Morgunblaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HLUTVERKASETUR, atvinnu-
sköpun fyrir geðsjúka, hlaut aðal-
viðurkenningu Brautargengis,
námskeiðs Impru fyrir konur sem
luma á viðskiptahugmyndum. Elín
Ebba Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi hjá
Landspítala – háskólasjúkrahúsi,
fór á námskeiðið til að hrinda hug-
myndum sínum og samstarfsaðila í
framkvæmd um aukinn sýnileika
geðsjúkra í samfélaginu, og já-
kvæða valdeflingu.
„Við byggjum á reynslu geð-
sjúkra og þeirra viðhorfum, til
hliðar við starf fagfólksins. Þetta
hefur verið gert með góðum ár-
angri erlendis, til dæmis í Banda-
ríkjunum og Ástralíu, en hefur
ekki náð fótfestu enn hér á landi,“
útskýrir Elín Ebba. Hugmyndin
byggist á hérlendri rannsókn og á
víðtækri reynslu hér heima og er-
lendis.
Að sögn Elínar Ebbu er það
mjög hvetjandi fyrir konur á öllum
aldri að taka þátt í námskeiði
Impru og fá þannig tækifæri til að
þróa viðskiptahugmynd. „Margar
konur, til dæmis hér á Landspít-
alanum, búa yfir mikilli þekkingu
og reynslu, og eflaust mörgum
hugmyndum sem þær ná ekki að
hrinda í framkvæmd. Námskeiðið
hjá Impru opnar leið fyrir þessar
hugmyndir til brautargengis. Í
þessum konum býr hugvit og sköp-
un sem ekki fær að njóta sín.“
Elín Ebba hefur unnið að Hlut-
verkasetrinu í samstarfi við Auði
Axelsdóttur, iðjuþjálfa hjá Heilsu-
gæslunni í Reykjavík og Hugarafl,
sem er hópur geðsjúkra í bata.
„Þetta er hópur fólks sem vill hafa
áhrif og ekki sitja þegjandi eftir að
það hefur lokið meðferð við geð-
sjúkdómi sínum. Það vill hjálpa
öðrum og það er afar gefandi að
vinna með þessum hóp,“ segir Elín
Ebba.
Hugmyndin er búin að vera í
nokkurn tíma í vinnslu, og hefur
Elín Ebba unnið með geðsjúkum í
rúma tvo áratugi. Sömuleiðis hefur
hún tekið þátt í uppbyggingu iðju-
þjálfabrautar við Háskólann á Ak-
ureyri. „Ég hafði lengi leitað að
svörum á raunverulegum vilja geð-
sjúkra. Í því sambandi nýtti ég
mér eigindlegar rannsóknir og
vann á þann hátt rannsókn um
geðrækt geðsjúkra þar sem ég bað
geðsjúka um að leggja mat á hvaða
þættir hefðu helst átt þátt í að þeir
náðu bata,“ útskýrir Elín Ebba.
„Þessi nálgun veitti alveg nýja
sýn á málefni og meðferð geð-
sjúkra. Á sama tíma vann ég með
Héðni Unnsteinssyni, sem hefur
bakgrunn sem notandi og vildi
hafa áhrif á geðheilsu allra Íslend-
inga og kom Geðræktinni á kopp-
inn, og á sama tíma kynntist ég
notendahóp í Þrándheimi sem sá
um gæðaeftirlit á geðheilbrigð-
isstofnunum.“
Geðveikt kaffihús
gefur tóninn
Ein af hugmyndum Hlutverka-
seturs er að setja á laggirnar svo-
nefnt geðveikt kaffihús. „Geðveikt
kaffihús byggist á þeirri hugmynd
að geðsjúkir séu í framlínu hvað
varðar þjónustu og rekstur kaffi-
hússins í stað þess að vera í felum.
Með þeim hætti má opna um-
ræðuna um geðsýki á skemmti-
legan hátt. Í kjölfarið getur fylgt
margs konar önnur þjónusta, og
ekki síst ráðgjöf til þeirra sem
veikjast. Mjög margir geðsjúkir
hafa unnið á ýmsum sviðum at-
vinnulífsins áður en þeir veikjast,
og tækifæri eins og þetta gefur
færi á að nýta þessa kunnáttu,“
segir Elín Ebba.
Næst á dagskrá hjá samstarfs-
hópnum er að vinna að gerð gæða-
eftirlits á meðferð geðsjúkra hér á
landi. „Við fengum styrk úr Ný-
sköpunarsjóði námsmanna og einn-
ig styrk frá heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneyti til að hefja
gæðaeftirlit í sumar. Við tengjum
þetta við nýsköpunarstarf vegna
árs fatlaðra 2003 og bindum miklar
vonir við þetta frumkvöðlastarf.
Með þessum hætti er hægt að
virkja geðsjúka sem samstarfs-
menn og ég tel það afar mikilvægt.
Þarna býr mikil þekking og
reynsla, sem nauðsynlegt er að
nýta. Að mínu mati verður í fram-
tíðinni gerð krafa um að einhver af
starfsmönnum á geðdeild sé með
reynslu af geðsjúkdómum sjálfur,
og sé sýnileg fyrirmynd,“ segir El-
ín Ebba.
Vinna að þróun
hugmyndarinnar í sumar
Viðurkenning Brautargengis er
mjög mikilvæg fyrir framgang
hugmyndarinnar um Hlutverka-
setur. „Viðurkenning frá viðskipta-
lífinu er afskaplega mikilvæg, og
lyftir verkefninu í nýja vídd. Nú
halda áfram umræður við félags-
málaráðuneyti, heilbrigðisráðu-
neyti, Reykjavíkurborg og fjár-
sterka aðila um framgang
hugmyndarinnar, og vonumst við
til að sem fyrst rætist úr áætl-
unum Hlutverkasetursins um að
skapa vettvang fyrir atvinnu geð-
sjúkra og að nýta ábata af reynslu
þeirra. Þetta gefur geðsjúkum nýja
von um að samferðamenn hafi trú
á þeim og gefi þeim tækifæri í at-
vinnulífinu,“ segir Elín Ebba að
lokum.
Hlutverkasetur hlýtur aðalviðurkenningu Brautargengis
Morgunblaðið/ÞÖK
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra veitti viðurkenningarnar fyrir hönd Brautargengis, námskeiðs Impru, til
þeirra Sigrúnar Rafnsdóttur, sem er fyrir miðju á myndinni, og Elínar Ebbu Ásmundsdóttur.
Geðsjúkir í bata séu
sýnileg fyrirmynd
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
sýknaði í gær karlmann á fertugs-
aldri af ákæru ríkissaksóknara fyrir
stórfellda líkamsárás með því að
hafa á dansleik í Stapanum í Njarð-
vík á öðrum degi jóla árið 1999 slegið
mann ítrekað í bak, háls og höfuð
með áfengisflösku úr gleri, uns flask-
an brotnaði.
Kæra var ekki lögð fram í málinu
fyrr en í júní 2002 og miðaðist upp-
haf lögreglurannsóknar við það
tímamark. Vegna misræmis í fram-
burði vitna, þess að engin rannsókn
fór fram á vettvangi strax í kjölfar
atburða o.fl. þótti, eins og sakar-
gögnum var farið, varhugavert að
telja sök sannaða.
Ákærði var hins vegar dæmdur í
130 þúsund króna sekt fyrir ölvunar-
akstur í byrjun ágúst í fyrra og svipt-
ur ökurétti í eitt ár.
Málið dæmdu Jónas Jóhannsson
dómsformaður, Ólöf Pétursdóttir
dómstjóri og Ragnar Jónsson bækl-
unarsérfræðingur. Verjandi ákærða
var Ásbjörn Jónsson hdl. og sækj-
andi Alda Hrönn Jóhannsdóttir,
fulltrúi lögreglustjórans í Hafnar-
firði.
Sýknaður af ákæru
um líkamsárás
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær hálffertugan karlmann
í 11 mánaða fangelsi fyrir að slá rúm-
lega fimmtugan mann hnefahögg í
andlitið með þeim afleiðingum að
hann nefbrotnaði, hlaut bólgu, fleið-
ur á vörum og gervigómur í efri gómi
hans brotnaði.
Ákærði játaði brotið greiðlega en
hann á allnokkurn sakarferil að baki
sem hófst árið 1985. Með brotinu
rauf hann skilorð 10 mánaða fangels-
isdóms frá í nóvember 2000 og var sá
dómur tekinn upp og ákærða
ákvörðuð refsing í einu lagi fyrir
bæði brotin.
Við ákvörðun refsingar var litið til
þess að ákærði játaði brot sitt greið-
lega. En með hliðsjón af ítrekuðum
skilorðsrofum hans þótt skilorðs-
binding refsingar ekki koma til
greina að þessu sinni.
Ákærði var þá dæmdur til að
borga fórnarlambi sínu 108.514
krónur í bætur.
Málið dæmdi Ingveldur Einars-
dóttir héraðsdómari. Verjandi
ákærða var Guðmundur Ágústsson
hdl. og sækjandi Daði Kristjánsson,
fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík.
Hlaut dóm fyrir líkamsárás
Fyrirtæki
Fisksölufyrirtæki
Höfum til sölu tvö sjálfstæð fisksölufyrirtæki, sem bæði eru með
sterka kaupendur í viðskiptum, annað framleiðir en hitt pakkar.
Upplagt að sameina þessi tvö fyrirtæki og gera eitt öflugt.
Selja eingöngu á innanlandsmarkað. Spennandi framtíðarfyrir-
tæki fyrir framkvæmdasama og markaðssinnandi aðila.
Samtalsverð um 20 millj.
Bifreiðaþjónustumiðstöð
Á Suðurnesjum er til sölu frábært þjónustufyrirtæki sem gerir við
bíla, er með dekkjaþjónustu og smurstöð. Einstaklega góð að-
staða svo hún er óvíða betri. Er í glæsilegu húsnæði sem einnig
er til sölu. Frábært atvinnutækifæri fyrir laghenta menn. Öll tæki
til staðar sem með þarf.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
www.fyrirtaeki.is
Einar Örn Reynisson, lögg. fasteignasali.
LANGUR vinnudagur foreldra bitn-
ar á börnum. Börnin sjálf vilja fleiri
samverustundir með foreldrum sín-
um. Þetta segir
umboðsmaður
barna, Þórhildur
Líndal. Segir hún
margt benda til
þess að fjölskyld-
an væri orðin
hornreka í stað
þess að vera horn-
steinn samfélags-
ins.
Þórhildur segir
skoðanakönnun sem gerð var í mars
á vefsíðu embættisins, www.barn.is,
gefa vísbendingar um að börn vilji
verja meiri tíma með foreldrum sín-
um. Alls bárust 134 svör við spurn-
ingunni: Myndir þú vilja verja meiri
tíma með foreldrum þínum? og svör-
uðu 102 játandi en einungis 32 neit-
andi.
Þórhildur telur að auka þurfi
stuðning við barnafjölskyldur svo
börn líði ekki fyrir bágan efnahag
foreldra sinna. Efla þurfi fjölskyld-
una og vinna gegn þeim rótgróna
hugsunarhætti, að það sé eftirsókn-
arvert stöðutákn að vera öllum
stundum í vinnunni.
Að mati umboðsmanns barna
þurfa foreldrar í ríkari mæli að læra
að meta hin mismunandi tímabil æsk-
unnar, ekki síst viðkvæm unglings-
árin. „Það þykir sjálfsagt að faðma og
kjassa litla barnið en foreldrar mega
ekki gleyma að sýna unglingnum sín-
um, þótt í uppreisnarhug sé, vænt-
umþykju, kærleika, – því oftar en
ekki er hjartað lítið og brothætt,“
sagði hún í erindi sínu.
Þegar börnin nálgast unglingsald-
urinn eiga foreldrar það til að draga
sig of mikið í hlé og láta unglinginn
lifa sínu lífi, en það telur Þórhildur
hættulega stefnu. „Auðvitað breytist
eðli samverunnar, en mikilvægi
hennar breytist ekki.“ Hún segir að
eftir því sem börnin eldist og þroskist
dragi úr þörf þeirra fyrir foreldrana á
ákveðnum sviðum, en samkvæmt
upplýsingum frá börnunum sjálfum
aukist þörfin á öðrum sviðum, t.d.
þörf fyrir uppbyggjandi félagsskap
foreldra sinna, leiðsögn þeirra og
handleiðslu.
Hraði og tímaskortur setur mark
sitt á nútímasamfélag og að mati Þór-
hildar kemur það niður á uppeldi
barna. „Hlaðin dagskrá veldur oftar
en ekki streitu hjá foreldrum og gerir
þá verr í stakk búna til að sinna upp-
eldi barna. Lítil samvera með for-
eldrum, óstöðug barnagæsla og tíðir
flutningar eru þættir sem draga úr
ytra öryggi og stöðugleika í uppeldi
barna.“
Þórhildur telur að setja eigi á lagg-
irnar skyldubundna, þverfaglega og
opinbera fjölskylduráðgjöf. „Í því
sambandi hef ég lagt ríka áherslu á
að börn ættu að eiga greiðan aðgang
að slíkri ráðgjöf eftir því sem vilji
þeirra og þroski stendur til.“
Þá benti Þórhildur á í erindi sínu
að Íslendingar vinna lengst allra
Evrópuþjóða eða 48½ stund að með-
altali á viku. Það þekkist einnig að
ung börn séu 9½ stund daglega á
leikskólanum.
Langur vinnu-
dagur bitnar
á börnunum
Hefur áhyggjur af því að hraði og
tímaskortur komi niður á uppeldi
Þórhildur Líndal