Morgunblaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM
48 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SHREK varð fyrsta teiknimyndin
í heil 50 ár til að verða valin í að-
alkeppni kvikmyndahátíðarinnar
í Cannes árið 2001. Nú þremur
árum síðar er framhaldið komið í
sömu keppni, en þetta mun vera í
fyrsta skiptið í 57 ára sögu hátíð-
arinnar sem framhald myndar
sem var í aðalkeppninni afrekar
það einnig.
Það mátti líka greina það eftir
fyrstu sýningu á myndinni í
Cannes, sem blaðamaður Morg-
unblaðsins var viðstaddur á laug-
ardagsmorgun, að aldrei þessu
vant fögnuðu blaðamenn end-
urkomunni vel og innilega. Mikið
var hlegið á meðan á myndinni
stóð en eins og við mátti búast er
þráðurinn tekinn upp þar sem frá
var horfið, með hveitibrauðs-
dögum hinna nýgiftu hjóna
Skrekks og Fíónu prinsessu. En
Adam er ekki lengi í paradís því
þau eru ekki fyrr komin heim í
fenjagrenið hans en boð kemur
frá foreldrum prinsessunnar,
konungi og drottningu í Langt-í-
burtu-landi að þau vilja hitta nýja
tengdasoninn. Sem hefur síðan
sprenghlægilegar afleiðingar.
Stjörnur
Vitanlega eru allar stjörnurnar
með áfram sem léðu Skrekk,
Fíónu og Asna raddir; Mike
Myers, Cameron Diaz og Eddie
Murphy að viðbættum nýjum
kostulegum persónum þeim Stíg-
vélaða kettinum sem Antonio
Banderas mælir fyrir, foreldrum
Fíónu sem Monty Python goð-
sögnin John Cleese og Julie And-
rews tala fyrir og svo heilladísin
sem Jennifer Saunders úr Tild-
urrófum (Absolutely Fabulous)
leikur. Allar voru þessar stjörnur
mættar til Cannes og ræddu við
blaðamenn að sýningu lokinni.
Mike Myers fór þar sérstaklega
á kostum og grínaðist mikið með
takmarkaða tungumálakunnáttu
sína í svo alþjóðlegu umhverfi.
„Ég er bara Kanadamaður,“ af-
sakaði hann sig.
Töluðu leikarar um hvernig
hefði verið að vinna að mynd sem
þeir þurftu ekkert að koma fram
í sjálfir. Voru skiptar skoðanir
um hversu gefandi það væri. Ju-
lie Andrews sagði að sér
hefði þótt svolítið spæl-
andi að þurfa að leika allt
ein, lokuð í hljóðveri án
þess að hitta mótleikara
sína á meðan Antonio
Banderas sagði að sér
hefði létt mikið að geta
afgreitt sinn hluta einn,
annars hefði hann haft
svo mikla minnimátt-
arkennd gagnvart öllum
hinum frábæru grín-
urunum í myndinni. Hann
hefur þó ekkert að
skammast sín fyrir Spán-
verjinn því hann gefur
þeim Myers og Murphy
ekkert eftir og kemur
virkilega á óvart í kóm-
ískari gír en hann hefur
áður verið. Það sem
Cameron Diaz þótti hins
vegar þægilegast við að
talsetja var að þá hefði
hún getað grett sig og geiflað í
framan án þess að þurfa að hafa
áhyggjur af útlitinu. „Og svo þarf
maður að fara í sturtu og hafa
sig til,“ bætti Myers þá við en
leikstjórinn Andrew Adamson var
fljótur að mótmæla því: „Jú, þú
hefðir alveg mátt fara í sturtu
stundum.“
Bæði yngri og eldri
Grínið í Skrekk 2 er á sömu
nótum og í hinni fyrri og mikið
lagt upp úr því að hafa brandara
sem höfða bæði til yngri og eldri
áhorfenda. Þótt myndin standi
kannski ekki alveg þeirri fyrri á
sporði skorti t.d. sama ferskleika
af eðlilegum orsökum, þá er hún
smekkfull af fyndnum atriðum
eins og heyra mátti allrækilega á
blaðamannasýningunni þar sem
menn hristust af hlátri í sætum
sínum. Gagnrýnendur fagblað-
anna Screen International, Var-
iety og Hollywood Reporter voru
greinilega þar á meðal því þeir
hafa allir hælt myndinni í um-
sögnum sínum og eru á einu máli
um að merkilega vel hafi tekist
til við að endurskapa snilldina
sem var fyrsta myndin.
Framleiðandi myndarinnar
DreamWorks SKG, sem þeir eiga
Steven Spielberg og Jeffrey Katz-
enberg og David Geffen, kynnti
líka hér í Cannes aðra teikni-
mynd sem verður frumsýnd á
árinu. Hún heitir Hákarlasaga
(Shark’s Tale) og er eins konar
mafíumynd sem gerist í und-
irdjúpunum. Will Smith, Angelina
Jolie og Jim Black eru meðal
þeirra sem ljá fiskum raddir sín-
ar og mættu til Cannes til að
kynna þær. Katzenberg sagði að
fleiri teiknimyndir væru í smíðum
og á næsta ári kæmu t.a.m. út
Madagaskar og kvikmyndagerð á
bresku teiknimyndunum vinsælu
um Wallace og Gromit.
Skrekkur 2 var frumsýnd í Cannes um helgina
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Mike Myers var grínaktugur á blaðamanna-
fundinum.
Ennþá meiri Skrekkur
skarpi@mbl.is
Cannes. Morgunblaðið.
Stóra svið
Nýja svið og Litla svið
DON KÍKÓTI eftir Miguel de Cervantes
3. sýn fi 27/5 kl 20 - rauð kort
4. sýn fi 3/6 kl 20 - græn kort
5. sýn su 6/6 kl 20 - blá kort
CHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse
Su 23/5 kl 20
Fö 28/5 kl 20 - UPPSELT
Lau 29/5 kl 20, Fö 4/6 kl 20
Lau 5/6 kl 20, Lau 12/6 kl 20
Lau 19/6 kl 20
SÍÐUSTU SÝNINGAR
Ósóttar pantanir seldar daglega
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 23/5 kl 14
Síðasta sýning í vor
Miðasala: 568 8000
Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00
miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00
laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00
www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is
NÝTT: Miðasala á netinu
www.borgarleikhus.is
BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson
Fö 21/5 kl 20
SEKT ER KENND e. Þorvald Þorsteinsson
Fi 3/6 kl 20,
Síðasta sýning
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare
í samstarfi við VESTURPORT
Mi 19/5 kl 20, Fi 20/5 kl 20, Fö 21/5 kl 20
Örfáar sýningar
LEIKLESTAR ACTE:
Agnés eftir Catherine Anne (Frakkland)
Eva, Gloria, Léa e. Jean-Marie Piemme (Belgía)
Í dag kl 17 - Aðgangur ókeypis
Boðun Benoît eftir Jean Louvet (Belgía)
Frú Ká eftir Noëlle Renaude (Frakkland)
Mi 19/5 KL 17 - Aðgangur ókeypis
NORÐURLANDAFRUMSÝNING SCHAUBÜHNE:
KÖRPER eftir SASHA WALTZ
Fö 21/5 kl 20 - UPPSELT
Lau 22/5 kl 14 - UPPSELT
OPINN FUNDUR MEÐ SASHA WALTZ
Lau 22/5 kl 15:45 í forsal
IBM - A USERS MANUAL & GLÓÐ
Jóhann Jóhannsson og Erna Ómarsdóttir.
Margrét Sara, Birta og Kristín Björk.
Lau 22/5 kl 20 - kr. 2.500
PÓLSTJÖRNUR - TÓNLEIKAR/TROMMUDANS
Grænland - Belgía - Ísland
Fi 27/5 kl 21 - kr 2.500
HUGSTOLINN - KAMMERÓPERA
Marta Hrafnsdóttir, Sigurður Halldórsson,
Daníel Þorsteinsson
Fö 28/5 kl 20 - kr 2.500
BRODSKY KVARTETTINN
Sjón, Ásgerður Júníusdóttir, Skólakór Kársness
Lau 29/5 kl 16 - Miðasala Listahátíðar
DANSLEIKHÚSIÐ - 4 NÝ VERK
e. Irmu Gunnarsdóttur, Peter Anderson,
Maríu Gísladóttur og Jóhann Björgvinsson
Í kvöld kl 20, Þri 25/5 kl 20
Aðeins þessar tvær sýningar
Á LISTAHÁTÍÐ:
Laus sæti
Laus sæti
Lau. 22. maí laus sæti
ALLRA
SÍÐASTA SÝNING
Miðasala í síma 562 9700
www.idno.is
Opið öll kvöld
Rauðu skórnir
Mið. 19. maí. kl. 10.00
Secret Face
Fös. 21. maí. kl. 21.00
Fös. 28. maí. kl. 21.00
MIÐASALA opnar 21. maí kl. 16.00
á þjónustuborði Smáralindar
og í síma 528 8008
Viðskiptavinir
Og Vodafone fá
20% afslátt á fyrstu
8 sýningarnar
Fimmtudagur 24. júní FRUMSÝNING kl. 19.30
Föstudagur 25. júní Sýning nr. 2 kl. 19.30
Miðvikudagur 30. júní Sýning nr. 3 kl. 19.30
Fimmtudagur 1. júlí Sýning nr. 4 kl. 19.30
Föstudagur 2. júlí Sýning nr. 5 kl. 19.30
Sunnudagur 4. júlí Sýning nr. 6 kl. 17.00
Fimmtudagur 8. júlí Sýning nr. 7 kl. 19.30
Föstudagur 9. júlí Sýning nr. 8 kl. 19.30
JÓNSI
SVEPPI
Eldað með Elvis
Aukasýningar vegna mikillar
eftirspurnar:
Fös. 21/5 kl. 20. Örfá sæti laus
Lau. 22/5 kl. 20. Örfá sæti laus
Aðeins þessar sýningar
Miðasölusími 462 1400
www.leikfelag.is