Morgunblaðið - 12.05.2004, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 12.05.2004, Qupperneq 37
og hafnamálastofnun, Hafskipum hf. og síðan Tollvörugeymslunni hf. uns hann lét endanlega af störfum árið 1997. Það er óhætt að segja að það hafi skipst á skin og skúrir í lífi Sverris. Fram á miðjan aldur lifði hann lífinu hratt. Það var stoppað stutt í landi og því þurfti að ná eins miklu út úr inni- verunni og mögulegt var. Um leið og komið var í land hófst samneyti við Bakkus konung og stóð sá fé- lagsskapur í inniverum Sverris nær óslitið til ársins 1977 en þá er Sverrir 48 ára gamall. Skyndilega gerir hann upp hug sinn og segir: „Nú er sam- vistum okkar Bakkusar lokið.“ Upp frá því smakkaði hann aldrei framar áfengi. Sama ár og Sverrir á í þeirri glímu deyr Pétur einkasonur hans af slysförum og sýndi Sverrir á þeim tíma mikla staðfestu, lét ekki bugast og sýndi úr hverju hann var raun- verulega gerður, þegar tekið er tillit til þeirrar miklu baráttu sem hann háði á þeim tíma. Best kynntist ég Sverri er við vor- um samskipa á b/v Þorkeli Mána og b/v Snorra Sturlusyni. Ég fann að hann var vinsæll af skipsfélögum og oftar en ekki báðu skipstjórarnir Sverri að líta eftir einhverjum strákum sem voru að stíga sín fyrstu skref til sjós, bæði að þeir færu sér ekki að voða og eins að kenna þeim réttu vinnubrögðin. Ekki dettur mér í hug að hlaða á Sverri einhverju sem hægt væri að túlka sem oflof, enda væri það eitur í hans beinum. Þó get ég ekki stillt mig um að benda á helstu einkenni hans. Hann var glæsilegur á velli þannig að eftir var tekið, ávallt fínn í tauinu og snyrtilega til fara eins og hann á raunar kyn til. Þá laðaðist kvenfólk að honum, þannig að sumum fannst nú reyndar nóg um. Sverrir var með afbrigðum góður sögumaður og var hann stundum að segja mér sögur heilu og hálfu næturnar og það sem meira var, sögurnar breyttust nær ekkert í meðförum hans, hversu oft sem hann sagði mér þær. Freistast ég því til að halda að sögurnar sem hann sagði mér hafi allar verið sann- ar. Aldrei heyrði ég Sverri hallmæla fólki og þegar hann taldi ástæðu til að hæla einhverjum sérstaklega, þá var það alltaf með sama orðalaginu: „Þetta er toppmaður.“ Ef einhver áheyrandi maldaði í móinn og fannst hér e.t.v. óþarflega sterkt að orði kveðið, þá var sá hinn sami óðara dæmdur ómerkur, því Sverrir hafði kveðið upp úr um að viðkomandi væri „algjör toppmaður“ og var þar með lífsins ómögulegt að hnekkja þeim dómi. Þá var hann mjög ættfróður og kunni og gat rakið ættir og persónu- sögu mikils fjölda manna. Að eðlisfari var Sverrir félagsvera og stöðugt á ferðinni. Dagurinn hófst í Sundlaugunum í Laugardal, þar sem málin voru rædd við vini og kunningja. Síðan var komið við á Dvalarheimili aldraðra við Dalbraut, þaðan farið á AA-fund, e.t.v. litið inn á Borgina og kannað hvað þar væri um að vera og síðan gjarnan farið í heimsókn til vina og kunningja. Þá var ávallt hægt að ganga að Sverri vísum á KR-vellinum því þar átti hann sinn fasta stað í stúkunni en Sverrir var í stuðningsmannaklúbbi KR nr. 1. Þá var Sverrir stofnandi og jafnframt formaður í hinu svokallaða Kótelettufélagi, en það er hópur okk- ar frændanna 20–25 talsins sem höf- um hist einu sinni í mánuði á Kringlu- kránni og borðað þar saman. Á þessum samkomum er ekkert kyn- slóðabil. Þar sitja saman til borðs allt að fjórir ættliðir og matseðillinn hef- ur frá upphafi verið óbreyttur og verður svo áfram, þ.e. kótelettur með raspi, brúnuðum kartöflum, grænum baunum og rauðkáli. Ég vissi að Sverri þótti mjög vænt um þennan fé- lagsskap og hlakkaði hann alltaf til þessara máltíða, því með þeim náði hann m.a. að halda góðu og stöðugu sambandi við ættingja sína og kynn- ast yngri frændum sínum og fræðast af þeim í leiðinni. Alls staðar var hann aufúsugestur. Ef einhvers staðar var uppákoma eða tilstand hjá ættingum var Sverri allt- af boðið fyrstum manna enda lífgaði hann upp á viðkomandi samkomu með nærveru sinni. Árið 1987 giftist hann Hildi Valdi- marsdóttur verslunarmanni en hún lést 11 árum síðar, þá aðeins 61 árs að aldri og var hún honum mikill harm- dauði. Síðustu fjögur árin voru Sverr- ir og Birna Björnsdóttir, kaupmaður hér í Reykjavík, nánir vinir og fé- lagar. Eitt mesta lán í lífi Sverris var að hann átti mikinn og ræktarsaman frændgarð sem lét sér annt um hann og studdi hann með ráðum og dáð á erfiðum tímum, því líf hans var ekki alltaf dans á rósum. En eins og áður segir þá náði Sverrir að slíta sig laus- an frá því oki sem þjáði hann framan af ævinni og átti hann hamingjusöm efri ár og er það ekki síst að þakka konunum í lífi hans, Hildi sem var hans lífsförunautur í 11 ár og síðar Birnu Björnsdóttur, yndislegri konu, sem reyndist Sverri mjög vel í veik- indum hans. Við munum minnast Sverris sem einstaklega skemmtilegs manns sem aldrei gleymist. Guð blessi Sverri Davíðsson. Héðinn Eyjólfsson. „Og vertu glaður með vini þínum og njóttu með honum lífsins.“ Þessi orð spámannsins Gibran, hefðu sannarlega getað verið ein- kunnarorð Sverris Davíðssonar sem við nú kveðjum. Sagt er að þeir sem eigi góða vini séu ríkir. Sverrir var stórríkur. Samskipti hans, umhyggja og tryggð við ættingja og samferða- fólk var einstök. Allir löðuðust að þessum jákvæða og trausta manni. Börnin sáu stjörnur í návist hans, því Sverrir kunni þá list að koma fram við þau sem jafningja og af einlægri virðingu. Kynni mín af Sverri voru ekki löng en ánægjuleg og gefandi. Hann var ástvinur systur minnar. Hann birtist mér glæsilegur á velli, hlýr og stórfróður um menn og mál- efni. Stundum göntuðumst við með það, að ekki þyrfti ættfræðibækur eða bókina um íslenska samtíma- menn ef Sverrir væri nærri. Þegar Birna systir mín og Sverrir hittust, höfðu þau bæði misst maka sína en voru svo heppin að finna hvort annað. Samvera þeirra var spennandi. Kraftur og gleði einkenndu þau bæði. Þau ræktuðu garðinn sinn. Dönsuðu af hjartans list. Nutu tónleika og leik- sýninga. Ferðalög heilluðu þau, bæði innanlands og utan. Ungleg – falleg og skemmtileg gengu þau hönd í hönd. Það eru bara örfáir dagar síðan Sverrir varð 75 ára. Hann vildi fagna þeim tímamótum af rausn með fólk- inu sínu og vinum sínum. Það gerði hann líka með glæsibrag. Yfir 200 manns mættu í afmælisboðið til að hylla afmælisbarnið. En lífsklukkan tifaði. Tími Sverris vinar okkar var að renna út. Þeirri vitneskju sem öðru í lífinu tók hann af æðruleysi. Umvaf- inn ástvinum kvaddi hann með sömu reisninni og hann lifði. Sönn hetja. Systir mín, Birna hefur misst sinn yndislega vin. Vinátta Sverris var einstök. Öll finnum við til saknaðar. Ég trúi því að Sverrir standi nú glaðbeittur í landi ljóssins, hjá sínum heittelskaða syni Pétri, sem hann missti svo allt of fljótt. Ég trúi því að eilífðarsólin baði þá feðga geislum sínum. Spámaðurinn Gibran segir: „Þú skalt ekki hryggjast þegar þú skilur við vin þinn, því að það sem þér þykir vænt um í fari hans getur orðið þér ljósara í fjarveru hans eins og fjall- göngumaðurinn sér fjallið best af sléttunni.“ Við Dónald biðjum Guð að geyma okkar kæra vin, Sverri Davíðsson. Helga Mattína Björnsdóttir, Grímsey. Góður drengur er genginn. Hann missti móður sína þegar hann var fjórtán ára – og var eftir það viðloð- andi heimili systur sinnar, Framnes- vegi 32 í Reykjavík. Á unglingsárun- um fór hann á sjóinn, var fyrst í strandferðum með Súðinni en síðar fór hann í siglingar til útlanda, bæði á skipum Sambandsins og Eimskips. Við systkinin, sem ólumst upp á Framnesveginum á yfir tuttugu ára tímabili, munum öll eftir Sverri frá ýmsum tímum. Með honum kom ang- an umheimsins, hann kom frá útlönd- um með forboðna ávexti hingað í land hafta og skömmtunar á fyrstu árun- um eftir stríðið – ávexti sem börn þekktu aðeins af bókum. Grænir ban- anar voru settir á ofninn til þroskast, og Sverrir frændi kom með eitthvað óvænt í næstu ferð. Síðar meir var hægt að biðja hann um að kaupa fyrir sig torfenginn varning eins og leður- jakka eða stígvél og Sverrir krotaði niður á blað og stakk í vasann. Kannski kom miðinn ekki upp í næstu ferð en eftir þriðju ferð var al- veg ljóst að Sverrir myndi efna heit sitt. Hann var orðheldinn og hafði sitt á þurru þrátt fyrir að sigla ólgusjó áratugum saman í hretviðri lífsins. Á Framnesveginum bjuggu nokkr- ar kynslóðir saman í lítilli íbúð. Davíð afi bjó í stofunni og Sverrir svaf á dív- an við hlið föður síns þegar hann var í landi. Alls voru um níu manns búandi á rúmlega fimmtíu fermetrum þegar flest var. Samt var góður andi og glatt á hjalla oftast nær. En stundum kárnaði gamanið þegar sveiflan varð of stór, landlegan löng, danssporin of mörg. Alltaf reis samt Sverrir upp eftir slíka túra forkláraður og fínn. Sverrir var heillandi maður. Hann bjó yfir þeirri bernsku einlægni að fá- ir fengu staðist. Konur löðuðust að honum og hann átti kunningsskap við karla af öllum stéttum og standi. Hann var glaður og reifur, sagði sög- ur og hló svo innilega að gladdi alla í kringum hann. Hann varð því snemma vinsæll. Við minnumst hans, barngóða frændans, sem fylgdist með vegferð og velferð barnanna. Tók þátt í barnaafmælum og íþróttakeppnum barnanna eins og væri hann faðir eða afi. Börn okkar og barnabörn hafa og notið samvistanna við þennan eftir- minnilega og einlæga frænda. Eftir harkalega baráttu við erfiðan sjúkdóm byrjaði Sverrir Davíðsson nýtt líf fyrir rúmlega aldarfjórðungi. Og honum tókst hið ótrúlega – og hef- ur verið ótal mönnum fyrirmynd og einstök hjálparhella á leiðinni til virkrar þátttöku í þjóðfélaginu. Hann leiddi margan manninn sjálfur á fundi og til meðferðar – og var æv- inlega reiðubúinn að hjálpa og að- stoða menn þegar svo bar undir. Hann vingaðist við fólk við fyrstu kynni og sá kunningsskapur hélt út lífið. Enda var vandfundinn jafn vin- margur maður og Sverrir Davíðsson. Sverrir var óvenju mannglöggur og -vís. Hann þekkti ógrynni fólks og mundi nöfn og vensl í marga ættliði. Á árum átaka í einkalífinu undir leið- sögn Bakkusar var hann kallaður Svarkurinn – og þá var tíska að glaðir ungir menn fengju slík gælunöfn. Nú nýlega var Sverrir beðinn að rifja nokkur þeirra upp og runnu þá upp úr honum nafnarunurnar, voru skráð á annað hundrað slík auknefni eftir honum. Hann sagði sögur af hispurs- leysi og einlægni, og einstæðri per- sónulegri gamansemi. Frændrækni hans við viðbrugðið. Segja má að hann hafi haldið stórfjöl- skyldunni saman, enginn viðburður eða veisla var sæmandi innan okkar vébanda nema Sverrir væri þar heið- ursgestur. Sverrir var lífsnautnamaður, naut þess að fara út að dansa, borða og fara í ferðalög. „Ferðaklúbburinn Framnesvegur 32“ samanstóð af nokkrum frændunum með fótbolta að áhugamáli. Við höfðum farið í tvær utanlandsferðir og sú þriðja var á umræðustigi þegar Sverrir fór í sitt síðasta ferðalag. En það var stundum engu líkara en Sverrir kenndi í brjósti sínu þeirrar feigðar sem beið hans, tímasprengjunni eins og hann kallaði það. Hann hélt næstliðinn sunnudag upp á 75 ára afmæli sitt þar sem 250 manns fögnuðu honum. Hann kvaddi þar glaður vini sína og vandamenn. Þrem dögum síðar var hann liðinn. Sverrir Davíðsson móð- urbróðir okkar er kært kvaddur af frændfólki sínu, fjölskyldunni á Framnesveginum, börnum Kristínar og Guðmundar. Davíð, Björgólfur, Sigríður, Björg og Ólafur Kristófer. Lífið, dreyrinn, ljósið, þú sem lofaði allt sem hrærðist. Í hjarta þínu tær var trú sem fann til og bærðist Sverrir, þá ertu farinn og minning- arnar sem þú skildir eftir svífa um huga minn sem seglskútur á vordegi um flóann. Þú varst einstakur maður, Sverrir frændi. Kenndir án orða og varst án tilgerðar. Ávallt opinn, ein- lægur og sem ósnortin slægja á síð- sumri, þrátt fyrir að hafa fetað marga misjafna tröðina. Bjóst yfir eiginleik- um einfaldleikans sem mörgum tekst aldrei að höndla. Ætíð hjálpsamur og skilningsríkur og tilbúinn að hlusta. Matelskur með eindæmum og þakk- látur. Enn eru í muna mér myndir af ömmu á Gunnlaugsgötunni þegar hún hafði vart við að bera í þig góð- gætið þegar við krakkarnir höfðum löngu fengið magafylli og jafnvel leift á diskunum. Þú sast áfram við kjöt- katlana með barnslegt bros á vör og ætlaðir aldrei að fá nóg svo lengi sem systir þín bar á borð. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast þér upp á nýtt fyrir sjö árum þegar við Úlfar Davíðsson buðum þér til hins fyrsta, sem svo urðu mánaðarlegir fundir okkar frændanna í hádeginu yfir kótelett- unum á Kringlukránni. Það voru afar skemmtilegar stundir þessi nær sjö ár með þér mánaðarlega í hádeginu og ekki skaðaði þegar fleiri frændur bættust í hópinn. Já, þú hafðir svo sannarlega aðdráttarafl. Það fór þér vel að sitja í öndvegi á þessum stund- um. Skemmtilegur með ríka skap- höfn sem smitaði út frá sér. Þér var annt um ættmennin í kringum þig og fylgdist vel með líðan og aðstæðum annarra. Engan vissi ég mann betur tengdan með víðfeðmari félagsauð en þig. Já, það eru margir sem koma til með að sakna og minnast þín Sverrir minn. Um leið og ég geri það og svíf í huganum heim yfir hafið að líkbörum þínum veit ég jafnframt að þú ert kominn á góðan stað þar sem grasið er jafnvel grænna og aflasældin meiri en í Ólafsvík á þínum uppvaxtarár- um. Far í friði, frændi. Þinn þakklátur Héðinn Unnsteinsson. Sverrir Davíðsson, fyrrverandi sjómaður, er látinn sjötíu og fimm ára að aldri. Mig langar með fáeinum orðum að minnast hans, en kynni SJÁ SÍÐU 38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 37 Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Faðir okkar, ÞÓRÐUR HELGI EINARSSON (Tóti í kaupfélaginu), Ísafirði, lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði mánudaginn 10. maí. Jarðsungið verður frá Ísafjarðarkirkju miðviku- daginn 19. maí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Svanhildur Þórðardóttir, Hermann Þórðarson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN EINARSSON, Hlíðarhúsum 5, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 10. maí. Þórdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Guðjón R. Ágústsson, Einar Guðjónsseon, Helga Guðmundsdóttir, Þorbjörg Guðjónsdóttir, Gylfi Gíslason. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÍSAFOLD GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 10. maí. Hún verður jarðsett frá Digraneskirkju mánu- daginn 17. maí kl. 15.00. Bryndís Sigurðardóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Kristín Sigurðardóttir, Svanhildur Sigurðardóttir, Tómas Sigurgeirsson, Erla Björg Sigurðardóttir, Lilja Sigurðardóttir, Einar Sigurðsson, Ellen Blomsterberg, Arnþór Sigurðsson, Sigurbjörg Dögg Finnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.