Morgunblaðið - 12.05.2004, Page 24

Morgunblaðið - 12.05.2004, Page 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ W.A. MOZART, Arvo Pärt, J.S. Bach og César Franck eru tónskáldin sem Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari hefur valið sér til flutnings á lokatónleikum sínum frá Listaháskóla Íslands, en hún útskrifast frá skólanum í vor. Tónleik- arnir fara fram í Salnum í kvöld kl. 20 og leikur Anna Guðný Guðmunds- dóttir með henni á píanó. „Ég hafði í huga að hafa efnisskrána sem fjölbreyttasta og flytja tónlist frá sem flestum tímabilum, en þar fyrir utan má segja að þetta séu uppáhalds verkin mín,“ segir Helga Þóra í samtali við Morgunblaðið. Verkin eru Adagio KV 261 eftir Mozart, Fratres eftir Pärt, Ciaccona úr partítu nr. 2 í d-moll eftir Bach og sónata fyrir fiðlu og píanó í A-dúr eftir Franck. „Sónata Francks er svo uppáhaldsfiðlusónatan mín og ég ákvað fyrir mörgum árum að ég ætlaði að spila hana við þetta tækifæri.“ Stefnan tekin á Evrópu Helga Þóra hóf fiðlunám fjögurra ára gömul við Suzuki-skólann en stundaði síðar nám við Tónmenntaskóla Reykja- víkur þar sem Gígja Jóhannsdóttir var kennari hennar. Fjórtán ára gömul hóf hún nám við Tónlistarskólann í Reykja- vík þar sem Guðný Guðmundsdóttir var aðalkennari hennar. Undanfarin þrjú ár hefur hún stundað nám við Listaháskóla Íslands og í febrúar síðastliðnum lék Helga Þóra fiðlukonsert Johannesar Brahms með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún stefnir á framhaldsnám erlendis í fiðluleik næsta haust, þótt ekki sé enn útséð með hvert ferðinni verði heitið. „Mig langar til Evrópu, aðallega til Þýskalands, en það á eftir að koma í ljós. Í það minnsta ætla ég að spila á fiðlu í framtíðinni,“ segir fiðluleikarinn Helga Þóra Björgvinsdóttir að lokum. Útskriftartónleikar Helgu Þóru Björgvinsdóttur Ákvað að spila Franck fyrir mörgum árum Helga Þóra Björgvinsdóttir EFNISSKRÁ fyrstu tónleika VÍS- kórsins, sem kenndur er við Vá- tryggingafélag Íslands, er helguð messunni Vopnaða manninum eftir velska tónskáldið Karl Jenkins. Tónleikarnir verða haldnir í Sel- tjarnarneskirkju í kvöld og er um frumflutning hérlendis á messunni að ræða. Stjórnandi kórsins er Björn Thorarensen. Að sögn Björns er Vopnaði mað- urinn afar áhrifamikið verk. „Það er nútímalegt en þó aðgengilegt hinum almenna hlustanda. Í því bregður fyrir á köflum mínímalísk- um áhrifum með endurtekningum, en því er alltaf haldið lifandi og at- hygli áheyrandans haldið,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Á vel við á þessum tímum Vopnaði maðurinn er heiti á frönsku þjóðlagi frá 15. öld. Mikill fjöldi tónverka hefur verið saminn út frá þessu stefi, og á árunum 1450–1700 voru samdar á fjórða tug messa sem byggðust á því. Meðal þeirra tónskálda sem samið hafa slíkar messur eru DuFay, Ockeghem, Obrecht og Palestrina, in samanstendur af orgeli, lágfiðlu, flautu og piccolo-flautu, tveimur slagverksleikurum og hljóðgervli. „Verkið fann ég á Netinu, hvar annars staðar,“ segir Björn um kynni sín af messunni. „Í upphafi ársins var ég að leita að verkefni fyrir vormisserið sem hentaði kórnum. Ég fann þetta verk og fannst það strax bæði mjög að- gengilegt til hlustunar og að mörgu leyti þægilegt til söngs, ekki of erf- itt fyrir svona nýstofnaðan kór.“ VÍS-kórinn, sem samanstendur að mestu leyti af starfsfóki Vá- tryggingafélags Íslands, var stofn- aður í september 2003 og er þetta því fyrsta stóra verkefnið sem hann tekst á við. Að sögn Björns hefur starfsemin gengið afar vel. „Það var eiginlega ástæðan fyrir því að ég hellti mér út í þetta verk- efni – metnaðurinn og áhuginn í kórfélögum var svo mikill. Það hef- ur gengið ótrúlega vel, sérstaklega með tilliti til þess að kórinn starfar innan fyrirtækis sem er ekkert í þessum bransa.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20. auk íslenska tónskáldsins Eriks J. Mogensen. Messa Karls Jenkins var samin og frumflutt að beiðni Konunglega vopnasafnins í Englandi til að halda upp á þúsaldamótin árið 2000, en verkið er tileinkað fórn- arlömbum borgarastríðsins í Kos- ovo, sem stóð sem hæst um það leyti sem verkið var samið. Messan samanstendur af hefð- bundnum messuliðum, Kyrie, Sanctus, Benedictus og Agnus Dei, en þess á milli eru kaflar sem ætlað er að varpa ljósi á tilgangsleysi stríða. „Boðskapur þessa verks er auðvitað gegn stríði, sem mér finnst vel við hæfi á þessum síðustu og verstu tímum og kannski alltaf,“ segir Björn. „Friðarboðskapurinn er mjög sterkur, þar sem farið er í gegnum hrylling stríðsins, undir- búninginn og eftirköstin. Það er gert á geysilega áhrifamikinn hátt.“ Á tónleikunum í kvöld verður meirihluti verksins fluttur í útsetn- ingu fyrir sex manna hljómsveit sem Björn hefur sérstaklega útbú- ið fyrir þetta tækifæri. Hljómsveit- Morgunblaðið/ÞÖK Nýr kór, VÍS-kórinn, heldur fyrstu tónleika sína í Seltjarnarneskirkju í kvöld kl. 20. Friðarboðskapur á fyrstu tónleikum VÍS-kórsins STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur lokatónleika sína í vetur á Hótel Borg í kvöld og mun danski tromp- etleikarinn Jens Winther stjórna og leika með hljómsveitinni. Á efnis- skránni eru verk eftir Winther sjálf- an, en í sumum þeirra leikur hann einleik á trompet. „Þetta eru verk sem ég skrifaði á árunum 1987–1993,“ segir Winther í samtali við Morgunblaðið. „Tónlistin er djassskotin, en einnig undir áhrif- um tónlistar frá áttunda áratugnum sem ég er mjög hrifinn af, sem er blanda af djassi og fönktónlist. Þar er einnig að finna lög sem tilheyra frekar lýrísku hliðinni á mér.“ Að kenna að sitja hest Jens Winther hefur um langt skeið verið í hópi fremstu djass- tónlistarmanna Dana. Hann vakti fyrst athygli sem trompetleikari, en hefur á síðari árum lagt aukna áherslu á tónsmíðar, ekki einungis fyrir djasshljómsveitir heldur einnig fyrir sinfóníuhljómsveitir, kóra og aðra tónlistarhópa. Á tónleikunum í kvöld verður stórsveitartónlist hans leikin í fyrsta sinn hér á landi. „Ég vissi ekki alveg við hverju átti að bú- ast þegar ég var að setja saman efn- isskrána fyrir tónleikana með Stór- sveit Reykjavíkur og því hafði ég meðferðis bók með ýmsum verkum úr smiðju minni til reynslu. Að end- ingu urðu þessi eldri verk mín fyrir valinu. Hljómsveitarmeðlimir vinna ekki fullt starf með hljómsveitinni – flestir eru kennarar – og hún hefur ekki fastan stjórnanda. Það tók því dálítinn tíma til að koma vélinni í gang, ef svo má segja, en hljómsveit- armeðlimir eru allir mjög áhuga- samir og hungraðir í nýja tónlist. Það gefur þeim bæði frjálsari tilfinn- ingu og mikla möguleika á að vinna krefjandi verk.“ Winther segir vinnuna með Stór- sveit Reykjavíkur stundum hafa minnt á að kenna barni að sitja hest – sem fellur af baki og þarf að lyfta á bak á ný. „En tilfinningin og hungrið sem virðist drífa tónlistarfólkið í hljómsveitinni áfram skiptir mig í raun miklu meira máli en nákvæmni í nótum. Ég vil fyrst og fremst að tónlistin sé vel leikin, og þá þarf að finna einhvers konar jafnvægi milli þessara tveggja þátta.“ Alltaf sérstakt að koma hingað Jens Winther er fæddur árið 1960 og hóf rúmlega tvítugur að leika á trompet með Stórsveit danska rík- isútvarpsins. Hann flutti síðar til New York og hefur leikið með ýms- um þekktum tónlistarmönnum, svo sem Eddie Palmieri, Tito Puente, Thad Jones og Al Foster. Winther hefur nokkrum sinnum áður komið til Íslands til að hljóðrita og leika á tónleikum með Tómasi R. Ein- arssyni. „Ég er hér í sjöunda skipti núna, en þetta er í fyrsta skipti sem ég leik með stórsveit hérlendis. Yf- irleitt hef ég verið að spila með smærri böndum á vegum Tómasar og taka upp. Meðal þeirra sem starfa með honum eru Sigurður Flosason og Jóel Pálsson, sem einn- ig starfa með Stórsveitinni, og þann- ig atvikaðist það að ég leik með Stór- sveit Reykjavíkur nú.“ Winther segist sannfærður um að hann muni sækja Ísland aftur heim. „Mér líkar afar vel hér á landi. Það er alltaf sérstakt að koma hingað og ég vonast til að koma sem fyrst aft- ur.“ Tónleikar Stórsveitar Reykjavík- ur ásamt Jens Winther á Hótel Borg hefjast í kvöld kl. 20.30. Morgunblaðið/Jim Smart Jens Winther stjórnar Stórsveit Reykjavíkur á tónleikum á Hótel Borg. Hungrið skiptir mestu máli LISTA- og menningarráð Kópa- vogsbæjar hefur valið Jónas Ingi- mundarson sem heiðurslistamann Kópavogs árið 2004. Sigurrós Þor- grímsdóttir, formaður Lista- og menningarráðs, tilkynnti um út- nefninguna á afmælisdagskrá í Salnum í gærkvöldi, á 49 ára af- mælisdegi Kópavogsbæjar. Við sama tækifæri var tilkynnt hvaða listamenn fengu starfsstyrki frá Kópavogsbæ. Lista- og menn- ingarráð ákvað að veita fjórum Kópavogsbúum styrki. Þeir eru: Guðrún Nielsen, myndhöggvari, Irma Mjöll Gunnarsdóttir, dansari, Ólafur Kjartan Sigurðarson, barí- tonsöngvari, og Sigurjón Magnús- son, rithöfundur. Auk þess var ákveðið að styrkja í annað sinn ungan og efnilegan listamann. Fyr- ir valinu varð Hafdís Vigfúsdóttir, flautuleikari, en hún er 19 ára. Styrkir úr Lista- og menning- arsjóði Kópavogs hafa verið veittir frá 1985 en sjóðurinn á rætur að rekja aftur til ársins 1965. Lista- og menningarráð Kópa- vogs skipa: Sigurrós Þorgrímsdótt- ir, formaður, Jón Guðlaugur Magn- ússon, varaformaður, Gísli Rúnar Gíslason, ritari, Sigurbjörg Vil- mundardóttir og Ása Richardsdótt- ir. Morgunblaðið/ÞÖK Jónas Ingimundarson (fyrir miðju) er heiðurslistamaður Kópavogs. Jónas útnefndur heiðurslistamaður KÓR Snælandsskóla, Barnakór Snælandsskóla og Unglingakór Digraneskirkju halda vortónleika í Digraneskirkju kl. 20 annað kvöld, fimmtudagskvöld. Stjórnandi kór- anna er Heiðrún Hákonardóttir. Undirleikarar eru Lóa Björk Jó- elsdóttir og Ástríður Haraldsdótt- ir. Kórarnir koma fram hver í sínu lagi og saman. Gestur á tónleikun- um verður Unglingakór Selfoss- kirkju, stjórnandi hans er Stefán Þorleifsson. Sungin verða vor- og sumarlög auk annarra laga sem kórarnir hafa æft í vetur. Ágóði tónleikanna rennur í ferðasjóð Unglingakórs Digraneskirkju sem fer í sína fyrstu utanlandsferð nú í júní. Skólakórar syngja í Digranes- kirkju Maður að nafni Dave er komin út í kilju. Um er að ræða lokabindi sögu Daves Pelzers sem hófst með bók- inni Hann var kallaður „þetta“. Sigrún Árnadótt- ir þýddi. Í æsku var Dave beittur mis- kunnarlausu ofbeldi af þeim sem síst skyldi, drykkfelldri og helsjúkri móður sinni, síðan þvældist hann inn og út af fósturheimilum, van- metinn, niðurlægður og einmana. En þrátt fyrir ólýsanlegar hörmung- ar var hann alla tíð staðráðinn í að þrauka – og skapa sér sess í lífinu. Og það tókst. Í þessu lokabindi ævisögunnar segir hann meðal annars frá átakanlegum endur- fundum, þegar hann sættist við föður sinn á dánarbeði og hittir síð- an móðurina sem lagði líf hans í rúst. Útgefandi er JPV-útgáfa. Bókin er 391 bls., prentuð í Danmörku. Verð: 1.590 kr. Kilja ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.