Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Og hvað í ósköpunum getum við sagt hennar hátign, búið að klæða þig í fínu fötin og svo stingur þú bara af, pjakkurinn þinn. Kvikmyndahátíð Landverndar Náttúra Íslands í lifandi myndum Landvernd stendurfyrir kvikmynda-hátíð í Háskólabíói í dag. Yfirskriftin er Nátt- úra Íslands í lifandi mynd- um, og verða sýndar níu kvikmyndir íslenskra kvikmyndargerðarmanna, þar sem náttúra landsins er í aðalhlutverki. Valnefnd á vegum Landverndar valdi kvik- myndirnar á hátíðina úr innsendum myndum. Í nefndinni sátu Álfheiður Ingadóttir blaðamaður og náttúrufræðingur, Haukur Hauksson kvikmynda- gerðarmaður, Steinþór Birgisson kvikmyndagerð- armaður og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir arkitekt og formaður Landvernd- ar. „Dagskrá hátíðarinnar er fjöl- breytt og af nógu að taka,“ segir Ólöf Guðný Valdimarsdóttir. „Við byrjum hátíðina á að sýna mynd Magnúsar Magnússonar um ein- staka náttúru og lífríki Mývatns. Síðan er mynd Ómars Ragnars- sonar, In Memoriam?, sem er ástríðufull lýsing á landinu sem mun hverfa vegna virkjanafram- kvæmda á hálendinu og þar er líka gerð grein fyrir ólíkum sjón- armiðum sem takast á. Jafnframt er gerður samanburður á aðstæð- um hér og erlendis þar sem land hefur verið lagt undir virkjanir. Þá er það Eyjan svarta, einstök mynd eftir Helgu Brekkan og Thorgny Nordin um tilurð Surts- eyjar og jarðfræðilega sérstöðu Íslands. Elliðaár og Elliðavatn er stutt mynd eftir Pál Steingríms- son úr syrpu um náttúruperlur í Reykjavík. Þá er komið að há- punkti hátíðarinanr en það er frumsýning á mynd Páls Stein- grímssonar, World of Solitude. Myndin lýsir vel einstakri náttúru Íslands og er fræðandi og fögur mynd um sambúð lands og þjóðar, átök og vonbrigði. Mynd Sigurðar H. Stefnissonar, Jóhanns Ísbergs og Arnolds Björnssonar, Aurora, fangar norðurljósin á filmu í fyrsta sinn. Kings, kvikmynd Helgu Brekkan og Helga Felix- sonar er vel gerð dramatísk mynd um pólitískt landslag og náttúru stjórnmálamannanna. Hanna frá Gjögri er einlæg mynd eftir Þor- stein Jónsson um samspil manns og náttúru fjarri skarkala borg- arinnar. Og að lokum er leikin mynd um sjósókn fyrri alda, Ís- lands þúsund ár. Myndin er eftir Erlend Sveinsson og er ein vand- aðasta heimildarmynd sem Ís- lendingar eiga um sambúð sína við náttúru hafs og stranda. “ – Hvers konar kvikmyndir eru þetta? „Allar þessar myndir eiga það sameiginlegt að vekja athygli á einstakri náttúru Íslands. Þær eru ólíkar þótt viðfangsefnið sé ekki alltaf ólíkt. Ákvörðun um framkvæmdir og eyðileggingu á hálendi Íslands og baráttan fyrir vernd þess hafa verið kvikmyndagerðar- mönnum hugleikið yrkisefni undanfarið enda síðasta tækifærið til að festa margar feg- urstu náttúruperlur Íslands á filmu. Mikil umræða og ágrein- ingur um nýtingu hálendisins endurspeglast því að einhverju leyti í þeim myndum sem sýndar eru.“ – Hvers vegna heldur Land- vernd hátíð af þessu tagi? „Samtökin vilja vekja fólk til umhugsunar um þau verðmæti sem búa í íslenskri náttúru með kvikmyndahátíðinni. Jafnframt viljum við vekja athygli á verkum íslenskra kvikmyndagerðar- manna sem hafa með áratuga starfi sínu unnið að því að opna augu landsmanna fyrir þeim nátt- úrundrum sem landið býr yfir og við viljum færa þeim þakkir. Fáir hafa lagt jafnmikið af mörkum í að fanga fegurð íslenskrar nátt- úru og flytja hana inn á heimili landsmanna gegnum ljósvaka- miðlana. Á síðustu misserum hafa sumir þeirra lagt á sig mikla vinnu og ómetanlegt starf við að mynda síðustu heimildir um nátt- úrugersemar á hálendi Íslands sem mennirnir hafa ákveðið að fórna til að skapa störf og auka hagvöxt. Ástin á landinu og næmt auga fyrir fegurð náttúrunnar og skilningur á þeim verðmætum sem felast í ósnortinni náttúru skín í gegn.“ – Hverjum er svona hátíð ætl- uð? „Svona hátíð á sannarlega er- indi við alla. Hún er óður lista- manna til fegurðarinnar sem býr í samtímanum og að einhverju leyti kortlagning á veruleikanum sem ógnar náttúrunni. Hún er líka uppspretta fróðleiks og vekur vonandi til umhugsunar. Þarna er skyggnist inn í sambúð manns og náttúru frá ýmsum sjónarhorn- um. Við fáum sýnishorn af mótun lands, upphafi lífs, stórbrotnum náttúruöflum, eyðileggingar- mætti mannsins; upphafinu og endalokunum og allt þar á milli. Þetta er kvikmyndahá- tíð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.“ Kvikmyndirnar á há- tíðinni verða sýndar á klukkustundar fresti frá kl. 11–18, en milli kl. 15 og 16 verður haldið málþing um náttúr- una og íslenska kvikmyndagerð. Aðgangseyrir er 500 kr. á ein- staka sýningu og 1.000 kr. fyrir passa sem gildir fyrir allar mynd- irnar á meðan húsrúm leyfir. Hægt er að kynna sér dagskrá kvikmyndahátíðarinnar nánar á heimasíðu Landverndar, www.landvernd.is Ólöf Guðný Valdimarsdóttir  Ólöf Guðný Valdimarsdóttir lauk prófi í arkitektúr árið 1983 og hagnýtri fjölmiðlun 1991. Hún starfar sem skipulagsfulltrúi Akraness, og hefur gegnt stöðu formanns og framkvæmdastjóra Arkitektafélags Íslands. Ólöf var formaður Náttúruverndarráðs á árunum 1997–2000. Hún sat í stjórn Umhverfisverndarsam- taka Íslands og dómnefnd um umhverfisverðlaun Norður- landaráðs. Ólöf var kjörin for- maður Landverndar árið 2001. Dætur Ólafar eru Vera og Lára Þórðardætur. Níu íslenskar kvikmyndir á dagskrá ÍSLENSKIR starfsmenn við Kára- hnjúkavirkjun eru óánægðir með að útlendingar, sem starfa langflestir í stuttan tíma við virkjunarfram- kvæmdir, í 3–6 mánuði, hafi greitt atkvæði um virkjunarsamninginn og njóti sömu réttinda og þeir íslensku starfsmenn sem muni starfa skv. samningnum næstu fjögur árin. Þorbjörn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, kannast við þessa óánægju og segist skilja sjón- armið þeirra sem munu starfa við Kárahnjúka í langan tíma. En menn verði að vera samkvæmir sjálfum sér og virða ákvæði samningsins um að allir sem undir honum eigi að starfa fái að greiða atkvæði um hann. Virkjunarsamningurinn var samþykktur með 202 atkvæðum gegn 135. Á kjörskrá voru 937 starfsmenn en aðeins 444 kusu. Aðalbjörn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Afls – Starfsgreina- félags Austurlands, kannast einnig við óánægju íslenskra starfsmanna. Hins vegar hafi ekki verið stætt á öðru en að leyfa öllum þeim sem eiga að starfa samkvæmt honum að greiða atkvæði, enda væri ákvæði um það bundið í samningnum. Samiðn kannaði kosninguna Aðalbjörn segir kröfur hafa verið uppi um meiri launahækkanir og tel- ur hann líklegt að Íslendingar hafi flestir greitt atkvæði gegn samn- ingnum og útlendingar flestir sam- þykkt hann, án þess að hann hafi töl- ur í höndunum um það. Bendir Aðalbjörn á að hlutfall erlendra starfsmanna við Kárahnjúka sé um 60% og því sé ljóst að íslenskir starfsmenn hefðu ekki haft bolmagn til að fella samninginn ef allir er- lendir starfsmenn hefðu greitt at- kvæði. Þorbjörn óskaði eftir gögnum um atkvæðagreiðsluna og segist hafa séð ýmsa hnökra, þó ekki svo alvar- lega að ástæða sé til að kæra kosn- inguna. Virkjunarsamningur Íslenskir starfsmenn óánægðir Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.