Morgunblaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 21 ENGIN orð lýsa því hvernig er að vera þegn þjóðar sem í ásýnd heims- ins studdi að til Íraks voru sendir hermenn, sem hafa skipulega nið- urlægt, misþyrmt og pyntað íraska stríðsfanga. Það er ekki heldur hægt að lýsa þeirri tilfinningu sem grípur íslenskan föður sem hlustar á lýs- ingar á því hvernig jafnvel óþrosk- uðum unglingsbörnum er nauðgað og misboðið kynferðislega af þeim sem voru sendir til að verja þau. Hvernig í ósköpunum gat það gerst að við Íslendingar vorum hnýttir í tagl innrásarinnar, algerlega að þingi og þjóð fornspurðri? Nú stönd- um við nauðug viljug frammi fyrir þeirri staðreynd að gagnvart heim- inum og okkur sjálfum berum við siðferðilega ábyrgð rétt eins og þjóðir allra hinna svokölluðu stað- föstu og viljugu ríkja sem lögðu ekki bara blessun sína yfir innrásina heldur studdu hana með orðum og dáð. Það var svo einstaklega nöturlegt að þessir glæpir voru upplýstir á sama degi og íslensk stjórnvöld birtu fyrsta sinni á íslenskri tungu Genfarsáttmálann um mannúðlega meðferð á stríðsföngum. Auðvitað veit ég að engum kom til hugar að svona atburðir gætu gerst. Engan þeirra stjórnmálamanna sem vörðu ákvörðuina um að styðja innrásina í Írak gat órað fyrir því, að hermenn þjóða, sem við lítum á sem for- ystuþjóðir í hinu vestræna lýðræðis- og menningarsamfélagi, gætu nokkru sinni gerst sekir um voða- verk af þessu tagi. Ég trúði sjálfur varla þessum lýsingum í fyrstu, og fór eins og Tómasi forðum, að ég trúði ekki fyrr en ég lagði höndina í sárið. Ég trúði ekki fyrr en stjórn- völd í Bandaríkjunum og síðar Bret- landi staðfestu hryllinginn. Við Íslendingar lögðum vissulega ekki til hermenn en við lögðum fram annars konar stuðning og fyrir hönd þjóðarinnar lögðu forystumenn rík- isstjórnarinnar blessun hennar yfir innrásina. Án alþjóðlegs stuðnings hinna 30 þjóða hefði tæpast komið til innrásarinnar og hermenn innrás- arþjóðanna ekki verið sendir til Írak. Stuðningur ís- lenska ríkisins gerir okkur því öll með viss- um hætti samábyrg. Því vil ég ekki una sem íslenskur þegn og alþingismaður, og ég tel ekki annað koma til mála en æðsta stofnun lýðveldisins, Alþingi, lýsi skoðun sinni á þessum at- burðum með sterkum hætti. Alþingi fékk að sönnu hvergi að koma nærri ákvörðun formanna stjórnarflokkanna um stuðning við innrásina í Írak, eins og lög kveða þó á um. En Alþingi er fulltrúaþing allrar þjóð- arinnar. Þar heyrast hinar margvíslegu radd- ir hennar og stundum ná þær að hljóma saman í einum, sterkum kór. Í ljósi þess hversu alvar- legir þessir atburðir eru, og í ljósi aðkomu Íslendinga að málinu, þá er óhjákvæmilegt annað en Alþingi tjái skoðun sína á pyntingunum í Írak. Áður en Alþingi lýkur störfum í vor eða sumar tel ég því að þingið verði að fordæma harðlega hin grófu brot bandarískra og breskra hermanna á Genfarsáttmálanum. Slík ályktun þarf líka að taka á þeim margvíslegu brotum gagnvart mannréttindum þeirra Íraka sem flokkast ekki undir stríðsfanga en hafa sætt hræðilegri meðferð. Hún ætti líka að fela í sér fordæmingu á skelfilegum hefnd- arviðbrögðum sem til dæmis birtust í að íraskir hermdarverkamenn háls- hjuggu bandarískan hermann og dreifðu myndbandi af óhæfunni. Utanríkisráðherra hefur vissulega talað opinberlega gegn þessu athæfi, en þingið, sem fulltrúi allrar þjóð- arinnar, verður að álykta um málið. Sú ályktun verður að fela utanrík- isráðherra að bera fram formleg mótmæli þingsins fulltrúa þeirra þjóða sem hlut eiga að máli. Eftir Össur Skarphéðinsson ’Utanríkisráðherra hefur vissulega talað opinberlega gegn þessu athæfi, en þingið, sem fulltrúi allrar þjóð- arinnar, verður að álykta um málið.‘ Össur Skarphéðinsson Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Alþingi verður að álykta um hryllinginn í Írak

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.