Morgunblaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. ein- takið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Fataúthlutun þriðju- daga kl. 16–18. Sími 867 7251. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað og vinnustofa, kl. 9 jóga, kl. 13 postulínsmálun. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9 leikfimi, kl. 9.30 dans, kl. 9.45 boccia, kl. 13–16.30 smíðar, kl. 20.30 línu- dans. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–11.30 sund, kl. 15 boccia. Sími 535 2760. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9 bað, kl. 10 samverustund, kl. 14 fé- lagsvist. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin og vefnaður, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Opin vinnu- stofa 9–16.30, leikfimi kl. 10–11, verslunarferð í Bónus kl. 12.40, bóka- bíllinn á staðnum kl. 14.15–15. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Kl. 15 söng- og harmónikku- stund í borðsal með Þor- valdi Björnssyni. Félagsstarf eldri borg- ara Mosfellsbæ, Dval- arheimilinu, Hlaðhömr- um. Kl. 13–16 föndur og spil, kl. 16–17 leikfimi og jóga. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Karlaleikfimi kl. 13, lokað í Garða- bergi, kirkjan er með opið hús í safnaðarheim- ilinu. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl. 9 prjónastund, kl. 10 ganga, kl. 11.30 leikfimi, kl. 13 saumar, brids, glerskurður, pútt á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Skák kl. 13, miðvikud: Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10. Nokkur sæti laus í ferð um Snæfellsnes 15.–16. júní, m.a.sigling út í Flatey. Skráning á skrifstofu FEB fyrir 19. maí, s. 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. glerskurður. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10–17 handavinna, kl. 9.30 gler- og postu- línsmálun, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 14 ganga, kl. 14.45 boccia, kl. 19 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin alla virka daga frá kl. 9–17. Handavinnu- stofan er opin frá kl. 13–16. Alltaf heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 postulín og gler- skurður, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist og línudans kl. 15 línudans. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9. 30 boccia, kl. 9–16.30 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 12 skinnasaumur, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.15–16 postulín, kl. 10.15–11.45 enska, 13– 16 spilað og bútasaum- ur. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 leikfimi, kl. 13 hand- mennt og postulín, kl. 14 félagsvist. Þjónustumiðstöðin Sléttuvegi 11. Kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13– 16 keramik, taumálun, almennt föndur, kl. 15 bókabíllinn. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Ásgarði, Glæsibæ kl. 11. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði kl. 20, svar- að í s. 552 6644 á fund- artíma. SÍBS-deildin Vífils- stöðum. Aðalfundur og 10 ára starfsafmæli er í kvöld kl. 20 í Múlalundi, Hátúni 10C. Sjálfsbjörg, Hátúni 12, kl. 20 bingó. Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheim- er-sjúklinga og annarra minnissjúkra, aðalfund- urinn er í kvöld kl. 20 í húsi ParmaNor í Hörgatúni 2, Garðabæ. Hallgrímskirkja eldri borgarar. Uppstigning- ardag, 20. maí, verður farið eftir messu á veit- ingastaðinn Hafið bláa í Þorlákshöfn, síðan til Stokkseyrar á hátíð sem nefnist Vor í Ár- borg. Uppl. hjá Dag- björtu s. 693 6694 eða 510 1034. Í dag er þriðjudagur 18. maí, 139. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Svo segir Drottinn allsherjar: Dæmið rétta dóma og auðsýnið hver öðrum kær- leika og miskunnsemi. (Sk. 7, 9.)     Andri Óttarsson gagn-rýnir á Deiglunni viðbrögð Björns Bjarna- sonar við áliti umboðs- manns alþingis um máls- meðferð dómsmálaráð- herrans við skipun hæstaréttardómara á síð- asta ári. „Í stað þess að una áliti umboðsmanns og gera viðeigandi ráð- stafanir, tók dóms- málaráðherra aftur upp þann vafasama sið að gera lítið úr álitinu og vægi þess, eins og hann hafði gert varðandi úr- skurð áfrýjunarnefndar jafnréttismála. Hann hélt því fram að ný sjónarmið hefðu komið fram í álit- inu sem hann væri ekki bundinn af. Einnig að álitið væri einungis leið- beinandi fyrir stjórnvöld í framtíðinni og að það væri ekki afturvirkt. Maður getur ekki annað en spurt í forundran: Síð- an hvenær er það nýtt sjónarmið í stjórnsýslu- rétti að það eigi að ráða í stöður út frá fyrirfram skilgreindum mælikvörð- um á hæfi umsækjenda? Síðan hvenær er það nýtt sjónarmið að kanna eigi hvort allir umsækjendur fullnægi þessum skil- greindu kröfum stjórn- valdsins?“     Andri vekur athygli ááliti umboðsmanns frá 18. júní 2003, þar sem fundið er að máls- meðferð dómsmálaráðu- neytisins við ráðningu sýslumanns á Ísafirði. „Í því áliti tók umboðs- maður sérstaklega fram að þegar svo háttar til að fleiri en einn umsækjandi uppfyllir lágmarkskröfur væri óhjákvæmilegt að fram færi samanburður á milli viðkomandi um- sækjenda á grundvelli þeirra sjónarmiða sem byggt væri á. Forsenda þess að slíkur saman- burður gæti farið fram væri að þau atriði sem þýðingu hefðu væru upp- lýst.“ Andri undirstrikar að umboðsmaður hafi sérstaklega beint þeim tilmælum til dóms- málaráðuneytisins að þessara sjónarmiða yrði framvegis gætt við skip- un í opinber störf. „Þann- ig að ekki er nóg með að engin ný sjónarmið hafi verið að koma fram varð- andi brot á rannsóknar- reglunni heldur hafði umboðsmaður sett for- dæmi um beitingu henn- ar í máli gegn dóms- málaráðuneytinu.“     Andri veltir því fyrirsér hvort Björn myndi bregðast við óhag- stæðum dómi Hæsta- réttar með því að gera lítið úr réttinum og úr- skurði hans, og segir æskilegt að dóms- málaráðherrann láti af árásum á úrskurðaraðila og íhugi þess í stað hvort gagnrýni þeirra geti ekki verið byggð á málefna- legum grunni. „Það er ekki mönnum til minnk- unar að hafa stöku sinn- um rangt fyrir sér – en það að læra ekki af reynslunni og hlusta ekki á álit annarra er engum hollt.“ STAKSTEINAR Ekki ný sjónarmið Víkverji skrifar... Víkverji hefur lengi staðið íströngu við að leita orðs í móð- urmálinu sem komið gæti í stað enska orðsins „bully“, en næst því í þýðingu komast orðin hrotti, bulla, dólgur, tuddi, níðingur og yfirgangs- seggur. Ekkert þessara orða virðist þó ná almennilega þeirri meiningu sem í orðinu „bully“ liggur. Það er merkilegt að svona stutt orð geti verið svona þrungið merkingu, svona sterkt. Það þýðir í senn kúg- ari, níðingur, sá sem leggur í einelti, ruddi og ofbeldismaður. Orðið „tuddi“ er freistandi, þar sem „bully“ er skylt enska orðinu „bull“ (naut). En orðiðtuddi lýsir ekki vel hinu flókna samfélagslega samhengi sem felst í orðinu „bully“. Yfirgangs- seggur virðist hafa vinninginn, en það er bara svo langt! Heil fimm at- kvæði. Það er skrýtið, að Íslend- ingar, sem nógu lengi hafa lifað við yfirgang og níðingsskap í skjóli of- beldis, skuli ekki hafa mótað sér styttra orð sem nái yfir þessa hug- mynd. Í raun má segja það furðulegt að á þúsund árum hafi Íslendingar ekki náð að temja sér almennt styttri orð til að lýsa flóknum hlut- um. Gemsareikningar landsmanna væru örugglega 20% lægri, væri ís- lenska jafn knappt mál og kín- verska, en þar kunna menn að ydda mál sitt. Víkverji hyggst þó, í sparn- aðarskyni nota orðið bulla hér eftir. x x x Það er mest einkennandi fyrirbullur, að þær geta stundað iðju sína þótt þær séu fáar. Oft þarf ekki nema tvær til þrjár bullur til að taka heilt samfélag og setja það á annan endann. Svo virðist sem bullurnar geti látið sér nægja að beita einn ein- stakling eða tvo ofbeldi strax til að byrja með og þá þurfi ekki meira. Búið er að berja samfélagið til hlýðni. Dæmi um svona bullu er Rob Mar-iano í Survivor-þáttunum, en þeir þættir eru um margt nytsam- legir til að skoða mannlega bresti. Téður Rob lét ófriðlega og þótt hann hefði aðeins eina konu sér við hlið, þorði enginn að fara á móti honum. Ástæðan virtist vera sú að nokkrir keppendur ákváðu að öruggara væri að sitja í skjóli bullunnar heldur en að vera skotmark hennar. Þetta er aðferð bullunnar, að hræða fólk til að standa með sér frekar en á móti. Þannig hafa bullur heimsins alltaf náð, í gegnum tíðina, að halda heilu samfélögunum í gíslingu, með ótt- anum. Það er ótrúlegt að tveir til þrír ofbeldismenn geti haldið sam- félagi tuga, jafnvel þúsunda manna í ógnargreipum. Það segir sitt um mannlegt eðli að mennirnir skuli, í stað þess að rísa upp og kasta bull- unni og vinum hennar tveim út í hafsauga, beygja sig í duftið og „spila með vinningsliðinu, af því það er öruggara“. En auðvitað endar allt á sama veg. Þeir sem beygja sig enda á sama stað. Þeirra leið er bara lengri og óttafyllri. Víkverji spyr sjálfan sig hvort slík undirgefni sé eðlislæg manninum. Þær eru oft blíðlegar, bullurnar. Halldór Laxness UM þessar mundir er verið að vinna að bók um ævi Hall- dórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson. Bókin verð- ur ríkulega myndskreytt og annast Margrét Tryggva- dóttir myndritstjórn. Í því sambandi væri mjög fróðlegt ef einhverjir lumuðu á skemmtilegum ljósmyndum eða bréfum sem ekki hafa áður komið fyrir almenningssjónir. Þeir sem eru til í að leggja okkur lið geta haft samband við Margréti Tryggvadóttur vegna mynda (mar- gret@myndlist.is eða í síma 698 6494), eða við Halldór Guðmundsson vegna bréfa (halldor.gudmunds- son@heima.is eða í síma 663 0035). Að sjálfsögðu verður ekk- ert birt úr bréfum nema með leyfi viðkomandi rétthafa. Með fyrirfram þökk, Margrét Tryggvadóttir, Halldór Guðmundsson. Gott boð hjá borgarstjóra ÉG vil þakka borgarstjóra fyrir boð sem hann heldur fyrir 70 ára á hverju ári en þá er öllum boðið sem verða 70 ára á árinu. Boðið var haldið í Ráðhúsinu laugar- daginn 8. maí. Kærar þakkir. Ein sjötug. Vel klæddir í sjónvarpi JÓHANNES vildi koma því á framfæri að honum finnist furðulegt þegar menn sem koma fram í þáttum í sjón- varpi eru ekki með bindi. Finnst honum bæði Páll og Bogi vera vel klæddir því þeir séu alltaf með bindi. Stefán frá Möðrudal VÆRI ekki hægt að sýna aftur í sjónvarpinu heimild- arþátt um Stefán frá Möðrudal sem sýndur var í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum? Þetta var góður þátt- ur um óvenjulegan lista- mann. Með fyrirfram þökk. G.G. Dýrahald Kettlingur fæst gefins KETTLINGUR fæst gef- ins, hann er voða sætur, ljósgulur og bröndóttur. Hann er síðasti af fjórum úr systkinahópnum. Upplýs- ingar í síma 867 6977 eða 568 4555. Kettlingar fást gefins TVEIR blandaðir norskir skógarkettlingar fást gef- ins. Læða og högni, 9 vikna. Upplýsingar í síma 899 8761. Jasmín er týnd í Garðabæ JASMÍN týndist frá Löngumýri í Garðabæ 13. maí. Hún er með bleika ól og mjálmar svolítið mikið. Gæti hafa lokast einhvers staðar inni. Allar upplýs- ingar þegnar í síma 847 6671. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 eyðslusamur, 8 slátrar, 9 geta tekið við, 10 spil, 11 kaka, 13 líkamshlutar, 15 hlusta, 18 óreglu, 21 glöð, 22 í slæmu skapi, 23 óþreytt, 24 samsvarandi. LÓÐRÉTT 2 dulin gremja, 3 biða, 4 að baki, 5 ýlfrar,6 feiti, 7 skordýr, 12 guð, 14 borðuðu,15 sleipur, 16 ökumaður, 17 virðið, 18 mikið, 19 klámfengið,20 afkomenda. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 storm, 4 fimur, 7 kaðal, 8 ástin, 9 dúr, 11 nart, 13 eiri, 14 endar, 15 fugl, 17 rauf, 20 ann, 22 teigs, 23 ískra, 24 messa, 25 karta. Lóðrétt: 1 sýkin, 2 orður, 3 mild, 4 flár, 5 metti, 6 runni, 10 úldin, 12 tel, 13 err, 15 fótum, 16 glits, 18 askur, 19 flaka, 20 asna, 21 nísk. Krossgáta   Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.