Morgunblaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ H rin gb ro t MARKAÐSVERÐMÆTI hluta- bréfaeignar viðskiptabankanna tvö- faldaðist og gott betur frá árslokum 2000 til síðustu áramóta, samkvæmt svari viðskiptaráðherra við fyrir- spurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem lögð var fram á Alþingi á laugardag. Samtals áttu bankarnir 33,1 milljarð króna að markaðsvirði í skráðum og óskráðum félögum í árslok 2000 en um síðustu áramót námu eignir þeirra í hlutabréfum samtals 68,3 milljörðum króna, sem er 106% hækkun. Á sama tíma hækkaði heildarvísitala aðallista Kauphallar- innar um 58,4%, svo dæmi sé tekið. Jóhanna spurði hvert hefði verið markaðsvirði hlutafjáreignar við- skiptabankanna og dótturfyrirtækja þeirra í fyrirtækjum skráðum í Kauphöll Íslands í milljörðum króna og sem hlutfall af markaðsvirði skráðra hlutabréfa í lok áranna 2000 og 2003 og hvert hefði verið mark- aðsvirði hlutafjáreignar viðskipta- bankanna í öðrum félögum á sama tíma. Í svari viðskiptaráðherra, sem byggt er á upplýsingum sem Samtök banka og verðbréfafyrirtækja öfluðu hjá bönkunum, kemur fram að mark- aðsvirði hlutafjáreignar bankanna og dótturfyrirtækja þeirra í skráð- um fyrirtækjum var 17,2 milljarðar kr. í lok árs 2000 og 34 milljarðar kr. í lok árs 2003. Hlutafjáreign við- skiptabankanna í skráðum fyrir- tækjum nam 4,1% af heildarmark- aðsvirði fyrirtækja í Kauphöll Íslands í lok árs 2000 og 5,2% í lok árs 2003. Markaðsvirði hlutafjár- eignar bankanna í öðrum fyrirtækj- um var 15,9 milljarðar kr. í lok árs 2000 og 34,3 milljarðar kr. í lok árs 2003. Nærri þreföldun hjá KB banka og Landsbanka Í svari ráðherra kemur fram að fjöldi fyrirtækja, sem bankarnir áttu í innanlands og erlendis, breyttist lítið á þremur árum. Þannig áttu bankarnir samtals hlut í 410 fyrir- tækjum í lok árs 2000 og 400 fyr- irtækjum í lok árs 2003. Í mörgum tilfellum eiga tveir eða allir við- skiptabankanna hlut í sama fyrir- tæki. Jóhanna spurði hvernig hluta- bréfaeignin skiptist á milli bankanna og kemur þá í ljós að hlutabréfaeign Íslandsbanka jókst ekki mikið að verðmæti á þessum þremur árum; bankinn átti samtals 14,1 milljarð í hlutabréfum árið 2000, en 15,4 millj- arða um síðustu áramót. KB banki (áður Kaupþing og Búnaðarbankinn) þrefaldaði hins vegar næstum eign sína miðað við markaðsverðmæti, úr 12,6 milljörðum samtals í 34,7 millj- arða. Landsbankinn þrefaldaði sömuleiðis sína hlutabréfaeign, úr 6,4 milljörðum í 18,2. Skipting bréfa bankanna milli skráðra fyrirtækja og annarra fyrirtækja sést í með- fylgjandi töflu. Fram kemur í svarinu að fimm verðmætustu hlutafjáreignir Ís- landsbanka í lok árs 2000 voru Glitn- ir hf., R Raphael & Sons PLC, Ís- landsbanki hf., Ker hf. og Baugur hf. Í lok árs 2003 voru það Sjóvá-Al- mennar tryggingar hf., Straumur hf., Framtak fjárfestingarbanki hf., Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og R. Raphael & Sons PLC. Fimm verðmætustu hlutafjáreignir KB banka í lok árs 2000 (þ.e. Kaupþings hf. og Búnaðarbanka Íslands hf.) voru Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., Össur hf., Kaupthing Lux. SA, Sól-Víking hf. og Samherji hf. Í lok árs 2003 voru það Kaupthing Bank Sverige, Norvestia Oy, Vátrygginga- félag Íslands hf., Singer & Fried- lander Grp. plc. og Baugur Group hf. Fimm verðmætustu hlutafjáreignir Landsbanka í lok árs 2000 voru Vá- tryggingafélag Íslands hf., The Her- itable Bank Ltd., Íslenski hugbún- aðarsjóðurinn hf., Kaupás hf. og Lýsing hf. Í lok árs 2003 voru það Eimskipafélag Íslands hf., The Her- itable Bank Ltd., Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna hf., Landsafl hf. og Landsbanki Lúxemborg SA. Jóhanna spurði loks hversu hátt hlutfall af eignum bankanna hefði verið í erlendum og innlendum skuldabréfum og erlendum og inn- lendum hlutabréfum í lok áranna 2000 og 2003. Í svari ráðherra kemur fram að í árslok 2000 var hlutfall er- lendra skuldabréfa 0,43% af eignum viðskiptabankanna þriggja að með- altali og innlendra skuldabréfa 6,04%. Hlutfall erlendra hlutabréfa var 0,82% og innlendra hlutabréfa 3,62%. Í lok árs 2003 var hlutfall er- lendra skuldabréfa 0,41% af eignum viðskiptabankanna þriggja að með- altali og innlendra skuldabréfa 5,42%. Hlutfall erlendra hlutabréfa var 1,06% og innlendra hlutabréfa 3,22%. Hlutabréfaeign banka tvöfaldaðist á 3 árum                           ! " #$%&     ! '               STÖRF í þýskum áliðnaði eru í hættu vegna yfirvofandi hækkunar orkuverðs, að mati þýska álversins Hamburger Aluminium-Werk, HAW. Orkusamningi fyrirtækisins hefur verið rift frá 30. september nk. þar sem það vildi ekki fallast á hækk- un. Metal News hefur eftir forstjóra HAW að grunnraforkuverð hafi snarhækkað og sé orðið mun hærra en í öðrum ESB-ríkjum. Talsmaður rafveitunnar sem HAW skiptir við, en hún er hluti af sænsku Vattenfall-samsteypunni, segir verðið þurfa að endurspegla kostnað rafveitunnar, hún geti ekki niðurgreitt framleiðslu álversins. HAW framleiðir árlega um 130 þúsund tonn af áli. Það er í eigu Norsk Hydro, Alcoa og Austria Met- all. Norsk Hydro eignaðist hlut sinn í HAW þegar fyrirtækið yfirtók þýska álframleiðandann VAW Alum- inium fyrir tveimur árum og leiddi sú fjárfesting til þess að hætt var við fjárfestingu Hydro í Reyðaráli. Orkuverð til HAW- álversins hækkar HAGNAÐUR Tanga hf. eftir skatta á fyrsta fjórðungi þessa árs var nærri helmingi lægri en á sama tímabili í fyrra, eða 27 milljónir króna samanborið við 52 milljónir í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBIDTA) var hins vegar 135 milljónir í ár en 60 millj- ónir í fyrra. Veltufé frá rekstri nam 110 milljónum á fyrsta ársfjórðungi 2004 en var 44 milljónir í fyrra. Tekjur Tanga á fyrsta ársfjórð- ungi voru 538 milljónir og jukust um rúm 10% á milli ára. Rekstrargjöld félagsins námu 403 milljónum og lækkuðu um tæp 6%. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 47 milljónir en mynduðu tekjur upp á 59 milljónir á sama tímabili árið 2003. Hagnaður Tanga dregst saman                            ! "# !$"  %     ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● SAS-flugfélagið hefur ákveðið að hækka flugfargjöld sín vegna mikillar hækkunar á elds- neytisverði. Á vefmiðli Jyl- lands-Posten segir að frá og með 1. júní verði 4 evrur, um 350 íslenskar krónur, lagðar of- an á innanlandsfargjöld félagsins aðra leiðina, og 6 evrur, um 530 krónur, á flugfargjöld á Evrópu- leiðum. Ekki hafi verið ákveðið hve hátt gjaldið verði á lengri leiðum. Hækkun hjá SAS ● Ísland, Reykjavík og Icelandair koma vel út úr ferðakönnun brezku blaðanna Guardian og Observer meðal lesenda sinna. Þannig er Ís- land næstvinsælasta Evrópulandið hjá Bretum á eftir Slóveníu, en var í efsta sæti í sams konar könnun í fyrra. Reykjavík er tólfta vinsælasta er- lenda borgin, en var í 35. sæti í fyrra. Icelandair þykir fjórtánda bezta flug- félagið á styttri leiðum, en þar kemur Finnair bezt út. Ísland kemur vel út úr brezkri ferðakönnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.