Morgunblaðið - 20.05.2004, Síða 12
FRÉTTIR
12 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
STARFSMENN Íslensks
markaðar í Leifsstöð áttu á
þriðjudag fund með átta af tíu
þingmönnum Suðurkjördæmis
um atvinnumál sín, en eins og
fram hefur komið í fréttum
hafa stjórnendur Leifsstöðvar
sagt upp leigusamningi Ís-
lensks markaðar, ÍM.
Uggandi um sinn hag
Jenný Harðardóttir, einn
starfsmanna ÍM, segir að
starfsmennirnir 25, þar af 24
konur, séu uggandi um sinn
hag og þingmönnum hafi verið
greint frá því.
„Við sjáum fram á að missa
vinnuna og ekki er nú atvinnu-
ástandið gæfulegt hér á Suður-
nesjum. Atvinnuleysið er líka
langmest meðal kvenna og
starfsöryggið því ekki gott. Við
sjáum ekki alveg í hendi hvað
getur tekið við ef starfsemi Ís-
lensks markaðar leggst niður.
Það gæti orðið eitthvert mál að
skipta um starf og fá atvinnu
við hæfi,“ segir Jenný en af 24
konum hafa átta unnið hjá Ís-
lenskum markaði í meira en 15
ár. Ein hefur unnið frá upphafi
starfseminnar í Leifsstöð árið
1987.
Ánægð með mætinguna
Jenný er ánægð með mæt-
ingu þingmanna kjördæmisins í
gær og segir fundinn hafa verið
mjög góðan. Þeir hafi hlustað á
skoðanir starfsmanna og heitið
því að kanna hvað þeir geti gert
til aðstoðar. Vonandi muni
fundurinn því skila einhverju.
Fulltrúi Verslunarmannafélags
Suðurnesja var einnig við-
staddur.
Þingmenn
ræddu við
starfsmenn
Íslensks
markaðar
bókagerðarmanna, Elfing, Samband íslenskra
bankamanna, Rafiðnaðarsambandið og Lands-
samtök lífeyrissjóða.
Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði í
ávarpi sínu að ráðstefna sem þessi væri mjög mik-
ilvæg, og gott að sjá hvernig hún tengdist grasrót-
inni, áhugahópi um atvinnumál miðaldra fólks,
sem samanstæði af fólki sem byggði á reynslu
sinni sem miðaldra starfskraftar. Það yrði að
rannsaka hvort það gæti virkilega verið svo að
hæfni og reynsla væri sett til hliðar þegar fyr-
irtæki réði starfsfólk en aldurinn hafður í fyrir-
rúmi. Benti ráðherra á að atvinnuþátttaka hér á
landi væri með því mesta í heiminum og í því væru
vissulega verðmæti fólgin. Hvað varðar atvinnu-
leysi sagði ráðherra að ekki væri merkjanlegt
meira atvinnuleysi meðal eldra fólks en yngra. „Á
móti kemur að miðaldra fólk á margt erfitt með að
NIÐURSTÖÐUR könnunar á stöðu miðaldra
fólks á vinnumarkaði hafa leitt í ljós, að 2,5% þjóð-
arinnar telja sig hafa misst vinnu eða verið synjað
um vinnu vegna aldurs. Miðað við að um 160 þús-
und manns séu á íslenskum vinnumarkaði eru það
um 4 þúsund manns sem svo gæti verið ástatt um.
Könnunin var framkvæmd í lok apríl og byrjun
maí, og var svarhlutfall um 62%. Alls voru rúm-
lega 1.600 manns á aldrinum 16–75 ára spurðir
álits. Þetta eru frumniðurstöður könnunarinnar,
og enn eftir að vinna nánar úr niðurstöðum henn-
ar.
Þessar niðurstöður voru kynntar á ráðstefnu
um stöðu miðaldra fólks á vinnumarkaði sem hald-
in var í gærdag. Könnunin er þáttur í starfi nefnd-
ar um stöðu miðaldra fólks á vinnumarkaði, sem
tók til starfa í ársbyrjun á vegum félagsmálaráðu-
neytisins, í kjölfar samþykktar þingsályktunartil-
lögu Ögmundar Jónassonar á Alþingi í mars 2003.
Formaður nefndarinnar, Elín R. Líndal, sagði
mikilvægt að ræða stöðu miðaldra fólks á vinnu-
markaði sem verkefni, en ekki sem vandamál.
Lagði hún í máli sínu áherslu á að hópur miðaldra
fólks þyrfti að huga að símenntun og endurmennt-
un, og með þeim hætti mætti efla hópinn enn frek-
ar.
Mikilvægt að nýta sér endurmenntun
Í könnuninni var spurt um endurmenntun vinn-
andi fólks, kom í ljós að um 50% 25–44 ára nýta sér
möguleika á endurmenntun, en eftir 45 ára aldur
minnkar hlutfall þeirra sem nýta sér hana.
Kom fram í máli Kristins Tómassonar læknis,
sem er einn aðstandenda könnunarinnar, að þar
yrði að verða breyting á. Viðhorf yngra fólks í
könnuninni benti einnig til þess að það teldi mögu-
leika á stöðuhækkun minnka með hækkandi aldri,
en því viðhorfi þyrfti að breyta.
Að ráðstefnunni um stöðu miðaldra fólks á
vinnumarkaði stóð áhugahópur um atvinnumál
miðaldra fólks, félagsmálaráðuneytið, vinnumála-
stofnun, Samtök atvinnulífsins, BSRB, VR, félag
finna sér nýja vinnu og þar er spurning hvort ald-
ur sé fyrirstaða,“ sagði Árni Magnússon.
Athyglisverðar reynslusögur
Á ráðstefnunni komu fram tveir menn, Guð-
mundur S. Guðmundsson tæknifræðingur og Ólaf-
ur Ólafsson kerfisfræðingur, sem lýstu stöðu sinni
á vinnumarkaði, og því mótlæti sem þeir hefðu
mætt vegna aldurs síns. Margir vinnuveitendur
hefðu ekki svarað atvinnuumsóknum og örvænt-
ing verið á næsta leiti. Að lokum hefði ræst úr at-
vinnumálum með hjálp vina eða vandamanna, en
án aðstoðar ráðningarskrifstofa. Lögðu þeir
áherslu á að ráðningarskrifstofur ættu að bjóða
upp á þá þjónustu, að fólk gæti lagt inn upplýs-
ingar um fjölbreytta reynslu sína í atvinnulífinu og
leitað væri að starfi í samræmi við það.
Langtímaatvinnuleysi miðaldra
fólks meira en annarra
Hugrún Jóhannesdóttir, forstöðumaður Vinnu-
miðlunar höfuðborgarsvæðisins, ræddi sömuleiðis
það áfall sem það er að missa vinnu og sérstaklega
hve erfitt það getur verið fyrir þá sem eldri eru í
hópi vinnandi fólks. Einnig kom fram í máli Hug-
rúnar að hlutfall fólks 45 ára og eldra á atvinnu-
leysisskrá hefði minnkað síðan árið 2000, og væri
sá hópur nú um 36% atvinnulausra. Hins vegar
kom fram í máli Elínar R. Líndal að langtíma-
atvinnuleysi miðaldra fólks væri meira en annarra
aldurshópa. Það benti til þess að þessi hópur ætti
erfiðara með að finna sér nýja vinnu.
Varpar ljósi
á áhrif ald-
urs á starfs-
möguleika
Morgunblaðið/Árni Torfason
Fjölmenni var á ráðstefnu um stöðu miðaldra fólks á vinnumarkaði.
Ný könnun kynnt á ráðstefnu um stöðu miðaldra fólks á vinnumarkaði
Árni Magnússon félagsmálaráðherra flytur
ávarp um stöðu miðaldra fólks á vinnumarkaði.
FJÖRUTÍU ár eru síðan íslenska
kvennalandsliðið í handbolta tryggði
sér Norðurlandameistaratitilinn á
grasvellinum í Laugardal og héldu
liðið, þjálfarinn og kokkur liðsins
upp á þessi tímamót nýlega.
Mótið fór fram á Íslandi og réðust
úrslitin í leik milli Noregs og Dan-
merkur. Norðmenn höfðu jafntefli
við Dani, en þar sem íslensku stúlk-
urnar höfðu sigrað Norðmenn 9-7,
voru þær sigurvegarar mótsins.
Sigríður Sigurðardóttir, fyrirliði
liðsins, segir að þrátt fyrir að mótið
hafi farið fram á grasvelli hafi hand-
bolti almennt ekki verið spilaður á
grasi í þá daga og því hafi það verið
svolítið vandasamt að keppa á gras-
velli. „Við gátum ekki driplað eða
neitt. Það er ekki hægt að dripla á
grasi. Það var allt í lagi með skrefin,
við hentum boltanum bara fram og
hann var látinn ganga og svo var
hlaupið. Þetta var mjög skemmti-
legur tími,“ segir Sigríður, sem var
fyrst kvenna kosin íþróttamaður
ársins, árið 1964.
Sigríður segir að liðið hafi ekki
haldið hópinn mikið, sumar búi úti á
landi og aðrar í útlöndum. „En við
erum hérna allar sem búum á Ís-
landi,“ segir Sigríður. Tveir karlar
héldu upp á daginn með konunum,
Pétur Bjarnarson, þjálfari þeirra,
og Boði Björnsson, sem var kokkur
landsliðsins.
„Þetta er búið að vera alveg æð-
islegt. Við erum búin að borða alveg
yndislegan mat. Ómar [Ragnarsson]
kom og skemmti okkur og svo erum
við að fara að horfa hér á disk sem
við létum gera um allt mótið. Við
ætlum að rifja upp þessi bestu ár
okkar fyrir fjörutíu árum, þegar allt
var gert fyrir okkur af því að við
vorum svo góðar í handbolta,“ segir
Sigríður, sem er af mikilli hand-
boltafjölskyldu. Þrjár dætur hennar
og eiginmanns hennar, Guðjóns
Jónssonar, sem spilaði bæði hand-
og fótbolta með landsliðinu, hafa all-
ar látið til sín taka í íþróttinni. Guð-
ríður er þjálfari Vals, Díana spilar
sömuleiðis með Val og Hafdís er
nýbúin að láta boltann á hilluna.
Sjálf spilaði Sigríður einmitt með
Val á sínum tíma.
Fögnuðu fjörutíu ára gömlum
Norðurlandameistaratitli
Morgunblaðið/Árni Torfason
Það var kátt á hjalla þegar kvennalandsliðið árið 1964, þjálfarinn og kokkur liðsins, komu sam-
an á dögunum til að að halda upp á þessi tímamót og rifja upp gullaldarárin í íþróttinni.
Sigrún Guðmundsdóttir var kölluð „leynivopnið“. Hér þrusar hún bolt-
anum í mark andstæðinganna.
Íslensku stúlkurnar fagna sigri. Frá vinstri: Sigríður Kjartansdóttir, Hrefna Pétursdóttir,
Svana Jörgensdóttir, Silvía Hallsteinsdóttir, Ása Jörgensdóttir, Díana Óskarsdóttir, Sigrún
Ingólfsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir.