Morgunblaðið - 12.05.2004, Side 25
Ákvörðun um háskólanám er ein sú afdrifaríkasta í lífi hvers einstaklings. Mikilvægt er fyrir þá sem hyggja á nám að hausti að vanda það val og kynna
sér þá háskóla sem bjóða nám á því áhugasviði sem hentar. Á sviði viðskiptafræða og lögfræði starfa nokkrir háskólar hérlendis sem væntanlegir nemendur
þurfa að bera saman. Við slíkt mat er eðlilegt að horfa til eftirfarandi þátta:
Að velja háskóla....
Viðskiptaháskólinn á Bifröst birtir óhikað allar upplýsingar um ofangreind atriði enda teljum
við að umsækjendur eigi rétt á slíku og hvetjum þá til að afla sambærilegra upplýsinga frá
öðrum skólum sem kenna viðskipta- og lögfræði. Þessar upplýsingar varðandi Bifröst hafa
verið staðfestar með úttektarskýrslum Menntamálaráðuneytisins, annarra óháðra úttektar-
eða matsaðila eða Gæðaráðs samkvæmt gæðakerfi háskólans.
Hlutfall umsókna og inntöku
Góðir háskólar velja inn góða nemendur. Þegar farið er yfir umsóknir nýnema leggur
Viðskiptaháskólinn á Bifröst mikið upp úr því að þeir sem valdir eru á grundvelli
ágætis síns séu einnig fulltrúar ólíkra hópa í samfélaginu. Góður námsárangur er
mikilvægur en skólinn tekur einnig tillit til þess við val á nýjum nemendum ef þeir
hafa verið öflugir í félagsstarfi eða hafa reynslu úr atvinnulífi. Einungis eitt er ljóst:
Sá sem ekki sækir um á ekki möguleika á inntöku. Inntökuhlutfall í háskóladeildir
á Bifröst er samkvæmt úttekt IMG fyrir menntamálaráðuneytið 56%.
Brottfall
Brottfall er mælikvarði á það hvernig háskóli sinnir námsmarkmiðum þeirra nemenda
sem hefja nám. Hátt brottfall er annað hvort vísbending um bresti í inntökuferli
nemenda eða léleg kennslugæði. Erlendis er mikið brottfall hvarvetna talið merki
um lélegt nám en lítið brottfall til marks um gæði náms. Brottfall á Bifröst 2003-
2004 er 4%.
Bekkjarstærð
Stærð vinnuhópa eða bekkja skiptir miklu máli um nálægð nemenda við kennara
sína. Í mörg hundruð manna bekkjum eru gæði í námi þannig allt önnur og lakari
en þar sem nemendur stunda nám sitt í litlum einingum með kennara sínum.
Á Bifröst er stærð bekkja/verkefnahópa 10-12 nemendur í hóp.
Hlutfall kennara og nemenda
Hlutfall fastráðinna kennara og skráðra nemenda er mælikvarði á gæði. Því fleiri
kennarar, því betri gæði miðað við fjölda nemenda. Á Bifröst er þetta hlutfall
nú 1:16 eða með öðrum orðum 1 fastráðinn kennari á hverja 16 nemendur.
Kennsluaðferðir
Kennsluaðferðir eru lykilatriði þegar meta skal gæði í námi. Einhliða fyrirlestrar yfir
hundruðum manna standast ekki samanburð við verkefnabundna kennslu í litlum
hópum þar sem nemendur og kennari ræða saman þau viðfangsefni sem til
skoðunar eru. Á Bifröst gilda vikuleg verkefni nemenda á fyrsta og öðru ári
60% af lokaeinkunn í hverri námsgrein. Kennslufræði skólans tekur mið
af stærð skólans og því sem best þekkist í viðskiptaháskólum í hinum
vestræna heimi.
Nýting upplýsingatækni í námi og kennslu
Í þekkingarsamfélagi nútímans er aðgangur að upplýsingum mikilvægasta auðlindin.
Í háskólanámi er þetta sérstaklega mikilvægt. Á Bifröst eru fartölvur nemenda
tengdar saman með þráðlausu neti. Fyrirlestrar koma á netið, þar leysa
nemendur verkefni sín og próf eru tekin á tölvur. Aðgengi að gagnabönkum
og upplýsingaveitum er fyrsta flokks.
Alþjóðleiki í námi og kennslu
Háskólar nútímans þurfa að búa nemendur sína undir líf og störf í alþjóðlegu
umhverfi. Því er mikilvægt að veita þeim möguleika á að taka hluta af námi sínu
erlendis og að hluti þess náms sem fram fer hérlendis sé alþjóðlegt. Um 40%
nemenda á Bifröst taka eina til tvær annir af námi sínu við skólann erlendis
samkvæmt sérstökum samningum Viðskiptaháskólans við valda
samstarfsskóla víða í Evrópu, Kanada, Bandaríkjunum, Japan og Kína. Þá
fer stór hluti náms á þriðja ári fram á ensku með þátttöku erlendra skiptinema
frá Evrópu og Asíu.
Stærð skóla
Stærð háskóla skiptir miklu um samband nemenda og skóla. Í fjölmennum skólum er hætt
við ópersónulegu fjöldanámi þar sem einstaklingsbundnum þörfum nemenda er ekki sinnt.
Viðskiptaháskólinn er lítill háskóli með tæplega 400 nemendum í smáum einingum
þar sem nemendur þekkja hvern annan og kennara sína.
Tækifæri til rannsókna
Í góðum háskólum fara saman kennsla og rannsóknir. Góðir nemendur hafa áhuga á að
dýpka þekkingu sína með þátttöku í rannsóknartengdum verkefnum. Aðgengi þeirra að slíku
ræðst af rannsóknarvirkni þess skóla sem þeir stunda nám við. Á Bifröst starfa hæfir
fræðimenn og kennarar sem sinna rannsóknum á sínu sviði. Þessa njóta nemendur
sem eru komnir áleiðis í sínu námi með þátttöku í rannsóknarverkefnum eða
aðstoðarkennslu. Þá störfuðu tæplega 20 nemendur að rannsóknar-verkefnum
síðasta sumar sem kostuð voru af nýsköpunarsjóði námsmanna eða öðrum aðilum.
Háskólasamfélag/kampus
Háskóli er ekki einungis skóli. Hann er einnig lifandi samfélag. Víða um hinn vestræna heim
þykir það mikill kostur háskóla að geta boðið nemendum sínum upp á búsetu í slíku samfélagi
utan stórborga þar sem þeir njóta næðis til náms og þroska. Í háskólaþorpinu Bifröst búa
nú, nema og starfa um 600 manns í samfélagi sem er einstakt hérlendis. Leikskóli,
verslun, þvottahús, líkamsræktarstöð og kaffihús eru starfrækt í þorpinu auk stofnana
háskólans. Bifröst er í 100 km fjarlægð frá miðborg Reykja-víkur.
Saga og tengsl við útskrifaða nemendur og samfélag
Aldur, saga og hefðir skipta skóla miklu máli. Skólar sem hafa með áratuga starfi sannað sig
njóta meiri virðingar en nýrri skólar án sögu og útskrifaðra nemenda sem hafa markað spor
í samfélagið. Viðskiptaháskólinn á Bifröst hefur undanfarin 85 ár haft það að markmiði
að mennta leiðtoga og stjórnendur fyrir atvinnulíf og samfélag. Á þriðja þúsund
útskrifaðir nemendur hafa með störfum sínum sannað gildi skólans og þeirrar
menntunar sem hann veitir. Þar á meðal er fjöldi ráðherra, þingmanna, frumkvöðla
og stjórnenda í atvinnulífinu.
Staða á atvinnumarkaði að námi loknu
Atvinnumöguleikar að námi loknu skipta miklu máli um gildi þess fyrir nemendur. Viðtökur
atvinnulífsins eru þannig mikilvægur mælikvarði á gagnsemi háskóla og það nám sem þeir
bjóða. Samkvæmt könnun á meðal nýlega útskrifaðara Bifrestinga þá starfa 70%
þeirra sem stjórnendur, 80% þeirra höfðu fengið vinnu fyrir eða við útskrift og
enginn aðspurðrar var án vinnu. Að meðaltali greiddu útskrifaðir nemendur upp
þriggja ára skólagjöld sín vegna BS náms með launahækkun þeirri sem námið
veitti þeim á fyrsta starfsári eftir útskrift.
Við leggjum metnað okkar í að reka lítinn og góðan háskóla sem er í stakk búinn til að
sinna þörfum hvers og eins. Skólagjöld á Bifröst standa undir gæðum í námi og þjónustu
sem ekki eru í boði annars staðar. Skólagjöld á Bifröst eru lánshæf hjá LÍN.
Nánari upplýsingar og umsóknarform er að finna á www.bifrost.is
Með kveðju,
Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst