Morgunblaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 24
DAGLEGT LÍF
24 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Það fara ekki allir í gegnumunglingsárin á rósrauðu skýi.Auk þess sem sjálfsmyndin
er að mótast gerir umhverfið miklar
kröfur. Unglingar þurfa að standa
sig í skólanum, vera samvinnuþýð,
geta unnið í hópum og tekið ábyrgar
ákvarðanir. Unglingar þurfa líka að
passa sig á vímuefnum, standast
fjölmiðla- og markaðsáhrif, hafa
sjálfstæðar skoðanir, leggja sitt af
mörkum til fjölskyldunnar, ávinna
sér félagslega og verklega hæfni og
læra siðferðisleg gildi. Ofan á allt
þetta búa unglingar margir hverjir
við ruglingslegar heimilisaðstæður,
hraða og tímaskort. Til að koma til
móts við unglinga hefur Dale
Carnegie á Íslandi sett upp nám-
skeiðið „Næsta kynslóð“.
Blint í sjóinn
„Við renndum blint í sjóinn með
fyrstu námskeiðin, sem nú eru af-
staðin. Haldin voru tvö námskeið,
fyrir 13-17 ára og 18-22 ára sem tók-
ust bæði mjög vel. Krakkarnir komu
úr afskaplega ólíkum áttum og ég
held að þau hefðu ekki kynnst undir
öðrum kringumstæðum,“ segir
Anna Guðrún Steinsen, þjálfari.
Hist var vikulega í tíu skipti, hátt í
fjóra klukkutíma í senn, og kostar
námskeiðið 70 þús. kr.
Viðfangsefnin á námskeiðunum
eru mýmörg. „Við kennum krökk-
unum m.a. að tileinka sér sjálfs-
traust og jákvæðni, setja sér raun-
hæf markmið, standa upp og tala í
margmenni, láta af áhyggjum og
kvíða og bara „fíla“ lífið í botn,“ seg-
ir Anna. „Námskeiðin byggjast ein-
göngu upp á hvatningu, hrósi og að-
haldi sem eru mikilvæg tæki í okkar
höndum. Við hvetjum þau til að
stíga út fyrir þægindahringinn ef
þau hafa hug á að ná árangri í lífinu.
Þannig verður það smám saman
auðvelt á morgun sem var erfitt í
gær,“ segir Anna, sem auk þjálf-
unarstarfanna vinnur sem tóm-
stundaráðgjafi í félagsmiðstöðinni
Árseli og er að læra tómstunda- og
félagsmálafræði við KHÍ. Hún segir
að reynslan lofi góðu um framhald.
Stefnt sé að fleiri námskeiðum í maí
og með haustinu.
UNGLINGAR|Takast á við nútímakröfur
Sjálfstraust
og jákvæðni
Morgunblaðið/Sverrir
Þjálfarinn: Anna Guðrún Steinsen
er ekki í vafa um nauðsyn nám-
skeiðanna á því tímaskeiði, sem
sjálfsmyndin er að mótast.
join@mbl.is
Hvatning, hrós og að-
hald eru helstu tækin á
námskeiðum Dale
Carnegie. Ánægja ríkir
með fyrstu unglinga-
námskeiðin.
„PABBI minn fór á námskeið hjá
Dale Carnegie fyrir þremur ár-
um og stakk upp á því við mig
hvort ég væri ekki til í að prófa.
Ég sé ekki eftir því enda var geð-
veikt gaman. Ég var rosalega
kvíðin fyrir fyrsta tímann og man
að ég hugsaði með mér hvað ég
væri nú að koma mér út í. Ég
ætti örugglega eftir að gera mig
að fífli. Ég þekkti ekki hræðu
þegar ég mætti, en núna erum
við öll rosalega góðir vinir,
spjöllum daglega saman á MSN-
inu og ætlum að vera dugleg við
að skemmta okkur saman. Það
verður stuð,“ segir Guðbjörg
Margrét Sigurðardóttir, 17 ára
nemi við Iðnskólann í Reykjavík.
Pabbinn Sigurður Skagfjörð
segist sjá mikinn mun á dóttur
sinni eftir námskeiðið. „Hún hef-
ur alltaf verið ofsalega skemmti-
leg, einlæg og ástrík, en feimin
og ekki mikið verið að tjá sig um
eigin tilfinningar. Hana hefur
vantað trú á sjálfa sig til að stíga
þetta viðbótarskref út úr þæg-
indahringnum til að kynnast og
ná árangri. Nú hefur það breyst
og eigum við nú orðið allt annað
barn.“
Guðbjörg segist hafa lent í ein-
elti og hafi sú reynsla oft verið að
sliga sig. „Ég var búin að telja
mér trú um að krökkum líkaði
ekki við mig, en það er auðvitað
bara þeirra mál. Nú er ég ný
manneskja,“ segir Guðbjörg sem
segist stefna á arkitektúr og
kannski leiklist til vara. Guðbjörg
fékk í lok námskeiðsins viður-
kenningu fyrir bestan árangur,
en venja er að þátttakendur kjósi
allir einn aðila, sem þeim finnst
hafa tekið mestum framförum.
„Ég átti alls ekki von á þessu, en
brosti auðvitað hringinn þegar
ég fékk viðurkenninguna.“
GUÐBJÖRG MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR, 17 ára
„Geðveikt gaman“
Morgunblaðið/Sverrir
Guðbjörg Margrét: Ásamt föður
sínum Sigurði Skagfjörð.
„MAMMA og pabbi spurðu hvort
ég teldi að námskeiðið gæti verið
við mitt hæfi þar sem eitt af
markmiðunum var að efla sjálfs-
traustið og auðvelda tjáningu.
Mér leist þokkalega á og það
þurfti ekkert að ganga eftir mér
enda er þetta eitt það skemmti-
legasta sem ég hef gert um dag-
ana,“ segir Arnar Már Haf-
steinsson, 16 ára Reykvíkingur.
Arnar Már hóf nám við VÍ í
haust, en hætti fljótlega og hefur
verið að vinna á bílasölu með
pabba sínum, en stefnir nú
ótrauður á viðskiptabraut FB.
„Okkur foreldrunum fannst
Arnar Már ekki tjá sig nógu mikið
um eigin tilfinningar og vildum
gjarnan stuðla að því að hann yrði
jákvæðari í eigin garð. Okkur
fannst hann þurfa að vera meiri
þátttakandi í lífinu og hafa meiri
trú á sjálfum sér,“ segir móðirin
Hallfríður Karlsdóttir. Hún bætir
við að þeir, sem til þekki, finni
hvað hann er opnari og jákvæðari
enda bersýnilegt frá fyrsta degi
að krakkarnir skemmtu sér kon-
unglega.
Arnar Már segist vera farinn að
tileinka sér ýmislegt í mannlegum
samskiptum sem hann hafi lært á
námskeiðinu. „Mikið var rætt um
samskiptareglur og var okkur t.d.
kennt að eina leiðin til að forðast
deilur væri að sleppa þeim alveg.
Okkur voru kenndar leiðir til að
hafa stjórn á áhyggjum og streitu
og leiðir til að fá mótaðila til að
vera samningafúsa og að taka já-
kvætt í langanir manns og þrár.
Maður er farinn að tileinka sér
ýmislegt af þessu í daglega líf-
inu,“ segir Arnar Már, sem kann-
aðist aðeins við þrjár stelpur á
námskeiðinu í byrjun. „Við kynnt-
umst öll fljótt og erum öll vinir í
dag.“
ARNAR MÁR HAFSTEINSSON, 16 ára
„Allir eru vinir“
Morgunblaðið/Sverrir
Arnar Már Hafsteinsson: Með
móður sinni Hallfríði Karlsdóttur.
Sólskyggni henta einstaklega vel
fyrir íslenskar aðstæður.
Auðvelda þér að njóta útiverunnar
í íslenskri veðráttu.
OPIÐ frá 10:00 - 18:00, Lau. 11:00 - 15:00
REYKJAVÍK: MÖRKIN 4, S: 533 3500 • AKUREYRI: HOFSBÓT 4, S: 462 3504
Allt fyrir gluggana !
fagm
ennsk
a
í53
ár
5ára ábyr
gð
15%
afsl . í maí
steinsagarblöð
járnsagarblöð
hringsagarblöð
kjarnaborar
kjarnaborstandar
hand/kjarnaborvélar
s: 894 3000 - 894 3005
Túnþökur
Ná úruþökur
Túnþökurúllur
únþökulagnir
Áratuga reynsla og þekking
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
Gróður og garðar