Morgunblaðið - 20.05.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.05.2004, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Rekstur ANZA er í samræmi við vottað öryggiskerfi sem byggist á staðlinum ISO 17799 um stjórnun upplýsingaöryggis. Hornsteinn ANZA er starfsfólk með framúrskarandi þekkingu og hæfni. Ármúla 31 108 Reykjavík www.anza.is – 0 4- 02 42 ANZA sér um öll tölvumál fyrir fjölda íslenskra fyrirtækja. Það er sérgrein okkar. ANZA sér um tölvukerfið þitt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. ANZA fer aldrei í sumarfrí og er aldrei fjarverandi vegna veikinda. Kynntu þér málið með því að hafa samband við ANZA í síma 522 5000 eða anza@anza.is Þú þarft ekki tölvudeild Þú færð fulla þjónustu hjá ANZA HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær Pét- ur Þór Gunnarsson, fyrrum fram- kvæmdastjóra Gallerís Borgar, og Jónas Freydal Þorsteinsson í mál- verkafölsunarmálinu svonefnda og hnekkti þar með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2. júlí 2003 sem dæmt hafði ákærðu í 6 og 4 mánaða fangelsi. Meirihluti Hæstaréttar taldi að þar sem Listasafn Íslands væri einn kær- enda í málinu gætu þær sérfræðilegu álitsgerðir sem lögregla hefði aflað hjá starfsmönnum listasafnsins fyrir útgáfu ákæru, ekki talist tækar fyrir dómi til sönnunar um atriði sem vörð- uðu sök ákærðu. Tveir dómarar af fimm vildu hins vegar sakfella sak- borningana. Þeir Pétur Þór og Jónas voru sak- aðir um skjalafals og fjársvik með því að hafa blekkt viðskiptavini til að kaupa myndverk, sem þeir hefðu átt þátt í fölsun á. Hæstiréttur hafnaði frávísunarkröfu Péturs Þórs. Varð- andi myndverk gerð á pappír var fall- ist á mat héraðsdóms um að ákæru- valdinu hefði ekki tekist að sýna nægilega fram á að þau verk stöfuðu ekki frá þeim, sem þau voru kennd við með höfundarmerkingum. Voru Pét- ur Þór og Jónas því sýknaðir af þeim ákæruliðum er þessi verk vörðuðu. Lögregla hafði við rannsókn máls- ins leitað til kunnáttumanna um rann- sóknir og álitsgerðir vegna þeirra ol- íumálverka sem málið varðaði. Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu, að staða Listasafns Íslands sem eins kærenda í málinu væri óhjá- kvæmilega talin valda því að þær sér- fræðilegu álitsgerðir, sem lögregla hafði aflað hjá starfsmönnum lista- safnsins fyrir útgáfu ákæru, gætu ekki talist tækar fyrir dómi til sönn- unar um atriði sem vörðuðu sök ákærðu. Gilti þá einu hvort um væri að ræða myndverk, sem listasafnið hefði lagt fram kæru um, eða verk sem því væru óviðkomandi. Taldi Hæstiréttur, að ekki yrði talið að sönnunargögn, sem eftir stæðu, nægðu til þess að ákæruvaldið gæti talist hafa axlað þá sönnunarbyrði, sem á því hvíldi. Voru ákærðu því einnig sýknaðir af sakargiftum þeim er vörðuðu umrædd olíumálverk. Hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn Braga- son og Pétur Kr. Hafstein kváðu upp dóminn. Garðar og Hrafn skiluðu sér- atkvæði, þar sem þeir komust að þeirri niðurstöðu að ákærðu væru sannir að sök um að hafa látið selja samtals 19 myndverk og sem þeir hlutu að vita að ekki voru eftir ætlaða listamenn. Vildu þeir dæma Pétur Þór í 12 mánaða fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundið, og Jónas í sex mánaða fangelsi, þar af 4 skilorðs- bundið. Sakborningar í málverkafölsunarmálinu voru sýknaðir í dómi Hæstaréttar Verjendur í málverkafölsunarmálinu (frá vinstri) Karl Georg Sigurbjörns- son hrl. og Ragnar Aðalsteinsson hrl., ásamt Sigríði Rut Júlíusdóttur hdl., sem varði Pétur Þór Gunnarsson í héraðsdómi, í sal Hæstaréttar í gær. Sérfræðiálit ekki tæk til sönnunar um sekt ákærðu „HASSKÖTTURINN“ og verkefni um áhrif fjölbreytilegs umhverfis á þróun sköpunargáfu báru sigur úr býtum í landskeppni „Ungra vís- indamanna á Íslandi“. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra afhenti verðlaunin í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands í gær. Alls bárust sjö verkefni í keppn- ina í ár og tóku fjögur þeirra þátt í málsvörn, sem fram fór í Háskól- anum í gærmorgun. Dómnefnd valdi tvö verkefnanna og munu ungu vísindamennirnir sem að baki þeim standa taka þátt í Evrópu- keppni ungra vísindamanna í Dyfl- inni á Írlandi í haust. Skapaði heim skordýra Hrafn Þorri Þórisson, í Fjöl- brautaskólanum í Ármúla, skoðaði í rannsóknarverkefni sínu aðlög- unarkerfi þar sem lagðar eru áherslur á sköpunargáfu í vél- væddri greind. Í lýsingu á verkefni Hrafns Þorra segir að fáar sem engar nútímarannsóknir á vélviti eða gervigreind hafi lagt áherslu á þessa eiginleika mannlegs vits og að mestu sé látið sem sköpunargáfa sé einskonar hliðarafurð af rök- fræði. Til að rannsaka þessa eiginleika skapaði Hrafn Þorri heim þar sem íbúarnir eru skordýr sem gædd eru eiginleikum, æxlast og þróast. Til að líkja eftir þeirri þróun sem á sér stað í náttúrunni notar Hrafn ein- falda genetíska-algorithma, sem sjá um þá stöð í heila dýra sem mynda ráðagerðir. Umhverfið er síðan hannað til að vera hliðstætt því sem gengur og gerist í náttúrunni, þ.e. með vistkerfi þar sem gróður vex, dafnar og deyr. Hringrásin fæst með því að nota reikniaðferðir sem kallast Cellular Automata. Í verk- efnalýsingunni segir Hrafn að þessi reglulega hringrás sé mikilvæg fyr- ir þróun greindar, þar sem ólíklegt sé að dýr geti lært að lifa í heimi glundroða, sama hversu gott greindarkerfi þeirra sé. Hassköttum umbunað með rækju Þrír nemendur Verkmenntaskóla Austurlands, Elísa Guðrún Brynj- ólfsdóttir, Eva María Þrastardóttir og Stefán Þór Eysteinsson, eiga heiðurinn af verkefninu „hasskött- urinn“. Þau skoðuðu lyktarskyn katta og hvort hægt sé að temja ketti til að nota lyktarskynið og þjálfa þá til leitar að fíkniefnum. Notuðu vísindamennirnir aðferð- ir sálfræði og líffræði til að svara rannsóknarspurningum sínum. Þau framkvæmdu tilraun með tvo ketti, þar sem kettirnir voru settir, annar í einu, í þar til gerðan þjálfunar- kassa og látnir leita að ákveðinni lykt. Lyktin kom af tepoka, sem nemendurnir höfðu komið fyrir í þjálfunarkassanum. Þegar kett- irnir höfðu fundið lyktina fengu þeir rækju í verðlaun. Rekið í tengslum við Evrópu- keppni ungra vísindamanna Verkefnið „Ungir vísindamenn á Íslandi“ er rekið í tengslum við Evrópukeppni ungra vísindamanna sem samfélagsáætlun ESB stendur að. Framkvæmd keppninnar hér á landi er í höndum Rannsóknaþjón- ustu Háskóla Íslands. Bakhjarlar verkefnisins eru Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar. Menntamálaráðu- neytið, Háskóli Íslands, Marel og Flugfélag Íslands styrkja sömuleið- is keppnina. Verðlaun í landskeppni ungra vísindamanna afhent Kettir notaðir til hassleitar og sköpunargáfan þróuð Morgunblaðið/Árni TorfasonAustfirsku vísindamennirnir sem rannsökuðu hæfileika katta til að finna „hass“. Elísa Guðrún, Eva María og Stefán Þór með verðlaunin. JÓN H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra, segir það slakt að svo stórt og viðamikið mál endi með svo veikum dómi Hæstaréttar. Hann segir tæpan meirihluta réttarins ekki hafa fjallað um sakarefnið og segir umfjöllun meiri- hluta Hæstaréttar hafa verið knappa. Jón segir það ekki fordæmi að Hæstarétti þyki var- hugavert að notast við niðurstöður vísindamanna sem gáfu skýrslur um rannsóknir sínar á verkunum. „Ástæð- an fyrir því að Hæstiréttur vísar því frá er að rétturinn telur að þar sem þessir vísindamenn sem leggja fram þessar vísindalegu niðurstöður sínar starfi hjá ríkinu, í þessu tilviki Listasafni Íslands – sem á tvö verkanna – þá sé óvarlegt að treysta þeim. Ég geri ráð fyrir því að þetta gefi ekki fordæmi um viðhorf Hæstaréttar til framsetningar vísindamanna á niðurstöðum sínum.“ Sérfræðingar ríkisins vanhæfir? Jón segir ljóst að sökum smæðar landsins vinni þeir sérfræðingar sem leitað er til gjarnan hjá ríkinu, og seg- ir það umhugsunarvert hvort þessi dómur þýði að þeir séu vanhæfir til að gefa vísindalegar niðurstöður sínar í málum þar sem hagsmunir ríkisins eru með einum eða öðrum hætti undir. Ekki hefði verið hægt að leita til annarra hérlendra sérfræðinga í málinu að mati Jóns, þeir voru vanhæfir til að fjalla um málið þar sem þeir höfðu ýmist keypt, fyrir sig eða aðra, eða ráðlagt einhverjum að kaupa myndir sem voru til rannsóknar, og voru því ekki notaðir þess vegna. Hann segir að til þess að nálgast aðra sérfræð- inga hefði þurft að leita út fyrir landsteinana. Jón segir niðurstöðu minnihluta Hæstaréttar vel rök- studda og þar sé ýtarlega farið í sönnunargögn, fram- burði vitna sem komu fyrir dóm og vísindalegar rann- sóknir, og enginn vafi sé í áliti minnihlutans að það megi byggja á áliti vísindamannanna sem meirihlutinn hafn- ar. „Afar ánægð með niðurstöðuna“ Við erum afar ánægð með niðurstöðu og rökstuðning dómsins,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson verjandi Péturs Þórs Gunnarssonar eftir dómsuppkvaðninguna í gær. „Forsendur dómsins eru að verulega leyti þær sömu og fram komu í gagnrýni verjenda Péturs Þórs, bæði [Sigríðar] Rutar Júlíusdóttur í héraði og hjá mér í Hæstarétti, að sönnunargögnin dugðu ekki til sakfell- ingar. Það tókst aldrei að sanna sekt Péturs Þórs Gunn- arssonar. Í stað dómkvaddra óháðra sérfróðra manna var notast við gögn frá sérfræðingum sem unnu við rannsóknina með lögreglunni og komu að verulegu leyti fram sem lögreglumenn frekar en sem óháðir sérfræð- ingar, auk þess sem þeir voru tengdir t.d. Listasafni Ísl- ans og voru innbyrðis tengdir. Síðan fór ákæruvaldið að lokum fram á það í Hæstarétti að ákærðu yrðu dæmdir á líkindunum einum saman og það er auðvitað ekki sú aðferð sem unnt er að byggja á í íslensku réttarríki.“ Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagðist ekki ræða niður- stöðu dómsins í einstökum atriðum en tók fram að ákæruvaldið myndi að sjálfsögðu hlíta niðurstöðu Hæstaréttar, þótt það væri ekki sammála dóminum. Hins vegar tæki ákæruvaldið undir flest það sem kæmi fram í séráliti tveggja dómenda af fimm. „Veikur dómur Hæstaréttar“ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi: „Þau leiðu mistök urðu við birtingu greinar eftir Stefán Að- alsteinsson (Eitt stykki líf-takk) í Morgunblaðinu í gær að það láðist að geta þess að „Áhugahópur um at- vinnumál miðaldra fólks“ bað Stefán að skrifa grein um reynslu sína af þessum málum í tengslum við ráð- stefnuna „Ónýt-ónýtt starfsorka? Ráðstefna um atvinnumál 45 +“, sem haldin var í gær. Að ráðstefnunni stóðu m.a. félagsmálaráðuneytið, Vinnumálastofnun, Samtök atvinnu- lífsins, BSRB, VR, Félag bókagerð- armanna, Efling, Rafiðnaðarsam- bandið og Landssamtök lífeyrissjóða. Greinin var því ekki skrifuð af þörf Stefáns til að leggja spilin á borðið fyrir alþjóð, heldur sem innlegg í lífs- baráttu annarra. Við biðjum Stefán Aðalsteinsson og lesendur Morgunblaðsins afsök- unar á því að þessi aðdragandi að greininni var hvergi tilgreindur. Virðingarfyllst: f.h. Áhugahóps um atvinnumál miðaldra fólks. Guðmundur S. Guðmundsson.“ Leiðrétting – mistök – afsökunarbeiðni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.