Morgunblaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 29
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 29
þegar mamma þín og pabbi skelltu
sér eitthvað um helgar og ég gætti
ykkar. Þá var nú oft líf í tuskunum og
mikið masað.
Þegar þú varst nýkominn með bíl-
próf og fórst rúntinn með vinunum
bjó ég á Hverfisgötunni við hliðina á
Lúllabúð og þá komstu stöku sinnum
við. Þú fékkst þá stundum yfirhaln-
ingu frá lífsreyndri frænku sem bað
þig um að fara nú varlega. Þú svar-
aðir með góðlátlegu brosi og klappi á
öxlina.
Leiðir ykkar Unnar lágu síðan
saman. Ég man vel eftir brúðkaupinu
sem var einstaklega fjörugt og
skemmtilegt. Unnur talaði um mann-
kosti þína með glampa í augum og
hversu heppin hún væri að eiga þig.
Stórfjölskyldan var einkar samrýnd
með ömmu Gauju og afa í fararbroddi
en heima hjá þeim hittumst við á
stórhátíðum sem og aðra daga og var
þá oft kátt á hjalla. Þau voru alveg
einstök við okkur barnabörnin og síð-
ar meir barnabarnabörnin. Þú og
Unnur byrjuðuð hjúskaparferilinn í
kjallaranum hjá þeim í Sigtúninu sem
gerði það að verkum að við hittumst
oftar. Eftir að amma og afi kvöddu
þennan heim fyrir sjö árum höfum
við því miður ekki haft jafn mörg
tækifæri til að koma saman og áður.
Við ræddum það einmitt í síðasta
skipti sem við sáumst og ætluðum að
bæta úr því.
Elsku Viðar, það er sárt að þurfa
að kveðja þig á þessari stundu. Ég
hugga mig við það að þú átt marga
góða að hinum megin sem munu taka
vel á móti þér.
Kæru Helga, Birgir, amma Sigga
og systkini – ég votta ykkur mína
dýpstu samúð.
Elsku Unnur, þetta er búin að vera
mikil þrautaganga fyrir þig og synina
Birgi, Axel, Ara og Má. Megi góður
guð veita ykkur styrk á þessari erfiðu
stundu og þeim tímum sem framund-
an eru. Hvíl í friði, elsku frændi.
Guðríður Halldórsdóttir.
Drýpur sorg á dáins vinar rann,
Drottinn, huggaðu alla er syrgja hann,
börnin ung sem brennheit fella tár,
besti faðir græddu þeirra sár.
Þú ert einn sem leggur líkn með þraut
á lífsins örðugustu þyrnibraut.
(Guðrún Jóh. frá Brautarholti.)
Dvalarleyfi okkar hér á jörð er
mislangt. Viðar, bróðursonur minn,
fékk úthlutað aðeins rétt tæpum 46
árum. Hann nýtti þau vel. Það fór
ekki mikið fyrir honum og ekki hafði
hann hátt, en maður tók eftir honum
og maður hlustaði, þegar hann talaði.
Hann hafði góða nærveru og hann
kom miklu til skila með framkomu
sinni og hugarfari. Hann var gull af
manni. Minning um einstakan dreng
mun lifa í hjörtum okkar.
Angrið sækir okkur tíðum heim
sem erum fávís börn í þessum heim.
Við skynjum fátt en skilja viljum þó
að skaparinn oss eilíft líf til bjó,
að upprisan er öllum sálum vís
og endurfundur vina í paradís.
(Guðrún Jóh. frá Brautarholti.)
Ég kveð ástkæran frænda minn að
sinni, með söknuði, en með trú um
endurfund í paradís.
Við Valdís sendum ástvinum öllum
okkar innilegustu samúðarkveðju.
Þorgeir Lúðvíksson.
Við frændsystkinin ákváðum að
setjast niður og skrifa nokkur orð um
frænda okkar, Viðar Birgisson, sem í
daglegu tali var kallaður Viddi.
Við vorum það heppin að fá að eiga
með honum margar skemmtilegar
stundir og má þar nefna allar sum-
arbústaðaferðirnar í Framheima og
öll fjölskylduboðin hjá ömmu og afa
þar sem alltaf hefur verið líf og fjör
og mikið hlegið.
Viddi var mikill skíðamaður og eitt
það skemmtilegasta sem hann gerði
var að vera í brekkunum með fjöl-
skyldunni.
Öllum líkaði vel við Vidda, hann
vildi öllum það besta og gerði allt fyr-
ir alla.
Okkur langar að kveðja þig með
þessum orðum.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og þar er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku Viddi, hvíl þú í friði.
Þín systkinabörn
Arnór, Gerður, Birgir, Egill,
Sveinn, Helga og Halla.
Elsku Viðar frændi. Nú hefur þú
kvatt þennan heim eftir baráttu við
illvígan og miskunnarlausan sjúk-
dóm, aðeins 45 ára að aldri. Hvernig
getur lífið verið svona ósanngjarnt?
Hver er tilgangurinn? Þú skilur eftir
þig yndislega eiginkonu, Unni, og
strákana ykkar fjóra, efnilega stráka
sem sárt sakna föður síns. Þau eru öll
ótrúlega dugleg en auðvitað sár og
reið yfir fráfalli þínu og hver láir
þeim það ekki. Stórt var höggvið og
margir sárir. Foreldrar þínir sjá nú á
eftir frumburði sínum, systkini þín á
eftir stóra bróður og amma Sigga á
eftir fyrsta barnabarninu sínu. Ansi
margir eru skildir eftir í sárum.
Þú varst yndislegur maður. Þú
varst jafn fallegur að utan sem innan,
hafðir heillandi útgeislun, afar þægi-
lega nærveru, brosmildur, lífsglaður
og með ótrúlega falleg blá augu.
Minningarnar um þig munum við
geyma vel í hjarta okkar.
Við komum til að kveðja hann í dag,
sem kvaddi löngu fyrir sólarlag.
Frá manndómsstarfi á miðri þroskabraut,
hann má nú hverfa á jarðarinnar skaut,
sem börnum átti að búa vernd og skjól
er burtu kippt af lífsins sjónarhól.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Við biðjum góðan guð að styrkja
Unni, Birgi, Axel, Ara og Má á þess-
ari erfiðu stundu og sendum jafn-
framt foreldum þínum, Helgu og
Birgi, systrum þínum, bróður, ömmu
og öðrum aðstandendum innilegustu
samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, kæri frændi.
Kristín Anna og Björgvin.
Í dag kveðjum við frænda okkar
Viðar Birgisson sem er látinn langt
fyrir aldur fram. Á slíkum stundum
verður maður orðlaus. Viddi varð að
láta undan í baráttu við illvígan og
miskunnarlausan sjúkdóm. Eftir sit-
ur minningin um yndislegan mann
sem var hvers manns hugljúfi. Já,
vegir Guðs eru órannsakanlegir. En
eitt er víst að amma og afi hafa tekið
vel á móti Vidda og hjá þeim er hann
staddur núna.
Sofðu vært hinn síðsta blund
unz hinn dýri dagur ljómar,
Drottins lúður þegar hljómar
hina miklu morgunstund.
(V. Briem.)
Elsku Unnur, Birgir, Axel, Ari og
Már, megi Guð styrkja ykkur á þess-
um erfiðu tímum. Sendum foreldrun-
um, Helgu og Birgi, ásamt systkinun-
um Lúlla, Siggu og Gauju okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Ömmu
Siggu og öllum aðstandendum og vin-
um sendum við innilegar samúðar-
kveðjur
Hvíl í friði, kæri frændi.
Lúðvík Þorgeirsson
og fjölskylda.
Þegar Fossvogurinn var að byggj-
ast upp flutti þangað ungt fólk með
börn. Þetta var á árunum í kringum
1968 og við piltarnir tíu ára. Sumir
okkar voru búnir að vera lengi í
Breiðagerðisskóla, aðrir að bætast í
hópinn. Viddi kom í skólann tíu ára.
Við vorum allir Framarar, sumir af
því að þeir komu úr Safamýrinni eða
Háaleitinu, aðrir af því að þeir voru
fæddir Framarar. Viddi var fæddur
Framari. Við piltarnir vorum allir í
Fram, handbolti og fótbolti var lífið.
Okkur piltunum varð snemma ljóst
hve við vorum gæfusamir að eiga
Vidda sem vin. Hann var afar glæsi-
legur og fríður. Og þegar stelpur fóru
að skipta okkur piltana máli þá var
það okkar gæfa hvað stelpum leist vel
á Vidda og við nutum góðs af vinskap
hans. Unglingsárin liðu og mikils-
verður áfangi var bílprófið okkar.
Viddi eignaðist fljótlega afar flottan
bíl, Fíat 850 special. Það var mikið
brallað í 850 og margur rúnturinn ek-
inn. Okkur eru minnisstæð ökuatriði
sem engan okkar rekur minni til að
hafi verið kennd í ökutíma. Þetta
voru atriði eins og að snúa á punkt-
inum með aðstoð handbremsunnar
og fleira í þeim dúr. Í minningunni er
850 special alveg einstaklega lipurt
ökutæki. Seinna eignuðumst við
Dodge Weapon-trukk. Það voru
margar ógleymanlegar ferðir farnar.
Í Þórsmörk, á Bláskógaheiði að vetri,
að Hlöðufelli og víðar. Frábærar
ferðir og ljúfar minningar.
Á þessum árum kynntist Viddi
Unni sinni, sem hefur verið ástin
hans og besti vinur æ síðan. Þá sáum
við að það voru ekki einungis við sem
vorum gæfusamir að eiga Vidda sem
vin, hann var sjálfur mikill gæfumað-
ur. Þau eignuðust fjölskyldu, fjóra
stráka. Þeir eru allir myndardrengir
eins og til þeirra var stofnað.
Nú þegar Viddi er genginn eftir
erfið veikindi minnumst við góðs
drengs og vinar til margra ára. Við
piltarnir sem kynntumst barnungir í
Breiðagerðisskólanum höfum haldið
hópinn allt til þessa. Mánaðarlega
spilað bridds, farið í árlegar vorferðir
í sumarhúsið hans Kúdda og leikið
golf. Notið góðs matar og drykkjar í
góðra vina hópi og reyktir vindlar.
Aldrei borið skugga á æskuvináttu.
Við erum sorgmæddir.
Það sem gleður okkur þó er að vin-
ur okkar sem nú er laus undan oki
veikindanna varð þeirrar gæfu að-
njótandi að vera umvafinn ástúð fjöl-
skyldu sinnar til hinstu stundar. Það
endurspeglar í raun gæfu Vidda.
Við sendum öllum ættingjum
Vidda samúðarkveðjur okkar á þess-
um erfiðu tímum.
Már, Sigurður, Knútur,
Jens og fjölskyldur.
Í dag kveðjum við með miklum
söknuði og sorg í hjarta okkar góða
samstarfsmann, vin og félaga, Viðar
Birgisson. Á hugann leitar spurning-
in um réttlætið þegar góður félagi er
rifinn burt í blóma lífsins frá eigin-
konu og börnum. Eina sem við getum
huggað okkur við er tilhugsunin um
það að þetta hljóti að vera vilji Guðs. Í
október 1988 hóf Viðar störf hjá
tölvudeild Verslunarbankans sem
ásamt Alþýðu-, Iðnaðar- og Útvegs-
banka runnu saman í Íslandsbanka 1.
janúar 1990. Hann var þá nýkominn
heim eftir dvöl hjá frændum vorum
Norðmönnum og við tók starf við not-
endaþjónustu og vinnslustjórn. Það
kom fljótt í ljós að ráðning hans var
mikið gæfuspor því eins og þeir vita
sem starfað hafa að notendaþjónustu
á tölvusviði, krefst starfið oft mikillar
þolinmæði, góðs viðmóts og virðingar
fyrir þeim sem á aðstoðinni þurfa að
halda. Viðar var ríkulega búinn þess-
um kostum og munu vinnufélagar
hans minnast manns sem gott var að
leita til, var úrræðagóður og ávallt
tilbúinn að hjálpa, jafnvel þó farið
væri fram á meira en starf hans
krafðist. Það hefur verið mikið umrót
og breytingar í starfsemi bankans frá
stofnun hans. Í öllu því starfi sem
fylgt hefur tók Viðar þátt af ein-
stökum áhuga, röggsemi og gleði. Já,
gleðin var nefnilega ein af dyggðum
Viðars, það fór ekki fram hjá neinum
að depurð eða svartsýni voru ekki
meðal persónueinkenna hans. Hann
leit ávallt jákvætt á hlutina og smit-
aði aðra með jákvæðni sinni. Þessi
eiginleiki varð til þess að auðvelda
honum og ekki síður okkur hinum
vinnuna. Viðar var Framari, trúr
íþróttafélaginu Fram. Það var gaman
að heyra hvað hann var ávallt bjart-
sýnn á gengi sinna manna og stoltur
af sínu félagi. Á hverju vori var hann
fullur bjartsýni á að þetta yrði sum-
arið þeirra, en síðan þegar kom fram
á sumarið og gengið var ekki sam-
kvæmt væntingum, þá fór hann að
tala um handboltann og hversu sterk-
ir Framararnir yrðu þar næsta vetur.
Þessa minningu munum við varðveita
í huga okkar.
Það varð okkur mikið áfall þegar
Viðar greindist með krabbamein
síðla árs 2002, en hann sagði okkur
bara að vera róleg, þetta mundi nú
ekki buga hann. Hann kæmi til baka
hress og sprækur og tæki upp þráð-
inn þar sem frá var horfið. Það var
því enn þungbærara þegar í ljós kom
að ekki hafði tekist að komast fyrir
meinið.
Við munum sakna hans, jákvæða
viðhorfsins og hvatningarorðanna.
Það er stórt skarð höggvið í vinnu-
hópinn okkar. Fjölskyldan var Viðari
mikils virði og í fyrirrúmi, hann var
fyrirmynd annarra í þeim efnum.
Unni, Birgi, Axel, Má, Ara og öðrum
aðstandendum vottum við innilega
samúð okkar.
Við biðjum Guð að blessa góðan
dreng.
Starfsfólk upplýsingatæknisviðs
Íslandsbanka.
Það kom flatt upp á marga fyrrver-
andi leikmenn í meistaraflokki Fram
í handknattleik þegar fregnir bárust
af andláti Viðars félaga okkar. Sumir
höfðu fregnað af erfiðri baráttu hans
en aðrir komu af fjöllum. Jafnvel þó
margir okkar hafi rekist á Viðar eftir
að hann tók að veikjast þá grunaði
fæsta að hann ætti í mikilli baráttu
við illvígan sjúkdóm. En þannig var
Viðar. Hann kaus að líta á lífið já-
kvæðum augum og var ekki að barma
sér.
Í hópíþróttum koma mannkostir
hvers manns hvað skýrast fram. Þar
þarf liðsheild að vinna saman að sam-
eiginlegu markmiði ef árangur á að
nást. Þá skiptir miklu máli að hæfi-
leikar hvers og eins fái notið sín í
þágu heildarinnar. Styrkleikar Við-
ars lágu í jákvæðu hugarfari og mik-
illi yfirvegun. Það var sama á hverju
gekk í leikjum, Viðar hélt ró sinni.
Það eru einmitt slíkir menn sem velj-
ast til að taka vítakast á ögurstundu
og Viðar tók mörg slík um dagana.
Eftir að keppnisferli lýkur þá tek-
ur við annar kafli í lífshlaupinu og
hópurinn hittist sjaldnar, en menn
vita þó vel hver af öðrum. Viðar átti
miklu fjölskylduláni að fagna og lagði
mikla rækt við sína nánustu.
Við félagar hans kveðjum nú mik-
inn Framara, hans minning mun lifa
á meðal okkar.
Við vottum fjölskyldu hans okkar
dýpstu samúð.
Fyrrverandi leikmenn meistara-
flokks Fram í handknattleik.
Minningarnar hrannast upp – fall-
inn er góður drengur – æskuvinur.
Viddi var með þeim fyrstu sem ég
kynntist er ég flutti í Búlandið. Viddi,
Lúlli og fleiri krakkar úr götunni
spiluðu mikið fótbolta á moldar(gras)
vellinum fyrir neðan húsið hjá Helgu
og Birgi. Spilað var oft langt fram-
eftir og mikið kapp lagt í leikinn. Hjá
þeim bræðrum lærði ég mín fyrstu
fótboltaspor þótt aldrei hafi ég verið
valin fyrst í liðið. Mikið var leikið á
þessum tíma enda ekki eins mikið um
sjónvarpsgláp og nú en krakkarnir í
götunni dunduðu sér við brennó, kíló,
feluleik og fótbolta. Viddi var ávallt
fremstur á meðal jafningja, alltaf
með, til í allt, ávallt jákvæður og rétt-
látur ef eitthvað kom uppá.
Ekki vorum við bekkjarfélagar
fyrstu árin en þó bæði í 5́8 árgangi í
Breiðagerðisskóla og síðar í Réttó.
Þar sem við bjuggum svo að segja
hlið við hlið vorum við yfirleitt sam-
ferða í skólann og heim aftur. Malli,
Jenni, Gummi, ég og Viddi örkuðum
leiðina í Réttó í hvaða veðri sem var
og á unglingsárunum vorum við
ásamt Þyri, Eddu, Sigga, Kúdda,
Sverri, Ásgerði, Hebu, Önnu Jónu,
Auði og fleirum miklir vinir og lífið
snerist um það eitt að hafa það bara
skemmtilegt og lifa áhyggjulausu lífi.
Einnig minnir mig að við höfum allar
stelpurnar með tölu verið skotnar í
honum Vidda á einhverjum tíma-
punkti.
Eftir grunnskólapróf fóru allir í
sitthvora áttina, sumir í skóla og aðr-
ir að vinna. Viddi kynntist henni Unni
sinni og saman eignuðust þau fjóra
drengi. Á gamlárskvöldi fyrir u.þ.b.
10 árum hitti ég Vidda og Unni á
brennu með tvo drengi og sagði Viddi
mér að Unnur gengi með tvíbura.
Hann var svo stoltur og glaður. Næst
er ég hitti hann sagði hann mér að
þau Unnur hefðu eignast tvo drengi
til viðbótar og væru þau langt komin í
fótboltaliðið.
Þó að ekki hafi verið mikið sam-
band eftir Réttó þá fékk ég fréttir frá
Gauju systur hans og Ásdísi mág-
konu.
Viddi er genginn langt um aldur
fram og eftir sitja eiginkona, börn,
foreldrar, systkin, vinir og aðrir að-
standendur. Tíminn var allt of stutt-
ur. Elsku Unnur og börn, Helga og
Birgir, Lúlli, Sigga, Gauja og aðrir
aðstandendur ljósið hans Vidda mun
ávallt skína.
Kveðja.
Helga Guðmundsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug
og vináttu við andlát og útför
SIGURGEIRS EINARSSONAR,
rafeindavirkja,
Hörpulundi 8.
Sérstakar þakkir til allra sem stóðu að
björgunaraðgerðunum.
Kristjana Ívarsdóttir,
Elvar Sigurgeirsson,
Elín Kata Sigurgeirsdóttir,
Jenný Vala Sigurgeirsdóttir,
Einar Valmundsson, Hallfríður Sigurgeirsdóttir,
Valmundur Einarsson, Elsa Pálmey Pálmadóttir,
Sólveig Einarsdóttir, Pétur Jóhannsson,
Steinunn Einarsdóttir,
Filippus Einarsson, Svanhildur Svansson,
Valgerður Aðalsteinsdóttir
Ævar Ívarsson, Elín Jóhannsdóttir
og börn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langlangamma,
GUÐBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR,
Bjarteyjarsandi,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju, Saur-
bæ, Hvalfjarðarströnd, þriðjudaginn 18. maí
kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
dvalarheimilið Höfða, Akranesi.
Jónas Guðmundsson,
Hallgrímur Guðmundsson, Rebekka Gunnarsdóttir,
Óttar Guðmundsson, Jóna G. Ólafsdóttir,
Sigurjón Guðmundsson, Kolbrún R. Eiríksdóttir,
Dúfa Stefánsdóttir, Vífill Búason,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.