Morgunblaðið - 17.05.2004, Side 4

Morgunblaðið - 17.05.2004, Side 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin þann 27. maí á hreint ótrúlegum kjörum. Borgin er vettvangur fyrir lífskúnstnera því hér er að finna ótrúlegt úrval listasafna, veitingastaða, fagurra garða, iðandi mannlífs jafnt að nóttu sem degi, frægustu veitingastaði og skemmtistaði Spánar, tónlistarlíf í blóma og síðast en ekki síst, frábært veðurfar. Frábært úrval hótela í hjarta Barcelona. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.990 Flugsæti, skattar innifaldir. M.v. netbókun. Flugsæti kr. 32.600./2 = 16.300 + 3.690 = 19.990.- Val um úrvalshótel í Barcelona. Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin 2 fyrir 1 til Barcelona 27. maí frá kr. 19.990 GUÐMUNDUR Árni Stefánsson, fyrsti varaforseti Alþingis og þing- maður Samfylkingarinnar, segist ætla að taka upp á fundi forsætis- nefndar Alþingis síðar í dag fregnir af samtali Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra og umboðsmanns Alþingis, sem staðfest var af Davíð í viðtali hjá fréttastofu Sjónvarps um helgina að fór fram. Guðmundur Árni segist neita að trúa því sem fram hafi komið í frétt DV að forsætisráðherra hafi haft í hótunum við umboðsmann Alþingis. Hann ætli að inna eftir því hjá for- sætisnefnd hvort umboðsmaður hafi gert forráðamönnum þingsins viðvart um þetta samtal. Komi í ljós að hann hafi ekki gert það, nái málið út af fyrir sig ekki lengra. „Ásakanirnar eru það alvarlegar að ég tel mikilvægt að tekin verði af öll tvímæli um það að svona samskipti ráðherra og umboðsmanns eigi sér ekki stað. Hreinsa þarf þetta and- rúmsloft. Ég vil ekki trúa því að um- boðsmanni hafi verið hótað. Hann nýtur skjóls Alþingis og er fulltrúi Al- þingis gagnvart almenningi í landinu. Þó að hann sé ekki háheilagur maður sem ekki megi ræða við á málefna- legum nótum, eiga ráðherrar ríkis- stjórnarinnar ekki undir nokkrum kringumstæðum að segja honum fyr- ir verkum,“ segir Guðmundur Árni. Ummæli Davíðs í Sjónvarpinu Í viðtali í fréttatíma Sjónvarpsins á laugardag sagðist Davíð Oddsson for- sætisráðherra iðulega eiga samtöl við umboðsmann Alþingis. Í umræddu samtali hefði hann þrívegis tekið fram að um trúnaðarsamtal væri að ræða. „Við áttum samtal um, við höfum iðulega átt samtal, oftast nær að hans [umboðsmanns] frumkvæði en í þessu tilfelli að mínu frumkvæði. Það hefur verið tekið fram í öllum þeim samtölum, og þrívegis í þessu sam- tali, að hér væri um trúnaðarsamtal að ræða. Mér finnst með ólíkindum ef umboðsmaður er að brjóta það. Þá er embætti hans orðið eitthvað allt ann- að en maður hélt að það væri,“ sagði Davíð við Sjónvarpið. Vill ræða málið í forsætisnefnd VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fjallar um afstöðu sína til 26. greinar stjórnarskrár um synjunarrétt forseta í viðtalsbókinni Í hlutverki leiðtogans, sem Ásdís Halla Bragadóttir, bæjar- stjóri í Garðabæ, ritaði ár- ið 2000. Vigdís greinir frá við- brögðum sínum þegar henni bárust áskoranir frá fjölda Íslendinga um að neita að und- irrita lögin um gildistöku EES- samningsins árið 1993. „Ef ég hefði gert það hefði farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um lögin. Ég var með klofna þjóð að baki. Annar helmingurinn heimtaði þjóðaratkvæðagreiðslu en hinn helmingurinn að ég skrif- aði undir EES-lögin. Þjóð- in var eins og Huginn og Muninn, krunkandi tíðind- in í eyrun á Óðni, hvor á sinni öxlinni,“ segir Vigdís. Segist hún hafa ráðfært sig við forystumenn allra stjórnmálaflokka og rætt málið við menn úr flestum geirum þjóðfélagsins. „Af minni hálfu var mjög varasamt að neita að skrifa undir samninginn. Með því væri ég að lýsa yfir stríði á hendur Alþingi og ríkisstjórn sem hafði samþykkt hann. Í þjóðaratkvæðagreiðslu hefði aldrei verið hægt að greina á milli um hvað hefði verið kosið, EES-samninginn eða ríkisstjórn- ina,“ segir Vigdís í viðtalsbókinni. Vigdís Finnbogadóttir um afleiðingar synjunar á staðfestingu EES-laganna Vigdís Finnbogadóttir Með því væri ég að lýsa yfir stríði á hendur Alþingi og ríkisstjórn Róbert Marshall Sendi tölvu- póstinn í eigin nafni RÓBERT Marshall, fréttamaður á Stöð 2 og formaður Blaðamanna- félags Íslands, segist hafa sent í eigin nafni tölvupóstinn sem greint var frá í Morgunblaðinu sl. laugardag, þar sem hann skorar á fjölmiðlafólk að safna undir- skriftum undir áskorun á forseta Íslands að staðfesta ekki fjöl- miðlafrumvarpið. Hef fengið mjög víðtækt umboð til að berjast gegn frumvarpinu „Ég sendi þetta sem starfs- maður hjá Norðurljósum á mína samstarfsmenn,“ segir Róbert. Hann segist telja þetta full- komlega eðlilegt þrátt fyrir að hann starfi einnig sem formaður Blaðamannafélagsins. „Ég hef fengið mjög víðtækt umboð frá aðalfundi félagsins, sem haldinn var á dögunum, til þess að berj- ast gegn þessu frumvarpi með öllum tiltækum ráðum. Þar var ég í miðri þessari baráttu allri einróma endurkjörinn formaður. Það var samþykkt mjög harðorð ályktun gegn frumvarpinu og ég lít svo á að ég hafi fullt umboð til þess að berjast gegn þessu frum- varpi. Þó svo ég hafi gripið til þess að senda þetta ekki sem for- maður félagsins eða titla mig sem slíkan, þá hefði það í sjálfu sér verið í lagi þó ég hefði gert það, miðað við það umboð sem ég hef,“ segir hann. Rætt á stjórnarfundi Blaðamannafélagsins í dag Róbert segir að skv. fréttum RÚV hafi komi fram að óánægja væri innan Blaðamannafélagsins vegna þessarar framgöngu for- mannsins og sagðist hann vilja ræða það við félaga sína á stjórn- arfundi félagsins í dag. „Að vísu hef ég ekki heyrt þetta nema í fréttum RÚV og hefur enginn lýst yfir öðru við mig en ánægju með hvernig ég hef gengið fram í þessu máli,“ segir hann. „Ég lít svo á að ég hafi umboð félagsmanna til þess að berjast gegn þessu máli. Ég vil ræða þetta við mína félaga í stjórninni augliti til auglitis. Það ríkir eng- in ógnarstjórn í Blaðamanna- félaginu,“ segir Róbert Marshall. FJÓRIR ráðherrar ríkisstjórnarinnar; Sturla Böðvarsson, Björn Bjarnason, Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson, greiða hér atkvæði á Alþingi síðdegis á laugardag um tillögu stjórnarandstöðunnar um að vísa fjölmiðlafrumvarp- inu frá. Atkvæði féllu þannig að 30 þingmenn meirihlutans sögðu nei, og 27 já um að vísa frumvarpinu frá. Morgunblaðið/Árni Torfason Ráðherrar greiða atkvæði DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í umræðum um fjölmiðlafrum- varpið á Alþingi á laugardag að mönnum yrði „ekki um og ó“ eins og hann orðaði það, þegar þeir heyrðu stjórnarandstæðinga halda því fram að frumvarpið stæðist ekki stjórnar- skrá. „Hvers vegna verður mönnum ekki um og ó þegar talsmenn stjórn- arandstöðunnar koma og segja að mál þetta brjóti í bága við stjórnar- skrána?“ spurði hann og svaraði: „Það er af því að við erum svo vön að heyra það.“ Síðan sagði hann: „Ég lét taka þetta saman hvenær menn veifa stjórnarskránni. Það er auðvitað bara í allra stærstu málum, ekki satt?“ sagði hann og nefndi m.a. mál um starfsréttindi tannsmiða. „Þar var því haldið hér fram að það mál væri í vandræðum með stjórnarskrána.“ Davíð taldi upp fleiri mál, s.s. mál um fjáröflun til vegagerðar, afslátt af þungaskatti, jarðarlög, kjaramál fiskimanna og tekjutryggingu ör- orkulífeyrisþega. Brotið stjórnarskrána Fram kom í máli Össurar Skarp- héðinssonar, formanns Samfylking- arinnar, sem næstur kom í pontu að hann teldi að ræða forsætisráðherra hefði ekki verið málefnaleg. Sagði hann að ráðherra hefði toppað sjálfan sig í ræðunni. „Það er bara eitt sem vantaði í ræðu hæstvirts forsætisráð- herra um stjórnarskrána en það er það hversu oft ríkisstjórn undir hans forystu hefur brotið stjórnarskrána, hversu oft hæstvirtur ráðherra hefur verið rassskelltur með dómum Hæstaréttar, vegna þess að hann hef- ur þröngvað í gegn lögum sem hafa verið brot á stjórnarskrá.“ Mönnum verður ekki um og ó Gagnrýnir tölvupóst BJÖRN Bjarnason dómsmála- ráðherra gagnrýndi tölvupóst Róberts Marshall, fréttamanns Stöðvar 2 og formanns Blaða- mannafélags Íslands, í um- ræðum um fjölmiðlafrumvarpið á Alþingi á laugardag. Tölvu- pósturinn var sendur starfs- mönnum fjölmiðla í síðustu viku en í honum hvetur Róbert til þátttöku í undirskriftasöfnun þar sem skorað er á forseta Ís- lands að undirrita ekki fjölmiðla- frumvarp forsætisráðherra. Björn las upp úr bréfinu og fjallaði m.a. um það atriði í bréf- inu þar sem fólk er hvatt til að skrifa undir og „senda áskorun þótt það sé annarrar skoðunar“, sagði Björn. Síðan sagði hann: „Hvaða starfshættir eru þetta sem við erum að kynnast hér hjá for- manni Blaðamannafélags Ís- lands? Hvernig á að vera hægt að treysta mönnum fyrir að segja okkur fréttir og starfa á óhlutdrægan hátt sem frétta- menn sem þannig starfa?“ Jónína Bjartmarz Málið verði skoðað fyrir þriðju umræðu JÓNÍNA Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins og varafor- maður allsherjarnefndar Alþing- is, tók fram í atkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið á Alþingi á laugardag að hún gengi út frá því að málið yrði skoðað fyrir þriðju umræðu. „Ég stend að nefndaráliti og breytingartillögu meirihluta allsherjarnefndar og styð frumvarpið með þeim breyt- ingum sem lagðar eru til. En ég geng út frá því, herra forseti, að málið verði skoðað í kjölfarið og fyrir þriðju umræðu.“ Frumvarpinu var vísað til þriðju og síðustu umræðu á Al- þingi með 30 atkvæðum stjórn- arliða gegn 27 atkvæðum stjórn- arandstæðinga og Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Fram- sóknarflokks.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.