Morgunblaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
EKKI verður hjá því komist að und-
anskilja viðskipti með landbúnaðar-
afurðir ákvæðum samkeppnislaga
sem kveða á um bann við verðsam-
ráði. Þetta var meðal þess sem kom
fram í ræðu landbúnaðarráðherra
Guðna Ágústssonar á Alþingi í gær.
Ráðherra mælti fyrir tveimur
frumvörpum um breytingar á lög-
unum. Annars vegar frumvarpi sem
ætlað er að staðfesta samning sem
landbúnaðar- og fjármálaráðherra
hafa gert við Bændasamtökin um
stuðning hins opinbera við kúa-
bændur og hins vegar frumvarpi
sem tekur af réttaróvissu sem ráð-
herra segir að ríkt hafi um það hvort
afurðastöðvum í mjólkuriðnaði sé
heimilt að hafa samstarf um verð-
lagningu.
Í ræðu sinni sagði ráðherra það
meðal annars vera tilgang búvöru-
laga að tryggja jöfnuð milli framleið-
enda sem og viðunandi kjör bænda.
„Jafnframt kemur þar fram sú
stefna löggjafans að framleiðsla
búvöruvara til neyslu og iðnaðar
verði í sem nánustu samræmi við
þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt
nægjanlegt vöruframboð við breyti-
legar aðstæður í landinu.“
Sérreglur um landbúnað
gilda í nágrannalöndum
Ráðherra vitnaði í ræðu sinni til
álitsgerðar sem lögmennirnir Eirík-
ur Tómasson og Árni Vilhjálmsson
unnu að hans beiðni. Í henni eru
tengsl búvörulaga frá 1993 og sam-
keppnislaga könnuð. „Samkeppnis-
lög eru almenn lög. Ekkert er hins
vegar því til fyrirstöðu að löggjafinn
ákveði að undanþiggja framleiðslu
og viðskipti með þær landbúnaðar-
afurðir sem framleiddar eru hér á
landi ákvæðum samkeppnislaga svo
framarlega sem það er gert með
skýrum og ótvíræðum hætti,“ sagði
ráðherra í ræðu sinni.
Vakti ráðherra athygli á því að í
álitsgerðinni kemur fram að í helstu
nágrannalöndum er að finna sérregl-
ur um framleiðslu og viðskipti með
landbúnaðarafurðir. Þetta stafi af
sérstöðu landbúnaðar sem þyki víð-
ast hvar vera slík að almennar regl-
ur markaðshagkerfis eigi ekki að
öllu leyti við um landbúnaðarvörur.
Ráðherrann gat þess að í Noregi
hefði bændum og samvinnufélögum
framleiðenda verið heimilað að hafa
samráð sín á milli um verð og aðra
skilmála við sölu á landbúnaðaraf-
urðum. Þá sagði hann almennar
samkeppnisreglur aðeins gilda um
landbúnaðarafurðir innan Evrópu-
sambandsins að því marki sem ráð-
herraráðið ákveði.
Ráðherra gerði samningaviðræð-
ur innan Alþjóðaviðskiptastofnunar-
innar að umtalsefni og sagði að þótt
staða þeirra væri óljós þá benti
„margt til þess að niðurstaða þeirra
viðræðna leiði til aukins innflutnings
á landbúnaðarvörum, sem fram-
leiddar eru hér innanlands, á sam-
keppnisfæru verði vegna þess að
dregið verði úr ríkisstyrkjum til
landbúnaðar, einkum framleiðslu-
tengdum styrkjum, samfara minni
tollavernd. Vegna þessa er líklegt að
samkeppni muni harðna í viðskipt-
um með þessar vörur hér á landi.
Í samræmi við það sem að framan
greinir getur verið óhjákvæmilegt
að víkja frá 10. grein samkeppnis-
laga sem leggur bann við samráði og
samstilltum aðgerðum af hálfu fyr-
irtækja, m.a. til að hafa áhrif á verð
og viðskiptakjör og stýra fram-
leiðslu til þess að ná þeim markmið-
um sem stefnt er að með búvörulög-
um.“
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra í umræðum um breytingar á búvörulögum
Óhjákvæmilegt að land-
búnaður sé undanskil-
inn samkeppnislögum
Morgunblaðið/Árni Torfason
Geir H. Haarde og Guðni Ágústsson hlýða á umræður. Gömul íþróttameiðsl
tóku sig upp hjá Guðna og þurfti hann að fara í aðgerð á öxl fyrir nokkrum
dögum. Hann mætti í þingið með fatla en segist vera á góðum batavegi.
Gömul íþróttameiðsl tóku sig upp
ÞINGMENN stjórnarandstöðu
gagnrýndu breytingar á búvörulög-
um. Ágúst Ólafur Ágústsson, Sam-
fylkingu, sagði að landbún-
aðarráðherra væri „óvinur
neytenda og dragbítur á bændur“.
Taldi hann að innleiða ætti mark-
aðslögmál í íslenskan landbúnað.
Ágúst Ólafur sagði bændur
bundna á klafa opinberrar verð-
stýringar á afurðum sínum. Kvaðst
hann telja landbúnaðarráðherra og
ríkisstjórn skorta langtímasýn í
landbúnaðarmálum og traust á ís-
lenska bændur. Þeim væri vel
treystandi til að spjara sig án þess
að njóta verndar ríkisvaldsins í at-
vinnugrein sinni.
Ágúst Ólafur sagði í frumvarpinu
felast að halda ætti í úrelt kerfi í
landbúnaði í átta ár í viðbót. Sagði
hann kerfið kosta fjóra milljarða á
ári, eða eina milljón króna á
klukkustund. „Það mætti reka Há-
skóla íslands fyrir þessa fjármuni,“
sagði hann og benti á að pening-
arnir kæmu ávallt úr sama potti,
ríkissjóði. Það skyti því skökku við
að viðhalda dýru verndarkerfi í
landbúnaði á meðan 500 milljónir
vantaði upp á að endar næðu saman
hjá Landspítala – háskólasjúkra-
húsi og t.d. Háskóli Íslands teldi sig
þurfa 300 milljónir til að standa
undir rekstrinum. Þá sagði hann
hagræðingu hjá mjólkurstöðvum
hafa að mjög litlu leyti skilað sér til
neytenda.
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra sagði í svari við andsvari
Ágústs Ólafs að landbúnaðarstefna
Evrópusambandsins byggðist á
styrkjakerfi, líkt og hið íslenska og
beindi því til þingmannsins hvort
hann væri ekki Evrópusinni sjálfur.
„Landbúnaðarstefna Evrópusam-
bandins er arfavitlus. En íslenska
landbúnaðarkerfið er vitlausara,“
sagði Ágúst Ólafur þá.
Jón Bjarnason, Vinstrihreyfing-
unni – grænu framboði, kvaðst
ósáttur við að breytingar rík-
isstjórnar á búvörulögum tækju
eingöngu á mjólkurafurðum. Taldi
hann að einnig þyrfti að koma
böndum á „hömlulaus undirboð“ á
kjötmarkaði.
„Óvinur neytenda og dragbítur á bændur“
Ágúst Ólafur Ágústsson um landbúnaðarráðherra
MAGNÚS Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri Íslenska sjónvarps-
félagsins sem rekur Skjá 1, segir að
breytingarnar sem greint var frá í
gær að gerðar yrðu á fjölmiðla-
frumvarpinu breyti engu fyrir fé-
lagið.
Hann bendir á að um frekari
rýmkun á umræddum ákvæðum sé
að ræða.
„Við höfum enga skoðun á þess-
ari breytingu. Það er löggjafans að
koma þessu frumvarpi saman. Við
erum eftir sem áður sammála
grunnaðgerðinni á bak við frum-
varpið en þetta breytir engu fyrir
okkur,“ segir hann.
Magnús Ragnarsson
Breytir
engu
fyrir okkur
STEINGRÍMUR J. Sigfússon,
formaður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, segir boðaðar
breytingar á fjölmiðlafrumvarpinu
ekki miklu skipta. Meira hafi verið
deilt um takmarkanir á eignar-
haldi markaðsráðandi fyrirtækja á
fjölmiðlum, aðskilnað milli ljós-
vakamiðla og dagblaða og aðlögun
að þessum nýju lögum. Þessar að-
gerðir séu miklu meira afgerandi
en þau atriði sem hreyft sé við í
þessum breytingartillögum. Hann
setur þann fyrirvara á mál sitt að
ekki er enn búið að dreifa þessum
tillögum til þingmanna og því hafi
hann ekki séð þær sjálfur.
Steingrímur segist hafa gagn-
rýnt það í fyrstu umræðu fjöl-
miðlafrumvarpsins á Alþingi að
hoggið yrði á útvarpsleyfi við gild-
istöku laganna, uppfylltu fyrirtæk-
in ekki skilyrði þeirra. Það sé
breyting í rétta átt að leyfin renni
út en þau séu ekki tekin af fyr-
irtækjum sem starfa ekki eftir lög-
unum.
„Að öðru leyti breytir þetta ekki
stöðu málsins í heild og meginvið-
horfum manna til þess. Mér finnst
þetta fyrst og fremst staðfesta það
hversu illa málið var unnið í byrj-
un. Það er enn mjög vanbúið til af-
greiðslu,“ segir Steingrímur og
verið sé að plástra frumvarp sem
var klastrað saman í upphafi.
Þetta séu ekki trúverðug vinnu-
brögð. „Að sjálfsögðu er betra að
taka þessar hugmyndir og allar
aðrar og vinna að þeim saman í ró-
legheitum í sumar.“
Steingrímur segir jafnframt að
frumvarpið sé mjög takmarkað og
það nái ekki utan um viðfangsefnið
í heild. Á hann þá við að ekki er
fjallað sérstaklega um stöðu Rík-
isútvarpsins og gagnsæi eignar-
halds fjölmiðla almennt.
„Ég á ekki von á því að það
verði nein grundvallarbreyting á
afstöðu okkar til málsins,“ segir
Steingrímur.
Steingrímur J. Sigfússon
Breyting-
arnar
skipta litlu
„MÉR finnst ekki búið að laga
þetta frumvarp nægjanlega svo við
getum samþykkt það í þessum
búningi,“ segir Guðjón Arnar
Kristjánsson, formaður Frjáls-
lynda flokksins. Hann er ekki sam-
mála því að fyrirtæki í markaðs-
ráðandi stöðu, sem eru með yfir
tvo milljarða króna í ársveltu,
mega ekki eiga meira en 5% í ljós-
vakamiðli strax og lögin taki gildi.
Þessi fyrirtæki ættu að hafa lengri
aðlögunartíma og fá að minnka
hlutdeild sína í þrepum. Hann seg-
ir líka að leyfileg hámarkshlut-
deild þeirra í frumvarpinu sé of lít-
il og markaðsráðandi fyrirtæki eigi
að fá að eiga stærri hlut í fjöl-
miðlum.
Fær ekki stuðning
Guðjón segir ekki hreyft við
þessu í breytingartillögunum, en
tekur sérstaklega fram að þær
hafi ekki verið kynntar og hann
ekki séð þær. Samkvæmt þessu
ætti að breyta frumvarpinu meira.
Enn eigi eftir að ræða þetta í
þingflokki Frjálslynda flokksins og
telur Guðjón líklegt að fjölmiðla-
frumvarpið fái ekki stuðning
flokksins þrátt fyrir þessar breyt-
ingar.
„Svo spyr ég hvað liggur á?“
segir Guðjón. „Af hverju eru menn
ekki tilbúnir að leita sátta með
stjórnarandstöðunni? Það er
örugglega flötur á þessu máli ef
menn vilja gera það.“
Guðjón A. Kristjánsson
Ekki full-
nægjandi
breytingar
„ÞETTA er gott skref en ég hef
ekki gert mér grein fyrir hvort
það er fullnægjandi,“ segir Sig-
urður Líndal, fyrrv. lagaprófessor
við Háskóla Íslands, spurður um
þá breytingu á fjölmiðlafrumvarp-
inu sem varðar gildistíma gildandi
útvarpsleyfa. Gert er ráð fyrir að
þrátt fyrir að lögin öðlist gildi eftir
tvö ár fái útvarpsleyfi sem gefin
eru út til lengri tíma að renna sitt
skeið, skv. breytingum á frum-
varpinu sem samkomulag hefur
náðst um milli stjórnarflokkanna.
Jafnframt er gert ráð fyrir að út-
varpsleyfi sem eru til skemmri
tíma en tveggja ára renni ekki út
fyrr en eftir tvö ár.
Mikilvæg breyting
Sigurður segir mjög mikilvægt
að þessi breyting sé gerð á frum-
varpinu varðandi gildistíma út-
varpsleyfanna og segir að þetta sé
skynsamleg breyting. Hann segist
hafa verið afdráttarlaust þeirrar
skoðunar að þetta atriði eins og
það var í frumvarpinu fyrir þessa
breytingu stæðist ekki gagnvart
stjórnarskrá.
„Ég hef verið kallaður á fundi í
þremur nefndum, allsherjarnefnd,
menntamálanefnd og efnahags- og
viðskiptanefnd og hef alltaf bent á
þetta. Ég skal ekki segja hvort
þetta er nóg en þetta er allt í rétta
átt,“ segir hann um breytinguna
sem greint var frá síðdegis í gær
Meginröksemd Sigurðar byggist
á því að þeir sem hafa fengið út-
hlutað leyfi til tiltekins tíma megi
vænta þess að fá að halda leyfinu
út leyfistímann hafi þeir ekki brot-
ið neitt af sér. Lögmætar vænt-
ingar sem bundnar eru við leyfi
njóti verndar stjórnarskrár.
Sigurður tekur fram að hann
hafi ekki séð breytingarnar eins og
þær verða orðaðar í frumvarpinu
og geti því ekki fullyrt hvort frum-
varpið standist að öllu leyti. „En
þetta er þó spor í rétta átt, sér-
staklega að leyfin fá að renna sitt
skeið,“ segir hann.
Sigurður Líndal
Gott skref
og í
rétta átt
„ÞETTA er fjórða gerðin af frum-
varpinu sem Davíð leggur fram
sem sýnir hvers konar hrákasmíð
þetta var í upphafi. Þessar breyt-
ingar, sem nú eru gerðar, ganga
miklu skemur en ég vænti eftir yf-
irlýsingar Framsóknarflokksins,“
segir Össur Skarphéðinsson, for-
maður Samfylkingarinnar.
Fjölmiðlafrumvarpið brjóti enn
gegn EES-rétti og sverfi ennþá
harkalega að rekstrargrundvelli
fjölmiðla, sem fyrir séu í landinu.
Þrátt fyrir þessar breytingar muni
þessi lagasetning áfram vinna
harkalega gegn meginmarkmiði
frumvarpsins í orði kveðnu; þ.e.a.s.
það leiði til aukinnar fábreytni.
Össur segir það vera með ólík-
indum að ekki skuli vera slakað á
takmörkunum fyrir markaðsráð-
andi fyrirtæki til að fjárfesta í fjöl-
miðlum. Það gerir möguleika öfl-
ugustu fyrirtækja landsins til að
byggja upp fjölmiðla að engu.
Hann segir breytingarnar að
sönnu draga úr líkum á því að
frumvarpið brjóti í bága við eign-
arréttarákvæði stjórnarskrárinn-
ar. „Hitt liggur alveg fyrir að það
Össur Skarphéðinsson
Gengið
skemur en
ég vænti
eru ennþá mjög alvarleg álitamál
um ýmis önnur ákvæði stjórnar-
skrárinnar.“
Össur sagði Samfylkinguna ekki
geta stutt fjölmiðlafrumvarpið
þrátt fyrir þessar breytingar.
Hann tekur fram að hann er ekki
enn búinn að fá þessar tillögur í
hendurnar.