Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
18 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
10.00 - 10.10 Setning
Gu›n‡ Hildur Magnúsdóttir starfandi
forma›ur jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar
10.10 - 10.30 Jafnrétti kynjanna og jafnræ›isreglan
Helga Jónsdóttir borgarritari
10.30 - 10.50 Rannsóknin Minnihlutahópar, kynfer›i og jafnrétti
Berglind Rós Magnúsdóttir, starfandi jafnréttisfulltrúi HÍ
10.50 - 11.10 Jafnréttisstarf Háskóla Íslands
Hómfrí›ur Gar›arsdóttir lektor HÍ
11.10 - 11.20 Fyrirspurnir / umræ›ur
11.20 - 11.40 Tilskipanir ESB gegn mismunum
Ragnhei›ur fiorsteinsdóttir lögfræ›ingur í
utanríkisrá›uneyti
11.40 - 12.25 Minnihlutahópar og jafnrétti
Arnflór Helgason framkvæmdastjóri ÖBÍ
Hafdís Hannesdóttir kvennahópi ÖBÍ
Anh-Dao Tran forma›ur Samtaka kvenna af
erlendum uppruna
Akeem Cujo Oppong, Alfljó›ahúsi
Sara Dögg Jónsdóttir kynningarfulltrúi Samtakanna '78
Hrafnkell Tjörvi Stefánsson framkvæmdastjóri
Samtakanna '78
12.25 - 12.35 Fyrirspurnir / umræ›ur
12.35 - 13.00 Hvernig fara flau a› í Rá›húsinu í Kaupmannahöfn?
Hanna Ziadeh jafnréttisrá›gjafi innflytjenda hjá
Kaupmannahafnarborg
13.00 - 13.20 Fyrirspurnir / umræ›ur
13.20 - 13.30 Samantekt og slit
Fundarstjóri er Hildur Jónsdóttir jafnréttisrá›gjafi
Reykjavíkurborgar
A›gangseyrir er kr. 1.000, en innifali› í honum er
morgunver›ur af hla›bor›i og kaffiveitingar.
Fundurinn verður táknmálstúlkaður fyrir heyrnarlausa.
Jafnréttisnefnd
Reykjavíkurborgar
Dagskrá
Minnihluta-
hópar,
kynfer›i
og jafnrétti
Morgunver›armálfling á
Hótel Borg, laugardaginn
15. maí kl. 10-13.30
Hafnarfjörður | Íbúar Hafnarfjarð-
ar munu þurfa að sækja þjónustu
vinnumiðlunar til Reykjavíkur frá
lokum júlí nk., þar sem til stendur að
loka útibúi Vinnumiðlunar höfuð-
borgarsvæðisins í Hafnarfirði, sem
hefur verið í verslunarmiðstöðinni
Firði.
Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í
Hafnarfirði mótmælir lokuninni, og
segir í ályktun frá ráðinu að sú ráð-
stöfun sé hvorki hagkvæm né rétt-
lætanleg, og því beri að hætta við
hana.
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu-
málastofnunar, staðfestir að til
standi að loka skrifstofunni, og segir
það gert í hagræðingarskyni, en
reiknað er með að spara um 3,5 millj-
ónir króna á ári með þessari ráðstöf-
un. Starfsfólk skrifstofunnar mun
flytjast til Reykjavíkur, og verður
því ekki sagt upp. Um 300 manns
hafa notað skrifstofuna á mánuði til
að sækja hefðbundna þjónustu.
„Þessi skrifstofa hefur verið
minna notuð en við vorum að vonast
til, og við getum sparað umtalsverða
fjármuni með því að leggja niður
skrifstofuna. Þá þurfa þeir sem hafa
notað þjónustuna þarna að koma á
skrifstofuna á Engjateigi,“ segir
Gissur.
Gissur segir að vissulega verði um
óhagræði að ræða fyrir þá Hafnfirð-
inga sem nota þjónustuna, en bendir
á að aðrir höfuðborgarbúar þurfi að
fara á skrifstofu Vinnumiðlunarinn-
ar í Engjateig, sama hvort þeir búi í
Mosfellsbæ eða á Seltjarnarnesi.
Skora á félagsmálaráðherra
Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í
Hafnarfirði hefur mótmælt lokun-
inni, og segir ráðið í ályktun sinni að
sú fullyrðing að með þessu sparist
3,5 milljónir standist ekki nánari
skoðun.
„Þá hafa stjórnendur Vinnumála-
stofnunar alveg gleymt að greina frá
því að með þessu er verið að flytja
kostnað frá ríkinu yfir á atvinnulaust
fólk, sem er með innan við 90 þúsund
krónur í mánaðarlaun. Það er því al-
veg óásættanlegt að atvinnulausu
fólki í Hafnarfirði, Garðabæ og
Bessastaðahreppi sé gert að fara inn
á Engjateig í Reykjavík til skráning-
ar,“ segir í ályktuninni.
Fulltrúaráðið skorar á félagsmála-
ráðherra að beita sér fyrir afturköll-
un á þeirri ákvörðun að loka skrif-
stofunni í Hafnarfirði, og bendir á að
í Hafnarfirði og nágrannasveitar-
félögum búi yfir 32 þúsund manns,
og það heyri undir lágmarksþjón-
ustu að halda vinnumiðlunarskrif-
stofunni opinni.
Vinnumiðlun flutt
til Reykjavíkur
Segja kostnaði velt á atvinnulausa
Gufunes | Tillaga að matsáætlun vegna
landfyllinga við Gufunes í Reykjavík er
nú í athugun Skipulagsstofnunar. Gert
er ráð fyrir alls um 46 hektara landfyll-
ingu í tveimur áföngum.
Annars vegar er um að ræða 34 hekt-
ara landfyllingu við vestanvert Gufunes
og hins vegar 12 hektara fyllingu út frá
norðanverðu Gufunesi út í Eiðsvík. Land-
fyllingarnar eru ætlaðar undir blandaða
byggð, en það er Reykjavíkurborg sem
stendur að framkvæmdunum. Mat á um-
hverfisáhrifum er unnið af Hönnun hf.
Reiknað er með að ákvörðun um til-
lögu að matsáætlun verði tilbúin í byrjun
júní, en almenningur hefur tækifæri til
að koma athugasemdum um tillöguna til
Skipulagsstofnunar fram til 21. maí.
Þegar matsáætlunin verður tilbúin hefst
mat á umhverfisáhrifum, og gefst þá al-
menningi og hagsmunaaðilum aftur
tækifæri til að koma athugasemdum á
framfæri.
Samkvæmt matsáætluninni gæti matið
verið tilbúið í október nk., en ef það mat
verður kært má búast við úrskurði ráð-
herra í byrjun árs 2005.
Landfyllingar: Rætt er um tvær landfyll-
ingar, aðra 34 ha við vestanvert Gufunesið
og hina 12 ha við norðanvert nesið.
Meta um-
hverfisáhrif
landfyllinga
Hafnarfjörður | Nýju húsi á hluta
Thorsplans í miðbæ Hafnarfjarðar
og endurhönnun plansins er ætlað
að styrkja miðbæinn, en torgið á
að nýtast til almennrar útiveru
jafnt sem menningarviðburða.
Ellý Erlingsdóttir, bæjarfulltrúi
og formaður þjónustu- og þróun-
arráðs, segir að Thorsplanið verði
endurhannað frá grunni, og verði
ráðist í framkvæmdir við planið
eftir að byggingu hússins við Linn-
etstíg, sem liggur að planinu, lýk-
ur. Húsið verður á fjórum hæðum,
á fyrstu hæðinni verður verslunar-
og þjónustuhúsnæði, en á hinum
hæðunum verður íbúðarhúsnæði.
Nýbyggingin við Linnetstíg
mun veita gott skjól fyrir
ríkjandi hafátt á Thorsplaninu,
en á móti kemur að hús munu
umlykja torgið á þrjá vegu, sem
eykur væntanlega skuggamynd-
un á svæðinu, segir Ellý.
Hún segir að rýmið fyrir fram-
an nýja verslunarhúsnæðið muni
tengjast torginu, og t.d. henta
vel fyrir kaffihús, þannig að
hægt sé að hafa borð og stóla ut-
andyra á torginu. Hugmyndin er
að opna planið meira út á
Strandgötuna, en það hefur verið
nokkuð lokað með stórum trjá-
beðum sem skilja að Strandgöt-
una og Thorsplanið.
Grafið fyrir bílakjallara
Nú er verið að grafa fyrir bíla-
kjallara sem fyrirhugað er að
hafa undir nýja húsinu við Linn-
etstíg, og mun hann ná að ein-
hverju leyti undir Thorsplanið,
og því hefur orðið talsvert rask á
túninu. Ekki verður hægt að
byrja framkvæmdir við torgið
sjálft fyrr en eftir að búið er að
reisa húsið. Ellý segir þó að til
standi að hafa jólaþorp á
Thorsplani næstu jól, þrátt fyrir
það rask sem orðið hefur.
Ellý segir að ef að líkum lætur
geti framkvæmdir við torgið
sjálft hafist snemma sumars
2005, en vinna við hönnun end-
anlegs útlits Thorsplans er nú að
hefjast. Ellý segir erfitt að segja
til um væntanlegt útlit torgsins
svo snemma á hönnunarferlinu,
en segir að torgið verði líklega
hellulagt með einhverjum gróðri,
en ekki grasivaxið eins og áður.
Kostnaður við endurgerð
Thorsplans er ekki ljós á þessari
stundu.
Morgunblaðið/Ásdís
Niðurgrafið: Thorsplanið er sundurgrafið um þessar mundir þar sem
verið er að leggja bílakjallara sem verður undir því að hluta.
() *
", 4 =
7
&*
'$
+
''
8
=7 6
7
Thorsplanið endurhannað
Reykjavík | Sláttur hófst á fremur hefðbundnum tíma í ár, og var hafist
handa við fyrsta slátt á mánudagsmorgun. Grasspretta hefur verið
ágæt í vor, og eftir fyrsta slátt stendur til að bera áburð á umferð-
areyjar og tún.
Alls eru umferðareyjar slegnar á bilinu þrisvar til tíu sinnum á
sumri, og fer fjöldi slátta eftir sprettu og því hversu snöggt grasið þarf
að vera, segir Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur hjá Gatna-
málastofu. Hann segir erfitt að áætla hversu margir vinni við sláttinn á
hverju sumri, en um 15 til 16 séu á dráttarvélum og um 300 ungmenni
vinni í gróðri, þar af góður hluti í slætti með minni sláttuvélum og
rakstri.
Fyrsti sláttur
sumarsins hafinn
Morgunblaðið/Árni Torfason
Kaupa kassagítar | Nýlega ákvað Kiw-
anisklúbburinn Sólborg að láta ágóðann af
skemmtikvöldi þeirra renna óskiptan til
unglingastarfs Gamla bókasafnsins. Geir
Bjarnason forstöðumaður Gamla bóka-
safnsins tók við styrknum og þakkaði fyrir
framtakið.
Hann sagði að unga fólkið hefði rætt um
hvernig ætti að verja styrknum og hefði
orðið sammála um að kaupa kassagítar.