Morgunblaðið - 17.05.2004, Síða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 9
Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222.
www.feminin.is
Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16.
Mikið úrval
af fatnaði
frá
Str. 36-56
sumarskolinn.is
sumarskolinn.is
Útsala
til mánaðamóta
• Prjónagarn
• Heklugarn
• Silkislæður o.fl. með gutta
• Ýmsar hannyrðavörur
Mikill afsláttur
Opið mán.-fös. kl. 9-18, laugardaga lokað
Smiðjuvegi 5, Kópavogi, sími 564 3988.
BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700
Þingholt
Veislusalur fyrir öll
tilefni
Spennandi matseðlar og
veitingar
Skoðið verðið á
www.holt.is
• • •
• • •
• • •
ERLENDUM ferðamönnum hing-
að til lands fjölgaði um rúm 15% í
aprílmánuði síðastliðnum sé miðað
við sama tímabil í fyrra. Þetta
kemur fram í talningu Ferðamála-
ráðs á ferðamönnum sem fara um
Leifsstöð og greint er frá í nýjasta
hefti fréttabréfs Samtaka ferða-
þjónustunnar. Erlendir ferðamenn
í apríl nú voru 23.603 á móti 20.465
í fyrra.
Bretar enn fjölmennastir
Sem fyrr voru Bretar fjölmenn-
asti hópurinn sem hingað kom í
apríl eða 7.030 talsins og fjölgaði
þeim einnig mest nú eða um tæp-
lega 1.200 manns. Bretar eiga því
meira en þriðjung fjölgunarinnar.
Sé litið á fjölgun ferðamanna frá
áramótum kemur í ljós að frá árs-
byrjun til aprílloka komu tæplega
73.300 erlendir ferðamenn hingað
til lands á móti tæplega 64.700 í
fyrra. Aukningin nemur 9.000
ferðamönnum eða 14%, segir í
fréttabréfinu.
Enn fjölgar ferðamönnum
FÉLAGSMÁLASTJÓRI Reykja-
víkurborgar, Lára Björnsdóttir,
tekur undir orð Sigrúnar Björns-
dóttur skólahjúkrunarfræðings sem
greint var frá í Morgunblaðinu ný-
verið um að fátækt sé mikil í
Reykjavík, og Félagsþjónustan í
Reykjavík ræði við foreldra barna í
skólunum vegna fátæktar. „Viðmið-
un okkar um aðstoð er að einstak-
lingur hafi undir um 77 þúsund
krónur á mánuði í tekjur, þannig að
þeir einstaklingar sem við aðstoðum
lifa vissulega við fátækt,“ útskýrir
Lára.
Lára segir einstæða foreldra vera
tæplega 5.500 talsins í Reykjavík,
og um 20% þeirra hafi fengið fjár-
hagsaðstoð árið 2002. „Það segir sig
sjálft að þarna eiga margir í erf-
iðleikum, og þess vegna höfum við
reynt að koma til móts við ýmsan
kostnað, til dæmis við máltíðir í
skólum, dvöl á frístundaheimili ÍTR
eftir skóla, tómstundastörf eða leik-
skóladvöl ef barnið er lítið. Nú er í
reglunum um fjárhagsaðstoð að ef
einstaklingur hafi fengið fjárhags-
aðstoð lengur en í 6 mánuði þá eigi
viðkomandi rétt á 10 þúsund króna
viðbótarstuðningi með hverju barni
á mánuði,“ útskýrir Lára.
Ný heimild til fjárhagsaðstoðar
Til að hægt væri að veita aðstoð
af þessu tagi sem Lára nefnir var
reglum breytt í desember síðast-
liðnum. Aðstoðin kemur því foreldr-
um þeirra barna til hjálpar sem hafa
hlotið fjárhagsaðstoð undanfarna
sex mánuði vegna kostnaðar við
skólamáltíðir og frístundaheimili, en
þeir foreldrar sem ekki eiga rétt á
aðstoð, en eru engu að síður illa
staddir fjárhagslega, standa verr að
vígi. „Við höfum áhyggjur af því
þegar fjölskyldur búa við fátækt,
enda bitnar það ekki síst á börn-
unum. Ég tek undir orð Sigrúnar
Björnsdóttur um að vert sé að vekja
athygli á þessum þætti,“ segir Lára.
„Staðan á Íslandi um þessar
mundir er þannig, að það þarf að
borga fyrir allt. Ef barnið er í
íþrótta- eða tómstundastarfi kostar
það foreldra ákveðna upphæð í
hverjum mánuði. Sama má segja um
skólamáltíðir eða dvöl á frístunda-
heimili. Þess vegna er um margt
erfiðara að vera fátækur í dag en á
árum áður. Í dag berst almenningur
mikið á,“ segir Lára.
Félagsmálastjóri segir reynt að koma
til móts við fátæka foreldra
Geta nú veitt
viðbótarstuðning