Morgunblaðið - 20.05.2004, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.05.2004, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐUR hefur verið Minningarsjóður Páls Gunnarssonar líf- fræðings. Stofnendur eru Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir, móðir Páls og systkini hans, Hallgrímur Gunnars- son, Gunnar Snorri Gunnarsson, Áslaug Gunnarsdóttir og fjöl- skyldur þeirra. Stofn- framlag í sjóðinn er 14 milljónir króna. Systk- ini Páls skipa stjórn sjóðsins. Vöxtum af stofn- framlagi verður úthlut- að ár hvert og verður vöxtum úthlut- að 20. maí árið 2005 í fyrsta sinn og síðan árlega til helminga í tvo staði. Í fréttatilkynningu, sem Morgun- blaðinu hefur borizt um stofnun sjóðsins segir m.a.: „Tilgangurinn er að ánafna helminginn til skógræktar. Með stofnun sjóðsins er heiðruð minning Páls en sem lítill drengur hafði hann orð á því við ömmu sína, Áslaugu og mömmu: „Ef ég verð ríkur, þegar ég verð stór, þá ætla ég að klæða Ísland skógi.“ Hinum helmingnum af arðinum er ánafnað til Klúbbsins Geysis eða annarra geðvernd- armála. Veikindi sín bar hann með hetju- skap og drenglyndi og gerði sér fulla grein fyrir hvað þyrfti með til hjálp- ar. Í Heiðmörk hefur verið komið upp skógarlundi, sem ber nafn Páls eða „Pálslundur“.“ Minningarsjóður Páls Gunnarssonar líffræðings F. 20. maí 1951, d. 7. október 1999 Páll Gunnarsson SÍÐUSTU seðlaveskin og töskurnar voru afgreiddar í versluninni Drang- ey á Laugavegi 58 síðdegis í gær en verslunin lokaði fyrir fullt og allt í lok dags og flytur starfsemina alfar- ið í Drangey í Smáralind. Að sögn Maríu Maríusdóttur, eig- anda Drangeyjar, eru breytingarnar í takt við breytta verslunarhætti Ís- lendinga. „Það er greinilegt að Drangey í Smáralind er ákjósanlegri verslunarstaður heldur en Lauga- vegurinn. Viðskiptavinum mínum líkar betur að koma þangað að versla og ég finn mig knúna að elta þá,“ sagði María á milli þess sem hún af- greiddi síðustu viðskiptavinina. Drangey hefur verslað með ýmsa vöruflokka í nærri sjötíu ára sögu, s.s. vefnaðarvöru, nótur, seðlaveski og hljómplötur. Hún hóf starfsemi sem matvöruverslun á Grettisgötu árið 1934. Árið 1936 keypti María Samúelsdóttir Ammendrup versl- unina og var hún í eigu fjölskyld- unnar í 59 ár. Árið 1941 fluttist hún á Laugaveg 58 þar sem hún hefur ver- ið síðan. Var þá aðallega verslað með vefnaðarvöru en árið 1945 bættust við leðurvörur, plötur og hljóðfæri. Plötuútgáfan Íslenskir tónar var til húsa þar samhliða versluninni og á lagernum var upphaflega upptök- ustúdíó. Frá 1965 var einkum versl- að með töskur, seðlaveski og út- saum. María Magnúsdóttir Ammendrup, tengdadóttir Maríu, tók við rekstrinum 1975 og María G. Maríusdóttir, núverandi eigandi árið 1995, þriðja Marían sem á Drangey af fjórum eigendum frá upphafi. Í október 2002 opnaði Drangey loks aðra verslun í Smáralind. María segist þeirrar skoðunar að Laugavegur muni ná sér á strik á næstu misserum. Nýjar verslanir hafi risið þar að undanförnu og sem dæmi sé staða kvenfataverslana ákaflega sterk í miðborginni. Kven- fataverslunin Stíll muni til dæmis koma í stað Drangeyjar á Lauga- vegi. „Hins vegar hefur sá tími sem far- ið hefur í að laga gatnakerfið í mið- borginni á síðustu árum verið kaup- mönnum og þjónustufyrirtækjum afskaplega erfiður,“ bætir hún við. Það hafi tekið allt of langan tíma og fælt viðskiptavini frá. „Á sama tíma eru þetta búin að vera afskaplega afskaplega ánægju- rík níu ár sem ég hef verið hér. Það er búið að vera gaman á Laugaveg- inum en verslunarrekstur þróast sem betur fer alltaf áfram og það er okkar kaupmannanna að svara kalli viðskiptavinanna,“ segir María Mar- íusdóttir. Versluninni Drangey á Laugavegi 58 var lokað fyrir fullt og allt í gær Flytur úr miðborginni eftir 70 ár Morgunblaðið/Golli María Maríusdóttir, eigandi Drangeyjar, lokar versluninni síðdegis í gær. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur hefur sýknað fertugan karl- mann af ákæru fyrir hlutdeild í áfengis- og tóbakssmygli þriggja skipverja af Goðafossi í júlí 2003. Sakarefnið varðaði um 30 lítra af vodka, 600 sígarettur og 480 dósir af munntóbaki sem ákærði var sakaður um að taka við á höfninni við Grundartanga og bera inn í bifreið og aka á brott uns hann var stöðvaður. Í niðurstöðu dómsins segir að tollafgreiðslu skipsins hafi verið lokið er ákærði ætlaði að sækja einn skipverjanna. Hefði ákærði neitað sök og ekkert væri komið fram um að hann hefði vitað eða mátt vita að varningurinn sem hann tók í bif- reið sína, hafi að hluta eða öllu leyti verið smygl, enda báru um- búðir ekki með sér að svo kynni að vera. Málið dæmdi Guðjón St. Mar- teinsson héraðsdómari. Verj- andi ákærða var Kristján Stef- ánsson hrl. og sækjandi Anna Svava Þórðardóttir, fulltrúi lög- reglustjórans í Reykjavík. Sýknaður af ákæru fyrir áfeng- issmygl FJÖLMENNUR fundur trúnaðar- manna grunnskólakennara í Reykjavík samþykkti á þriðjudags- kvöld ályktun þar sem kemur m.a. fram að vegna seinagangs í samn- ingaviðræðum og vinnubragða Launanefndar sveitarfélaga sé langlundargeð kennara þrotið og er mælst til þess að fram fari at- kvæðagreiðsla um verkfall. Hátt í 50 kennarar voru á þessum fundi. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, hefur síðan á samningafundi hjá sátta- semjara í síðustu viku fundað með kennurum og trúnaðarmönnum þeirra á suðvesturhorni landsins. Hann segist hlusta vel á þau skila- boð sem trúnaðarmenn í Reykja- vík hafa sent frá sér og sýni þeim fullan skilning. Ályktunin verði tekin til umfjöllunar hjá samninga- nefnd kennara. Að sögn Finnboga kemur til greina að boða verkfall 20. september nk. ef samninga- nefndir deiluaðila nái ekki sam- komulagi, sú dagsetning hafi a.m.k. verið nefnd. Ályktun trúnaðarmanna kennara í Reykjavík er eftirfarandi: „Trúnaðarmenn grunnskóla- kennara í Reykjavík harma þau vinnubrögð og viðhorf sem launa- nefnd sveitarfélaganna hefur sýnt gagnvart kröfum kennara. Ekki virðist vera vilji til að ræða þær í alvöru og með opnum hug. Á und- anförnum vikum hafa fulltrúar kennara veitt sveitarfélögunum mörg tækifæri til að leggja fram tillögur sem nota mætti sem um- ræðugrundvöll til samninga. Launanefndin hefur ekki kosið að nýta sér þau heldur notað tímann til stóryrtra yfirlýsinga í fjölmiðl- um um óraunhæfar launakröfur kennara. Þessi vinnubrögð launa- nefndar sveitarfélaganna hafa orð- ið til þess að langlundargeð kenn- ara er nú á þrotum og því mælast trúnaðarmenn kennara í Reykja- vík til þess að fram fari meðal kennara atkvæðagreiðsla um verk- fall.“ Næsti fundur 25. maí Finnbogi segir ekkert nýtt hafa komið fram á síðasta samninga- fundi. Nauðsynlegt sé að málin fari að skýrast og áður en kenn- arar ljúki störfum fyrir sumarfrí. Aðspurður hvort kennarar muni koma með gagnkröfur á næsta fundi segir Finnbogi það verða að koma í ljós. Kennarar séu að hugsa málin og allt geti gerst. Hann útilokar ekki að atkvæða- greiðsla um verkfall meðal kenn- ara í Reykjavík fari fram um næstu mánaðamót ef upp úr slitni í viðræðunum hjá sáttasemjara. Næsti boðaði fundur hjá sátta- semjara með sveitarfélögunum er þriðjudaginn 25. maí. Trúnaðarmenn segja langlundargeð kennara vera á þrotum Vilja atkvæðagreiðslu um verkfall í haust NOKKRAR ábendingar hafa borist veiðistjórnunarsviði Um- hverfisstofnunar og hreindýra- ráði um að hreindýraveiðimenn séu að safna sér leyfum og noti til þess kennitölur vina og vandamanna. Þetta kemur fram á vefsíðu hreindýraráðs í bréfi til hreindýraveiðimanna, og sagði Karen Erla Erlings- dóttir, starfsmaður hreindýra- ráðs og Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum, við Morgunblaðið að stofnunin liti málið mjög al- varlegum augum. Um væri að ræða brot á veiðilöggjöf og yrði kært til lögreglu yrðu menn staðnir að verki. Karen sagði að þetta væri ekki síst bagalegt þegar langir biðlistar, allt að 400 manns, væru eftir þeim 750–800 leyfum sem væru gefin út. Að hennar sögn hafa ábend- ingar borist um tiltekna menn og nöfn þeirra, sem hefur verið safnað með þessum hætti og verður sérstaklega fylgst með þeim á veiðitímanum. Brýnt yrði fyrir leiðsögumönnum hreindýraráðs að fara ekki með þá menn til veiða sem ekki hefðu rétt gögn undir höndum. Þá myndi Umhverfisstofnun viðhafa sérstakt eftirlit vegna þessa máls. Aðspurð sagði Karen að orð- rómur um svona kennitölusöfn- un hefði áður heyrst, án þess að upp um hana hefði komist. „Einhver fótur hlýtur að vera fyrir þessu, annars væri ekki verið að tala um þetta meðal veiðimanna. Við viljum allt gera til að fyrirbyggja að svona geti gerst en sennilega er eina lausnin að nappa einhvern á fjöllum þegar þar að kemur,“ sagði Karen Erla. Tarfaveiðar hefjast fyrr Í bréfinu til veiðimanna er þeim einnig bent á að tarfaveið- ar hefjist 20. júlí, líkt og síðasta sumar þegar gripið var til þess ráðs að dreifa veiðinni betur yf- ir tímabilið, sem var yfirleitt frá 1. ágúst til 15. september. Grunur um kennitölu- söfnun vegna hrein- dýraveiða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.