Morgunblaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 París 17. og 24. júní frá kr. 9.930 Ein rómantískasta borg Evrópu, áfangastaður elskenda á öllum aldri. París er líka borg nýjunga, einstakra listviðburða og skemmtana. París höfðar til listunnenda og allra þeirra sem hafa áhuga á tísku, hönnun byggingarlist og góðum mat. Kr. 9.930 Flug, önnur leiðin og flugvallarskattar. Aðeins 50 sæti í boði Val um úrval hótela í miðborg Parísar frá kr. 3.900 á mann nóttin í tvíbýli. HARALDUR Sig- urðsson jarðfræð- ingur hefur unnið til verðlauna Jarð- fræðifélagsins í London og mun veita þeim viðtöku við hátíðlega at- höfn í London á morgun, miðviku- dag. Jarðfræði- félagið, Geological Society of London, er elsta jarðfræði- félag veraldar, stofnað á fyrri hluta 18. aldar og veitir árlega verðlaun fyr- ir framúrskarandi vísindastörf. Har- aldur Sigurðsson er í hópi átta verð- launahafa fyrir árið 2004 og hlýtur verðlaun fyrir eldfjallarannsóknir sínar á Ítalíu, einkum á gosi úr fjallinu Vesúvíus, sem lagði Pompei í auðn ár- ið 79 eftir Krist. Verðlaunin hlýtur Haraldur einnig fyrir rannsóknir sín- ar í Indónesíu og víðar, en hann hefur m.a. rannsakað ítarlega gos úr fjallinu Krakatau í Indónesíu sem gaus árið 1883 með þeim afleiðingum að 36 þús- und manns fórust. Einnig hefur hann rannsakað annað eldgos árið 1815 í Indónesíu sem er stærsta gos verald- ar á sögulegum tíma. Í gosinu, sem var gífurlegt sprengigos, fórust 117 þúsund manns. Haraldur segir að kvikumagnið hafi numið 100 rúmkíló- metrum en til samanburðar var kvik- umagnið í Skaftáreldum 15 rúmkíló- metrar. Eldfjallarannsóknir tengdar mannkynssögunni „Það er alltaf ánægjulegt að fá við- urkenningu fyrir þau störf sem mað- ur hefur unnið og sérstaklega í þessu tilfelli, því þær eldfjallarannsóknir sem ég fæ verðlaunin fyrir, eru mjög tengdar mannkynssögunni,“ segir Haraldur. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þessu tengslum. Að vissu leyti hafa íslenskir eldfjallafræðingar verið í forystu á þessu sviði, frá því Sigurður Þórarinsson hóf að beita eldfjallafræðinni til rannsókna í forn- leifafræðinni, en saga okkar er svo nátengd eldvirkninni. Það er því mjög ánægjulegt fyrir mig að taka við verð- laununum í þessum anda.“ Haraldur lauk doktorsprófi í jarð- fræði frá Durrham-háskóla í Bret- landi árið 1970 en fram að því hafði hann unnið að jarðfræðirannsóknum á Íslandi. Að námi loknu var Haraldur fjögur ár við rannsóknir í Vestur- Indíum og þaðan hélt hann til Banda- ríkjanna þar sem hann hefur dvalið síðastliðin 30 ár og einbeitt sér að rannsóknum á eldfjöllum á hafsbotni. Haraldur gegnir prófessorsstöðu við Háskólann í Rhode Island og verður í fríi hérlendis fram í miðjan júní. Haraldur er nú nýkominn úr rann- sóknarferð til Ítalíu, þar sem hann hefur verið að rannsaka jarðmyndan- ir eftir gosið í Vesúvíusi. „Það hafa gefist ný tækifæri til rannsókna með auknum fornleifaupp- greftri í borgunum Pompei og Her- kulaneum. Sú síðarnefnda hefur lík- lega verið 5 þúsund manna borg og það hefur verið mjög erfitt að afhjúpa hana vegna mikillar byggðar ofan á henni. Hún er undir 20–30 metra þykku og grjóthörðu jarðlagi og það hefur verið unnið að því að stækka uppgraftrarsvæðið. Margt skemmti- legt hefur komið fram og má nefna að síðastliðnar 2 vikur hef ég verið að vinna í stórhýsi frá rómverska tím- anum. Þar fannst bókasafn með um 1.200 bókrollum sem hafa varðveist frá því 79 eftir Krist.“ Haraldur Sigurðsson hlýtur verðlaun Geological Society of London fyrir eldfjallarannsóknir sínar „Saga okkar er ná- tengd eldvirkninni“ Haraldur Sigurðsson á tilfinningunni að þetta mál hafi mjög þétt stjórnarsamstarfið. Ég tel að samstarfið milli okkar Halldórs Ásgrímssonar hafi aldrei verið sterkara heldur en einmitt núna.“ En telur þú að allir stjórnarþing- menn muni styðja frumvarpið? „Það fer eftir því hvað þú kallar Kristin Gunnarsson,“ svaraði Davíð. Inntur eftir því hvenær frumvarp- ið yrði tekið fyrir þriðju umræðu, sagði Davíð að ekki væri búið að ákveða það. „Við viljum gjarnan hafa samráð um það við stjórnarandstöð- una,“ sagði hann en bætti því við að hann gerði þó ráð fyrir því að það gæti orðið í dag, þriðjudag, eða á morgun. Aðspurður sagðist hann jafnframt gera ráð fyrir því að frum- varpið yrði afgreitt frá Alþingi á þessu vorþingi. Fá meiri umþóttunartíma Þegar Davíð var spurður nánar út í breytingartillögurnar og hvort þær kæmu í veg fyrir að Norðurljós yrðu bútuð niður sagði hann: „Ég skal ekki rýna í það. En það er þó þannig DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kynnti fréttamönnum breytingartil- lögur við fjölmiðlafrumvarpið eftir þingflokksfundi ríkisstjórnarflokk- anna í húsakynnum Alþingis í gær. Hann sagði aðspurður að breyting- arnar væru „auðvitað mildandi að- gerð“ eins og hann komst að orði. Kvaðst hann sáttur við þær. „Það er enginn vafi á því að þessi meginbreyting varðandi það hvenær leyfi falla úr gildi, sem var skorin við tvö ár, er auðvitað mildandi aðgerð. En hvort það dugi skal ég ekki segja. Þetta var niðurstaðan sem þarna varð. Ég get ekki neitað því að Framsóknarflokkurinn var áhuga- samur um breytingarnar.“ Aðspurður sagði hann að það væri sátt milli flokkanna. „Við höfum allt- af sagt að það yrði pústað milli ann- arrar og þriðju umræðu og púlsinn tekinn. Og nú gerum við þetta við þriðju umræðu.“ Þegar Davíð var spurður nánar út í stjórnarsamstarf- ið sagði hann: „Stjórnarsamstarfið er afskaplega gott. Ég hef það mjög að sú samþjöppun sem hefur verið á markaðnum verður ekki leyfð eftir að frumvarpið hefur tekið gildi og eftir að þau leyfi sem við eiga hafa runnið út.“ Síðan bætti hann við: „En menn fá meiri umþóttunartíma. Ég held að það sé bara jákvætt.“ Apspurður sagði Davíð að „ómögulegt væri að segja að þessi lög væru sérsniðin í kringum þetta fyrirtæki [Norðurljós].“ Hann sagði ennfremur að svona samþjöppun sem hér hefði átt sér stað hefði hvergi verið liðin í heiminum. „Og ég hefði nú haldi að fjölmiðlafólk myndi fagna því að forystumenn landsins láti ekki slíka samþjöppun eiga sér stað. Ég held að þegar fram í sækir muni fjölmiðlafólk fagna því.“ Þegar Davíð var spurður frekar út í framhald málsins sagðist hann ekki geta séð hvernig sá ágæti maður Steingrímur J. Sigfússon „sérstak- lega af því að hann er hvorki gunga né drusla“, eins og Davíð orðaði það, gæti annað en stutt frumvarpið eftir þær breytingar sem orðið hefðu á því. Davíð Oddsson forsætisráðherra um fjölmiðlafrumvarp Breytingin er mildandi aðgerð Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Öruggari varðandi stjórnarskrána út af þessu máli. Ertu sammála því? „Ég hef ekki orðið var við allan þennan titring. Það hefur hins vegar verið heilmikill titringur í þjóðfélag- inu og þetta mál hefur verið mjög mikið rætt af eðlilegum ástæðum.“ Forsætisráðherra segir að sam- starf ykkar sé betra en nokkru sinni. Ert þú sammála því? „Við erum bún- ir að vinna saman í níu ár og það hef- ur gengið vel. Það vill nú svo til að við getum talað vel saman um hlut- ina og skiljum hvor annan mjög vel.“ Eru þessar breytingartillögur til komnar vegna þrýstings frá Fram- sóknarflokknum? „Þetta er niður- staða á milli okkar. Við töluðum um það fyrir nokkrum dögum að við myndum klára aðra umræðu og ræða svo málin milli annarrar og þriðju umræðu. Það höfum við gert í samræmi við það sem við töluðum um.“ Hefðir þú viljað sjá hærri hlut- deild varðandi markaðsráðandi fyr- irtæki? „Ég hefði alveg getað sætt mig við frekari breytingu á því en ég tel að þetta sé fullnægjandi og það er afar erfitt að segja til um það hve hátt það hlutfall eigi að vera. Aðal- atriðið er að með þessari breytingu er slíkum fyrirtækjum heimilt að eiga í slíkum fjölmiðlafyrirtækjum. Það er ekki bannað og á því tel ég mikinn grundvallarmun.“ HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, sagði við fréttamenn eftir þingflokksfundi ríkisstjórnarflokk- anna í gær að hann teldi breyting- artillögurnar við fjölmiðlafrumvarp- ið til mikilla bóta. „Ég tel að þessar breytingar séu til mikilla bóta. Ég tel sérstaklega að það skipti máli að öll þau leyfi sem hafa verið gefin út haldi gildi sínu. Ég tel að það sé mjög mikilvægt.“ Ertu sannfærður um ágæti þessa frumvarps eftir þessar breytingar? „Ég er miklu öruggari en ég var áð- ur, að því er varðar stjórnarskrána. Það er alveg ljóst að ég vil ekki taka mikla áhættu í sambandi við hana.“ Telurðu að allir þingmenn þínir muni styðja frumvarpið? „Já.“ Líka Kristinn H. Gunnarsson? „Ég er ekki viss um það.“ Líturðu kannski ekki á hann sem þingmann þinn lengur? „Jú, hann er í þingflokki framsóknarmanna. Hann hefur haft mikla sérstöðu í þessu máli og nokkrum öðrum mál- um.“ Hefur þetta mál verið erfitt fyrir samstarf ríkisstjórnarflokkanna? „Það hefur reynt á samstarfið í þessu máli eins og mörgum öðrum en við erum vanir að leysa mál.“ Í fjölmiðlum hefur verið talað um að mikill titringur sé innan flokksins BREYTINGARTILLÖGUR stjórnarflokkanna á frum- varpi forsætisráðherra um eignarhald á fjöl- miðlum voru ekki kynntar á fundi allsherjarnefndar Alþingis í gærkvöldi. Ekki náðist í Bjarna Benedikts- son, formanns allsherj- arnefndar, eða Jónínu Bjartmarz varaformann að fundi loknum en að sögn Arnbjargar Sveins- dóttur, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, sem á sæti í allsherjarnefnd, verða tillögurnar vænt- anlega kynntar á boð- uðum fundum nefnd- arinnar í dag. Morgunblaðið/Þorkell Það var létt yfir fulltrúum í allsherjarnefnd í gærkvöldi þrátt fyrir stíf fundahöld. Breytingar ekki kynntar í allsherjarnefnd 32 SKAMMTAR af eiturlyfinu LSD fundust á bifreiðastæðinu fyrir utan fangelsið Litla-Hraun á laugardag. Lögreglan á Selfossi segir að engar upplýsingar liggi fyrir um málið en grunur leiki á að einhver hafi ætlað að koma efninu inn í fangelsið en losað sig við það vegna nálægðar lögreglu. Lög- reglan segir að málið sé í rann- sókn og efnið verði sent til tækni- deildar lögreglunnar í Reykjavík til greiningar. Þá fannst kannabisefni á manni sem var á ferð í Hveragerði að- faranótt föstudagsins. Hann hafði verið stöðvaður í hefðbundnu um- ferðareftirliti lögreglu og þótti ástæða til að gera fíkniefnaleit hjá honum. Maðurinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu en hann var látinn laus að því loknu. LSD við Litla-Hraun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.