Morgunblaðið - 17.05.2004, Síða 30

Morgunblaðið - 17.05.2004, Síða 30
MINNINGAR 30 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ísafold Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 14. júní 1925. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 10. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Gíslason skósmiður í Reykja- vík, f. 17. desember 1880, d. 20. október 1939, og Sigrún Jón- asdóttir húsfreyja, f. 24. júní, d. 30. maí 1967. Systkini Ísa- foldar eru Sigrún Guðmundsdótt- ir, f. 1912, d. 1981, Valur Guð- mundsson, f. 1918, Jónas Guðmundsson, f. 1920, d.1984, Hallfríður Guðmundsdóttir, f. 1922, og Leifur Guðmundsson, f. 1929, d. 1993. Ísafold giftist 24. nóvember 1944 Sigurði E. Ólafssyni járn- smiði, f. 22. nóvember 1923, d. 2. mars 1998. Börn þeirra eru: Bryn- dís Sigrún Sigurðardóttir, versl- unarstjóri í Reykjavík, Ragnheið- ur Sigurðardóttir, starfsstúlka í Reykjanesbæ, Kristín Árný Sig- urðardóttir, býr í Þorlákshöfn, Svan- hildur Sigurðardótt- ir, bóndi á Mávatúni í Reykhólasveit, maki Tómas Sigur- geirsson bóndi, Erla Björg Sigurðardótt- ir, félagsráðgjafi í Reykjavík, Lilja Sig- urðardóttir, garð- yrkjufræðingur í Reykjavík, Einar Sigurðsson, launa- kerfisráðgjafi, býr í Kópavogi, maki; Ell- en Blomsterberg, innheimtustjóri, og Arnþór Sig- urðsson, forritari, býr í Kópavogi, maki; Sigurbjörg Dögg Finnsdótt- ir, nemi. Barnabörn Ísafoldar og Sigurðar eru 28 og barnabarna- börnin 18. Ísafold ólst upp í Reykjavík og vann ýmis störf á sínum unglings- árum, við veitingastörf í þrjá ára- tugi og um áratug á Landspítalan- um við Hringbraut þar til að hún fór á eftirlaun. Útför Ísafoldar fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Margs er að minnast og margs er að sakna. Okkur systurnar langar í örfáum orðum að minnast elsku ömmu okkar heitinnar, hennar Foldu eins og hún var alltaf kölluð. Alltaf var hún hress, kát og lífsglöð alveg til endaloka. Þrátt fyrir erfiða og árangurslausa baráttu við þennan hræðilega sjúk- dóm brosti hún út í eitt og grínaðist. Hún þráði ekkert heitar en að geta verið heima á Bjarnó þar sem hún var eins lengi og hægt var. Hún amma okkar var fyrsta klassa kona, hún var besti vinur okkar, skemmtileg og góð kona, hún vissi ótrúlegustu hluti og var inni í öllu. Alltaf var hún vel til höfð með hvíta fallega hárið sitt sem var henni svo mikið. Hún var ákveðin kona og hafði sínar skoðanir á hlutunum sem gerði hana að sérstakari persónu fyrir vik- ið. Þegar maður kom á Bjarnó var iðulega glens og gaman. Bestu fiskibollur gerði hún amma og var hún alltaf með mat á borðum. Okkur er það einnig minnisstætt þegar amma og afi voru að koma vestur í berjamó, þá var mikill spenn- ingur á heimilinu að bíða eftir þeim. Alltaf náðu þau að fara með fullan bíl af berjum heim í Kópavoginn. Áttum við yndislegar stundir saman, sér- staklega þegar við bjuggum báðar rétt hjá henni og munu þær aldrei gleymast. Það er sárt að kveðja hana og vita til þess að í sumar verður engin amma á Bjarnó til að fara í kaffi til og tala við um hversdagslegu hlutina í lífi okkar. Já, elsku amma, mikið þótti okkur vænt um þig og erum við afar þakklátar fyrir þennan tíma sem við áttum saman og það að börnin okkar fengu að kynnast þér. Bjarnó verður ekki samur, hún skilur eftir sig stórt skarð í fjölskyldunni en við vitum samt að hún er á góðum stað með afa núna. Blessuð sé minning hennar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Dísa og Kristín. Amma mín, Ísafold, var kona sem ég mat mikils. Hennar hlutskipti í líf- inu var að berjast, fyrir öllu mögu- legu og ómögulegu. Amma var fyrst og fremst jafnaðarkona. Hún hafði miklar skoðanir á óréttlæti heimsins og kaus jöfnuð framar öllu. Í minningunni var þessi kona alveg einstök. Sú einstaka sýn sem hún hafði á lífið, sú þrautseigja sem hún bjó yfir var alveg með ólíkindum. Amma var kona að mínu skapi. Hún var rokkari. Hennar uppáhalds- tónlist var líka mín uppáhaldstónlist. Amma var líka mikill djókari – ég man margar ótrúlegar stundir þar sem við sátum og kjöftuðum og gerð- um grín að öllu mögulegu sem hún endaði oftar en ekki á orðunum „nei afhverju látiði svona, stelpur“. Amma var mikil kjölfesta fyrir marga af sínum afkomendum. Að fara til ömmu var fastur liður í þessu daglega lífi og eru ófáar minningar um samverustundir yfir heilu helg- arnar þar sem setið var í hugguleg- heitum yfir sjónvarpinu í kjaftagangi og að ógleymdu matarstússinu. Amma var einstök með ýmislegt. Hún hafði sínar meiningar um lífið og tilveruna, hún var sterkur karakter sem gat tekið upp á ýmsu. Amma hefur alla tíð skipað stóran sess í mínu lífi og var virkilega gam- an að deila með henni því sem var að gerast frá degi til dags. Hún var svo ótrúlega áhugasöm um allt sem var að gerast. Amma var mikil baráttukona. Það hefur verið mér mikils virði að hafa átt hana ömmu sem fyrirmynd í bar- áttunni. Kynni mín af ömmu minni eru dýr- mæt. Megi hún hvíla í friði. Sara Dögg Jónsdóttir. Þá er hún amma farin, hún sem var alltaf svo hress. Alltaf gátum við komið á Bjarnó til hennar. Hún ól ekki bara sín átta börn heldur vorum við barnabörnin mörg hjá henni til að byrja með, og meira að segja passaði hún sum barnabarnabörnin sín líka. Amma, þú varst höfuð fjölskyld- unnar. Mikið mun vanta nú þegar þú ert farin. Sorg okkar er mikil. Eina huggun okkar er að nú ert þú hjá afa. Guð geymi þig. Ásta Ísafold, Jón Þór og Anna María. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Elsku amma, þú varst besta amma og ég elska þig svo mikið. Núna ert þú hjá englunum góðu. Embla Dögg Bachmann. Mig langar til að minnast í nokkr- um orðum, fyrrverandi tengdamóður minnar, Ísafoldar Guðmundsdóttur, er lést á líknardeild Landspítalans við Kópavogsbraut hinn 10. maí sl. Ég kynntist Ísafold og eiginmanni hennar heitnum, Sigurði Ólafssyni, árið 1987 er ég hóf sambúð með Arn- þóri, yngsta barni þeirra hjóna. Við unga parið bjuggum í sama húsi og þau hjónin í Kópavogi þau ár sem samband okkar Arnþórs varði. Í fyrstu hafði ég nokkrar áhyggjur af svo nánu sambýli við tilvonandi tengdaforeldra mína, en sá fljótt að þær áhyggjur voru með öllu óþarfar. Frá fyrstu stundu varð samband okkar einstaklega gott og það sem ég áður hugði ókost, reyndist hið gagn- stæða. Við Ísafold urðum góðar vin- konur og var notalegt að geta kíkt í kaffi hvor til annarrar alltaf þegar tími gafst til, enda stutt að fara. Nut- um við þess að sitja á skrafi með kaffibollana úti á palli þegar vel viðr- aði. Ísafold var ein af þessum gæða- konum sem öllum vilja gott gera. Hún var skemmtileg og kímin og afar þægileg í allri umgengni. Við gátum talað saman um allt milli himins og jarðar og því var aldrei skortur á um- ræðuefni. Það er ekki ofmælt að segja að Ísafold er einhver sú já- kvæðasta manneskja sem ég hef kynnst á lífsleiðinni og alltaf var stutt í húmorinn. Ég sá hana aldrei skipta skapi í öll þau ár sem við höfum þekkst. Ekki var þó ástæða þess sú að líf hennar hafi verið eilífur dans á rósum. Þau hjónin hafa komið átta börnum til manns og þar að auki ver- ið með sum barnabörn sín á heimilinu sem ólust þar upp fyrstu æviárin. Þótt þröngt hafi oft verið í búi er börnin voru ung og mannmargt á heimilinu var lífsgleðin ávallt til stað- ar. Orðin efnishyggja og lífsgæða- kapphlaup voru ekki til í orðabók þeirra hjóna en nægjusemi og ráð- deild komu í þeirra stað. Ísafold bar mikla umhyggju fyrir börnum sínum og afkomendum öll- um. Afkomendurnir eru orðnir fjöl- margir og hef ég ekki handbæra tölu á öllum þeim fjölda, en þeir voru hennar stóri fjársjóður. Það var aðdáunarvert að fylgjast með um- hyggjusemi hennar gagnvart barna- börnum sínum. Alltaf átti einhver af- mæli sem þurfti að gleðja og á jólum mátti enginn í þessum stóra hópi verða útundan. Maður furðaði sig oft á hvernig hún gat staðið undir öllum þessum útgjöldum hin síðari ár af sínum takmarkaða lífeyri. Að gleðja aðra var hennar gleði og varð engu tauti við hana komandi ef á það var minnst að þetta væri allt að verða henni ofviða. Ísafold átti líka alltaf eitthvert góðgæti í handraðanum til að gauka að litlum munnum. Ísinn var í sérstöku uppáhaldi hjá yngri kynslóðinni og var nánast sjálfsagður hlutur að hann væri ætíð að finna í frystinum hjá ömmu. Ef svo ólíklega vildi til að allt góðgæti væri uppurið þegar smáfólkið kom í heimsókn var brugðið snarlega við og einhver sendur út í búð til að bæta úr því. Heimili þeirra hjóna, Ísafoldar og Sigurðar, var alla tíð miðpunktur fjölskyldunnar og var þar oft margt um manninn. Að hafa hópinn sinn innan seilingar bætti Ísafold upp söknuðinn við að missa eiginmann sinn og félaga. Þau höfðu gengið saman lífsins veg frá því þau kynnt- ust ung að árum og þar til hann lést 2. mars 1998. Enda þótt við Addi sonur hennar slitum samvistum héldum við Ísafold alltaf góðu sambandi. Alltaf þótti sjálfsagt að koma við á Bjarnhóla- stígnum eða Bjarnó eins og kallað var. Þar var alltaf opið hús og allir velkomnir. Það er einhvern veginn skrýtin tilhugsun að þetta gestrisna heimili, miðdepill fjölskyldunnar, verður ekki lengur til staðar fyrir stórfjölskylduna að hittast á. Sonur minn, Elvar Freyr, sem fæddist árið 1988 var svo heppinn að fá að njóta mikilla samvista við ömmu sína og afa og var hann hálfgerður heimagangur hjá þeim, bæði á meðan við bjuggum öll í sama húsi og einnig eftir að við mæðgin fluttum til Reykjavíkur. Þau hjónin báru alltaf mikla umhyggju fyrir honum og höfðu áhuga á að fylgjast með öllu sem honum viðkom, hvort sem það var skólinn eða íþróttirnar. Oft dáðist ég að þolinmæði þeirra er Elvar var á svokölluðum óvitaaldri, en hann gat stundum verið nokkuð fjörugur og uppátækjasamur. Afi og amma létu þannig smámuni ekki ergja sig eða raska ró sinni frekar en annað, held- ur sáu þau spaugilegu hliðina á hlut- unum. Eins og allir vita er afar sárt að þurfa að horfa upp á ástvini sína fár- sjúka á sjúkrastofnun og fylgjast með hvernig þeim hrakar dag frá degi. Það er þó huggun harmi gegn að afkomendur Ísafoldar Guðmunds- dóttur geta minnst hennar sem hlýrrar, ástúðlegrar og jákvæðrar konu sem ætíð lét gott af sér leiða og öllum þótti vænt um sem henni kynntust. Hún er nú laus við allar þjáningar síðustu mánaða og mun án efa hitta hann Sigga sinn sem tekur hana undir sinn verndarvæng og býður hana velkomna. Ég kveð Ísafold með söknuði en hún var ekki einungis frábær tengda- móðir og amma heldur góður og sannur vinur. Ég vil þakka alla um- hyggju hennar gagnvart mér og syni mínum sem sér nú á eftir yndislegri ömmu. Hann á þó góðar og dýrmæt- ar minningar sem aldrei gleymast og gera hann og vonandi okkur öll sem hana þekktum að betri manneskjum. Innilegar samúðarkveðjur færi ég og sonur minn öllum ástvinum Ísa- foldar og biðjum við góðan Guð að veita þeim styrk á þessum erfiðu tímamótum. Blessuð sé minning Ísafoldar Guð- mundsdóttur. Sigurbjörg Alfreðsdóttir. ÍSAFOLD GUÐMUNDSDÓTTIR Oddur Thorarensen fyrrv. sóknarprestur er látinn á 73. aldurs- ári, eftir stutta sjúk- dómslegu. Oddur lauk guð- fræðiprófi frá Háskóla Íslands 1958 og var vígður til Hofspresta- kalls í Vopnafirði sama ár. Þar þjónaði hann í tvö ár en síðan þjón- aði hann í Hofsósprestakalli í þrjú ár. Hann gerðist síðan gæslumaður hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og vann þar í 30 ár. Oddur gerðist virkur félagi í Kristniboðssamtök- unum þegar hann gekk í Kristni- boðsfélag karla árið 1971. Hann ODDUR THORARENSEN ✝ Oddur Thorar-ensen fæddist í Reykjavík 12. janúar 1932. Hann lést á Dvalarheimilinu Grund hinn 20. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 29. apríl. tók virkan þátt í starfi félagsins með því m.a. að leika undir söng á fundum okkar, auk þess sem hann gladdi okkur félaga sína með einsöng þegar svo bar undir, enda hafði hann góða og þróttmikla baritonrödd. Oddur sá oft um efni funda hjá okkur og þá naut sín sú góða þekking á Biblíunni sem hann hafði sem guðfræðingur. Hann hafði fastmótaða af- stöðu til boðskapar Biblíunnar og játaði Jesú Krist sem sinn per- sónulega frelsara. Auk þess að leika undir söng hjá okkur félögun- um, lék hann undir almennan söng á samkomum Kristniboðssam- bandsins sem haldnar voru í Kristniboðshúsinu Betaníu sem var á sínum tíma á Laufásvegi 13 og síðar á samkomum í Kristniboðs- salnum á Háaleitisbraut. Þar sótti Oddur samkomur að staðaldri þeg- ar heilsan leyfði og hann naut í rík- um mæli samfélagsins þar. Hann tók einnig virkan þátt í starfi Sunnudagaskóla Kristniboðs- félaganna og lék þar undir söng. Oddur var mikill kristniboðsvinur og bar málefni kristniboðsins mjög fyrir brjósti bæði í fyrirbæn og fórn. Löngu áður en Oddur gerðist vistmaður á Grund fór hann mjög reglulega þangað og las fyrir vist- menn, þá þeirra sem voru orðnir ófærir til þess sjálfir. Þegar hann svo gerðist vistmaður þar tók hann virkan þátt í ýmsu öðru sem þar fór fram til að stytta mönnum stundir. Hann naut vistarinnar á Grund mjög vel og var innilega þakklátur fyrir þá aðhlynningu sem hann naut þar. Vistmenn Grundar voru honum mjög þakk- látir fyrir það sem þeir nutu frá hans hendi. Við félagar Odds í Kristniboðs- félagi karla minnumst þessa góða drengs með þakklæti og djúpri virðingu. Við vottum ástvinum hans innilega hluttekningu og biðj- um Guð að blessa þeim og okkur minningarnar um hann. Baldvin Steindórsson, form. í Kristniboðsfélagi karla. Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 Vöggusett barnasett Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Englasteinar Legsteinar Erfidrykkjur Salur og veitingar Félagsheimili KFUM & KFUK Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Upplýsingar í síma 588 8899. www.kfum.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.