Morgunblaðið - 17.05.2004, Síða 27

Morgunblaðið - 17.05.2004, Síða 27
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 27 ✝ Stefanía UnaPétursdóttir fæddist á Eskifirði 29. mars 1926. Hún lést á Landspítalan- um 6. maí síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Pétur Björgvin Jónsson, f. 27.11. 1889, d. 1966, og Sigurbjörg Pét- ursdóttir, f. 14.2. 1902, d. 1996. Eftir- lifandi systkini Stef- aníu eru: Bogi, f. 3.2. 1925, maki Margrét Magnúsdóttir; Jóna Vilborg, f. 21.11. 1927, maki Matthías Jóhannsson (látinn); Guðlaug, f. 6.6. 1930, maki Karl Hjaltason (látinn); Stefán Guð- mundur, f. 8.5. 1931, maki Krist- björg Magnúsdóttir; Jón Pétur, f. 5.3. 1934, maki Guðrún Lárus- dóttir (skildu); Sigurlína, f. 4.4. 1936, maki Eyvindur Pétursson; Halldór, f. 2.10. 1941, maki Bryn- dís Björnsdóttir; Ingi Kristján, f. 22.7. 1943, maki Helga Jónsdóttir (látin); Þorsteinn Sigurjón, f. 27.5. 1945, maki Snjólaug Ósk Aðal- steinsdóttir. Systk- ini látin: Elísabet f. 20.3. 1922; Jóhanna Fanney, f. 26.2. 1923, maki Lesley Ashton (látinn); María, f. 22.2. 1924; Hjálmar, f. 20.5. 1931, sambýliskona Hjördís Einarsdótt- ir, fyrri eiginkona Ólöf Kristjáns- dóttir (skildu); Valgerður, f. 6.7. 1937. Stefanía giftist Sigurði Þórðar- syni bifreiðarstjóra í Reykjavík (látinn). Fyrri eiginmaður Stefan- íu var Valgeir Ólafsson (látinn). Útför Stefaníu verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Ég hef notið þeirra forréttinda að vera yngstur í stórum systkinahópi. Stundum hefur það verið nefnt að vegna þess hafi ég verið dekraður. Auðvitað get ég ekki neitað því að sem litli bróðir hefi ég notið forrétt- inda. Þetta var þó allt óumbeðið, af minni hálfu, ég naut ástar og um- hyggju eldri systkina og ástríkra foreldra. Í stóra hópinn hafa verið höggvin skörð og nú kveð ég systur mína Stefaníu sem lést hinn 6. maí sl. Á síðasta vetri gerði Stefanía boð fyrir okkur hjónin til að ræða um hvernig hún vildi að farið væri með hennar mál eftir hennar dag. Þetta var í raun svo óraunverulegt, Stef- anía málhress að vanda og við full- viss um að þetta væri eitthvað svo langt í burt. En í raun var þetta svo skammt undan. Stefanía var ekki allra, hún átti ekki stóran vinahóp en var þeim mun traustari vinur vina sinna. Hún hafði ákveðnar skoðanir og lét þær oft í ljós. Á stundum sagði hún: „Maður má gæta sín með tunguna.“ Hún gat virkað hrjúf á yfirborðinu en þeir sem þekktu vissu að hjá henni bjó viðkvæm sál sem fann til og iðraðist. Hún vildi ætíð ná sáttum og ef hún hafði orðið ósátt eða upp kom ósætti vildi hún fyrir alla muni að fólk sættist. Þegar Stefanía fæddist voru þeg- ar fjögur börn fyrir á heimilinu. Á þeim árum var ekki komin til fjöl- skylduaðstoð frá hinu opinbera. Fjölskyldu aðstoð þess tíma fólst í hjálpsemi ættingja og vina. Amma Stefaníu, Una Stefanía Stefánsdótt- ir, og maður hennar Pétur Péturs- son bjuggu þá á Neskaupstað og höfðu komið sér þar vel fyrir í hús- inu Garðshorni. Þrátt fyrir að þau væru barnmörg var pláss fyrir ný- fædda stúlku og var Stefanía alin upp hjá þeim afa sínum og ömmu. Þar var fyrir María yngsta dóttir þeirra Unu Stefaníu og Péturs og ól- ust þær upp eins og systur. Mjög kært var alla tíð á milli Stefaníu og Maríu og börnum hennar. Hjá afa og ömmu átt Stefanía góða daga og fór þaðan ekki fyrr en hún var kom- in yfir unglingsárin, þá flytur hún til Vestmannaeyja. Þangað hafði María flutt og stofnað heimili og fyrsta barn hennar fætt. Stefanía var tvígift, ung giftist hún Valgeiri Ólafssyni sjómanni en þau skildu. Í nokkur ár bjó hún með Pétri Andréssyni, þau slitu sambúð. Stóra ástin í lífi hennar var Sigurður Þórðarson bifreiðarstjóri og hús- vörður hjá Blindrafélaginu í Hamra- hlíð 17. Það var unun að fylgjast með samskiptum þeirra. Sigurður sérstakt prúðmenni og hafði svo góð áhrif á þá sem nærri honum voru. Hjá Sigurði leið Stefaníu vel, senni- lega bestu ár ævi hennar. Sorgin við að missa Sigurð var stór og langur tími leið þar til að aftur fór að koma gleðiglampi í augu Stefaníu. Sigurð- ur hafði áður verið kvæntur og reyndust dætur hans Stefaníu ætíð mjög vel. Í mörg ár háði Stefanía baráttu við Bakkus og að lokum náði hún tökum á að halda honum frá lífi sínu. Þar kom henni til hjálpar fé- lagsskapurinn AA og var hún virkur félagi þar um tíma. Hún kunni ætíð að meta þann félagsskap og vann einnig um tíma á meðferðarheim- ilinu á Vífilsstöðum. Fyrir tæpum tveimur árum eign- aðist hún nafna er frændi hennar ákvað að nefna dreng í höfuðið á henni og Boga bróður okkar. Stefán Bogi varð sérstakur sólargeisli í lífi hennar. Það var gaman að gleðjast með Stefaníu og sjaldnast lognmolla þar sem hún var. Fjölskylda mín er þakklát fyrir árin með henni og biðj- um við góðan Guð að varðveita minningu hennar. Blessuð sé minning hennar. Þorsteinn Pje. Mig langar að minnast í nokkrum orðum eldri systur tengdaföður míns, Stefaníu Unu Pétursdóttur. Við kynntumst hvor annarri sífellt betur síðustu 15 árin, náðum strax vel saman og vorum orðnar mjög góðar vinkonur síðustu árin þrátt fyrir tæplega 40 ára aldursmun. Nú er Stebba farin. Hún vissi hvert og að algóður Guð tæki á móti henni, hún var tilbúin. En Stebba var líka lífsglöð og fannst gaman að lifa. Við ætluðum eiginlega að gera ýmislegt saman í sumar. Í byrjun júní ætlaði ég að koma suður, hún ætlaði að bjóða mér með sér í leik- hús og svo ætluðum við að sjálf- sögðu að kíkja saman í Kolaportið. Stebba ætlaði líka að koma norður á Hjalla til okkar í sumar og ekki má gleyma öllum stundunum sem við ætluðum að taka okkur í að spjalla saman í síma. Við hlökkuðum báðar mikið til. Mér finnst stundum eins og ég gæti bara tekið upp tólið, sleg- ið inn númerið og heyrt röddina hennar segja: „Nei, sæl Cornelia mín.“ En það verður ekki oftar og ég sakna þess. En í söknuðinum finn ég einnig þakklæti. Þakklæti fyrir allt það góða sem ég upplifði með Stebbu. Vinátta hennar var ósvikin og djúp og mér mikils virði. Við hlógum mikið saman, deildum hugs- unum, sorg og gleði. Stebbu varð engra barna auðið en henni þótti jafn vænt um börnin okkar og væru þau hennar eigin barnabörn og naut þess að fylgjast með þeim. Hún sendi þeim eitthvað við hvert tæki- færi og var sífellt með hugann við það með hverju hún gætti glatt þau. Þegar yngsti sonur okkar fæddist, nefndum við hann í höfuðið á henni, Stefán, og hún var ákaflega stolt að eiga nafna. Í febrúar sl. fórum við Stefán gagngert suður til Reykjavíkur til þess að heimsækja Stebbu. Þessi helgi er mér ógleymanleg. Við nut- um þess að eiga dýrmætan tíma saman, spjalla, hlæja og að sjálf- sögðu að fara saman í Kolaportið. Stefán Bogi sönglaði og lék sér í kringum okkur löngum stundum í hlýlegri stofunni hjá Stebbu. Hann hefur sjálfsagt skynjað það betur en ég þá hversu mikilvæg þessi sam- vera var. Stebba sagði mér frá öllu sínu lífi, það var enginn dans á rós- um – en hún var sátt. Ég fann að hún var hvorki neikvæð né bitur. Hún nefndi hlutina réttum nöfnum, stóð á sínum skoðunum og þagði ekki yfir óréttlæti en var búin að læra að fyrirgefa. Stebba lét ekki neikvæða reynslu eyðileggja fyrir sér framtíðina, það er aldrei auðvelt og ég er ekki viss um að ég hefði getað gert það í hennar sporum. Fyrir mig, miklu yngri konu, var vinátta Stebbu ómetanleg. Þetta var skemmtileg, djúp, traust og lær- dómsrík vinátta sem bæði er sjald- gæf og mjög dýrmæt. Mér þykir vænt um þig, elsku Stebba mín, og ég hlakka virkilega til að hitta þig aftur í ríki Guðs þegar minn tími kemur. Cornelia. Lengi hafa verið tengsl í fjöl- skyldunni því að Stefanía Una ólst upp á heimili móðurömmu sinnar og afa Stefaníu Unu Stefánsdóttur og Péturs Péturssonar í Garðshorni á Neskaupstað sem höfðu eignast 15 börn saman. Hún kom þangað sem ungbarn og ólst þar upp með Maríu móðursyst- ur sinni sem var þremur árum eldri og yngsta barn þeirra hjóna. Með þeim Stefaníu og Maríu tókst góður vinskapur, sem hélst alla tíð og syrgir María nú vinkonu sína og frænku. Þær slitu barnsskónum á Nes- kaupstað þar sem þær fengu gott uppeldi hjá uppalendum sínum þó húsakynni hafi ekki verið mikil. Sem ungar konur fluttu þær til Vest- mannaeyja og hófu þar báðar hjú- skap. Örlögin höguðu því þannig að Stefaníu varð ekki barna auðið en María eignaðist sex börn með Sveini Matthíassyni manni sínum. Stefanía fylgdist vel með frænku sinni og sístækkandi fjölskyldu hennar og létti oft undir með henni. Eftir að Stefanía var flutt frá Vest- mannaeyjum til Akureyrar komu upp veikindi í fjölskyldu okkar. Þá kom hún og sá um börnin á Brim- hólabraut 14 í nokkra mánuði og verður það seint fullþakkað, þó henni hafi ekki þótt það mikið og vildi ekki heyra á það minnst. Þetta lýsir vel tryggð Stefaníu við fjölskylduna. Hún ávann sér ást og virðingu okkar allra. Líf Stefaníu var ekki alltaf dans á rósum en alltaf var gott að koma til Stebbu frænku, eins og hún var allt- af kölluð í fjölskyldunni. Hjá henni var ekki úr miklu að moða en hjart- að var hlýtt og henni þótti gott að fá heimsóknir og sýndi hún okkur oft gamlar myndir, gaf okkur kaffi og með því og rætt var um daginn og veginn. Við þökkum samfygldina og biðj- um góðan Guð að blessa þig og góðu verkin þín. Þín verður minnst. Fjölskyldan áður Brimhóla- braut 14 í Vestmannaeyjum. STEFANÍA UNA PÉTURSDÓTTIR Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 15. maí. Ólafur Guðmundsson, Vanessa Chernick, Sabína og Ethan Erik. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Hvíl í friði, elsku afi Dóra, Eyvindur, Oddur Björn og fjölskyldur. HINSTA KVEÐJA á nr. 77. Muna eflaust margir eftir honum þar sem og á bak við búðar- borðið í verslun sinni á nr. 85. Björn hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og fylgdist vel með öllu sem gerðist. Voru framsókn- armenn og kratar honum lítt að skapi og því þótti honum miður að tengda- sonur hans skyldi fara að vinna hjá Sambandinu. Betra þótti honum þeg- ar hann hætti þar og fór í Verslunar- bankann. Björn var heilsuhraustur alla tíð og hugsaði um það sem hann lét ofan í sig, tók lýsi á morgnana og fékk sér iðulega lýsi út á fiskinn, þótti sumum nóg um er það sáu og kartöflur flysj- aði hann ekki heldur borðaði þær ætíð með hýðinu. Þótt hann eltist ekki við heilsufæðistrauma þá hafði hann vissan áhuga fyrir þeim og fékk hann viðurnefnið „Doktor Krúska“ sem margir þekktu hann undir. Ekki þótti honum til siðs að drekka með mat nema þá í mesta lagi vatn, sagði það að drekka mjólk eða gos með mat væri „danskur ósiður“. Barngóður var hann og hændust börnin að hon- um. Björn varð fyrir því óhappi að missa einn fingur í vinnuslysi, en fingurmissirinn vakti jafnan athygli og brást það ekki að börnin komu til hans og vildu fá að sjá puttann sem vantaði. Hafði hann gaman af að sýna þeim höndina og fylgdu oft í kjölfarið nokkrar vísur og kannski hlutar úr gömlum revíum sem hann var mjög minnugur á. Hann var ekki mikið fyr- ir mannfagnaði eða stórveislur en naut sín því betur í fámenni. Spilaði hann bridds áður fyrr með vinum og kunningjum og þótti góður bridds- spilari. Árið 1998 greindist hann með Alz- heimer-sjúkdóminn og dvaldist hann síðustu árin á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund við Hringbraut í Reykjavík. Fékk hann þar mjög góða umönnun og aðhlynningu starfsfólks og hjúkrunarfólks og kunnum við þeim hinar bestu þakkir fyrir. Með Birni er genginn mætur mað- ur. Hann hefði orðið áttatíu og fimm ára á þessu ári þannig að hann átti alllanga ævi. Lífsbaráttan var erfið eins og hjá svo mörgum en hann tókst á við hana og hafði ávallt betur þar til sjúkdómurinn tók völdin. Hann eign- aðist sex börn sem öll lifa föður sinn og eru þau öll hér til staðar að fylgja honum síðasta spölinn. Okkur tengdasonunum þykir við hæfi að enda þessa upprifjun á ljóði eftir móður hans, Guðrúnu Magnús- dóttur: En er loks á lífsins köldum vogi lækka tekur ólguþrungin dröfn, báti vorum böls úr straumasogi bendir von á trygga friðarhöfn; þar, sem land í ljósum blómsturklæðum lúnum anda breiðir faðminn mót, frelsta önd í friðarbjörtum hæðum fær ei bugað tímans öldurót. (G. M.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Tryggvi og Magnús. Elsku afi. Nú ertu farinn frá okkur, en minningin um þig mun lifa í hjört- um okkar. Þín verður sárt saknað. Sendum þér sem hinstu kveðju eina af stökum langömmu, mömmu þinnar: Einn er sá, sem öllum gefur óskahvíld á hinztu stund. Líknarfaðmi veika vefur, veitir sæta hvíld og blund. (Guðrún Magnúsdóttir.) Kristmann, Brynhildur og Hjalti Magnúsarbörn. Ég veit hann æ mér vill hið bezta, ég veit hann ei mig lætur bresta það neitt er getur gagnað mér, því góður hirðir Drottinn er. Um blómum stráða, græna grund mig Guðs míns leiðir föðurmund að svalalindum silfurskærum og svalar mér úr lækjum tærum. Hans líknarhöndin hressir mig og hjálpar mér á réttan stig. Og þótt ég gangi um dauðans dal, hans dimma mér ei ógna skal. Ef geng ég trúr á Guðs míns vegi, mér grandar dauðinn sjálfur eigi. Þín hrísla og stafur hugga mig, minn hirðir, Guð, ég vona á þig. (V. Briem.) Blessuð sé minning ömmu. Sigríður, Bjarni Bogi, Alex- andra Rún og Soffía Rut. Þegar Lilja frænka mín hringdi og sagði mér að mamma hennar, Lilja Þorfinnsdóttir móðursystir mín, væri látin, þá fylltu huga minn góðar minningar um Lilju og samveru- stundirnar með henni. Lilja var afskaplega myndarleg kona, ekki hávaxin en bein í baki alla tíð. Lilja ólst upp í Reykjavík í stórum systkinahóp, þau voru níu systkinin. Elsti bróðir Lilju sagði svo frá í æviágripi um móður sína Hólm- fríði Jónsdóttur að fjölskyldan hefði allan sinn búskap búið við bág kjör. Sex manna fjölskyldan bjó á Grett- isgötu í einu herbergi og með eldhús, síðan flutti hún í Bjarnaborg, þá 9 manns í heimili og fékk 2 herbergi og aðgang að eldhúsi. Síðar bættist eitt herbergi við og eldhús alveg sér. Það var erfitt að framfleyta fjölskyldunni því sífellt bættust fleiri börn í hópinn. Neyð foreldra Lilju rak þau til að gefa eitt barna sinna að ráði ljósmóð- ur þegar Hólmfríður var ófrísk að tvíburum. Þau vildu gefa einu barni tækifæri til þess að búa við fjárhags- legt öryggi en betra er fyrir barn að búa við fátækt og bág kjör en að skorta móðurkærleik. Lilja var ekki fædd þegar barnið var gefið velstæð- um hjónum en hún var skírð eftir barninu, móður minni. Móðir mín og Lilja kynntust ekki fyrr en á ung- lingsaldri og varð strax vel til vina. Þær systurnar og nöfnurnar héldu alla tíð góðu sambandi, þótt þær byggju í sitt hvorum landshlutanum og þar af leiðandi kynntumst við systkinin Lilju og börnum hennar. Það hefur oft orðið svolítið flókið að útskýra þetta með allar Liljurnar í fjölskyldunni, þetta nafn er bara svo fallegt og á sér sögu. Þegar ég flutti í bæinn 17 ára og heimsótti Lilju móðursystur tók hún mér opnum örmum, fannst hún greinilega bera þó nokkra ábyrgð á systurdóttur sinni. Lilja sýndi mér fullt af myndum af fjölskyldunni, Þorfinni afa og Hólmfríði ömmu og þeim systkinunum, mynd af systkin- unum sem var tekin áður en mamma var gefin, sem ég hafði aldrei séð. Það var mikilvægt fyrir mig hvað hún var óþreytandi í að fræða mig um fjölskylduna sem ég þekkti sama og ekkert. Ég var líka svo ánægð með að Lilja fann út að ég væri bara heilmikið lík hinum og þessum í fjöl- skyldunni, hún fann meira að segja út að ég væri lík afa. Lilja eignaðist fimm gullfalleg og velgerð börn með sínum manni, þau skildu þegar yngsta barnið Þorfinnur var tveggja ára. Lilja stóð því uppi ein rúmlega þrítug með fimm börn tveggja til fjórtán ára. Hún hélt fjöl- skyldunni saman, vann fyrir þeim og með útsjónarsemi og dugnaði þá gekk þetta allt upp en ég veit að það var erfitt. Lilja gaf börnunum líf sitt og var virkilega hetja að geta haldið öllum börnunum saman undir sínum verndarvæng. Ég þakka af heilum hug að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga Lilju frænku að þegar ég kom í bæ- inn, hún gaf góð ráð ef á þurfti að halda og var óspör á að gauka ein- hverju að mér en umfram allt átti hún hlýjan faðm. Ég votta frændsystkinum mínum þeim Lilju, Gísla, Davíð, Kidda og Þorfinni innilega samúð og bið góðan Guð að vera með þeim, styðja þau og styrkja. Guð blessi minningu Lilju Þorfinnsdóttur. Gréta Konráðsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.