Morgunblaðið - 12.05.2004, Síða 45
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 45
ÁGÆTI Þorleifur Örn.
Ég sá í Morgunblaðinu, að þú hef-
ur sent því til birtingar opið bréf til
mín, sem áður hefur birst á ýmsum
vefsíðum. Ég svaraði bréfi þínu á
þeim vettvangi og kýs nú einnig að
biðja Morgunblaðið að birta svar
mitt. Ég vek athygli þína á því, að
frumvarpið til breytinga á útlend-
ingalögunum var samþykkt hinn 30.
apríl á alþingi og lögin tóku gildi 1.
maí. Hef ég breytt svari mínu í sam-
ræmi við það.
Vil ég þá fyrst óska þér til ham-
ingju með þá konu sem þér hefur
hlotnast og hefur þá ágætu eigin-
leika sem þú lýsir. Mér þykir leitt ef
þið óttist að íslenska ríkið eða
kannski ég persónulega hafi sérstak-
an áhuga á því að spilla sambandi
ykkar eða koma á annan hátt í veg
fyrir að þið fáið notið þeirrar ham-
ingju sem forsjónin hefur vonandi
kjörið ykkur. Af bréfi þínu ræð ég
nefnilega að þú virðist hafa gert þér
ýmsar hugmyndir í þá veru og þykir
mér vænt um að fá tækifæri til að
koma á framfæri nokkrum athuga-
semdum við þær, sem kannski ná að
slá á áhyggjur þínar og jafnvel ann-
arra.
Í fyrsta lagi vil ég taka fram, að öf-
ugt við það sem ráða má af einni
spurninga þinna, þá er það svo að
hvorki dómsmálaráðuneytið, ríkis-
stjórnin né nokkur annar aðili sem
ég þekki til hefur lagt til að konuefni
þitt eða þá þú sjálfur verðið að hafa
náð 24 ára aldri til að mega ganga í
hjónaband. Hjúskaparaldur verður
eftir sem áður 18 ár fyrir alla menn,
íslenska sem erlenda ásamt því sem
öll ákvæði er lúta að réttindum og
skyldum hjóna í núgildandi hjúskap-
arlögum nr. 60/1972, um stofnun og
slit hjúskapar, gilda um löglega
stofnuð hjónabönd hvort sem þau
eru milli íslenskra ríkisborgara eða
íslenskra ríkisborgara og borgara
erlends ríkis.
Sennilega er ástæða þessa mis-
skilnings sú, að í nýlegum breyting-
um á lögum um útlendinga, segir, að
vígsla svo ungs einstaklings leiði
ekki sjálfkrafa til þess að hann fái
hér dvalarleyfi á grundvelli hjúskap-
arins. Mikill munur er hins vegar á
slíkri breytingu og svo því að ákveða
að slíkur maður fái hér ekki dval-
arleyfi, eins og sumir virðast halda
að ætlunin sé. Hann fær einfaldlega
ekki dvalarleyfi „sem maki“, en get-
ur eftir sem áður sótt um leyfi með
venjulegum hætti, enda hefur alls
ekki verið hróflað við 11. grein út-
lendingalaga, sem segir meðal ann-
ars að veita megi útlendingi dvalar-
leyfi ef framfærsla hans, sjúkra-
trygging og húsnæði er tryggt.
Vitaskuld yrði litið til hjúskapar út-
lendingsins við Íslending við með-
ferð umsóknarinnar. Það er því alls
ekki svo að sérstaklega sé stefnt að
því að koma í veg fyrir að Íslend-
ingar, sem eignast unga erlenda
maka, geti fengið þá hingað til sín.
Þvert á móti má ætla að hjúskapur
umsækjanda með íslenskum ríkis-
borgara verði einmitt það atriði er
vegur hvað þyngst við mat á umsókn
um dvalarleyfi
Í bréfi þínu segir þú meðal annars:
„Það kemur fram í lögunum að að við
þurfum að hafa búið saman áður en
kemur að hjónabandi.“ Hér hefur þú
orðið fyrir því, sem alla getur hent,
að fá rangar upplýsingar. Nýsam-
þykktar breytingar kveða ekki á um
slíka skyldu; og ekki heldur þó sóst
sé eftir dvalarleyfi en ekki hjóna-
bandi. Í fyrsta lagi hefur ekkert
breyst um rétt fólks til að ganga í
hjónaband, en í öðru lagi þá er það
misskilningur að skylt sé að fólk hafi
búið saman, tali hvort annars tungu
eða nokkuð slíkt, svo því verði veitt
dvalarleyfi. Sé hins vegar rökstudd-
ur grunur uppi um að til hjónabands
sé stofnað, til þess eins að útvega
einstaklingi dvalarleyfi, þá hefur
hjúskapurinn ekki þau áhrif. Í at-
hugasemdum með frumvarpinu voru
nefnd ýmis atriði sem geta veitt vís-
bendingar í þá átt, eða eins og segir í
athugasemdunum: „Þannig verður
að vera glögg vísbending um að til
hjúskapar hafi verið stofnað til þess
eins að sækja um dvalarleyfi. Vís-
bendingar í þessa átt geta til dæmis
verið að aðilar hafa ekki búið saman
fyrir stofnun hjúskapar, hjónin
skilja ekki tungu hvort annars, mik-
ill aldursmunur er á þeim, þau
þekkja ekki til einstakra atriða eða
atvika úr lífi hvort annars fyrir gift-
ingu eða fyrri hjónabönd. Í því sam-
bandi má huga að því hvort sá maki,
sem hér dvelst löglega, hafi áður
verið í hjúskap með útlendingi, sem
lauk skömmu eftir að sá síðarnefndi
öðlaðist hér dvalarleyfi. Sé sam-
kvæmt framangreindu eða öðrum
ástæðum rökstuddur grunur um að
til hjúskapar hafi verið stofnað til
þess að fá dvalarleyfi verður um-
sækjandinn að sýna fram á annað.“
Það er því rangt að verið sé að setja
þau skilyrði sem þér virðist hafa ver-
ið sagt, einungis er um það að ræða
að í athugasemdum eru talin upp
ýmis atriði sem almennt geta gefið
vísbendingar í þessa veru. Ég býst
við að þú sért sammála um það að at-
riði eins og þessi geta bent til að ekki
sé um hjúskap af hefðbundnum
ástæðum að ræða, þótt vitanlega
geti verið fullkomlega eðlilegar
skýringar á atvikum þegar þau
verða nánar skoðuð, svo sem sið-
venja í ætt eða upprunalandi hins er-
lenda manns og svo framvegis.
Þá segir þú í bréfi þínu: „Við meg-
um til dæmis búa við það að lög-
reglan ryðjist inn til okkar án dóms-
úrskurðs og fari í gegnum
undirfataskúffurnar okkar til þess
að sanna eða afsanna að við séum í
raun ástfangin og gift þess vegna.“
Ég skil vel að þér lítist ekki vel á þá
tilhugsun og ég vona að þú verðir
feginn að heyra að í nýsamþykktum
lögum er, þvert á við það sem þér
virðist hafa verið sagt, ekki gert ráð
fyrir að lögregla fái slíka heimild.
Gert er ráð fyrir að heimildir til hús-
leitar komi aðeins til í undantekning-
artilfellum, þegar rökstuddur grun-
ur leikur á að um alvarleg brot sé að
ræða og þá einungis að undangengn-
um dómsúrskurði. Sé tekið mið af
þeim aðstæðum er þú lýsir eru
áhyggjur þínar óþarfar
Málefni útlendinga eru vandmeð-
farin og ofarlega á baugi um alla
okkar álfu. Ég vil síður en svo verða
til þess að stía fjölskyldum í sundur
eða meina ástvinum að eigast, enda
er nýsamþykktum breytingum á út-
lendingalögum ekki ætlað að verða
til þess. Það getur svo verið skoðun
einhverra að hjónaband megi, auk
þess að vera sáttmáli tveggja ein-
staklinga um sameiginlega framtíð,
vera verslunarvara til að gera smygl
á fólki auðveldara; að ekkert megi
gera til að koma í veg fyrir að fólk
geri sér að fjáruppsprettu að fara ut-
an, ganga í „hjónaband“ með ein-
hverjum sem það hefur aldrei fyrr
séð, flytja með sinn heittelskaða
heim og skilja þar við hann við land-
ganginn. Það viljum við samt líklega
fæst og meðal annars þess vegna
reynum við að sníða reglurnar þann-
ig að við því megi sporna. Hér hefur
lögregla þó haft afskipti af meira en
60 manns vegna gruns um mála-
myndahjónabönd, án þess að geta
komist til botns í málum vegna
skorts á lagaheimildum til þess.
Þá viljum við einnig vonandi fæst
að fólk sé þvingað til að ganga í þann
hjúskap sem það vildi ekki sjálft ef
það mætti ráða, en víða tíðkast það
að ungu fólki sé beinlínis ráðstafað í
hjúskap gegn vilja sínum og þá jafn-
vel til þess að nýtast síðar til að
koma einhverjum öðrum til annarra
landa.
Eins og þér er vafalaust kunnugt
um er smygl á fólki verulega um-
svifamikil starfsemi sem flest ríki,
sem fyrir verða, reyna að sporna við.
Við teljum ekki skynsamlegt að hér
gildi þær reglur sem líklegar séu til
að laða slíka starfsemi frekar að Ís-
landi en öðrum ríkjum. En ég virði
að sjálfsögðu rétt annarra til að vera
annarrar skoðunar.
Að lokum vil ég hrósa þér fyrir að
láta þær spurningar þínar, sem þú
telur óprenthæfar, óprentaðar. Það
er allt of mikið prentað af óprent-
hæfu efni. Ég þakka þér fyrir að
hafa gefið mér tilefni til að svara
spurningum sem sjálfsagt fleiri hafa
haft í huga sér og óska þér og unn-
ustu þinni heilla í framtíðinni.
Með góðri kveðju,
BJÖRN BJARNASON,
dómsmálaráðherra.
Svar við opnu bréfi
um útlendingalög
Björn Bjarnason svarar Þorleifi
Erni Arnarsyni:
HUGMYNDIR forseta Íslands um
aukna þátttöku í dægurmálum og
jafnvel að taka uppá því að nýta mál-
skotsrétt endrum og sinnum breyta
eðli embættisins.
Embætti sem þokkaleg sátt hefur
verið um lýðveldistímann og hefur
mótast af lítt umdeildum hefðum þó
áratugirnir séu ekki margir.
Talað hefur verið um „séð og heyrt
væðingu“ forsetans síðustu ár sem
við vorum blessunarlega laus við áð-
ur. Þjóðin hefur svosem tekið því
með jafnaðargeði allt frá reiðtúrnum
endasleppa. Þar er þó mikil breyting
frá þeirri hógværð sem áður var
kringum embættið, en breytt fjöl-
miðlun kemur þar eflaust inní ásamt
fleiru.
Allt annað mál eru hugmyndir
Ólafs Ragnars að blanda embættinu
nú meira inní pólitík líðandi stundar.
Jafnvel þó ekki sé þar átt við flokka-
pólitík beint. Byrji forsetinn að nýta
málskotsrétt sem hefur ekki verið
gert áður, eða tjá sig á beinskeyttari
hátt um umdeild mál, verður ákveðið
griðrof sem hefur náðst með virðu-
leik og hefðum, milli forsetaembætt-
isins, meirihluta Alþingis og þjóðar-
innar.
Þessar hefðir hafa í sem stystu
máli verið ánægja með að embættið
stæði til hliðar við pólitískt dægur-
þras en léti stjórnvöldum og rétt-
kjörnum alþingismönnum slíkt eftir.
Nóg er það samt. Ef embætti forseta
blandast hins vegar inní þann barn-
ing og eilífðarspuna, sem yrði þá
væntanlega á viðkæmum stundum í
heitum deilumálum, já þann dag yrði
öll sátt um þetta embætti og sitjandi
forseta fokin útí veður og vind.
Ástæðan er sú að þessi inngrip yrðu
alltaf umdeild.
Gilti þar einu hvort í embætti for-
seta sæti Ólafur Ragnar Grímsson
eða Hannes Hólmsteinn Gissurarson
svo dæmi sé tekið. Ákvörðun forseta
á viðkæmum stundum að slá á putta
ráðandi aðila í okkar þingræðishefð
og stjórnskipun myndi æpa á deilur
og gerbreyta eðli embættisins.
Annað mál er að forsetinn mun
áfram hafa hlutverki að gegna við
stjórnarmyndanir og málskotsréttur
þá frekar neyðarréttur miðað við
hvernig embættið, hefðir og stjórn-
arfar hefur mótast hér.
Maður hefur sterklega á tilfinn-
ingunni að ástæður þessa kurrs um
embættið síðustu misserin sé visst
hægri vinstri neistaflug á pólum.
Kannski óþol vegna langs stjórnar-
meirihluta núverandi stjórnvalda.
Þessvegna er hent enn betur á loft
hjá sumum í stjórnarandstöðu þeim
bolta er forsetinn sjálfur gaf upp.
Forseta sem um margt er hæfur
maður. En var hvorki áður þjóð-
minjavörður, leikhússtjóri eða til
dæmis hagstofustjóri. Hann var um-
deildur vinstrimaður.
VALDIMAR GUÐJÓNSSON,
Gaulverjabæ.
FriðarrofFrá Valdimari Guðjónssyni:
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Með kveðju.
Sveinn, sími 695 9808.
SÉRBÝLI
MEÐ TVEIMUR ÍBÚÐUM
Mér hefur verið falið að leita eftir sérbýli
með tveimur íbúðum. Um er að ræða
fjársterkan aðila sem er tilbúinn að veita
ríflegan afhendingartíma sé þess óskað.
Verðhugmynd allt að 27 millj.
Áhugasamir vinsamlegast hafið
samband og ég mun fúslega veita
nánari upplýsingar.
Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000
www.terranova.is
Akureyri, sími 461 1099
ÞÝSKALAND
MEÐ LTU OG TERRA NOVA
Í ALLT SUMAR
Flugsæti báðar leiðir með flugvallasköttum.
Takmarkað sætaframboð.
DÜSSELDORF
FRÁ KR. 27.110
MÜNCHEN
FRÁ KR. 29.910
- SPENNANDI VALKOSTUR
MÉR barst í dag bréf frá Mün-
chen um hvalveiðar frá tveimur
einstaklingum þar í borg,
sennilega pari. Konan heitir Edda,
eftirnafnið get ég ekki lesið, en
karlinn heitir Rolf Küfbuer, vænt-
anlega er konan með sama eft-
irnafn. Sá galli er reyndar á gjöf
Njarðar að þetta ágæta fólk gefur
ekki upp heimilisfang sitt þannig
að ég get ekki svarað bréfinu og
rökrætt við það um það mál sem
þau eru að benda mér á að íhuga.
Orðrétt segjast þau vilja skýra af-
stöðu sína „á persónulegri og
mannlegri hátt en hægt er að gera
með auglýsingum og umræðum í
sjónvarpi“. Mér finnst þeirra að-
ferð reyndar vera mun „ómann-
legri“ en augýsingar í sjónvarpi,
yfirleitt veit maður hverjir aug-
lýsa, en þetta fólk er gersamlega
ósýnilegt, en sendir mér engu að
síður persónulegt bréf sem það
skilur tæplega sjálft. Þetta fólk
segist hafa fengið texta þessa
bréfs sendan á íslensku frá Green-
peace-samtökunum ásamt þýskri
þýðingu og það lýsir sig sammála
öllu því sem þar kemur fram.
Nú vill svo til að ég er ósammála
mörgu sem kemur fram í þessu
bréfi. Ég tel að margt af því sem
þau halda fram sé byggt á van-
þekkingu og misskilningi og vil
gjarnan ræða það við þetta ágæta
fólk. Ég vil sem sagt gjarnan
svara bréfi þeirra en fyrir mér eru
þau gersamlega ósýnileg. Mér
tókst ekki að finna Greenpeace-
samtökin hér á landi í símaskránni
og skrifa því opið bréf til samtak-
anna eða áhangenda þeirra. Til
þess að það sé hægt að taka bréf
eins og þetta alvarlega verður
maður að vita hver skrifar það,
annars er það fullkomlega mark-
laust.
Ég skora því á Greenpeace-sam-
tökin að finna fyrir mig Rolf Küf-
bauer í München til þess að ég
geti svarað honum og komið sjón-
armiðum mínum á framfæri. Nafn
mitt og heimilisfang er í síma-
skránni þannig að það er auðvelt
að finna mig og koma upplýsingum
til skila.
ARI SKÚLASON,
stuðningsmaður fordómalausrar
umræðu um sjálfbæra þróun, nýt-
ingu auðlinda og hvalveiðar.
Opið bréf til Green-
peace á Íslandi
Frá Ara Skúlasyni: