarastofnun- in, OECD, spáir því að hagvöxtur hér á landi verði 3,8% á þessu ári og 4,8% á því næsta, samkvæmt nýrri spá stofnunarinnar sem birt var í gær. Þetta er lægri hagvöxtur en gert er ráð fyrir í þjóðhagsspá fjár- málaráðuneytisins frá því í síðustu viku, en ráðuneytið áætlar að hag- vöxtur verði 4½% á þessu ári og 5% á því næsta. OECD spáir því hins vegar að verðbólga hér á landi á næsta ári verði meiri en fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir, eða 3,5%, sem er einu prósentustigi yfir verðbólgumark- miði Seðlabankans. Í þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir 3% verðbólgu á árinu 2005. Aðhald nauðsynlegt Fram kemur í umsögn OECD um þjóðhagsspá stofnunarinnar fyrir Ís- land, að viðskiptahallinn sé orðinn umtalsverður, en hækkun gengis krónunnar ásamt framleiðnivexti hafi haldið verðbólgunni lágri, enn sem komið er. Spáir stofnunin því að viðskiptahallinn muni halda áfram að aukast og verða 8,7% af lands- framleiðslu á næsta ári. Aðhald í fjármálum hins opinbera sé nauð- synlegt og hækka þurfi vexti. Seðlabankinn tilkynnti í síðustu viku að stýrivextir bankans yrðu hækkaðir um 0,2% frá og með deg- inum í gær. Í Morgunkorni greiningar Ís- landsbanka í gær segir að hægt sé að taka undir með OECD varðandi um- mæli stofnunarinnar um aðhald í peningamálum og opinberum fjár- málum, enda sé þjóðhagsspá OECD í takt við þjóðhagsspá bankans frá því í febrúar síðastliðnum. Greining ÍSB spáir því að Seðlabankinn muni á næstu mánuðum auka aðhald sitt umtalsvert og fara með stýrivexti upp í 7,5% fyrir lok næsta árs, en stýrivextir bankans eru nú 5,5%. „Þá er líklegt að hið opinbera skapi ekki nægjanlegt aðhald á þessu tímabili stóriðjuframkvæmda sem framund- an er til að koma í veg fyrir að þær valdi verðbólgu og veiki stöðu inn- lendra fyrirtækja í samkeppni við er- lend,“ segir greining ÍSB. Í þjóðhagsspá OECD fyrir önnur lönd í heiminum segir að hagvöxtur í Kína sé við það að verða of mikill. Hagvöxtur í Bandaríkjunum sé góð- ur en það sama eigi ekki við víða á meginlandi Evrópu, sérstaklega í Þýskalandi og á Ítalíu. Eftirspurn heimilanna í þessum löndum vaxi lít- ið. Ný þjóðhagsspá OECD fyrir Ísland Aukinni verð- bólgu spáð á árinu 2005 Morgunblaðið/RAX OECD segir að framkvæmdir við virkjanir og álver ýti undir hagvöxt hér á landi á næstu árum. Sýning og ráðstefna um skjala- stjórnun Fyrirtækið Skipulag og Skjöl ehf. stendur fyrir sýningu og ráðstefnu um skjalastjórnun í dag á Grand Hóteli í Reykjavík, frá kl. 9:00 til kl. 13:00. Á ráðstefnunni verða flutt sjö erindi á ráðstefnunni. Ársfundur Útflutningsráðs Ís- lands verður haldinn í dag milli kl. 15:00 og 17:00 á Nordica hóteli. Yfir- skrift fundarins er Menningarmun- ur og viðskipti. Valur Valsson, for- maður stjórnar setur ráðstefnuna, Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra, flytur ávarp og erindi flytja Dr. J. L. Kettle-Williams frá Bret- landi, Guðni Einarsson, fram- kvæmdastjóri á Suðureyri, og Eyþór Eyjólfsson, framkvæmdastjóri í Tókýó. Fundurinn er öllum opinn. Í DAG ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● SJÓVÁ-Almennar tryggingar hafa selt allan eignarhlut sinn í Síldar- vinnslunni fyrir um 450 milljónir króna. Kaupandi er Straumur Fjár- festingarbanki hf. Salan er að öllum líkindum liður í yfirtökutilboði fimm stærstu hluthaf- anna í Síldarvinnslunni, sem fyrr í þessum mánuði ákváðu að gera öðr- um hluthöfum yfirtökutilboð. Þessir hluthafar eru Samherji, Samvinnu- félag útgerðarmanna, Snæfugl, Gjögur og Kaldbakur, en þeir áttu í sameiningu um 62% hlut í Síldar- vinnslunni þegar þeir tilkynntu að þeir myndu gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Þeir hafa jafnframt greint frá því að Síldarvinnslan verði afskráð úr Kauphöll Íslands, Straumur Fjárfestingarbanki annist ráðgjöf og umsjón með gerð yfirtöku- tilboðs, og að ætlunin væri að bjóða gengið 4,25 í þeim viðskiptum. Sjóvá-Almennar út úr Síldarvinnslunni ● LÍFEYRISSJÓÐIR Bankastræti 7 hafa selt nærri helminginn af hlut sínum í Samherja hf. Söluverðið hef- ur væntanlega verið um 870 millj- ónir króna. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands í gær kemur fram að Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 hefðu selt samtals 80 milljón hluti í Samherja, en það eru 4,8% af heildarhlutafé félagsins. Eftir viðskiptin eiga sjóðirnir 5,19% í félaginu. Lokaverð hlutabréfa Sam- herja í Kauphöll Íslands í gær var 10,90. Lífeyrissjóðir selja í Samherja HAGNAÐUR Marels á fyrsta árs- fjórðungi 2004 er um 50% yfir með- alspá greiningardeilda bankanna. Meðalspá þeirra gerði ráð fyrir að hagnaður félagsins yrði 74 millj- ónir íslenskra króna en samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri Marels var hagnaðurinn 112 milljónir. Spár greiningardeildanna voru á bilinu frá 60 og upp í 85 milljónir. Uppgjör Marels var birt í gær. Lokaverð hlutabréfa félagsins í Kauphöll Íslands var 42,00 og hækkaði það um 5% frá deginum áður, mest allra félaga í Kauphöll- inni. Gengi félagsins hefur hækkað um 53% frá áramótum. Megin skýringin á betri afkomu Marels en spáð hafði verið er sú að stöðlun vara, skipulagsbreytingar og hagræðing í innkaupum hefur skilað félaginu aukinni framlegð. Þess má geta að greiningardeild KB banka mælir með kaupum á hlutabréfum Marels þrátt fyrir að gengi bréfanna sé nú komið yfir nýjasta verðmat deildarinnar á fé- laginu. innherji@mbl.is  INNHERJI | Marel hf. Betri afkoma en spáð var JÓNI Kristjánssyni heilbrigðis- ráðherra var á mánudag afhent fyrsta eintak bókarinnar Krabba- mein á Íslandi, í tilefni 50 ára af- mælis Krabbameinsskrár Krabba- meinsfélags Íslands. Bókin er 140 síðna litprentuð bók með upplýs- ingum um krabbamein og þær breytingar sem orðið hafa á tíðni sjúkdómsins síðustu hálfa öld. Morgunblaðið/ÞÖK Sigurður Björnsson, formaður Krabbameinsfélags Íslands, afhendir ráð- herrunum Jóni Kristjánssyni og Þorgerði K. Gunnarsdóttur bókina. Fékk fyrsta eintak bókar um krabbamein GUÐJÓN Einarsson, prentari og síðast ljós- myndari og skrifstofu- stjóri hjá ritstjórn Tím- ans, lést á Land- spítalanum 10. maí sl., áttræður að aldri. Guðjón var fæddur 26. apríl 1924 í Reykja- vík og lauk meistara- prófi í prentun 1959. Hann vann í Steindórs- prenti á námsárum sín- um og fram til ársins 1954. Hann vann í prentsmiðjunni Eddu til ársins 1959 og hóf sama ár störf hjá Dagblaðinu Tím- anum sem ljósmyndari og forstöðu- maður Rafmyndagerðar Tímans. Frá 1984 og til starfsloka 1994 var hann skrifstofustjóri ritstjórnar Tímans. Á starfsferli sínum starfaði Guðjón einnig sem knattspyrnudóm- ari og var skipaður í unglinganefnd KSÍ og sat í stjórn Knatt- spyrnudómarafélags Íslands. Þá starfaði Guðjón og sat í stjórn m.a. Lúðrasveitar Reykjavíkur og Lúðra- sveitarinnar Svans. Hann var gerður að heiðursfélaga í Félagi íslenskra radíóamatöra og sæmdur gullmedalíu Lúðrasveit- arinnar Svans. Guðjón lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Andlát GUÐJÓN EINARSSON GYÐA Jónína Ólafs- dóttir framkvæmda- stjóri lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi sunnudaginn 9. apríl sl., 58 ára að aldri. Gyða Jónína var fædd 1. febrúar 1946, dóttir hjónanna Birnu Jóhönnu Benjamíns- dóttur og Ólafs Jóns- sonar málarameistara. Gyða Jónína var for- maður MS-félagsins í 16 ár frá 1985–1998. Hún átti sinn stóra þátt í að koma dagvist og endurhæfingarmiðstöð MS-sjúk- linga á laggirnar og var fram- kvæmdastjóri hennar frá stofnun þar til hún lét af störfum vegna veik- inda á síðasta ári. Gyða Jónína helgaði MS-félaginu krafta sína, og vann mikið starf í þágu MS-sjúklinga. Gyða lét til sín taka í al- þjóðlegu starfi MS-fé- laga. Hún var mjög virk í norrænu starfi. Átti um árabil sæti í stjórn Evrópusamtaka MS-félaga og vann í ýmsum nefndum á veg- um þeirra. Gyða Jónína lærði snyrtifræði í Kaup- mannahöfn 1963–1964. Hún rak um skeið snyrtifræðistofu í Reykjavík og kenndi snyrtifræði. Sonur Gyðu Jónínu og Baldurs Eyþórssonar flugmanns er Baldur Eyþór. Gyða Jónína var sæmd riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1995 fyrir störf sín í þágu MS-sjúk- linga. GYÐA JÓNÍNA ÓLAFSDÓTTIR SAMKVÆMT skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Náttúruverndar- samtök Íslands dagana 6.–19. apríl sl. eru 30% þjóðarinnar reiðubúin að greiða 2000 kr. árgjald til náttúru- verndarsamtaka. Önnur 25% eru reiðubúin til að greiða 2000 kr. auka- skatt árlega til umhverfismála. 45% eru ekki reiðubúin til að greiða auka- lega til náttúru- og umhverfisvernd- ar. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Náttúruverndarsamtökun- um. Einnig var spurt hvort við- komandi væri hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að stjórnvöld styrki umhverfisverndarsamtök og voru 71,5% hlynnt því, 17,7% voru því andvíg og 10,9% tóku ekki afstöðu. Stuðningur við náttúruverndar- samtök var meiri í yngri aldursflokk- um, 16–24 ára og 25–34 ára. Varð- andi stuðning stjórnvalda var stuðningur fólks á aldrinum 55–75 ára umfram meðaltal. Kanna viðhorf fólks til náttúruverndarskatta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.