Morgunblaðið - 17.05.2004, Page 19

Morgunblaðið - 17.05.2004, Page 19
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 19 ÓPERUKÓR Hafnarfjarðar heldur tónleika í kvöld, mánudagskvöld, kl. 20 í Hafnarborg og kl. 20 á morgun í tónlistarhúsinu Ými. Kórinn hefur á undanförnum mánuðum staðið í ströngu við undirbúning Menningar- daga sem fram fara næstkomandi haust í höfuðborg Búlgaríu, Sófíu, þar sem fjöldi íslenskra listamanna verður með í för og eru tónleikarnir liður í því. Óperukór Hafnarfjarðar hefur sérhæft sig í óperu-, óperettu- og vínartónlist en ásamt henni flytur kórinn nú úrval gullmola úr smiðju íslenskra tónskálda. Einsöngvarar á tónleikunum verða úr röðum kórs- ins, einnig mun Elín Ósk Óskars- dóttir, stjórnandi kórsins, syngja einsöng. Píanóleikari er Peter Máté. Morgunblaðið/Sverrir Elín Ósk Óskarsdóttir í hlutverki sínu sem lafði Macbeth. Óperukór Hafn- arfjarðar heldur tvenna tónleika RADDBANDAFÉLAG Reykjavík- ur heldur vortónleika í tónlistarhús- inu Ými á mánudag kl. 20. Raddbandafélagið undirbýr þátt- töku í íslenskum menningardögum í Búlgaríu í október., ásamt fjölda listamanna frá Íslandi. Þá hefur Raddbandafélagið einnig í undirbún- ingi þátttöku í listahátíð á erlendri grund á næsta ári. Á efnisskrá tónleikanna eru ís- lensk og erlend þjóðlög, dægurlög í ýmsum útfærslum, barbershop og lög úr söngleikjum. Nokkrir félagar í Raddbandafélaginu syngja einsöng og dúetta. Undirleikari er Brynhild- ur Ásgeirsdóttir. Stjórnandi er Sig- rún Grendal. Raddbandafélagið syngur í Ými Þar sem ræturnar liggja – Lífssögur af landsbyggðinni nefnist safn smá- sagna eftir Rúnar Kristjánsson frá Skagaströnd, en hann hefur áður gefið út nokkrar ljóðabækur. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Eins og nafnið bendir til er lífið á lands- byggðinni hér fyrst og fremst viðfangs- efni Rúnars. Munu eflaust margir kannast við þær persónugerðir sem koma fram í sögum hans og þekkja þar bakgrunn lífsins í sjávarbyggðum og sveitum landsins. Þar liggja rætur flestra Íslendinga eins og ættfræðin sannar best. Hér koma við sögu fjöl- margir karakterar sem sett hafa svip sinn á byggðir landsins en heyra nú margir sögunni til.“ Útgefandi er Vestfirska forlagið á Hrafnseyri. Bókin er 148 bls., prentuð í Ásprenti á Akureyri. Verð: 1.900 kr. Smásagnasafn VORTÓNLEIKAR Reykjalundar- kórsins 2004 verða í Varmárskóla í Mosfellsbæ miðvikudaginn 19. maí kl. 20.30. Einnig verður kórinn með vortónleika í Reykholtskirkju í Borgarfirði sunnudaginn 23. maí kl. 15.00. Á efnisskránni eru m.a. ís- lenskir söngdansar og sumarlög, ís- lensk þjóðlög í útsetningu Jóns Ás- geirssonar og tónverk eftir von Gluck, Mozart, Grieg og fleiri. Einsöngvarar koma úr röðum kórfélaga. Stjórnandi Reykjalund- arkórsins er Íris Erlingsdóttir og píanóleikari Anna Rún Atladóttir. Vortónleikar Reykjalundar- kórsins Upplýsingar í síma 552 2028 og 552 2607 www.graennkostur.is Sendum grænmetisrétti til fyrirtækja í hádeginu • Magnafsláttur ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.