Morgunblaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
9
1
3
8
EIRÍKUR Þorláksson, forstöðumað-
ur Listasafns Reykjavíkur, segir að
taka megi undir þá gagnrýni sem
Kristinn E. Hrafnsson myndlistar-
maður setti fram í grein sinni í Les-
bók Morgunblaðsins um helgina, um
að verk bandaríska listamannsins
Richard Serra í Viðey, Áfangar, hefði
ekki verið nógu vel kynnt fyrir al-
menningi. Var verkið sett upp á Vest-
urey Viðeyjar árið 1990.
Kristinn sagði m.a. í greininni að
Áföngum hefði verið sýnt „tómlæti og
sinnuleysi“. Verkið væri hvergi kynnt
hér á landi, hvorki fyrir Íslendingum
né útlendingum, og ekkert fræðslu-
efni væri að fá um það. Sagði hann
ábyrgð Listasafns Reykjavíkur vera
mikla og furðu sætti að safnið skyldi
ekki sinna verkinu sem skyldi. Nefndi
hann sem dæmi að hvergi væri
minnst á Áfanga í bæklingi um stytt-
ur bæjarins og á póstkorti safnsins
væri mynd af einu stuðlabergsparinu
án þess að geta þess að það væri í Við-
ey. Þá væri í bæklingi um Viðey
minnst á verkið í hálfri setningu.
„Hver getur varið svona framkomu
við listamanninn og þá sem vilja njóta
þessa verks hans?“ spurði Kristinn E.
Hrafnsson.
Eiríkur segist ekki draga úr
ábyrgð Listasafns Reykjavíkur í mál-
inu, sem umsjónaraðila útilistaverka í
borginni, en hann bendir jafnframt á
að Viðey hafi lengst af verið sérstök
menningarstofnun með staðarhald-
ara, sem hafi annast eyna, og nú sé
hún hluti af rekstri Minjasafns
Reykjavíkur, Árbæjarsafni. Af ein-
hverjum ástæðum hafi þessar stofn-
anir ekki náð saman um þetta lista-
verk og kynnt það betur. Vonandi
verði farið í það.
Ábendingin er mjög góð
„Alltaf má gera betur og örugglega
verður tekið vel í hvatningar um það.
Ábendingin er mjög góð um að þarna
megi gera bragarbót. Verkefnin eru
mörg og þau eru kannski ekki alltaf
unnin í þeirri röð sem hentar hverjum
og einum,“ segir Eiríkur.
Varðandi bæklinginn um styttur
bæjarins segir Eiríkur að að taki
einkum til þeirra útilistaverka sem
eru á miðborgarsvæðinu. Taldar séu
upp 30 styttur en yfir 120 útilistaverk
séu um alla borg, í eigu Reykjavík-
urborgar. Þá hafi fyrir nokkrum ár-
um verið gefinn út annar bæklingur
sem sé löngu uppurinn. Þar hafi öll
útilistaverk borgarinnar verið talin
upp.
Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur
Huga má bet-
ur að Áföng-
um Serra
STARFSMENN Actavis á Íslandi,
áður Pharmaco, Delta og Omega
Farma, fögnuðu nýju nafni fyrir-
tækisins um helgina. Mynduðu á
fjórða hundrað starfsmenn félags-
ins merki þess í fjörunni í nágrenni
Þorlákshafnar á föstudagskvöldið.
Nýtt nafn fyrirtækisins tekur gildi í
dag.
Ljósmynd/Hreinn Magnússon
Mynduðu merki fyrirtækisins
VEGAGERÐIN áformar að færa
þjóðveginn austan Jökulsár á
Breiðamerkursandi á næstu árum
til að tryggja áframhaldandi öryggi
hringvegarins á svæðinu. Mikið rof
hefur verið á sjávarströndinni við
Jökulsá á undanförnum áratugum
og gera áætlanir Vegagerðarinnar
ráð fyrir að færa veginn þegar fjar-
lægðin frá fjörubakka í veg nemur
50 metrum. Í grein eftir Helga Jó-
hannesson, deildarstjóra brúar-
deildar Vegagerðarinnar í fagtíma-
riti verk- og tæknifræðinga,
Verktækni, kemur fram að miðað
við 5 metra rofhraða á ári megi
gera ráð fyrir að færa verði veginn
austan árinnar eftir u.þ.b. 5 ár.
Vegagerðin hefur á undan-
förnum árum styrkt farveg Jökuls-
ár með grjóti. Í grein Helga kemur
fram að stærsta átakið hafi verið
gert veturinn 2003 í kjölfar mikils
rofs sem átti sér stað á bökkum og
botni árinnar í flóði haustið 2002.
Þá hafi verið gerðir tveir grjót-
þröskuldar yfir farveg árinnar, 100
metrum ofan og neðan brúarinnar,
sem hafi það hlutverk að takmarka
rof og draga úr innstreymi sjávar
inn í lónið og koma í veg fyrir að
stórir jakar geti borist niður að
brúnni.
Samkvæmt mælingum á rofi á
sjávarströndinni við Breiðamerkur-
sand var rofið um 700 m frá 1904–
89 eða um 8 metrar á ári en um 5
metrar á ári 1991–2003.
Unnið að kostnaðar-
greiningu á strandvörnum
Vegagerðin hefur staðið fyrir
umtalsverðum rannsóknum á
Breiðamerkursandi síðastliðinn
áratug til að tryggja öryggi veg-
arins á svæðinu. Í grein Helga segir
að lagt hafi verið mat á þann kost að
hopa með veginn eins fjarri sjónum
og unnt væri og varð niðurstaðan sú
að til greina kæmi að færa veginn
allt að 250 metra inn í lónið, vegfyll-
ing yrði þá byggð yfir syðsta hluta
lónsins í allt að 400 metra fjarlægð
frá núverandi brú. Yrði ný brú yfir
Jökulsá hugsanlega byggð í göml-
um farvegi árinnar þar sem vegfyll-
ingin kemur að landi austanverðu.
Einnig kæmi til greina að velja ann-
an stað fyrir brúna, t.d. í farvegi
Stemmu, nokkru austan við lónið.
Að sögn Helga eru engar fram-
kvæmdir fyrirhugaðar af hálfu
Vegagerðarinnar á svæðinu í sum-
ar. Vegagerðin vinni að því í sam-
vinnu við Siglingastofnun að kostn-
aðarreikna strandavarnir á
svæðinu sem yrðu framkvæmdar í
áföngum ef af yrði. Gert er ráð fyrir
að frumathugun á strandvörnum
verði lokið vorið 2005.
Gert ráð fyrir að 50 metrar verði milli fjörubakka og
vegar við Jökulsárlón eftir 5 ár vegna mikils rofs
Jökulsá á Breiðamerkursandi. Mikið rof hefur verið við sjávarströndina
um langt árabil og áformar Vegagerðin að færa veginn austan árinnar.
Vegur-
inn færð-
ur lengra
í land
NÝTT bráðavárkerfi sem hefur ver-
ið í vinnslu síðustu þrjú ár á Veð-
urstofu Íslands var kynnt á vorráð-
stefnu Jarðfræði-
félags Íslands
nýverið. Kerfið
gerir jarðvísinda-
mönnum kleift að
nýta mælingar og
rannsóknir sem
gerðar hafa verið
og bera þær sam-
an við nýjar mæl-
ingar, til að meta
hættu á yfirvofandi eldgosum og
jarðskjálftum.
Ragnar Stefánsson jarðskjálfta-
fræðingur segir að kerfið nýtist
mjög vel þegar nauðsynlegt er að
meta ástandið hratt og taka skjótar
ákvarðanir. „Kerfið gerir okkur
kleift að nálgast hratt og örugglega
allar upplýsingar sem við höfum um
fyrri atburði, eins og jarðskjálfta og
eldgos, og einnig til að fá upplýsing-
ar frá þeim mælitækjum sem gera
samfelldar mælingar á jarðskjálftum
eða öðrum breytingum. Þannig get-
um við sagt til um hvað er að gerast
neðar í jarðskorpunni. Markmiðið er
auðvitað að geta varað við eldgosum
og jarðskjálftum.“
Í kerfinu séu tiltækar allar þær
mælingar sem þurfi að styðjast við
til að afla upplýsinga um yfirvofandi
hættu og gefa út viðvaranir. „Þetta
kerfi er líka hugsað sem samskipta-
kerfi milli vísindamanna þannig að
vísindamenn sem eru að meta
ástandið geta borið saman bækur
sínar á Netinu. Þá sjá þeir sömu
mælingarnar, sömu breytingarnar
og geta rætt þetta þannig.“ Stór
hluti kerfisins verður opinn almenn-
ingi á Netinu.
Gagnabanki og
hugbúnaðartæki
Ragnar segir að kerfið sé gagna-
banki, en einnig hugbúnaðar- og úr-
vinnslutæki. „Hægt er að bera sam-
an það sem er í gagnabankanum við
mælingar sem eru gerðar á þessari
ögurstundu.“ Hann segir að kerfið
auðveldi vísindamönnum að meta og
túlka þær mælingar sem þeir hafi í
höndunum, þannig sé hægt að búa til
líkön af því hvaða atburðarás sé lík-
leg til að fylgja í kjölfarið.
Kerfið stendur líka vaktina og læt-
ur vita ef eitthvað óvenjulegt á sér
stað. Jarðvísindamenn hafa þegar
byrjað að nota kerfið til rannsókna
og í tilraunaskyni, en það verður lík-
lega tekið í almenna notkun eftir um
hálft ár.
Bráðavárkerfi verður tekið í notkun
á Veðurstofunni innan skamms
Hættan metin
með hraði
Ragnar Stefánsson
ÖGMUNDUR Jónasson, þingmað-
ur Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, sagði í umræðum um
fjölmiðlafrumvarpið á Alþingi á
laugardag að hann væri þeirrar
skoðunar að frumvarpið bryti ekki
í bága við ákvæði stjórnarskrár-
innar. Hann hefði orðið sannfærð-
ur um það eftir fund með lögfræð-
ingum í allsherjarnefnd fyrr um
morguninn. Síðar sagði hann: „Ég
hef aldrei verið þeirrar skoðunar
að frumvarpið stæðist ekki stjórn-
arskrá. Hins vegar vek ég athygli á
því að innan þings sem utan eru
mjög margir á því að þetta frum-
varp standist ekki stjórnarskrá
landsins. Og allflestir lögspekingar
sem komið hafa til þingnefnda til
að fjalla um frumvarpið vara okkur
við því að samþykkja það á þeirri
forsendu.“ Kvaðst hann vilja taka
slík varnaðarorð alvarlega. Kvaðst
hann jafnframt vilja bera virðingu
fyrir skoðunum annarra um þetta
mál hvaða skoðun svo sem hann
hefði sjálfur myndað sér í málinu.
Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna
Brýtur ekki í bága
við stjórnarskrá