Morgunblaðið - 17.05.2004, Side 36

Morgunblaðið - 17.05.2004, Side 36
DAGBÓK 36 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. ein- takið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Skipin Reykjavíkurhöfn: Dettifoss kemur í dag. Árni Friðriksson, Skaftafell og Tulugaq fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Lagarfoss kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, kl. 14 fé- lagsvist. Hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 10 söngstund, kl. 13– 16.30 smíðar, út- skurður, kl. 13–16.30 handavinna, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–16 handavinna, kl. 10–11 samverustund. Sími 535 2760. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð kl. 10. Skrifstofan er opin í dag kl. 10–11.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Dal- braut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 13 brids. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinnustofan opin, kl. 10–13 versl- unin opin, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Bað kl. 9–12, opin vinnustofa, kl. 9– 16.30, félagsvist kl. 13.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Kl.10–11.30 pútt, kl 10 myndmennt, kl.13 út- skurður, kl. 13.30 fé- lagsvist, kl. 16.30 Gaflarakórinn. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids kl. 13. handmennt, kl. 13.30. Gerðuberg, félags- starf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 9.30 sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handa- vinna, kl. 9.30 gler og postulín. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin alla virka daga frá kl. 9–17. Alltaf heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 postulín, keramik og fótaaðgerð, kl. 10 bænastund, kl. 13.30 skrautskrift, kl. 13 hárgreiðsla, kl. 13.30 skrautskrift. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9–10 og kl. 10–11 jóga, kl. 13–16 spilað. Fóta- aðgerðir virka daga, hársnyrting þriðju- til föstudags. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun þriðjudag Sundleikfimi í Grafar- vogslaug kl. 9.30. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16 fótaaðgerð, kl. 10– 11 ganga, kl. 13–16.45 opin vinnustofa, myndlist. Seljahlíð heimili aldr- aðra. Sýning á hand- verki heimilismanna í dag. Vesturgata 7. Kl. 9– 16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9–10 boccia, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.30– 10.30 boccia, kl. 11–12 leikfimi, kl. 12.15– 13.15 danskennsla, kl. 13–16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og boccia, kl. 13 hand- mennt, glerbræðsla og spilað. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Opið frá kl. 9–16. Kl. 13.30 opið hús, ma. söngur, fé- lagsvist. Þórðarsveigur 1–5 Grafarholti. Kl. 13.30 spiladagur, félagsvist. Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK Gullsmára spilar í fé- lagsheimilinu, Gull- smára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Minningarkort Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingardeildar Landspítalans Kópa- vogi (fyrrverandi Kópavogshæli), s. 560 2700 og skrifstofu Styrktarfélags van- gefinna, s. 551 5941 gegn heimsendingu gíróseðils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafnarfirði. Hægt er að hringja í s. 565 5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Í dag er mánudagur 17. maí 138. dagur ársins 2004, gangdagar. Orð dagsins: Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra. (Mt. 18, 20.)     Gunnar I. Birgisson,alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins, heldur úti heimasíðunni gunn- arbirgisson.is. Í nýjum pistli fjallar hann um baráttuna í Framsóknar- flokknum.     Gunnar segir: „Ofninner heitur og kolin glóa í Framsóknar- flokknum þessa dagana. Sem kunnugt er mun ráðherrum Framsóknar fækka í fimm eftir 15. september. Enginn veit framtíð sína á þeim bæ utan Halldór Ásgríms- son, sem verður for- sætisráðherra.     Fimm Framsóknarráð-herrar eru í síðasta- leik, þar sem enginn vill vera hann. Baráttan harðnar með degi hverj- um. Staðan innan flokks- ins versnar stöðugt með- an Halldór lætur ekkert uppi. Það er fróðlegt að fylgjast með þessarri innri baráttu fram- sóknarmanna, sem kennt hafa sig við traust og stöðugleika, sú ímynd er fokin út um glugg- ann.     Eitt vekur þó athyglihve formanninum virðist mikið í mun að renna Guðna Ágústssyni út af ráðherraborðinu og áfram út úr forystu- sveit Framsóknar- flokksins. Fyrir 2 árum naut Jónína Bjartmarz stuðnings formannsins á móti Guðna í varafor- mannskjöri, en eins og kunnugt er vann Guðni yfirburðasigur eða með um 65% atkvæða. Þá hefur Valgerður Sverr- isdóttir ásamt hjálpar- kokkum reynt að gera lítið úr Guðna sem land- búnaðarráðherra. Það er þekkt að Halldór og Valgerður eru banda- menn og þykir alveg ljóst að skotleyfið á Guðna er fengið með leyfi formannsins. Margt er nú skrítið í kýrhausn- um. Halldór er búinn að setja upp söludeild fyrir lambakjöt í utanríkis- ráðuneytinu og sölu- stjóri er fyrrverandi for- stjóri Byggðastofnunar og ráðinn þangað af fyrrnefndri Valgerði.     Guðni Ágústsson hefurstaðið sig vel í afar erfiðum málaflokki og er að ná bæði góðum ár- angri fyrir bændur og neytendur. Þá er Guðni skemmtilegur með af- brigðum og hnyttinn í tilsvörum, nokkuð sem ekki er í tísku innan Framsóknar. Guðni kemur oft með skoðanir sem sýna annað sjónar- horn, og hefur kjark til að fylgja þeim eftir. Hann er traustur maður og á réttum stað. Má segja að hið góða og sanna Framsóknarhjarta slái í brjósti hans. Það er misráðið af Halldóri for- manni að flauta Guðna af, þrátt fyrir að hann langi til þess,“ segir Gunnar Birgisson. STAKSTEINAR Verður Guðna Ágústs- syni bolað út? Víkverji skrifar... Frelsi og fjölbreytni hafamjög verið til umræðu í þjóðfélaginu á síðustu vik- um og mánuðum. Víkverji ætlar ekki að blanda sér beinlínis í umræðu um fjöl- miðlafrumvarpið en hann getur ekki neitað því að frelsið og fjölbreytnin hafa leitað nokkuð á huga hans að undanförnu. Frelsið birtist með ýms- um myndum í fjölmiðl- unum. Í síðustu viku var sagt frá því að tveir út- varpsmenn á stöðinni FM 95,7 hefðu í samtali vakið máls á þeim mögu- leika að „geðveikt“ fólk „þarna úti í samfélaginu“ gæti „skotið í gegnum rúðuna“ á skrifstofu Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra í Stjórnar- ráðinu. Ekki hvarflar að Víkverja að þessi ummæli sem sögð voru „bara hug- mynd“ hafi verið meint í alvöru. En Víkverji fær ekki varist þeirri hugs- un að ráðamenn fjölmiðlafyrirtækja þurfi að huga betur að þroska- og vitundarstigi þeirra sem þeir ráða til starfa. Víkverja þóttu þessi ummæli ekki fyndin og hann veltir því fyrir sér hvort þetta sé það frelsi sem Ís- lendingar lofa svo mjög um þessar mundir. Víkverji telur frelsið fela í sér mikla ábyrgð og að útvarps- mennirnir líkist einna helst rón- unum sem komið hafa óorði á brennivínið. Þá tók Víkverji eftir fréttum þess efnis að sjónvarpsstöð ein misnotaði í fjáröflunarskyni fólk sem ætti við geðræna erfiðleika að etja. Ekki treystir Víkverji sér til að fullyrða neitt um þetta en ef rétt reynist sýn- ist honum það heldur ógeðfelld mynd af frelsinu. Víkverji fær ekki heldur séð að fjölbreytni ríki á íslenskum fjöl- miðlamarkaði. A.m.k. hefur hinum frjálsa markaði ekki tekist að upp- fylla þarfir Víkverja á því sviði. Vík- verji telur að sérstaklega vont ástand ríki á sviði útvarpsmála. Vík- verji finnur ekkert í útvarpinu sem höfðar til hans, tónlistarstöðvarnar eru allar eins, „dægurmálaþætt- irnir“ eru allir eins og það er einna helst að finna megi þátt og þátt á Rás 1, sem Víkverja finnst reyndar heldur leiðinleg útvarpsstöð. Að Rás 1 slepptri virðast íslenskir útvarps- menn lítinn metnað hafa á sviði dag- skrárgerðar. Víkverji telur að Ríkisútvarpið eigi að uppfylla menningarlegt hlut- verk sitt með því að varpa út til landsmanna vönduðum erlendum út- varpsstöðvum. Víkverja sýnist ekki vanþörf á að ræða þessi mál í samhengi við fjöl- miðlafrumvarpið. Honum virðist sem fólk hafi einungis fjöldann í huga þegar fullyrt er að fjölbreytni ríki í þessum málum hér á landi. Víkverji telur sig frjálslyndan en honum líst ekkert á frelsið sem birt- ist í dæmunum sem nefnd voru hér að ofan. Morgunblaðið/Arnaldur HVER sáir fræjum gyð- ingahaturs nú nema gyð- ingar sjálfir með hinni skelfilegu aðför þeirra að palestínumönnum? Ég trúi ekki að slíkt sé algóð- um guði, föður allra manna, þóknanlegt. Guðlaug Karvelsdóttir. Forsetabundið þingvald? SÉRKENNILEGT var en ekki óvænt að heyra utan- ríkisráðherra segja í sjón- varpsviðtali að forseti Ís- lands hefði ekki vald til að hafna staðfestingu laga því drottning Dana hefði það ekki. Kóngar og drottningar nágranna- landa gegna gömlu hefðar- embætti og eru ekki kosin. Forseti Íslands er kosinn af þjóðinni til þess að fara með vald. Við höfum sam- félag hér á landi en ekki ríki. Stjórn samfélagsins er kosin af þjóðinni. Það eru alþingi og forseti sem fara með stjórnina ekki ríkisstjórnin. Hún er að- eins framkvæmdastjórn þingsins og hefur ekki vald til að gera annað en þingið felur henni. Flokks- vald er heldur ekki hluti af stjórnskipan. Flokksvald sem beitir fyrir sig ríkis- stjórn til að þröngva lög- um upp á þjóðina er í reynd valdarán og heitir á erlendum málum fasismi. Slíkt valdarán er því miður ekki nýtt hér á landi. Ég man eftir stjórn sem sendi þingið heim svo að ráð- herra gæti sett bráða- birgðalög! Andúð stjórnar og flokksvalds á forseta er heldur ekki nýtt. Það kom í ljós strax á dögum Sveins Björnssonar og við fram- boð Ásgeirs Ásgeirssonar. Vissulega þarf að setja lög um hringamyndanir en það á ekki að gera með rík- isstjórnarvaldi. Valdi á að vera hjá þjóðinni og hún kýs Alþingi og forseta til að fara með það. Það er hægt að stjórna á tvennan hátt. Með valdboði eða með réttlátu skipulagi. Ég aðhyllist seinni aðferðina og skora á forseta að nota það vald sem þjóðin fól honum og afstýra valda- ráni. Jón frá Pálmholti. Tapað/fundið Hanskar í óskilum HANSKAR fundust fyrir utan Nóatún í Austurveri fyrir 3 vikum. Upplýsingar hjá Nóatúni í Austurveri. Útsaumaðar myndir í óskilum TVÆR útsaumaðar mynd- ir fundust á róluvellinum við Aflagranda. Upplýs- ingar í síma 562 2571. Dýrahald Kettlingar fást gefins 3 ÁTTA vikna kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 848-6209 eftir kl. 17. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Gyðingahatur LÁRÉTT 1 hvassviðri, 4 lipur, 7 tóg, 8 kærleikurinn, 9 blundur, 11 kropp, 13 hlífi, 14 spottar, 15 fiður- fé, 17 sleit, 20 elska, 22 landspildu, 23 hlæja hálf- kæfðum hlátri, 24 guðs- þjónusta, 25 arða. LÓÐRÉTT 1 veikin, 2 heiðursmerki, 3 blíð, 4 falskur, 5 saddi, 6 trjágróður, 10 rotin, 12 álít, 13 bókstafur, 15 útlimum, 16 ljóma, 18 nói, 19 fletja fisk, 20 kjána, 21 nirfilsleg. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 kappleiks, 8 ræðin, 9 rifan, 10 nón, 11 stafa, 13 aginn, 15 músík, 18 hólar, 21 lár, 22 svera, 23 urtan, 24 skraddari. Lóðrétt: 2 auðra, 3 panna, 4 eyrna, 5 kafli, 6 hrós, 7 un- un, 12 frí, 14 gró, 15 masa, 16 sterk, 17 klaga, 18 hrund, 19 látir, 20 röng. Krossgáta   Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.