Morgunblaðið - 20.05.2004, Side 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
YFIR 40 ÍRAKAR FALLA
Fregnir hermdu í gær að yfir 40
manns hefðu beðið bana þegar
bandarísk herþyrla hefði gert árás
á fólk sem hélt brúðkaupsveislu í
þorpi í Írak. Þetta var haft eftir
íröskum embættismönnum en
Bandaríkjaher kvaðst ekki geta
staðfest fréttina.
Sýkna í málverkafölsun
Hæstiréttur sýknaði í gær tvo
menn í málverkafölsunarmálinu
svonefnda og sneri um leið við
dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í
málinu. Tveir hæstaréttardómarar
af fimm vildu sakfella sakborninga
en meirihlutinn taldi álitsgerðir
sérfræðinga Listasafns Íslands
ekki tækar fyrir dómi. Því hefði
sekt ekki verið nægjanlega sönnuð.
Manndráp á Gaza gagnrýnd
Að minnsta kosti tíu Palest-
ínumenn, flestir þeirra unglingar,
biðu bana í gær þegar ísraelskir
hermenn skutu á hundruð Palest-
ínumanna sem mótmæltu aðgerð-
um Ísraelshers í flóttamannabúð-
um við bæinn Rafah á
Gaza-svæðinu. Öryggisráð Samein-
uðu þjóðanna samþykkti í gær-
kvöldi ályktun þar sem það gagn-
rýnir manndrápin og aðgerðir
Ísraelshers í Rafah.
Sendiherra fékk mótmæli
Halldór Ásgrímsson utanrík-
isráðherra upplýsti í utan-
dagskrárumræðu á Alþingi í gær
um stríðið í Írak að sendiherra
Bandaríkjanna á Íslandi hefði ný-
lega fengið í hendur formleg mót-
mæli íslenskra stjórnvalda vegna
upplýsinga um misþyrmingar ír-
askra fanga í Abu Ghraib-fang-
elsinu í Bagdad.
Þriðja umræða áfram
Hlé var gert á þriðju umræðu
um fjölmiðlafrumvarpið á Alþingi í
gærkvöldi og verður henni fram
haldið á morgun. Eftir eru 12
þingmenn á mælendaskrá.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 36
Erlent 14/18 Minningar 41/43
Höfuðborgin 23 Skák 45
Akureyri 24 Bréf 48
Suðurnes 25 Kirkjustarf 45
Landið 26 Dagbók 50/51
Neytendur 28/29 Fólk 56/61
Listir 29/37 Bíó 58/61
Umræðan 38/39 Ljósvakamiðlar 62
Forystugrein 32 Veður 63
* * *
Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs-
ingablaðið Bílablaðið fyrir stóru
sportbílana og einnig fylgir auglýs-
ingablaðið Tækniháskólinn háskóli
atvinnulífsins.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir
sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar
(FLE) braut gegn ákvæðum sam-
keppnislaga með því að segja upp
leigusamningi Íslensks markaðar,
að því er fram kemur í bráðabirgða-
ákvörðun Samkeppnisstofnunar
sem var birt í gær.
FLE braut gegn ákvæðum sam-
keppnislaga með uppsögn á samn-
ingi við Íslenskan markað um leigu
á húsnæði og aðstöðu í flugstöðinni
hinn 30. apríl sl. FLE braut einnig
gegn ákvörðun Samkeppnisstofnun-
ar, sem áfrýjunarnefnd samkeppn-
ismála staðfesti 7. apríl 2003.
Í yfirlýsingu frá Íslenskum mark-
aði kemur fram að stjórn félagsins
fagni þessari bráðabirgðaákvörðun
Samkeppnisstofnunar, og með
henni vonast forsvarsmenn Íslensks
markaðar til þess að endi sé bund-
inn á deilur sem staðið hafi um
nokkurt skeið milli FLE og þeirra
sem hafi með verslunarrekstur í
flugstöðinni að gera.
Forvali frestað
Af ákvörðuninni leiðir að FLE er
skylt að fresta forvali vegna útboðs
á viðskiptatækifærum í flugstöðinni
þar til samkeppnisyfirvöld hafa ver-
ið fullvissuð um að við framkvæmd
slíks forvals verði farið að sam-
keppnislögum.
FLE sagði upp leigusamningi Ís-
lensks markaðar í flugstöðinni, og
var sú ástæða gefin að verið væri að
endurskipuleggja flugstöðina.
Stjórn flugstöðvarinnar hefur lýst
yfir undrun með bráðabirgða-
ákvörðunina. Ákvörðunin er sögð
áfall fyrir tilraunir FLE til að koma
á fót samkeppnismarkaði innan frí-
hafnarsvæðisins og bjóða þannig
upp á fjölbreyttari þjónustu við far-
þega.
Flugstöðin braut gegn
samkeppnislögum
FLE braut/2B
BANASLYS varð á
Reykjanesbraut sunn-
an Kúagerðis í gær-
morgun þegar karl-
maður lést við
útafakstur. Hinn látni
hét Þórir Jónsson, 52
ára, sem var að góðu
kunnur fyrir störf sín
innan íþróttahreyfing-
arinnar. Sambýliskona
hans var farþegi í bíln-
um og var flutt slösuð á
slysadeild Landspítala
– háskólasjúkrahúss en
er ekki talin í lífshættu.
Tildrög slyssins, sem
varð rétt fyrir klukkan sjö í gær-
morgun, eru ekki að fullu ljós. Bíllinn
skall utan í vegrið, síðan á ljósastaur,
kastaðist þaðan á annan ljósastaur
og hafnaði að lokum utan vegar eftir
að hafa oltið a.m.k. tvær veltur.
Þórir var fæddur 25. mars 1952 í
Hafnarfirði og lauk kennaraprófi frá
Kennaraskóla Íslands árið 1972 og
íþróttakennaraprófi frá Íþrótta-
kennaraskólanum á Laugarvatni
sama ár. Að námi loknu stundaði
hann grunnskólakennslu í Grinda-
vík, Reykjavík og Hafnarfirði.
Knattspyrnuferil sinn hóf hann hjá
Haukum í Hafnarfirði en færði sig
yfir í Val og lék með félaginu til 1975
og varð nokkrum sinnum Íslands-
meistari með félaginu. Frá Val lá
leiðin til knattspyrnudeildar FH og
lék Þórir með liðinu
uns hann tók við þjálf-
arastarfi 1977 eftir að
hafa leikið með félag-
inu fram að þeim tíma.
Þórir tók að sér stjórn-
unarstörf fyrir FH árið
1979 og starfaði að
stjórnun félagsins til
dauðadags. Tók hann
við rekstrarfélagi
meistaraflokks FH
haustið 2000 og var
jafnframt formaður
knattspyrnudeildar
FH í ríflega áratug.
Hann var ennfremur
brautryðjandi í skipulagningu
íþróttaferða fyrir íþróttafélög og al-
menning hérlendis og rak íþrótta-
deild Samvinnuferða-Landsýnar frá
1987–1990 uns hann færði sig til Úr-
vals-Útsýnar og rak íþróttadeild og
síðar tónlistardeild fyrirtækisins.
Þórir starfaði ötullega að fé-
lagsmálum og sat í bæjarstjórn fyrir
Alþýðuflokkinn og gegndi for-
mennsku í æskulýðsráði Hafnar-
fjarðar frá 1986–1994 og sat í skóla-
nefnd frá 1994–1998.
Þórir lætur eftir sig sambýlis-
konu, þrjú börn og eitt fósturbarn.
Vegna fráfalls hans verður einnar
mínútu þögn fyrir leiki í Lands-
bankadeild karla í dag, á morgun og
laugardag og munu leikmenn og
dómarar leika með sorgarbönd.
Lést í umferðarslysi
við Kúagerði
Þórir Jónsson
DAGUR sykursjúkra barna var haldinn í Húsdýragarð-
inum í gær. Jónsi úr hljómsveitinni Í svörtum fötum
kom ásamt félögum sínum og söng fyrir krakkana, sem
gæddu sér á grilluðum pylsum í tilefni dagsins.
Morgunblaðið/Golli
Hátíð sykursjúkra barna
SKARPHÉÐINN Berg Stein-
arsson, stjórnarformaður
Norðurljósa, segir breytingar
á fjölmiðla-
frumvarpi
sem lagðar
voru fram á
Alþingi í
gær ekki
hafa neina
þýðingu fyr-
ir Norður-
ljós. Ekki
mun koma
til uppsagna
hjá félaginu
fyrr en látið hefur verið reyna
á hvort lög um eignarhald á
fjölmiðlum standist.
„Okkar afstaða er sú að
þessi ólög geti varla staðist.
Við ætlum að reyna að standa
þetta af okkur á meðan verið
er að fjalla um þessa lagasetn-
ingu fyrir dómstólum.“
Skarphéðinn segir að Norð-
urljós hafi lýst því yfir við
starfsfólk sitt að ekki komi til
hópuppsagna fyrr en látið hef-
ur verið á það reyna fyrir
dómstólum hvort lög um eign-
arhald á fjölmiðlum standist
stjórnarskrá og alþjóðlegar
skuldbindingar, verði frum-
varpið samþykkt sem lög frá
Alþingi.
Varðandi breytingu á
ákvæði um útvarpsleyfi á þann
hátt að engin leyfi renni út
fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár
segir Skarphéðinn að það sé
vissulega skárri staða, en
breyti þó litlu. „Að einhverju
leyti hefur þetta áhrif á
eignarréttarákvæði en tjáning-
arfrelsi er engu að síður
skert.“
Norðurljós
Engar hóp-
uppsagnir
fyrr en
reynt hefur
á lögin
Skarphéðinn Berg
Steinarsson
SÍLDARMINJASAFNIÐ á Siglu-
firði fær í dag afhent stórt og mikið
bátahús sem byggingafélagið Berg
ehf. hefur smíðað utan um gamla
síldarbáta og endurgerð af höfn og
bryggjuhúsi. Afhendingin fer fram
með sérstakri viðhöfn og er þetta
fyrsti liður í viðamikilli dagskrá Sigl-
firðinga í ár í tilefni af 100 ára afmæli
síldarævintýrisins á Íslandi.
Bátahúsið, sem hefur verið í smíð-
um síðan í ágúst á síðasta ári, er
nyrst á lóð Síldarminjasafnsins,
gríðarstórt eða rúmir þúsund fer-
metrar að gólffleti. Húsið verður svo
vígt í næsta mánuði.
Hátíðin í dag hefst með sýningu í
Galleríi Gránu á verkum leikskóla-
barna sem heimsóttu Síldarminja-
safnið í vetur. Munu krakkarnir
syngja við það tækifæri nokkra síld-
arslagara. Við afhendingu bátahúss-
ins verða flutt ávörp og Karlakór
Siglufjarðar syngur ættjarðarlög.
Einnig mun Örlygur Kristfinnsson
safnstjóri kynna Evrópuverðlaunin
sem Síldarminjasafnið vann nýlega
til. Að öllu þessu loknu býður burt-
fluttur Siglfirðingur og gamall
bræðslumaður, Hólm Dýrfjörð, bet-
ur þekktur undir nafninu Holli, vin-
um sínum og kunningjum upp á veit-
ingar í Roaldsbrakka í tilefni 90 ára
afmælis síns fyrr á þessu ári, en
Holli er góðvinur og styrktarmaður
Síldarminjasafnsins.
100 ára afmæli síldarævintýrisins
Bátahús afhent Síld-
arminjasafninu í dag
RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært
þrjá menn á þrítugs- og fertugsaldri
fyrir að stofna lífi þriggja íbúa húss í
Reykjavík í bersýnilegan háska með
því að kveikja í húsinu með bensíni.
Aðalmeðferð málsins fór fram í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær og játa
ákærðu sök að mestu. Eru þeir sak-
aðir um að hafa hellt bensíni úr tveim-
ur fimm lítra brúsum inn í anddyrið
og á tröppur og veggi og kveikt í.
Bótakröfur upp á 7 milljónir króna
eru hafðar uppi og krefst ákæruvaldið
refsingar á grundvelli 164. gr. al-
mennra hegningarlaga þar sem kveð-
ið er á um 2 ára fangelsi eða meira
fyrir að valda eldsvoða sem veldur
mönnum bersýnilegum lífsháska.
Þrír ákærðir fyrir að
kveikja í íbúðarhúsi