Morgunblaðið - 12.05.2004, Side 50
ÍÞRÓTTIR
50 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
HANDKNATTLEIKUR
Valur – Haukar 23:29
Hlíðarendi, Reykjavík, annar úrslitaleikur
karla, þriðjudaginn 11. maí 2004.
Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 3:3, 6:3, 8:6, 9:10,
11:11, 13:11, 13:14, 14:14, 14:20, 18:24,
20:26, 23:26, 23:29.
Mörk Vals: Brendan Þorvaldsson 6, Bald-
vin Þorsteinsson 5/1, Markús Máni Mich-
aelsson 4, Hjalti Pálmason 3, Ragnar Æg-
isson 2, Heimir Örn Árnason 1, Hjalti
Gylfason 1, Bjarki Sigurðsson 1/1.
Utan vallar: 10 mínútur.
Mörk Hauka: Ásgeir Örn Hallgrímsson 10,
Halldór Ingólfsson 5/3, Þorkell Magnússon
3, Þórir Ólafsson 3, Andri Stefan 3, Vignir
Svavarsson 2, Robertas Pauzuolis 2, Gísli
Jón Þórisson 1.
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifs-
son, komust vel frá hlutverki sínu.
Áhorfendur: Um 700, færri en á kvenna-
leik Vals og ÍBV í fyrrakvöld.
Haukar hafa yfir, 2:0, og geta tryggt sér
Íslandsmeistaratitilinn á morgun.
KNATTSPYRNA
Frakkland
Lens - Auxerre ..........................................1:3
Bordeaux - París SG .................................3:0
Staða efstu liða:
Lyon 35 22 7 6 60:25 73
Mónakó 35 20 11 4 55:25 71
París SG 36 20 10 6 48:28 70
Auxerre 36 18 7 11 57:33 61
Sochaux 35 17 9 9 50:38 60
Nantes 35 16 8 11 44:32 56
Marseille 35 16 5 14 47:41 53
Bordeaux 36 13 11 12 39:37 50
Lens 36 14 8 14 32:44 50
Lille 35 13 7 15 38:38 46
Nice 35 10 15 10 38:36 45
Rennes 35 12 8 15 48:44 44
Bastia 35 9 12 14 33:45 39
Skotland
Dundee United - Dunfermline .................3:2
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Austurdeild, undanúrslit:
Miami - Indiana .................................... 94:87
Indiana er yfir, 2:1.
Vesturdeild, undanúrslit:
Sacramento - Minnesota.................. 113:114
Eftir framlengingu.
Minnesota er yfir, 2:1.
SKOTFIMI
Fyrsta landsmót Skotíþróttasambands Ís-
lands í sumar í leirdúfnaskotfimi var haldið
hjá Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar að Iða-
völlum, sunnudaginn 9. maí.
Einstaklingskeppni, skotið á 150
Ellert Aðalsteinsson, SÍH .......................137
Gunnar Gunnarsson, SFS .......................131
Örn Valdimarsson, SÍH...........................129
Sveitakeppni:
SÍH .........................................með 333 dúfur
Ellert Aðalsteinsson
Örn Valdimarsson
Sigurþór Jóhannesson
SFS ........................................ með 307 dúfur
Gunnar Gunnarsson
Friðþór Sigfús Sigurmundsson
Halldór Helgason
SÍH ........................................ með 283 dúfur
Kári Grétarsson
Kristinn Rafnsson
Stefán Örlygsson
SIGLINGAR
Keppni um Reykjavíkurbikarinn í kajak-
róðri, laugardagur 8. maí.
Karlar á trefjabátum, 10.5 km:
Sveinbjörn Kristjánsson, Inuk.............58.28
Halldór Sveinbjörnsson, Inuk..............58.29
Sigurður Pétursson, See Wolf ..........1:07.56
Karlar á plastbátum 10.5 km:
Mads Sircstedt, Seyak .......................1:07.04
Kári Þórsteinsson, Kodiak ................1:09.05
Grétar Marteinsson, Capella ............1:10.09
Konur 10.5 km:
Fanney Pálsdóttir, Inuk ....................1:13.19
Elín Eiríksdóttir, Nord Kapp ...........1:15.03
Jónína Guðjónsdóttir, Quest .............1:26.00
Karlar 3.5 km:
Gunnar Sæmundsson, Sardina ............21.55
Finnbogi Björnsson, See Wolf .............22.10
Hlöðver Pálsson, Esplore.....................22.20
Konur 3.5 km:
Hildur Nilsen, Viking Lv......................24.24
Steinunn Sveinsdóttir, Quajaq.............26.20
DAGNÝ Skúladóttir, landsliðsmaður í handknattleik, íhugar nú
tilboð frá þýska 1. deildarliðinu TuS Weibern, sem Aðalsteinn Eyj-
ólfsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara ÍBV tekur við þjálfun á í
sumar. Dagný lék á síðustu leiktíð með TV Lützellinden í þýsku 1.
deildinni en það er gjaldþrota og leikur í 3. deild á næsta keppnis-
tímabili af þeim sökum. Forráðamenn TV Lützellinden hafa einnig
ekki gefið upp alla von um að halda Dagnýju, sem þótti standa sig
afar vel með liðinu á liðnum vetri.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins vill Dagný ekki gera
nema eins árs samning við TuS Weibern þar sem sambýlismaður
hennar Gunnar Berg Viktorsson á aðeins eitt ár eftir af samningi
sínum við Wetzlar. TuS Weibern hefur einnig gert þeim Jónu Mar-
gréti Ragnarsdóttur og Sólveigu Láru Kjærnested tilboð og því
ekki útilokað að a.m.k. fjórir Íslendingar verði í herbúðum liðsins
á næsta keppnistímabili. TuS Weibern var nýliði þýsku 1. deildinni
á nýliðnum vetri og hafnaði í 10. sæti.
Ekki er loku fyrir það skotið að Dagný verði áfram í herbúðum
TV Lützellinden, en þjálfari liðsins vill gjarnan halda henni. Gerðu
forráðamenn TV Lützellinden Dagnýju tilboð í gær en hún mun
ekki vera mjög ginnkeypt fyrir að leika í 3. deildinni.
Dagný Skúladóttir með
tilboð frá TuS Weibern
FH og Everton hafa náð samkomulagi um
að Bjarni Þór Viðarsson, drengjalandsliðs-
maður í knattspyrnu, gangi til liðs við enska
úrvalsdeildarfélagið, en eins og áður hefur
komið fram, gerði Everton Bjarna tilboð
fyrir skömmu. Nú er verið að vinna í samn-
ingagerð Bjarna Þórs við Everton og er
reiknað með að hann haldi til Liverpool í
næstu viku – fari í læknisskoðun og skrifi
undir samning, ef hann stenst læknisskoð-
un. Eftir áreiðanlegum heimildum Morgun-
blaðsins liggur þriggja ára samningur tilbú-
inn á Goodison Park. Bjarni Þór er 16 ára
og spilaði 9 af 10 leikjum drengjalandsliðs-
ins 2003, sem komst í milliriðil Evrópu-
keppninnar, og hann er áfram gjaldgengur
í liðið á þessu ári. Bjarni Þór er bróðir Arn-
ars Þórs, fyrirliða Lokeren, og Davíðs Þórs,
Lilleström. Þeir eru synir Viðars Halldórs-
sonar, fyrrverandi landsliðsmanns úr FH.
Bjarni Þór fer
til Everton
Glæsilegur leikkafli Hauka í byrj-un síðari hálfleiks var vendi-
punktur leiksins. Á fyrstu 15 mín-
útum leiksins
skoruðu meistararn-
ir níu mörk gegn að-
eins einu frá Val og
eftir það var aðeins
formsatriði að ljúka leiknum, nokkuð
sem fáum datt í hug þegar flautað
var til leikhlés.
Valsmenn höfðu tveggja marka
forskot eftir fyrri hálfleikinn, 13:11,
hálfleiks sem helst verður minnst
vegna frábærrar frammistöðu mark-
varðanna Pálmars Péturssonar og
Birkis Ívars Guðmundssonar. Hvað
eftir annað vörðu þeir meistaralega
og það mátt ekki á milli sjá hver
hafði betur. Birkir hélt hins vegar
uppteknum hætti í síðari hálfleik og
undirstrikaði að hann er besti mark-
vörður landsins um þessar mundir.
Valsmenn sýndu heldur betur á
sér klærnar í fyrri hálfleik. 3:2:1
vörn þeirra var afar öflug og Pálmar
varði hvað eftir annað meistaralega
fyrir aftan hana. Ásgeir Örn Hall-
grímsson hóf leikinn af sama krafti
og hann gerði á Ásvöllum á sunnu-
daginn. Þessi frábæri leikmaður,
sem verður betri með hverjum leikn-
um, skoraði sex af átta fyrstu mörk-
um Haukanna og aðeins hann og Ro-
bertas Pauzuolis komust á blað
fyrstu 20 mínúturnar í leiknum.
Sóknarmönnum Hauka fyrir utan
Ásgeir gekk illa að finna glufur á
vörn Vals og Valsmenn höfðu ágæt
tök á leiknum. Þeir komust í 7:4 en á
þessum kafla gekk Haukunum flest í
mót og þeir misnotuðu til að mynda
sjö sóknir í röð. Haukum tókst að
jafna, 8:8, en Valsmenn, með Brend-
an Þorvaldsson í fararbroddi, náðu
yfirhöndinni á ný áður en hálfleik-
urinn var allur, en Brendan skoraði
fimm mörk í hálfleiknum og þar af
komu fjögur af vítalínunni. Fyrri
hálfleikurinn einkenndist hins vegar
af miklu óðagoti og mistökum á báða
bóga.
Líklega hefur Páll Ólafsson þjálf-
ari Hauka sagt vel valin orð við læri-
sveina sína því þeir mættu gífurlega
einbeittir til leiks í síðari hálfleik.
Þeir gáfu tóninn með því að skora
þrjú fyrstu mörk hálfleiksins og hafi
vörn Valsmanna verið öflug framan
af fyrri hálfleik þá komst hún ekkert
í líkingu við varnarmúr Haukanna
fyrsta stundarfjórðunginn í síðari
hálfleik. Valsmenn réðu ekkert við
flata og afar hreyfanlega vörn Hafn-
firðinganna og Birkir Ívar hélt
áfram að verja eins og berserkur.
Haukar skoruðu hvert markið á fæt-
ur öðru, mörg hver eftir hraðaupp-
hlaup og ekki bætti úr skák fyrir
Valsmenn að þeir misstu tvo menn
útaf með stuttu millibili. Haukar
komust í 21:15 og eftir það var ekki
aftur snúið fyrir meistaraliðið þó svo
að smá fjörkippur hafi hlaupið í Vals-
menn þegar þeim tókst að minnka
muninn niður í þrjú mörk, 26:23.,
þremur og hálfri mínútu fyrir leiks-
lok. Haukarnir sýndu mátt sinn og
megin og áttu sviðið lokamínútur
leiksins og það var vel við hæfi að Ás-
geir Örn Hallgrímsson ætti lokaorð-
ið þegar hann skoraði sitt 10. mark
og það sirkusmark.
Haukar hafa lagt Valsmenn í tví-
gang að velli með sannfærandi hætti
og ekki eru nein teikn á lofti að bik-
arinn hverfi frá Ásvöllum þetta árið.
Haukarnir eru komnir með níu fing-
ur á bikarinn og draumur þeirra er
að hampa honum fyrir framan dygga
stuðningsmenn sína á Ásvöllum ann-
að kvöld. Frábær markvarsla Birkis
Ívars ásamt firnasterkri vörn gerði
líklega útslagið í rimmu liðanna í
gærkvöld og þá var þáttur Ásgeirs
Arnar afar stór en vinstri handar
skyttan unga hélt Haukaliðinu á floti
í sóknarleiknum lengi framan af leik.
Haukarnir létu aldrei slá sig út af
laginu þótt á móti blési framan af
leik. Þeir stöppuðu í sig stálinu og
með frábærri liðsheild afgreiddu
þeir afmælisbarnið á Hlíðarenda af
miklu öryggi.
Pálmar Pétursson og Brendan
Þorvaldsson stóðu upp úr í liði Vals
en það sem varð þeim að falli að
þessu sinni var hversu margir af lyk-
ilmönnum brugðust. Markús Máni
var afar mistækur og Heimir Örn
Árnason náði sér aldrei á strik frek-
ar en aðrir af útileikmönnum liðsins.
Greinilegt er að úthaldið er farið að
bresta í herbúðum Vals ásamt því að
margir leikmanna liðsins ganga ekki
heilir til skógar en það er ekki væn-
legt gegn svo sterku liði og Haukar
hafa á að skipa.
Engin afmælisgjöf
til stóra bróður
HAUKAR gáfu stóra bróður í Val enga afmælisgjöf þegar bræðra-
félögin, bæði stofnuð af séra Friðriki Friðrikssyni, áttust við á 93
ára afmæli Valsmanna á Hlíðarenda í öðrum úrslitaleik liðanna um
Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. Haukarnir fóru á kostum í
síðari hálfleik og uppskáru öruggan sex marka sigur, 29:23, og mið-
að við tvo fyrstu leiki liðanna bendir ýmislegt til þess að Haukar
verði krýndir Íslandsmeistarar annað árið í röð á Ásvöllum annað
kvöld.
Morgunblaðið/ÞÖK
Stuðningsmenn Hauka fjölmenntu á Hlíðarenda í gær til að
hvetja sína menn til dáða eins og glögglega má sjá.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
# 01
2(0 3 1
3
3
#
1
6 =
4
5
)
6
7
)
)
6
5
5
5
)
)
6 =
4
3
'$
'#
"*
"+
=
75
+8
7*
'
-'
''
'*
"+
"+
+9
5)
8*
3
Birkir Ívar Guðmundsson,
Haukum 21 (þar af sjö aftur til
mótherja): 11 (4) langskot, 3 (1)
af línu, 5 (1) úr horni, 2 (1) eftir
hraðaupphlaup.
Pálmar Pétursson, Val 20 (þar
af 6 aftur til mótherja): 8 (2) af
línu, 4 (1) langskot, 4 (1) úr
horni, 2 (1) eftir hraðaupp-
hlaup, 2 eftir gegnumbrot.
Þannig
vörðu þeir
Vilhjálmur
til Vals
VILHJÁLMUR Halldórsson,
handknattleiksmaður, skrif-
aði í gær undir 2ja ára samn-
ing við Val. Vilhjálmur, sem
er 22 ára gamall, hefur leikið
allan sinn feril með Stjörn-
unni en þar er á ferð mikil
skytta sem mörg lið voru á
höttunum eftir, þar á meðal
Fram og ÍR.
„Um leið og það var orðið
ljóst að Markús Máni færi frá
okkur þá fórum við á stúfana
til að finna arftaka hans og
Vilhjálmur kom strax upp í
hugann. Við væntum mikils
af honum og teljum að hann
geti fyllt skarð Markúsar,“
sagði Haraldur Daði Ragn-
arsson, formaður handknatt-
leiksdeildar Vals, við Morg-
unblaðið í gær.
Haraldur sagði að Vals-
menn myndu halda sama
mannskap á næsta tímabili
og þá yrði Óskar Bjarni Ósk-
arsson áfram þjálfari liðsins
en Valsmenn hafa tekið
stefnuna á að spila í Evrópu-
keppni á næsta ári.