Morgunblaðið - 17.05.2004, Page 11
MINNSTAÐUR | VESTURLAND
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 11
Upphengd klóset t
og innbyggðir kassar
Allir velkomnir
Hvernig á að gera
viðskiptasamninga?
Fyrirlesturinn verður þriðjudaginn 18. maí í Öskju,
(nýja Náttúrufræðihúsi HÍ) stofu 1 kl. 12.15.
Kenningar Williamsons líta á viðskipti tveggja aðila sem
grunneiningu fræðanna og fjalla um það hvernig aðilar koma á fót
ýmis konar skipulagi til að lágmarka viðskiptakostnaðinn og treysta
viðskiptatengslin. Kenningar Williamsons hafa meðal annars átt
þátt í því að gerbreyta viðhorfum í Bandaríkjunum og víðar til
samkeppnismála og opinbers eftirlits með fyrirtækjum.
Innan hagfræðinnar er Williamson einn helsti forsprakki nýrra
kenninga um innra skipulag viðskiptalífsins í markaðsbúskap og
jafnframt einn af leiðtogum nýju stofnanahagfræðinnar.
Williamson stundaði nám við M.I.T., Stanford háskóla og lauk doktorsprófi í hagfræði frá
Carnegie-Mellon háskóla. Frá árinu 1988 hefur hann gegnt stöðu prófessors í viðskiptafræði,
hagfræði og lögum við Kaliforníu háskóla í Berkeley. Hann hefur skrifað sex bækur, gefið
út ritgerðasöfn og ritað um 150 ritgerðir í virt fræðitímarit.
Williamson hefur verið heiðraður á marga vegu. Hann er m.a. heiðursdoktor við 8 háskóla.
Oliver E. Williamson
einn þekktasti hagfræðingur heims
Bifröst | Viðskiptaháskólinn á Bif-
röst útskrifaði 58 athafnakonur úr
rekstrarnáminu „Máttur kvenna“
sunnudaginn 9. maí sl. Þessar kon-
ur luku þar með ellefu vikna
rekstrarnámi sem sérstaklega var
ætlað konum í atvinnurekstri í
Norðvesturkjördæmi. Námið fór
fram í fjarnámi auk tveggja
vinnuhelga á Bifröst annars vegar
við upphaf og hins vegar við lok
námsins.
Sérstakir gestir á útskriftarhá-
tíðinni voru Valgerður Sverr-
isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, og Herdís Á. Sæmundar-
dóttir, stjórnarformaður
Byggðastofnunar, sem var aðal-
bakhjarl verkefnisins. Þær fluttu
báðar ávörp auk þeirra Runólfs
Ágústssonar rektors og Pálínu
Vagnsdóttur, fulltrúa nemenda.
Þá söng Systrakvartettinn og Bol-
víkingar í hópi útskriftarnema
fluttu brag eftir Rögnu Magn-
úsdóttur.
Markmið að gera konur
hæfari til að reka fyrirtæki sín
Það var Viðskiptaháskólinn á
Bifröst sem skipulagði námið í
samstarfi við Símenntunarmiðstöð
Vesturlands, Fræðslumiðstöð Vest-
fjarða, Farskóla Norðurlands
vestra – miðstöð símenntunar og
atvinnu- og jafnréttisráðgjafa
Byggðastofnunar. Meginmarkmið
með náminu eru að gera konur í
atvinnurekstri hæfari til að reka
fyrirtæki sín, að efla með því arð-
semi fyrirtækja þeirra, að efla
með því atvinnulíf á landsbyggð-
inni á þeim sviðum sem líklegust
eru til að stuðla að vexti og upp-
byggingu, að skapa fleiri störf á
landsbyggðinni og að snúa vörn í
sókn.
Eftir að fyrstu vinnuhelginni
lauk var kennt í fjarnámi og unnu
nemendur og kennarar í gegnum
námsskjá þar sem hvert námskeið
hefur sitt svæði. Þar eru fyrir-
lestrar frá kennurum og glærur.
Einnig fara verkefnaskil og end-
urgjöf frá kennurum fram í gegn-
um námsskjáinn. Með þessum
hætti hafa nemendur vinnu sína á
einum stað, yfirfarna með at-
hugasemdum.
Ætlunin er að fara yfir og meta
námskeiðið og bjóða þetta nám
konum um allt land, en „Máttur
kvenna“ er verkefni sem ætlað er
að treysta starfsgrundvöll þeirra
kvenna sem námskeiðið sækja, í
þeirri von að fleiri störf skapist á
landsbyggðinni og þjónustugrein-
arnar eflist. Aðdraganda námsins
má rekja til ráðstefnu og sýningar
Kvenréttindafélags Íslands, Kven-
félagasambands Íslands, kvenna-
sjóðs Vinnumálastofnunar og at-
vinnu- og jafnréttisráðgjafa
Byggðastofnunar síðastliðið haust.
Fulltrúar Viðskiptaháskólans
fluttu þar erindi og varð hug-
myndin til við undirbúning þeirra
erinda.
Ljósmynd/Hólmfríður Sveinsdóttir
Útskriftarhópurinn ásamt Runólfi Ágústssyni rektor, Herdísi Á. Sæmundsdóttur frá Byggðastofnun og Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra.
Máttugar konur útskrifast frá Bifröst
asdish@mbl.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Kokkabókastatíf
Verð 3.990 kr.
Klapparstíg 44
Sími 562 3614
Litir: Svart, blátt,
grænt, grátt
Nýtt! drapplitur