Morgunblaðið - 17.05.2004, Side 8

Morgunblaðið - 17.05.2004, Side 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Olli verður líka að fá Baugs-bananadress, hann byrjaði. Ráðstefna um tilraunir í auðlindahagfræði Auðlindir í brennidepli Ráðstefna um til-raunir í auðlinda-hagfræði verður haldin á Akureyri dagana 20.–22. maí. Sérstök áhersla verður lögð á rannsóknir á sviði fiski- og orkuhagfræði, en ráð- stefnan er samvinnuverk- efni Hagfræðistofnunar, viðskipta- og hagfræði- deildar Háskóla Íslands og auðlindadeildar Háskólans á Akureyri. Hægt er að fá nánari upplýsingar og skrá sig til þátttöku á heimasíðu ráðstefnunnar, slóðin er http://ioes.- hi.is/events/wenare/ eða í gegnum síma hjá Ráð- stefnum og fundum hf. Hvert er markmið ráð- stefnunnar? „Markmiðið er tvíþætt, annars vegar að draga saman það helsta sem er að gerast á þessu fræða- sviði í dag. Hins vegar að kynna tilraunahagfræði og þau tækifæri sem sú aðferðafræði býður Ís- lendingum upp á við úrlausn á hagnýtum viðfangsefnum. Í því samhengi er rétt að nefna að til stendur að setja á fót fyrsta flokks tilraunaaðstöðu við Há- skóla Íslands innan skamms, sem nýtast mun til fræðilegra jafnt sem hagnýtra rannsókna í hag- fræði og öðrum félagsvísinda- greinum.“ Hverjir eru fyrirlesarar á ráð- stefnunni? „Á meðal fyrirlesara eru þekkt- ustu og virtustu vísindamenn á þessu sviði. Þar ber hæst Vernon L. Smith, sem hlaut Nóbelsverð- launin í hagfræði árið 2002 fyrir frumkvöðlastarf sitt í tilrauna- hagfræði. Jafnframt flytur erindi helsti samstarfsmaður hans í gegnum tíðina, Charles R. Plott, sem er einn virtasti fræðimaður á þessu sviði. Vernon Smith er pró- fessor í hagfræði og lögum við George Mason-háskóla í Virginíu í Bandaríkjunum og stýrir þar fjölfræðilegri stofnun með áherslu á tilraunahagfræði. Hann hefur verið mjög afkastamikill á sinni starfsævi og skrifað á þriðja hundrað vísindagreina á sviði fjármálafræði, auðlindahagfræði og tilraunahagfræði og virðist vera langt frá því að setjast í helg- an stein. Charles Plott er prófessor í hagfræði og stjórnmálafræði við California Institute of Techno- logy (CalTech), jafnframt því sem hann stýrir stofu í tilraunahag- fræði og stjórnmálafræðum. Hann hefur meðal annars beint rannsóknum sínum að ákvörðun- um þar sem ekki er markaður fyr- ir hendi, til að mynda niðurstöð- um nefndastarfa hjá opinberum aðilum, áhrifum kosningakerfa og markaðsjafnvægi þar sem gætir ytri áhrifa.“ Hafa þeir starfað saman? „Vernon Smith og Charles Plott hafa unnið mikið saman í gegnum tíðina og hafa í samein- ingu sett fram kenn- ingar sem eru grunn- urinn að tilrauna- hagfræði eins og hún er stunduð í dag. Í leið- inni hafa þeir þróað lausnir á mörgum stórum vanda- málum sem tengjast ráðstöfun auðlinda, þá er átt við auðlindir í víðum skilningi, svo sem notkun flugvalla, markað fyrir mengun- arleyfi, verðuppbyggingu á notk- un almenningsveitna og hönnun uppboðskerfa fyrir sölu á fjar- skiptarásum fyrir farsíma, svo dæmi séu tekin.“ Hvað er á döfinni í tilraunahag- fræði svona almennt séð? „Á undanförnum árum hefur áhugi á tilraunahagfræði, bæði á meðal fræðimanna og þeirra sem vinna að hagnýtum viðfangsefn- um, aukist gríðarlega mikið. Það er ekki síst vegna þeirrar alþjóð- legu viðurkenningar sem greinin hlaut við úthlutun Nóbelsverð- launanna 2002. Að undanförnu hefur skipulögðum tilraunum ver- ið beitt á mörgum sviðum innan hagfræðinnar, á sviði atvinnu- vegahagfræði, uppboðsfræða og fjármála svo eitthvað sé nefnt. Á ráðstefnunni verða kynntar al- þjóðlegar rannsóknir í tilrauna- hagfræði, sem allar eiga það sam- merkt að fjalla um auðlindamál með einum eða öðrum hætti. Sérstaklega eru tekin fyrir við- fangsefni tengd sjávarútvegi og orkumálum. Sem dæmi má nefna samanburðarrannsóknir á úthlut- unarreglum nýtingarréttinda, og á skipulagi raforkumarkaða. Enn- fremur verður fjallað um aðferða- fræði hagfræðitilrauna, bæði al- mennt og um sértæk vandamál er tengjast auðlindum.“ Hvaða tækifæri sérð þú til- raunahagfræðina veita Íslending- um við úrlausn margvíslegra við- fangsefna? Er hægt að beita henni á nánast hvaða fyrirbæri sem er? „Enn er stór óplægður akur á þessu sviði, bæði hér og erlendis. Ef horft er til beins ávinnings Ís- lendinga vil ég helst nefna til- raunir á sviði markaðs- hönnunar, til dæmis á sviði raforku, og grein- ingar á eðli fákeppnis- markaða. Þessi svið eiga það sammerkt að einkennast af flóknu samspili markaðsaðila sem erfitt er að sjá fyrir í hefðbundinni fræðilegri greiningu. Hagfræðitilraunir má nýta á sambærilegan hátt og vindgöng eru notuð við þróun bíla og flugvéla – hægt er að prófa hvernig mismunandi markaðs- reglur reynast í tilbúnu umhverfi sem líkir eftir raunverulegu um- hverfi viðfangsefnisins.“ Jón Þór Sturluson  Jón Þór Sturluson lauk B.Sc.- prófi frá Háskóla Íslands árið 1994 og meistaraprófi frá sama skóla árið 1998. Einnig lauk hann doktorsprófi í hagfræði frá Viðskiptaháskólanum í Stokk- hólmi vorið 2003. Hann var skip- aður í stöðu sérfræðings við Hagfræðistofnun HÍ í ársbyrjun 2004. Helstu rannsóknasvið eru orku-, umhverfis- og samkeppn- ismál, auk tilraunahagfræði. Jón Þór er kvæntur Önnu Sigrúnu Baldursdóttur framkvæmda- stjóra og eiga þau dæturnar Guðrúnu Mörtu og Filippíu Þóru. Hagfræði- tilraunir eins og vindgöng ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra opnaði um helgina í Ásmundarsafni nýjan fjölskylduvef, fjolskylda.is, en á laugardag var alþjóðlegur dagur fjölskyldunnar. Fjölskylduvefurinn er upplýsingavefur um réttindi og skyldur fjölskyldna í landinu þar sem leitast er við að að- stoða fólk við upplýsingaöflun um atvinnu, breytingar sem fjölskyldur kunna að takast á við, heilsu, íbúðar- húsnæði, menntun, tómstundir og margt fleira. Á síðunni kemur fram að vefurinn sé hugsaður sem nokkurs konar inngangur, þar sem reynt er að draga saman á einn stað það efni og þá þjónustu sem finna má á veraldarvefnum um málefni fjölskyldunnar, til dæmis með tengingum inn á hinar fjölbreyttu síður veraldar- vefjarins. Vefur um málefni fjöl- skyldunnar opnaður Morgunblaðið/Árni Torfason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.