Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 31
Mikil eftirvænting ríkirmeðal aðdáendapíanóleikaransMarc-André Hamel-
in sem leikur á tvennum tón-
leikum á Listahátíð um helgina.
Þeir sem hafa heyrt þennan
píanóleikara einu sinni á tón-
leikum virðast ekki ætla að sitja
heima með hendur í skauti þegar
annað tækifæri gefst.
Runólfur Þórðarson verkfræð-
ingur heyrði í Hamelin á hátíðinni
Great Romantics í Hamilton í
Kanada fyrir þremur árum. Þar
var meðal annars verið að gera
Hamelin að heiðursfélaga Amer-
íska Liszt-félagsins fyrir fram-
úrskarandi túlkun á verkum tón-
skáldsins. „Á eftir lék hann með
Sinfóníuhljómsveitinni í Ham-
ilton, Píanókonsert nr. 2 eftir
Brahms. Þetta var mjög áhrifa-
mikið, en verst að hljómsveitin
var eiginlega ekki nógu góð fyrir
hann,“ segir Runólfur. „Hamelin
hefur yfirburða vald á hljóðfær-
inu. Maður hafði það nánast á til-
finningunni að hann þyrfti ekkert
að hugsa um neitt í sambandi við
tækni í þessu verki sem þó er ekki
auðspilað. En hann er fyrst og
fremst svo afburða músíkalskur,
og allt svo vel gert og stórbrotið.
Hann virðist vera kominn á
næsta stig ofan við það að vera
virtúós. Öll áherslan er á túlk-
unina, sama hversu erfið tónlistin
er, og allt með sama fyrirhafn-
arleysi. Hann ber sig líka svo fal-
lega við spilamennskuna að það
er virkilega gaman að horfa á
hann; engin læti og engin til-
gerð.“
Arndís Björk Ásgeirsdóttir
píanókennari og dagskrárgerð-
armaður segir að Hamelin sé í
uppáhaldi hjá sér, þrátt fyrir að
hún hafi aldrei heyrt í honum á
tónleikum. „Ég heyrði hann fyrst
spila á geisladiski verk eftir Alk-
an, og féll algjörlega fyrir því hve
frábærlega hann lék. Svo heyrði
ég tónleika frá Evrópusambandi
útvarpsstöðva, þar sem sex kan-
adískir píanóleikarar léku, allt al-
veg æðislegir píanistar, en Ham-
elin stóð samt feti framar en allir
aðrir. Það var stórkostlegt að
upplifa þetta. Það er alveg sama
hvort hann er að spila flókna og
tæknilega erfiða músík eða eitt-
hvað einfalt og ljóðrænt; hann
leikur allt jafnauðveldlega. Hann
hefur sama músíkalska næmi fyr-
ir öllu því sem hann leikur, enda-
lausa ást á tónlistinni og tæknin
þvælist ekkert fyrir honum. Tón-
skáldin, tónlistin og
við græðum mikið á
því að þessi maður
skuli vera til. Hann
setur sjálfan sig aldrei
í forgrunn, tónlistin er
alltaf númer eitt, tvö
og þrjú. Hann er líka
líkur Richter að því
leyti að hann sér hvert
verk í heild sinni og
túlkar samkvæmt því.
Hann missir aldrei
þráðinn og heldur
manni föngnum alla
leið.“
Meiriháttar
hvalreki
„Hann er stórkost-
legur píanisti,“ segir
Ásgeir Jónsson lækn-
ir, sem heyrði í Hamelin á tón-
leikum í Akron í Ohio í Bandaríkj-
unum í fyrra. „Þar spilaði hann
verk Alkans, sem hann leikur
hérna, en líka Schumann fantasíu
og fleira. Hann er afburða pían-
isti, og tæknilega fullkominn. En
hann hefur líka ótrúlega túlkun,
og fékk alveg rífandi viðtökur á
þessum tónleikum.“
Ásgeir var ekki ókunnugur leik
Hamelins fyrir þessa tónleika, því
hann átti þegar fjölda geisladiska
með honum. „Það er sama hvar
niður er borið, hann gerir allt al-
veg afburða vel, eins og maður
sér reyndar í þeim dómum sem
um hann eru skrifaðir í tónlist-
arblöðunum. Þetta er því meiri
háttar hvalreki fyrir okkur að fá
hann hingað og ég er fyrir löngu
búinn að tryggja mér miða á tón-
leikana um helgina.“
Allt leikur í höndum
Marc-André Hamelins
Marc-André Hamelin er gestur Listahátíðar.
því máli sem hér er rætt.“
Ráðherra minnti á að
Hæstiréttur hefði talið alla
umsækjendur um stöðu
hæstaréttardómara uppfylla
kröfur um hæfi og hæfni. Síð-
an sagði hann: „Alþingi hefur
aldrei samþykkt neina laga-
reglu, sem styður hið óvænta
sjónarmið umboðsmanns, að
senda hafi þurft málið aftur til
umsagnar í Hæstarétti, eftir
að ég ákvað að leggja meist-
arapróf í Evrópurétti til
grundvallar við málefnalega
ákvörðun. Ýmsir aðrir lög-
fræðingar en umboðsmaður
hafa látið í ljós þá eindregnu
skoðun að ég hafi uppfyllt laga-
skyldu mína um álitsumleitan rétt-
arins. Ekki sé unnt að gera þá
kröfu til ráðherra, að hann fari að
lagareglu, sem aldrei hafi verið
sett af Alþingi. Um slíka hluti geta
menn alltaf deilt.
Ég vil láta í ljós þá skoðun, að þó
Hæstarétti sé vel treystandi til að
meta hæfi umsækjenda um emb-
ætti, þá sé ekki þar með sagt að
dómarar réttarins, ágætir sem þeir
eru, séu allra manna heppilegastir
til að kveða upp úr um það á hvaða
sviði rétturinn standi höllustum
fæti hverju sinni, á hvaða sviði
hann mætti helst bæta við sig sér-
fræðikunnáttu. “
Ráðherra fjallaði í lok ræðu
sinnar um skipan dómara og sagði
m.a. „Ég tel réttmætt að ræða,
hvernig að skipun dómara er staðið
í ólíkum löndum og jafnvel draga
lærdóm af því, sem best hefur
reynst, en ítreka að ábyrgðin verð-
ur að vera pólitísk að lokum.“
Fleiri þingmenn tóku til máls við
umræðuna.
ópurétti, til að gera upp á milli
þeirra.“
Gegnsýrður
af valdhroka
Össur fjallaði nánar um þetta at-
riði og sagði undir lok ræðunnar að
álit umboðsmannsins væri „ein
samfelld rasskelling frá upphafi til
enda,“ eins og hann komst að orði.
„Mér finnst líka að í þessum verkn-
aði birtist ríkisstjórn Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks nak-
in.“ Sagði hann að Sjálfstæðis-
flokkurinn væri gegnsýrður af
valdhroka og að Framsóknarflokk-
urinn lafði með, löngu búinn að
missa sína pólitísku sannfæringu.
Björn Bjarnason sagði í upphafi
máls sína að rík ástæða væri fyrir
þingmenn að íhuga álit umboðs-
manns Alþingis sérstaklega. „Ég
fullyrði, að við samþykkt laga um
dómstóla hafi þingmenn ekki talið,
að með því samþykki yrði sú
grundvallarbreyting á skipan
hæstaréttardómara, sem leiða má
af lögskýringum umboðsmanns í
Björn Bjarnasondómsmálaráðherraítrekaði á Alþingi ígær að hann væri
ósammála þeirri niðurstöðu
umboðsmanns Alþingis að
hann hefði ekki fullnægt
kröfu dómstólalaga eða rann-
sóknaraskyldu í samræmi við
stjórnsýslulög við skipan
hæstaréttardómara sl. sum-
ar. Björn tók þó fram að hann
tæki álit umboðsmannsins
alltaf alvarlega og skoðaði
þau vel. „Þau eru til leiðbein-
ingar miðað við stöðu hans
sem álitsgjafa.“ Ráðherra
sagði ennfremur að réttmætt
væri að ræða hvernig staðið væri
að skipan hæstaréttardómara í
ólíkum löndum og jafnvel draga
lærdóm af því. Ítrekaði hann þó að
ábyrgðin yrði að vera pólitísk að
lokum.
Ummælin féllu í umræðu utan
dagskrár um skipan hæstaréttar-
dómara. Össur Skarphéðinsson,
formaður Samfylkingarinnar, var
málshefjandi umræðunnar, en
sama mál var einnig til umræðu í
upphafi þingfundar á Alþingi í síð-
ustu viku. Þá var dómsmálaráð-
herra hins vegar erlendis.
Össur sagði í gær að álit um-
boðsmanns Alþingis væri einn
samfelldur áfellisdómur yfir emb-
ættisfærslu dómsmálaráðherra.
„Umboðsmaður gerir ýmsar alvar-
legar athugasemdir við það hvern-
ig hæstvirtur ráðherra fer á skjön
við lög um dómstóla. Hið alvarleg-
asta varðar þá skýringu að ráð-
herrann hafi upp á sitt einsdæmi
og án þess að fá mat Hæstaréttar
ákveðið að nota þekkingu umsækj-
enda á tilteknu sérfræðisviði, Evr-
Umræður á Alþingi um skipan hæstaréttardómara
Björn BjarnasonÖssur Skarphéðinsson
„Ábyrgðin verður að
vera pólitísk að lokum“
el. Galler-
eðin verk,
ð skissur,
n, og um-
vegleg að
ina.“
mun eldri
ennar hafi
hvernig i8
na langt í
fur verið
m árin, en
að að hafa
snærum.
Við erum svo heppin að vera fyrsta
íslenska galleríið sem fer í svona út-
rás, og vera með flesta helstu og
bestu listamenn þjóðarinnar. En við
erum líka heppin hve mikil athygli
beinist að Íslandi um þessar mund-
ir.“
Dorothée segist hafa það á til-
finningunni að þeir sem hafi áhrif í
listaheiminum leiti nú æ meira á
nýja staði, til þess að komast að því
að það sé meira í myndlistinni en
það sem gerist í New York, London
og París. „Það hjálpar til hvað Ís-
land virkar skrýtið, þessi litla eyja í
norður Atlantshafi. Þegar fólk sér
svo hvað er að gerast hér í mynd-
listinni verður það mjög hissa. Þá
hættir að skipta máli að Ísland er
lítil skrýtin eyja og aðalatriði að hér
er hugsandi og skapandi fólk.
Krafturinn sem talað er um að sé í
íslenskri listsköpun er ekki klisja,
hann er í raun og veru til staðar.
Þetta upplifir fólk. Sýning Ólafs
Elíassonar í Hafnarborg hjálpaði
mjög mikið til við að beina athygl-
inni hingað. Allt það fólk sem kom
hingað til lands í tengslum við hana,
var alveg agndofa yfir þeim krafti
sem hér er.“
Landslag,
allar 360 gráðurnar
Finnbogi segir það alrangan
hugsunarhátt sem oft hafi orðið
vart við, ekki síst hjá hinu opinbera,
að þjóðin verði að taka þátt í svona
viðburðum til þess að vera með.
„Þetta hefur fyrst og fremst með
góða myndlist að gera. Stjórnvöld
eru kannski aðeins farin að grilla í
að þetta sé það sem skipti máli. Það
er ekki hægt að festa hendur á
þennan kraft sem Dorothée nefndi,
hann er þarna bara, og við sjáum
hann í fólki eins og Björk, Sigur
Rós, Kristjáni Guðmundssyni, Sig-
urði Guðmundssyni, Rögnu Ró-
bertsdóttur og fleirum. Þetta er
okkar landslag. Það er erfitt að
standa fyrir framan mynd eftir
Rögnu og segja að þetta sé íslenskt
landslag, en það er alveg pjúra ís-
lenskt landslag, án þess að hægt sé
að festa fingur á það nákvæmlega
hvernig. Fólk kemur hingað og dá-
ist að landslaginu, en það er miklu
stærri landslagsmynd sem situr eft-
ir í hjarta þess. Það eru allar 360
gráðurnar. Það er lyktin, hitinn,
kuldinn, tilfinningin... öll þessi ljóð-
rænu móment sem eru þarna, en er
erfitt að koma í orð. Það er engin
ástæða fyrir okkur að vera með
minnimáttarkennd. Íslenskir lista-
menn standa alþjóðlegum myndlist-
armönnum fyllilega jafnfætis, ef
ekki skrefinu framar.“
Verk Finnboga hefur þegar verið
selt til Collection Thyssen Bernem-
isza Contemporary-safnsins, sem
einnig keypti ljósmyndaröð eftir
Gjörningaklúbbinn.
a allar fall-
man komnar
gur þátttöku i8 á stefnunni í Basel.
Morgunblaðið/Golli
i í i8, og Finnbogi Pétursson myndlistarmaður eru á leið til Basel í Sviss í júní.
tveimur sýningum á listastefnunni í Basel
begga@mbl.is
ur að vera valinn til að sýna
að komast inn, og galleríin
að koma sínum listamönnum á
Þetta er því talsverður áfangi,
manninn og galleríin. Basel-
tefnan með stóra ellinu og
leikar greinarinnar.‘