Morgunblaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 134. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Sætur sigur
Ruslönu
Úkraínska rokkgyðjan tók
Evróvisjón með trompi | Fólk
Fasteignir | Einkunnir grunnskólanna Lagnafréttir Íbúðir á
Spáni? Rut Káradóttir Markaðurinn Íþróttir | Knattspyrna:
Meistararnir töpuðu Arsenal taplaust NBA-meistararnir úr leik
Fasteignir og Íþróttir í dag
EKKI hefur verið rætt um að grípa til tíma-
bundinnar lækkunar á olíugjaldi eða vöru-
gjaldi af bensíni til að vega upp á móti hækk-
un sem orðið hefur á heimsmarkaðsverði á
olíu, líkt og gert var vorið 2002, skv. upplýs-
ingum sem fengust hjá Geir H. Haarde fjár-
málaráðherra. „Ég tel engar líkur á að það
verði,“ segir hann.
Vara við að gera of mikið úr
áhrifum hækkunar olíuverðs
Geir H. Haarde er nýkominn af árlegum
ráðherrafundi Efnahagssamvinnu- og þró-
unarstofnunarinnar (OECD) í París, sem
haldinn var 13. og 14. maí. Fyrri daginn fór
fram aðalfundur fjármála- og efnahagsráð-
herra. Fjármálaráðherra Mexíkó fer með
formennsku í hópnum en með varafor-
mennsku fara fjármálaráðherra Íslands og
efnahagsráðherra Hollands.
Á fundinum ræddi Geir m.a. um efnahags-
leg áhrif hækkunar olíuverðs á alþjóðamark-
aði. „Olíuverð er orðið mjög hátt, þótt engin
leið sé að spá um hvort svo verði áfram,“ seg-
ir Geir í samtali við Morgunblaðið. Hann
segir að ráðherrarnir hafi mikið rætt þessi
mál á fundinum í París. „Menn vara við að
gera of mikið úr þessari hækkun. Hún á sér
skýringar sem ekki eru eingöngu efnahags-
legar. Það er búið að taka þær verðhækkanir
sem fram eru komnar inn í helstu spár um
efnahagshorfurnar en ástandið hvað það
varðar er mjög gott víðast hvar nema þá
helst í Evrópu,“ segir Geir.
Ekki líkur
á lækkun
olíugjalds
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og
varaforseti ráðherrafundarins, ásamt
Luis Ernesto Derbez Bautista, utanrík-
isráðherra Mexíkó, sem var í forsæti.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráð-
herra gerir grein fyrir sjónarmið-
um sínum um mögulegt synjunar-
vald forseta Íslands í grein sem
hann ritar í Morgunblaðið í dag.
Davíð segir að ekki sé stafur fyrir
þeirri túlkun, sem stundum sé
haldið fram, að sú staðreynd að
forseti Íslands sé þjóðkjörinn
hljóti að færa honum frekara vald
en stjórnarskráin mælir fyrir um.
„Þannig gerir stjórnarskráin
ráð fyrir að handhafar forseta-
valds geti farið með öll þau sömu
störf og forsetinn í fjarveru hans.
Ekki eru þeir sem slíkir þjóð-
kjörnir. Ætla menn að halda því
fram að þeir hafi ekki það sama
synjunarvald og forsetinn? Ef
það er svo, þá gæti synjunarvald-
ið fallið niður í jafnvel allt að
þriðjung af hverju ári. Og þeir
tugir lagafrumvarpa sem hand-
hafar staðfesta árlega lúta þá
ekki sömu örlögum og lögmálum
og þau frumvörp sem forsetinn
staðfestir. Ekki er heil brú í slíkri
kenningu,“ segir Davíð.
Forsætisráðherra víkur einnig
að dæmi sem Eiríkur Tómasson
lagaprófessor hefur nefnt um að
forseti hafi sjálfur staðfest lög
sem afnámu skattfrelsi embættis-
ins sem hafi sýnt að m.a.s. í svo
miklu persónulegu hagsmuna-
máli hafi vanhæfi ekki komið til
álita. „Að sjálfsögðu ekki,“ segir
Davíð í greininni. „Ráðherrann
sem undirritaði lögin, sem forset-
inn staðfesti, bar einn á þeim
stjórnskipulega ábyrgð sam-
kvæmt stjórnarskránni og þetta
er ekki umdeilt eins og að framan
sagði. Því gat aldrei vaknað
spurningin um vanhæfi forsetans.
Ef forsetinn hefði á hinn bóginn
notað sér persónulegan synjunar-
rétt, sem Eiríkur og fleiri fræði-
menn hafa með sterkum rökum
stutt að sé til staðar, þá hefði mál-
ið gjörbreyst. Þá hefði spurning
um vanhæfi risið á augabragði.“
Bendir Davíð einnig á að eng-
inn viti með vissu hvernig ætti að
bregðast við synjun forseta og
segir:
„En eins og prófessor Björg
Thorarensen við Háskóla Íslands
og Jón Steinar Gunnlaugsson
prófessor við Háskólann í
Reykjavík hafa bent á, þyrfti með
lögum að taka afstöðu til fjölda
vandasamra álitaefna, sem fjarri
því er víst að góð samstaða myndi
nást um í þinginu. Allt yrði þetta
því hið mesta óefni.“
Þjóðkjör færir forseta
ekki frekara vald
Forsætisráðherra fjallar um synjunarákvæði stjórnarskrár
Um vanhæfi/miðopna
ÁLFTIN Svandís er komin heim á Bakkatjörn á Sel-
tjarnarnesi, tíunda árið í röð, og sást þar í gær
ásamt maka sínum og að minnsta kosti fimm ung-
um. Nesstofa er hér í baksýn en álftin á sér nokkra
forsögu sem á vefsíðu Seltjarnarnesbæjar er rakin
allt til bæjarstjórnarkosninga 1994 þegar þáverandi
bæjarstjóri, Sigurgeir Sigurðsson, lét gera hólma í
Bakkatjörn, sumum til ama. Síðan þá hefur þessi
álft komið í hólmann og gárungar á Nesinu jafnan
talað um Svandísi Sigurgeirsdóttur.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Álftin Svandís með
fimm unga á Bakkatjörn
Bonnevie
leikur í mynd
Baltasars
EIN eftirsóttasta leik-
kona Norðurlanda, hin
norska Maria Bonnevie,
mun leika aðal-
hlutverkið á móti
bandaríska leikaranum
Forrest Whitaker í nýj-
ustu mynd Baltasars
Kormáks, A Little Trip
to Heaven. Sagt er frá
málinu í sænskum fjöl-
miðlum í gær. Gert er ráð fyrir að hefja
tökur í haust og vonast Bonnevie til þess
að kvikmyndaleikurinn stangist ekki á við
starf hennar við stærsta leikhús Svía,
Dramaten.
Bonnevie lék aðalhlutverkið í kvikmynd
Hrafns Gunnlaugssonar, Hvíta víkingn-
um, sem frumsýnd var árið 1991.
Maria Bonnevie
♦♦♦
NOKKRIR bandarískir þingmenn
kröfðust þess í gær, að hafin yrði
rannsókn á ásökunum um, að Donald
Rumsfeld, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, hefði samþykkt
leynilega áætlun um yfirheyrsluað-
ferðir, sem aftur hefði leitt til mis-
þyrminga á föngum í Írak. Talsmað-
ur varnarmálaráðuneytisins vísar
ásökununum á bug.
Koma þessar ásakanir fram í
grein eftir blaðamanninn Seymour
Hersh í tímaritinu The New Yorker.
Segir hann, að Rumsfeld og Richard
Myers, yfirmaður bandaríska her-
ráðsins, hafi samþykkt áætlunina,
sem hafi átt að fara leynt.
Vilja sannleikann fram
Öldungadeildarþingmaðurinn Joe
Lieberman sagði í gær, að ásakan-
irnar væru mjög alvarlegar og hann
og fleiri þingmenn krefjast rann-
sóknar. „Við verðum að komast að
sannleikanum,“ sagði Lieberman.
Lawrence Di Rita, talsmaður
varnarmálaráðuneytisins, vísaði
ásökunum Hersh á bug sem „sam-
særiskenndu slúðri“.
Breska blaðið The Times segir í
mánudagsútgáfu sinni, að breska og
bandaríska ríkisstjórnin séu að
vinna að áætlun um að flytja herafl-
ann frá Írak „eins fljótt og auðið er“.
Hefur blaðið þetta eftir heimildum,
sem segja, að ekki eigi að hlaupast í
burt frá Írak, heldur að tryggja, að
það geti orðið sem fyrst.
Kröfur
um nýja
rannsókn
Rumsfeld sagður hafa
samþykkt leynilega
yfirheyrsluáætlun
Washington. AP, AFP,
Rumsfeld/14