Morgunblaðið - 20.05.2004, Side 14

Morgunblaðið - 20.05.2004, Side 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍKJASTJÓRN á nú í vök verjast vegna vaxandi ótta þingmanna, íraskra samstarfs- manna Bandaríkjamanna og jafn- vel eigin embættismanna við, að hernámið í Írak sé að enda með ósköpum. Í því ljósi ber að líta þá játningu Paul Wolfowitz aðstoðar- varnarmálaráðherra, að stjórninni hafi orðið á mörg og mikil mistök á síðasta ári. Wolfowitz, sem kallaður er hug- myndafræðingur Íraksstríðsins, viðurkenndi á fundi með utanrík- isnefnd öldungadeildarinnar í fyrradag, að stjórnin hefði mis- reiknað sig þegar hún taldi, að Írakar myndu sætta sig við lang- varandi hernám. Mestu mistökin hefðu verið að trúa því, að helsta verkefni bandaríska heraflans yrði að vinna að uppbyggingu sam- félagsins en ekki að halda áfram hernaðaraðgerðum eftir fall Sadd- ams Husseins. „Við vorum með áætlun, sem gerði ráð fyrir, að við gætum verið með hernámsstjórn miklu lengur en ljóst er nú, að Írakar sætta sig við. Við bjuggumst við, að öryggis- málin yrðu í betra lagi en þau eru,“ sagði Wolfowitz. Meiri óvissa en fyrir innrás Yfirheyrslurnar yfir Wolfowitz í utanríkisnefndinni sýndu vel þær vaxandi áhyggjur, sem þingmenn hafa af ástandinu í Írak, nú þegar aðeins sex vikur eru í fyrirhuguð valdaskipti. Öryggismálin í landinu eru í algeru uppnámi, ekkert er vitað um hvernig væntanleg bráða- birgðastjórn verður skipuð og síð- an bætist við það hneyksli, sem er misþyrmingar á íröskum föngum. Er ríkisstjórn George W. Bush forseta svo upptekin af því að bjarga sér fyrir horn í þessum málum, að þingmenn og aðrir segja, að óvissan um þróunina í Írak sé meiri nú en áður en inn- rásin hófst. „Margt fólk í þessu landi hefur miklar áhyggjur af því hvernig þetta endar og hvort okkur muni takast ætlunarverkið að einhverju leyti. Sá ótti fer vaxandi, að ástandið verði að lokum verra en það var í upphafi,“ sagði öldunga- deildarþingmaðurinn Christopher Dodd, demókrati frá Connecticut, og það sama kom einnig fram hjá öðrum þingmönnum. Engan bilbug er þó að finna í yf- irlýsingum Bush, sem sagði í fyrradag, að söguleg stund væri að renna upp í Írak og átti þá við valdaskiptin. „Heimurinn leitar að veikleika í fari okkar en hann mun ekki finnast. Við munum standast hverja raun.“ Engin áætlun um valdaskiptin Í utanríkisnefndinni bentu þing- menn á, að í raun lægi engin áætl- un fyrir um valdaskiptin og það væri aðeins ávísun á efasemdir í Bandaríkjunum og meðal banda- manna Bandaríkjanna í Írak. Öld- ungadeildarþingmaðurinn Joseph Biden, demókrati frá Delaware, sagði, að það væri tvennt, sem yf- irskyggði allt annað í Írak: „Ör- yggisleysið“ og „efasemdir um lög- mæti“. Þessi gagnrýni þingmanna er í takt við efasemdir þeirra, sem fást við eða fjalla um bandarísk utan- ríkismál. Þeir benda á, að mark- miðin hafi breyst. Lagt hafi verið upp með stór fyrirheit um stöðugt, lýðræðislegt Írak, sem yrði fyr- irmynd mikilla breytinga í öllum Mið-Austurlöndum, en nú sættu menn sig við það eitt að geta skrapað saman ríkisstjórn fyrir 30. júní, sem hefði þó ekki nema tak- markað vald og yrði að sitja í skjóli 130.000 erlendra hermanna. Írakar, sem komið hafa að um- ræðum um væntanleg valdaskipti, segja, að ekki sé víst, að nokkur trúverðugur stjórnmálamaður eða sérfræðingur fáist til að taka sæti í væntanlegri stjórn. Að þeirra mati sé það verk, sem geti ekki endað nema illa. Vilja ekki láta bendla sig við Bandaríkjamenn Upplýsingar um misþyrmingar í Abu Ghraib-fangelsinu hafa gert þessa stöðu enn verri en áður. Margir íraskir stjórnmálamenn þora nú ekki að hafa neitt sam- starf við Bandaríkjamenn af ótta við að vera fordæmdir af almenn- ingi. Innan hersins hafa líka margir áhyggjur af, að Bandaríkjastjórn hafi fallið frá því markmiði sínu að kveða niður uppreisnina í Írak fyr- ir valdaskiptin 30. júní. Þeir segja, að í raun hafi Bandaríkjaher hörf- að frá Fallujah og látið stjórnina eftir íröskum herforingja, sem nú sé með í sínu liði suma sömu upp- reisnarmennina og börðust gegn Bandaríkjamönnum. Wolfowitz kvaðst ekki vita hve margir bandarískir hermenn yrðu í Írak næsta hálfa annað árið en það er stefna Bandaríkjastjórnar, að herinn verði þar út næsta ár. Hann viðurkenndi, að óljóst væri hvað við tæki eftir 30. júní og bætti við, að það skýrðist ekki „fyrr en vitað er hverjir sam- starfsmenn okkar verða“. Vaxandi ótti í Bandaríkj- unum við ófarir í Írak Paul Wolfowitz viðurkennir, að stjórninni hafi orðið á mikil mistök Washington. Los Angeles Times. ’Stjórnin misreiknaðisig er hún taldi, að Írak- ar myndu sætta sig við langvarandi hernám. ‘ Paul Wolfowitz var íhugull við yfirheyrslurnar á Bandaríkjaþingi. Reuters BANDARÍSKUR herréttur í Bag- dad dæmdi í gær hermanninn Jer- emy Sivits í eins ár fangelsi fyrir misþyrmingar á íröskum föngum í Abu Ghraib-fangelsinu. Voru þetta fyrstu herréttarhöldin vegna máls- ins, en fleiri eiga að fylgja í kjölfarið. Enn sem komið er hafa einungis lágt settir hermenn verið ákærðir, þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir um, að hátt settir bandarískir foringjar hafi haft vitneskju um hvað fram fór í Abu Ghraib. Rétturinn lækkaði Sivits, sem er 24 ára herlögreglumaður, í tign og mun hann verða óbreyttur hermað- ur á meðan hann situr inni. Þegar hann verður látinn laus verður hann ennfremur rekinn úr hernum. Sivits lýsti sig sekan fyrir réttinum um ákæruatriði varðandi misþyrmingar og niðurlægingu íraskra fanga í nóv- ember sl. Réttarhöldin stóðu í um þrjár og hálfa klukkustund. AP Teikning úr réttarsalnum í Bagdad í gær. Ákærði, herlögreglumaðurinn Jeremy Sivits, er annar frá vinstri, og við hlið hans er verjandinn, Stanley Martin yfirlautinant. Dómarinn, James Pohl ofursti, er til hægri. Árs fangelsi fyrir misþyrmingar BANDARÍKJASTJÓRN hefur ákveðið að hætta leynilegum fjár- stuðningi við Íraska þjóðarráðið, hreyfingu Ahm- ads Chalabis, og komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingarnar sem hreyfingin veitti hafi verið gagnslausar, að sögn The New York Times. Blaðið sagði að leyniþjónusta Bandaríkjahers hefði greitt Íraska þjóðarráðinu 335.000 dollara, and- virði 25 milljóna króna, á mánuði frá árinu 2002 en stuðningnum yrði hætt 30. júní þegar írösk bráðabirgða- stjórn á að taka við völdunum í Írak. Alls nam stuðningurinn að minnsta kosti 27 milljónum dollara, tveimur milljörðum króna. Mark- miðið var að hjálpa Íraska þjóðar- ráðinu að afla upplýsinga í Írak en bandarískir embættismenn, sem hafa skoðað þær ofan í kjölinn, hafa komist að þeirri niðurstöðu að upp- lýsingarnar sem voru veittar fyrir innrásina í Írak hafi verið gagnslaus- ar, villandi eða spunnar upp, að sögn The New York Times. Íraska þjóðarráðið neitar þessu og segir að of mikið hafi verið gert úr þætti hreyfingarinnar í öflun upplýs- inga um vopnaeign Íraka fyrir stríð- ið. Hún hafi hins vegar veitt upplýs- ingar sem leitt hafi til handtöku 1.500 íraskra uppreisnarmanna, sem flestir hafi verið stuðningsmenn Saddams Husseins, fyrrverandi ein- ræðisherra Íraks. Dæmdur fyrir fjársvik Íraska þjóðarráðið var ein af helstu írösku hreyfingunum sem börðust gegn stjórn Saddams Huss- eins og Chalabi tókst að halda nán- um tengslum við bandarísk yfirvöld þótt hann væri eftirlýstur í Jórdaníu fyrir stórfelld fjársvik. Jórdanskur dómstóll dæmdi Chal- abi til 22 ára hegningarvinnu í rétt- arhöldum sem fóru fram að honum fjarstöddum árið 1992. Hann var ákærður fyrir að hafa dregið sér 4,4 milljarða króna úr banka sem hann stofnaði árið 1997 og varð gjaldþrota 1989. Chalabi varð einn af þekktustu stjórnmálamönnunum úr röðum íraskra útlaga og hann var jafnvel talinn koma til greina í embætti for- seta Íraks. Hann hefur þó alltaf neit- að því að hann sækist eftir því að verða kjörinn forseti þegar lýðræði verður komið þar á. Fjárstuðningi við hreyfingu Chalabis hætt Sögð hafa veitt gagnslausar upplýsingar fyrir stríðið í Írak Washington. AFP. Ahmad Chalabi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.