Morgunblaðið - 17.05.2004, Side 18

Morgunblaðið - 17.05.2004, Side 18
LISTIR 18 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fann hann á mbl.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 24 62 1 05 /2 00 4 SÁ EINSTAKI viðburður átti sér stað um helgina að kanadíski píanóleikarinn Marc-André Hamel- in hélt tónleika í Háskólabíói. Hamelin er heimsþekktur fyrir snilli sína við slaghörpuna og hefur vakið sérstaka athygli fyrir hve mikið hann leikur verk eftir lítt þekkt tónskáld, sem sum hver hafa alls ekki átt skilið að falla í gleymsku. Sennilega er nítjándu aldar rómantíkerinn og píanósnill- ingurinn Charles-Valentin Alkan þar á meðal, en Hamelin lék eftir hann Veislu Esóps, eina af dæmi- sögunum frægu, í þetta sinn um hlutverk tungunnar. Verkið var sannkölluð veisla fyrir eyrun í með- förum Hamelins, hún var stór- skemmtileg og grípandi og kom tónlistin stöðugt á óvart. Gríðar- lega hröð og erfið hlaup eftir hljómborðinu voru leikin af full- komnu áreynsluleysi, en um leið voru innhverfari augnablik tón- smíðarinnar óvenju blæbrigðarík. Útkoman var í einu orði sagt stór- kostleg. Næst á dagskrá voru tvær tón- smíðar eftir samtímamann Alkans, Franz Liszt. Þetta voru Reminisc- ences de Norma, sem er nokkurs- konar fantasía er byggist á stefjum úr óperunni Normu eftir Bellini, og Benediction de Dieu dans la Sol- itude (Blessun Guðs í einverunni). Hér sýndi Hamelin að hann býr yf- ir tækni sem er beinlínis yfirskilvit- leg; ég hef aldrei á ævi minni heyrt leiknar eins hraðar áttundir og vissi ekki að þetta væri mögulegt. Verður maður að taka undir það sem sagt hefur verið um Hamelin í erlendum fjölmiðlum: „Töfrar hans storka náttúrulögmálunum.“ Leikur Hamelins var samt ekki bara einhver yfirborðsleg flugelda- sýning; þvert á móti var tækni hans aðeins tól til að koma list- rænni sýn til áheyrenda. Enda áttu mestu töfrarnir sér ekki stað í lokasprettinum í óperufantasíunni þar sem himinn og jörð voru að farast, heldur í hinni tónsmíðinni eftir Liszt, hófstilltri hugleiðingu um nærveru Guðs. Túlkun Hamel- ins á þessari unaðsfögru tónlist var hápunktur tónleikanna, áslátturinn var dásamlega mjúkur og draum- kenndur, en að sama skapi svo þrunginn óskilgreinanlegri, upphaf- inni merkingu að það var eins og kliður úr annarri veröld. Aðeins örfáir listamenn eru færir um að skapa slík áhrif. Eftir hlé flutti Hamelin fyrsta og þriðja hluta Iberiu eftir Isaac Alb- éniz. Þar komu allskonar stemn- ingar við sögu sem Hamelin, af yf- irmáta smekkvísi og kunnáttu, gerði fullkomlega skil. Að vísu er tónlist Albéniz dálítið ofhlaðin og því kannski ekki fyrir alla, en þrátt fyrir það var kærkomin tilbreyting að heyra spænska tónlist á tón- leikum hérlendis, sem er alltof sjaldgæft. Ljóst er af ofanskráðu að þessir tónleikar voru listræn opinberun. Áheyrendur voru frá sér numdir af hrifningu, ætluðu aldrei að hætta að klappa fyrir listamanninum og stóðu upp fyrir honum í lokin. Von- andi fáum við að heyra hann leika hér aftur og aftur. Nærvera Guðs Jónas Sen „Útkoman var í einu orði sagt stórkostleg,“ segir um tónleika Hamelins. TÓNLIST Háskólabíó Marc-André Hamelin flutti verk eftir Alkan, Liszt og Albéniz. Laugardagur 15. maí. PÍANÓTÓNLEIKAR FYRSTA íslenska vefleikritið er að verða til þessa dagana á Leik- listarvefnum, www.leiklist.is. Mánudaginn 10. maí birtist fyrsti þátturinn og hóf þá næsti höf- undur að rita annan þátt. Alls munu sjö leikskáld skrifa leikritið og verða þeir að bregðast við og halda áfram með þær persónur, hugmyndir og framvindu sem þeir sem á undan koma hafa skapað. Höfundarnir vita ekki hver af öðr- um og nöfnum þeirra verður hald- ið leyndum þar til verkið verður fullskrifað hinn 31. maí. Samhliða því sem verkinu vindur fram stendur yfir samkeppni um nafn á verkið á spjallþráðum leiklistar- vefjarins. Höfundar verksins munu kjósa um heiti þess. Vefurinn Leiklist.is, sem rekinn er af Bandalagi íslenskra leik- félaga, var opnaður í september árið 2001. Nýir þættir í vefleikrit- inu birtast á mánudögum og föstu- dögum nú í maí og hinn 4. júní næstkomandi verður síðan upplýst hverjir höfundar eru. Sjö höfundar skrifa leikrit á Netinu LEIKVERK eftir Jón Gunnar Þórðarson verður frumsýnt kl. 20 í kvöld, mánudag undir berum himni á Primrose Hill í London. Jón Gunnar leikstýrir verkinu sjálfur. Leikararnir eru átta og er verkið flutt á sjö mismunandi tungumál- um, aðallega á ensku. Einnig frönsku, spænsku, zimbabvísku, kóresku, þýsku og íslensku. Hóp- urinn eru allt nemendur í Drama Centre London sem stofnuðu þennan leikhóp utan skólans. Leikurinn frem fram í trjám, á jörðu niðri, á hjólum, hjólabrett- um, hjólaskautum eða á jörðinni. Um er að ræða gamanleik sem byggist á leikritinu Mystero Buffo eftir Dario Fo þar sem skopast er að síðustu 12 tímum í lífi Jesú Krists. Síðustu stundir Krists Ísland er land þitt er safn blaða- greina eftir Friðrik Daníelsson efna- verkfræðing og er þetta fyrsta bókin í nýrri ritröð Vest- firska forlagsins um þjóðfélags- mál. Friðrik hefur skrifað fjölda greina í íslensk dagblöð um þjóðfrelsis- og sjálfstæðismál, iðnaðaruppbyggingu og umhverfismál og í erlend tímarit um íslenska iðn- aðarþróun. Útgefandi er Vestfirska forlagið á Hrafnseyri. Bókin er 112 bls. prentuð í Ásprenti á Akureyri. Verð: 1.700 kr. Blaðagreinar ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.